Dagskrá - 03.09.1896, Blaðsíða 3
79
Litist einnig um á öðrum starfsviðum lífsins, hvort ekki muni ein-
hversstaðar hagkvæm hylla, er þjer gætuð tyllt yður á — því að
víðar er fagurt hlutverk og þörf dugmenna en á opinheru embætt-
isbrautinni. Því þá endilega að feta í för þeirra, er á undan eru
komnir ? Því þá alltaf að saxa í sama farið ? Þjer eru framgjarn-
ir og þrðttmiklir og girnist að vinna þjóðinni gagn og geta sjálf-
um yður frama. Því þá ekki að hefjast handa til nýrra fram-
kvæmda, kanna nýja stigu? Landbúnaður íslands, iðnaður og verzl-
un gengur á trjefótum; þar er víðtækt og mikilfenglegt starfsvið
og gott færi ungum gáftimönnum að freista kraptanna. Farið þvi
út um allan heim og kynnið yður háttu og menning forystuþjóð-
anna, aflið fróðleiks og verklegra hygginda, er þjer síðan getið gjört
arðberandi i þarfir fósturjarðarinnar. TJm fram allt, hýrist ekki
heima á læknaskólanum og prestaskólanum; skreiðist að minnsta
kosti eitt ár út fyrir landssteinana og litist um í heiminum. Hirð-
ið ekki um óp þeirra manna, er fyrir Bkammsýnis sakir og ótíma-
bærrar ættjarðarástar vilja skera á alla sambandsþræði við mennta-
þjóðir heimsins og umlykja landið háum hamravegg sjervisku og
eintrjáningsskapar. Minnist heldur hins fornkveðna sannleika, að
„heimskt er heimaalið barn“.
Garði, 12. ágúst 1896.
Veturliði.
Minningarhátíð.
Að kvöldi þ. 1. þ. m. var haft allmikið samsæti hjer í bænum
á Hotel íslandi, til heiðurs Bkipstjóra Christiansen, frá póstskipinu
Laura, og í minning þess að hann hafði nú gert 100. för sína milli
Danmerkur og íslands, í þjónustu sameinaða gufuskipafjelagsins
danska.
Um 40—50 manns tóku þátt í þessum gleðskap, og voru þar auk
kaupmanna ýmsir helstu menn bæjarins. Þar voru þeir og, meðal
annara biskupinn yfir íslandi, landshöfðingi og amtmaður.
Fyrir minni heiðursgestsins mælti amtmaður J. Havsteen en
landshöfðingi M. Stephensen fyrir minni ættingja hans. — Af öðr-
um skálaræðum má helst nefna tölu farstjórans íslenska Ditlevs
Thomsens, fyrir minni hins sameinaða gufuskipafjelags.
Að því leyti sem samkvæmi þetta kynni að verða skilið svo af
einhverjum, að almenningur á íslandi fyrir milligöngu embættis-
manna sinna hjer á staðnum, vildi þannig minnast þess með nokkr-
um fögnuði, að þessi skipstjóri hefði lokið 100. ferð sinnni til lands-
ins, virðist ekki úr vegi að geta þess, að einmitt hr. Christjansen
mun vera einn hinn óvinsælasti póstskipsformaður sem hjer hefur
komið við land, og hefur sjer það einkum til ágætis fram yfir hina
stjettarbræður sína, — sem sjaldnast eru kurteisir eða greiðviknir
fram úr hófi við íslendinga — að hann leggst utar á höfnum en mönn-
um þykir þurfa, og hefur opt verið kvartað yfir þessu. — Annars
mun hann vera dugandi sjómaður, og hefur verið álitinn þrautgóð-
ur, ef á þyrfti að halda. En farþegar þeir sem hæla skipstjórum
fyrir slíkt, munu einatt bera lítið skyn á það hvort þessi eða annar
sjómaður skari svo fram úr öðrum, að orð sje á gerandi, og að
minnsta kosti hefur Christiansen ekki svo menn viti komÍBt í nein-
ar meiri raunir á þessum 100 ferðum, en margur annar skipstjóri
hefur orðið að sæta, án þess gert hafi verið neitt veður úr því.
