Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 07.08.1896, Blaðsíða 4

Dagskrá - 07.08.1896, Blaðsíða 4
48 Skyldi kann eptir eiga mig að bæta? Það get jeg eigi giskað á, en gamall held jeg verði þá. Bitt hið alknnnaata kvæði hans er: „Heim er jeg kominn og halla’ undir flatt“. Það er nauðalíkt Páli og kveðið í þessu ein- kennilega einfalda sniði, sem flest ljðð hans hafa sjer til ágætis, jafnvel þar sem mikil alvara býr undir. Kýmilegasta setningin í samtalinu milli vitsins og Páls, er hann vaknar eptir glaðan gær- dag, er þessi: „Sjónin og heyrnin og málið fer með og minnið úr ■vistinni gengur“. Þar gripur hann enn til samlíkingar úr islensku bændalífi, og sjest það þar sem annarstaðar, hvað lætur honum best. Rauði þráðurinn gegnum allan kveðskap hans er glðggskyggni og alúð við allt sem alþýðlegt er hjá íslendingum. Best af öllu eru gleðskapar- og keskniskvæði hans; þar á hann engan sinn jafna. Bn fari hann út fyrir vjebönd alþýðukveðskaparins þarf hann að keppa við marga; þó tekst honum opt og einatt að smella hendingum innan um, sem enginn kemur fram með nema Páll, og allir þekkja hvaðan eru ættaðar, jafnvel þar sem hann fæst við þau efni, sem „lærðu skáld- in“ sneiða ekki hjá. Valshreiðrið. (Frh.). Jeg óx upp við leiki og erfiði undir beruloptiþegar fært var úti að vera, og jeg fjekk því meiri mætur á náttúrunni, dalnum okkar og öllu sem jeg sá utan dyra, sem jeg eltist meir, og fann meiri þrótt í leggjum og liðum. — Sjerstaklega var mjer þaðyndi að sitja á hamrabrúnum þeim sem lágu að fljótshylnum, og horfa og hlusta á fossinn, þangað til vatnskliðurinn ljet við eyrað eins og þungt æðaslag, en fallið sjáift teygðist í drifhvíta lopa og slitnaði sundur fyrir auganu. — Yalir og krummar flögruðu klett af kletti, allan Bumartímann út, dýfðu sjer, skutust áfram og veltu sjer í loptinu eins og urriðarnir gjörðu niðri í fljóti. Allt var stórskorið og þó gullfagurt í þessu mikla hamrahreiðri, og þegar sólin skein og allir vindar voru hljóðir, var eins og allt sem sást og heyrðist væri gagntekið af fögnuði yfir því að vera til, og maður fann kvika í hverri sinni taug, heita ættarást til náttúrunnar, bæði þeirrar lif- andi og þeirrar sem kölluð er dauð. Það var þessi sívaxandi löngun mín, til að dvelja úti undir beru lopti, sem leiddi mig svo opt á fund þeirrar fyrstu”stúlku sem jeg hef orðið ástfnnginn af. — Hún var bóndadóttir afjnæsta bæ, og sat yfir ám niðri undir fljóti, fyrsta sumarið eptir að jeg var kom- inn í skóla. Jeg þekkti hana vel, við höfðum hittst við kirkjuna og leikið okkur saman þegar svo bar undir; en þegar jeg kom nið- ur að fossinum einn morgun, með spánýja piltahúfu á höfðinu, tók hún dræmt undir við mig, og gjörði sjer til erindis að hlaupa fyrir eina ána sem lappaðí hægt upp í móinn. Jeg varð lengi að ganga eptir henni áður en jeg fjekk hana til þesB að tala blátt áfram við mig. —■ En svo urðum við bestu vinir. Hún hló hátt undir hömrunum til þess að heyra bergmálið drynja frá einum kletti til annars, og kastaði steinum jafnlangt og jeg út á fljótið. — Hún var há og grannvaxin, með sítt jarpt hár, og dökkblá augu. Þegar við fundumst fyrst niðri við fossinn var hún fjórtán ára, en jeg tveim árum eldri. Yið sátum saman uppi í brekkum og úti i móum þegar við komumst höndum undir næstu tvö sumur, og loksins kom jeg heim eitt kvöld með gamlan silfurhring á litla fingri. — Það var tryggða- pantur, sem hún hafði gefið mjer þennan dag; en við höfðum i raun- inni verið trúlofuð lengi, þó við töluðum ekki alvarlega um það, fyr en rjett áður en jeg átti að fara suður, þriðja árið mitt í skóla. (Pramh.) Frjettaþráður til íslands. Ur brjefi frá Lundúnum 22. júlí 1896. Málfærslumaður sá í Lundúnum, Mitchell að nafni, sem samdi við alþingi í fyrra um leyfi til að leggja frjettaþráð til íslands, kvað nú hafa undirritað samning um þetta fyrirtæki við enskt fje- lag, er ætlar að takast verkið á hendur, og er búist við því að verkfræðingur enskur fari til íslands á þessu sumri til þess að kynna sjer það sem að fyrirtækinu lýtur. Prjettaþráðurinn mundi gjörbreyta svo öllu ástandi á íslandi, að engin önnur framför meiri gæti hugsast, fyrir þetta land, enda er vonandi að alþingi íslendinga liggi ekki á liði sinu að leggja nokkurt fje til þráðarins, ef þess skyldi þurfa. — Danastjórn mun naumast fara að hindra eða tefja fyrir að þetta komist á, enda er auðsætt að það væri jafnmikill hagnaður að sínu leyti fyrir aðrar þjóðir sem skipta við ísland, ef því yrði á þennan hátt komið í samband við önnur Norðurálfulönd. Botnia, kom hingað 5. þ. m. með nokkra útlenda ferðamenn, enska og þýska. Með skipinu kom frá Höfn kandidat í læknisfræði Magnús Ásgeirsson. Af hinum útlendu farþegum má telja Dr. Zacher frá Berlín, rithöfundinn Albany Major frá London og próf. W. Eosse frá Glasgow. Perðamenn þcssir lögðu af stað daginn ept- ir til Geysis og Heklu. Ætla einnig í þessari ferð að koma til Krísivíkur. Hvalur er útvegaður. Itengi .... 4 aura fyrir pundið Sporður ... 2 — — — Undaniiátta . . I1/,— — — Ómakslaun lítil. Umbúðir ódýrar. Pantanir verða að koma 3 vikurn fyrir burtfsrar- dag skipa þess, sem hvalurinn óskast sendur með. Minnsta t-ending 400 pnnd. Sje ekki borgun send fyrirfram kostar hvalurinn 10°/0 meira. Lysthafendur snúi sjer til K. Torfasonar, Flateyri. Quiraing. Þeir, sem ætla að panta vörur fyrir mina milligöngu hjá The Icelandic Trading and Shipping Co., Leith, með gufuskipinu Quiraing, eru beðnir að gjöra það fyr- ir næstu helgi (9. þ. mán.). Skipið kemur aptur seint í þessum mánuði. p. t. Reykjavík, 1. ágúst 1896. Gieorge Thordahl. Skrifstofa Dagskrár, Vesturgötu 3 (Glasgow). Ábyrgðarmaður: Einar Benediktsson, cand. juris. Fjelagsprentsmiðjan.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.