Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 03.09.1896, Blaðsíða 4

Dagskrá - 03.09.1896, Blaðsíða 4
80 og þaðan í Orrayatnarústir, því á þessnm stöðum eru þeir einu hag- ar, aem hægt er að fá á þessum öræfum; út frá þeim fðr hann ýms- ar ferðir um öræfin þangað sem útsjðn var góð, því mjög mikillar lagfæringar þurfti uppdráttur Islands á þessum stöðum, einkum upp- tök Hjeraðsvatna og landið norðan við Hofsjökul. Úr Orravatna- rústum hjelt hann þvert yfir öræfin; ferðaðist svo um Skagafjarðardali. Siðast fór hann um Laxárdal og Skaga og þá var ferðinni lokið. Hann kom hingað 26. f. m. landveg sveitir að norðan. Dr. Thoroddsen hefur nú að mestu lokið ransðknum þeim á ð- byggðum landsinB sem liann hefur unnið að undanfarandi ár. Hef- ur hann sett sjer fyrir jöfnum höndum að mæla upp hálandið og ransaka byggðirnar jarðfræðislega. — Það mun vera Húnavatns- sýsla ein sem hann á eptir til yfirreiðar. Forngripasafnið og stiptsyfirvöldin. Vjer höfum enn leitað upplýsinga um þetta mál, eptir að vjer höfðum heyrt að hr. Pálmi Pálsson hefði dagsett endurköllnn sína eptir að umsóknarfresturinn til safngæBlustöðunnar var liðinn, og höfum vjer að visu nú fengið að vita að brjef hr. P. P. var dag- sett 31. júlí en fresturinn liðinn þann 30. s. m. En þó brjefið þannig væri skrifað deginum eptir, haggar það í engu þeim ástæðum er menn hafa haft til þess að furða sig á veit- ingu þessarar sýslunar. Stiptsyfirvöldin höfðu ekki verið heima í langan tíma, þegar brjef þetta var sent inn, og veittu ekki stöð- una fyr en eptir að þetta brjef var lagt fyrir þau ásamt öðrum um- sóknum. — Umsóknarfresturinn og sá tími er veitingavald hefur til að ráða úr hvern velja skuli, eru sitt hvað og á enginn um- sækjandi neina lagalega heimting á því, að þeir sje ekki teknir til greina er sækja eptir að umsóknarfresturinn er úti. Eins og tekið hefur verið fram áður, er það ekki trúlegt að stiptsyfirvöldin hafi bundið sig við neiun tiltekinn umBækjanda áð- ur en þau fóru úr bænum, en hefði svo verið hefii staðið á sama hvort brjef hins núverandi gæslumanns hefði komið deginum fyr eða eptir. Það er skiljanlegt þó það drægist dag frá degi að skrifa þetta brjef, úr þvi stiptsyfirvöldin voru ekki heima, og í sjálfu sjer al- gerlega þýðingarlaust að senda það áður en það varð lesið. — Allt það sem sagt hefur verið í þessu blaði um þetta „sveinstykki“ veit- ingavalds þess er hlut á að máli, á þvi eins vel heima eptir sem áður að þetta var upplýst, ura sjálfa dagsetning brjefsins. Tannlæknir. Mig undirskrifaðan er hjer eptir jafnan að hitta frá 10—2 á hverjum degi, í húsi Ouðm. Ólsens verslunar- manns (fyrir ofan Glasgow). Yilhelin Bernlitift. Lainpagltis, slípuð l'ast í verslun Björns Kristjánssonar. Einka útstilu tyrir allt Suðurland á Korsör Margarine sem tekur öllu öðru margarine langt fram að gæðum og verði (öllum velkomið að bragða). Extrafínt Taffelmargarine á 0,60. Kjómamarga- rine nr. 1 á 0 48. Rjómamargarine nr. 2 á 0,45. Mikiu ódýrara í stórkaupuni. Ií. H. Bjarnason. Nýjar yörur með Laura. Mikið af allskonar galanteri vöru, Gamle-Carlsberg Alliance Pilsneröl, brennivín extrafínt og mikið af alls- konar vínum, enskur og danskur sodavatn og lemonade, kirsebersaft, citronolía. Mikið af allskonar vindlum, „Oentlemans-tvist“ blákku í dósum og laukur og margt og margt fleira. í Aðalstræti nr. 7, fá menn allt sem brúka þarf daglega. B. H. Bjarnason. Jörð til sölu. í einei af bestu sveitum Húnavatnssýslu er til sölu ágætisjörð mjög ódýr. Jörðiuni fylgir nýbýli vel hýst. 011 eignin metin nær 40 hndr. — Tún um 100 hesta, engjar um 1000 hesta, í meðalári. Lysthafendur stiúi sjer brjeflega eða munnlega til ritstj. þessa blaðs. Hveiti, bygg, 8/4 grjón, kafranijöl nýkomið með skipinu „Henriette“, fæst með mjög vægu verði í verslun Björns Kristjánssonar. Stálskóflur nykomnar með skipinu „Henriette11, fást hvergi eins ódýrar og í _______________verslun Bjtirns Kristjánssonar, Hið ágæta fjallasalt, sem ekki rýrnar við geymslu, gjörir fiskinn þyngri og hetri, er drýgra en vanalegt salt, þarf lítið húsrúm, fæst í verslun Björns Kristjánssonar. iLmt33>les rímur eða saga er keypt háu verði. — Ritstj. vísar á kaupanda. Karliminnsklæðnaðir nýir, fást hvergi eins ódýrir og í verslun Björns Kristjánssonar. KLarlmanna og undirfatnað prjónaðan selur ódýrast verslun Björns Kristjánssonar. Borð- og hengilampa selur með mjög vægu verði verslun Björns Kristjánssonar. TcipflSt hetur íyrir neðan Elliðaár, 10. þ. m., rauðbleikt merfolald vakurt, ómerkt. Hver sem hitta kynni folald þetta, bið jeg gjöra mjer aðvart það fyrsta. Torfastöðnm í Grafningi. Sveinn Arnfinnsson. Skrifstofa Dagskrár, Vesturgötu ð (Giasgow). Ábyrgðarmaður: Einar Benediktsson, cand. juris. Fjelagsprentsmiðjan.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.