Og þó það sje algerlega einstakt mál, og ekki neitt opinbert
umræðuefni, hvort embættismönnum vorum fellur betur við skip-
stjóra þennan, heldur en almenningi, þá er þess einnig rjett að minn-
ast, að æðstu embættismenn landsins eru jafnan álitnir að nokkru
leyti koma fram i nafni þjóðarinnar, þegar þeir sækja mót eða sitja
samkvæmi á þennan hátt, og frá því sjónarmiði á það beinlínis illa
við, að efstu valdsmenn þeirrar andlegu og þeirrar veraldlegu stjett-
ar á íslandi sæki samfund til heiðurs við danskan skipara, sem hef-
ur sjer ekkí meira til ágætis en Christjansen þessi hefur.
Allir menn eru að sönnu jafngóðir, ef þeir gegna jafn sóma-
samlega stöðu sinni, en einmitt af þeirri ástæðu er þessi formaður af
Laura ekki neinnar sjerlegrar viðurkenningar verðttr fremur en hver ó-
brotinn þilskipsformaður, sem hefur dregið hundraðasta þorskinn upp á
þilfar, og staðið að öðru leyti í stöðu sinni án þess að yrði fundið.
Hitt er þar á móti mjög eðlilegt, að kaupmenn og aðrir við-
skiptamenn skipstjórans haldi þesskonar minningarhátið, og að hún
sje sótt af persónulegum kunningjum hr. Christjansens, sem vel
getur verið mjög vinsæll og komið vel fram í sinn hóp, þó almenn-
ingur hvorki hafi orðið var við það, nje varði neitt um það. —
Einnig virðist það mjög eðlilegt, að íslenzki farstjórinn mæli fagur-
lega fyrir minni „þess sameinaða11 við slíkt tækifæri. Þetta fjelag
er nú sem sje svo að segja orðið „sameinað" við landsskipsútgerðina
okkar. En þó einhver sjómaður geri skyldu sína blátt áfram, og
fari einar hundrað Bkipaferðir, mundi það þykja kynlegt annars-
staðar i heimi, að æðstu valdsmenn landsins mættu við slíka sam-
komu „in corpore", og á þann hátt að þeir virtust gera það í nafni
stöðu sinnar — en ekki einasta Bem persónulegir kunningjar hlut-
aðeigandi skipstjóra.
Úr brjefí.
Þó stórmenna hylli ei hljótir nje auð
og heimurinn illi þjer neiti um brauð
æðrast ei átt;
því stærri þrautir og brattari brautir,
:|: því betur lærirðu að þekkja þinn mátt. :|:
Vinirnir góðárum gleðinnar frá
gleyma þjer óðar, sem jörðuðum ná.
„Kunningi kær“
hljómar ei lengur, en: „Drag þig burt drengur,
:|: „hvað viltu mig vera að troða’ um tær.“
Þetta, eg segi þjer, algengast er,
en allir ei beygja úr leið fyrir þjer;
hjálpandi hönd
liknsamur bróðir um slitróttar slóðir
:j: rjettir þjer stundum og rýmkar þín bönd. :|:
Þá fyrst þú getur og þekking til fær
þau orð að meta rjett: „Vinur minn kær."
Sólgeisla þann
dimmum á brautum, þungum í þrautum
:|: sá einn fær metið, er sjeð hefir hann. :|:
Þrátt fyrir allt, sem þjer armæðu bjó
ætið þú skalt taka lífið með ró.
Strið þú þitt stríð.
Lát þig ei buga, hress upp þinn huga.
;|: „Ei fyrir dagsmorgni komandi kvíð.“ :|:
II. S. B.
Dr. Þorvaldur Thoroddsen hefir frá því í miðjum júní i sum-
ar verið á ransóknarferð um Þingeyjar, Eyjafjarðar og Skagafjarð-
arsýslur og svo óbyggðirnar milli Skjálfandafljóts og Blöndu. Ferð-
ina hóf hann frá Akureyri, því þar höfðu hestar hans og farángur
verið frá þvíí fyrra; hann ferðaðist fyrst um Þingeyjarsýslu vest-
anverða og fram með Eyjafirði, beggjamegin. Hann fór síðan fram
Eyjafjörð og þaðan Eyfirðingaveg í Polla, úr Pollum að Langafelli