Dagskrá

Issue

Dagskrá - 03.09.1896, Page 1

Dagskrá - 03.09.1896, Page 1
Verð árg. (minnst 104 arkir) 3 kr., borgist fyrir janúarlok; erlendis 5 kr., borgist fyrirfram. Uppsögn skrifleg bundin viö 1. júlí komi til útgefanda fyrir októberlok. DAGSIEA. Reykjayík, flmmtudaginn 3. septemfler. 1896. I, 20. Jarðskjálftatjónið og ráðstafanir til hjálpar. Þó menn hafl ekki enn fengið neinar vissar fregn- ir af því hve vítt svæði eyðileggingin af jarðskjálftan- um hefur náð yfir, er sjálfsagt að byrja nú þegar að senda hjálp þangað sem menn vita að hjálpar þarf með þaðan sem betur er ástatt. Af opinberum ráðstöfunum sem gerðar hat'a verið til þessa má telja, að landshöfðingi hefur lofað Rangár- vallasýslu 10,000 kr. láni; auk þess mun amtmaður; hafa ákveðið aðverja sjóði nokkrum (um 1100 kr.) er hann hefur undir hendi, til hjálpar. — Jarðeldasjóðurinn frá 1875 c. 36000 kr., sem er undir hendi iandshötðingja, má og takast hálfur til þessa eptir stofnskrá sjóðsins. Að öðru leyti hefur landshöfðingi veitt ádrátt um að senda nokkra menn úr vegagerðinni þar eystra til að- stoðar við byggingar, og er ekkert annað við það að athuga heldur en að sjálfsagt virðist að senda alla verka- mennina til hjálpar meðan tíðin er góð og þeir geta unnið til gagns. Hver dagur er of dýrmætur til þess að eyða honum í vegabót, meðan þeir sem vegjnn eiga að nota síðar, standa höndum uppi, með allt sitt í voða, undir veturinn. Nokkrir einstakir menn hafa þegar einnig efnt til samskota hjer í bænum, sbr. auglýsiugu í ísafold 60. blað, og er vonandi að menn gefi fljótt og vel hjeðan úr höfuðstaðnum. — Annars er það athugavert að gjaf- irnar komi vel niður, því að öðrum kosti verður hið þjódmegunarlega tjón aukið en ekki bætt með gjöfunum; er vert að benda á það, að ieiguliðar eiga eptir lögun- um að leggja til moldarverk allt til endurbygginga, en jarðeigendur trjávið, en þeir munu opt vera svo í álu- um, að þeir sjeu jafnfærir til þess að leggja til fjeð, eins og hinir og þessir gefendur úti um land. Best trygging fyrir því að gjafirnar lendi á rjett- um stöðum fæst auðvitað með því, að láta hreppsnef'nd- ir þær sem í hlut eiga, ráða útbýtiug þess sem gefast kann. — Amtmaður Havsteen hefur lagt það til, að láta sýslumenn og hreppstjóra úti um landið gangast fyrir því, að safna fje til þeirra bágstöddu, og virðist það eðlilegast. — En hvernig sem menn haga samskotunum sjálfum, ættu einstakir menn sem safna fje, eða taka á móti gjöfum frá öðrum, að vera bundnir við það, að af- henda fjeð einhverjum nefndum eða opinberum starfs- mönnum sem til þekkja, til útbýtingar. Garðbrjef. Heiðruðn, nýbökuðu stúdentar! Jeg, einn af stjettarbræðrum yðar í Höfn, sendi yður bjartanlega hamingjuðsk með próf yðar, er þjer hafið garpslega at hendi leyst. Bn fyrirgefið þðtt heillaósk mín fari ekki ein saman. Það er vant að vera mikill gleðidagur í lífi hinna svo nefndu lærðu manna, er þeir sleppa úr latíuuskðlaprísundinni, einkum ef allt hefur gengið greitt. Lausnartilfinningin og sjálfræðistilfinning- in Iyptir huganum og fyllir hann nýj þreki og þori, fjöri og fagn- aði. Jeg fyrir mitt leyti man trauðla sælli stund en þá, er rektor rjetti mjer stóra skjalið með blóðrauða lakkskildinum. Jeg þðttist hafa himin höndum tekið, er jeg hjelt á þessum gleðiríka vott um, að nú væri sex ára strit og stímabrak loks á enda kljáð og marg- þráðu takmarki náð. Baráttan hafði verið hörð, og því vorn launin svo sæt. „Stúdent11 var enginn ðhræsistitill í mínum augum í þá daga; jeg þðttist nú fær í flestan sjð, þótt krappur væri. Reynd- ar var allur lærdðmur minn fðlginn i, að geta með feikna erfiðis- munum brotist í gegnum nokkrar grÍBkar og latneskar skræður — með nákvæmri þýðingu, stórBlysalaust greint i frá y og s frá z í mððurmáli mínu, lesið dönsku, stautað þýsku, staglað ensku, og bar- ist á klukkutíma gegnum eina blaðsíðu í frönsku — með orðabðk. í náttúrufræði kunni jeg grein apa og skorkvikinda, og kannaðist við eitthvað, sem kallast krðnur og duptberar. 1 sögu bafði jeg einhverja ðljðsa hugmynd um, að Alexander hinn mikli heyrði til fornöldinni, Innocentius páfi hinn mikli miðöldinni (— hvort hann var 3. eða 4. með því nafni, gat jeg aldrei munað —) og Napoleon og jeg nýöldinni. 1 landafræði vissi jeg að ísland lá norðanvert við miðlínu heims, líklega einhverstaðar milli 60. og 70. stigs norð- urbreiddar. Hversu aumlegur ávöxtur af sex ára erfiði þetta var, sá jeg ekki. Mjer var sem þeim, er rekið hafa blánefbroddinn í einhverja fræði, — jeg þóttist þaullærður. Stúdentalífið lá fyrir mjer sem dýrðlegur, töfrandi ævintýraheimur, margmærður í ljððum skáldsnillinganna og ræðum og ritum mælskumannanna. Jeg tðk því vonina fyrir göngustaf og fagrar hugsjónii fyrir vegstjörnu, og þrammaði státinn út í heiminn. En brátt rak jeg mig hatramlega á, að hugsjðn er að eins hugsjón, en veruleikinn napur. í stað þess, að hitta fyrir meðal stúdenta aðsetur glaðværðar og andlegs fjörs, kom jeg inn í einskonar dánarheim, þar sem hver vofan gnúpti hnípin í sínu skúmaskoti og gapti dauflega ef náunginn ýtti við henni, rjett eins og svefnpurka árla morguns. Jeg fjekk eitt skot- ið, varð draugut og er það enn. Síðan bef jeg opt hugsað: „Skammarnær hef'ði þjer verið, hró- ið mitt, að hafa aldrei álpast út á lærdómsveginn. Á öllum þess- um tíma hefðirðu getað verið orðinn gildur bðndi, oddviti, hrepp- stjóri, alþingismaður, eða þð að minnsta kosti k&upmaður, prangari, prentari, úrsmiður, skðari, skraddari, bðkbindari eða búðarloka. Til einhvers þessa hefðirðu verið langtum hæfari en til vísindaiðkana, er gjöra fremur að deyfa krapta þína, en auðga sál þína og gjöra þig hæfan til dugandi staría í þjóðfjelaginu. Þú ert að eins hálf- ur maður, er ef til vill aldrei verður heill, því að langt er i land og drukknunarhætt illum sundmanni“. Og því miður munu vera fleiri en jeg, er hugsa svo og sáriðrast eptir að hafa valið þessa lífstefnu. En það er ekki ætíð sjálfra þeirra sök, heldur er glap-

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.