Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 08.09.1896, Blaðsíða 4

Dagskrá - 08.09.1896, Blaðsíða 4
84 Böm og jeg veitti [iví ekki neitt athygli hve margar vofur mættu okkur. Þær voru hrikavaxnar og báru sig ferlega þegar þær hirt- ust í suddanum, en voru mennskar ásýndum örfá apor, meðan þær voru að líða fram hjá; en hefði jeg þá tekið vel eptir þeim, mundi jeg hafa ejeð allmörg þekkt augu furða sig á okkur tveimur sem vorum lík sjálfum okkur rjett sem snöggvast meðan við vorum að skrefa inn í þokuvegginn. Samleiðin var ekki löng, því miður. Yið töluðum um hitt og þetta; meðal annars kunningja og vini okkar beggja fyrir vestan, þar sem hún var alin upp, og jeg hafði eytt mínum bestu árum meðal kvenna sem voru örfáar jafnfríðar og hún. Bkkert samræðu- efni verður valið betra, í kaupstaðnum, en sveitin með öllu sem í henni er kært og skylt. Þetta kvöld var gott, það sem það tðk. — Jeg nam staðar þeg- ar jeg sá glóra í næsta hús við heimilið. — Jeg reyndi hana apt- ur, og kvaddi eins og kveðja skal. Hún svaraði enn rjett og hik- laust. Jeg sneri mjer við eptir nokkur spor. Jeg vissi að það var synd, en vor fyrsti faðir fjell fyrir líkri freistingu og því skyldi jeg ekki faila líka sem hef erft bresti ðteljandi feðra. — Jeg varð að loka augunum, svo furðulega afskræmislegt var það sem jeg sá. — Herra trúr, var þetta hún, sú grannvaxna með dökku brýrnar? En það var aðeins eitt augnablik. Svo hvarf hún inn i vegginn. Jeg reyndi að gleyma því því sem gleyma átti og muna hitt, þeg- ar jeg sneri bakinu að, og taldi dagana til næsta mðts. Hörður. Pöstskipið „Laura“ lagði á stað hjeðan 4. sept. kl. 4. e. m. Með henni fóru dr. Þorvaldur Thoroddsen, Þórður læknir Thorodd- sen með frú sinni, Jðn læknir Jónsson, Guðbrandur konsúll Pinn- bogason, frú Níelsen af Eyrarbakka með dóttur sinni, stúdentarnir Friðrik og Sveinn Hallgrímssynir biskups og Ágúst Bjarnason, Ó. A. Ólafsson verslunarstjóri frá Keflavik og nokkrir ferðamenn enskir. Tapast liefur fr& Ártúmm Ij'os- grár hestur stör, með vetrarfaxi, taglsídur, aljárnaður, dullvakur, gamalmeiddur í herðakambi. Finnandi er beðinn að skila til ólafs bónda í Ártúnum eða cand. theol. Björns Blöndals frá Kornsá, sem nú er staddur í Reykjavík. Einka ntsölu fyrir allt Suðurland á Korsör Margarine sem tekur öllu öðru margarine langt fram að gæðum og verði (öllum velkomið að brngða). Extrafínt Taffelniargarine A 0,50. Rjómamarga- rine nr. 1 á 0,48. Rjómamargarine nr. 2 á 0,45. Miklu ódýrara í stórkaupum. B. H. Bjarnason. Lífsábyrgð tyrir börn. Lífsábyrgð sú sem lijer er um að ræða, er stofnuð fyrir nokkrum árum af lífsábyrgðarfjelaginu „Star“, og er það sú lífsábyrgðartegund er sýnist muni verða mest notuð framvegis. Hjer skal bent á aðalkosti þessarar lifsábyrgðarteg nndar. I. Árlegt iðgjald er ekki nema x/a—^/s af því sem fullorðið fólk borgar. II. Fyrir börn krefst ekkert læknisvottorð, sem stund- um hefur í för með sjer, að menn ekki fá tryggt líf sitt. III. Lífsábyrgðin er laus við hinar venjulegu takmark- anir og skilyrði, þannig að, a. Ábyrgðareigandi má ferðast og dvelja hvar sem vera skal á hnettinum, án þess að gera fjelag- inu grein fyrir því. b. Ábyrgðareigandi má stunda sjómennsku og hverja aðra atvinnu, án þess að iðgjald hans hækki. Sem ellistyrkur er lífsábyrgð þessi einkar hag- felld. Kaupi maður t. d. barni á fyrsta ári lifsábyrgð til útborgunar þegar það er 55 ára, er árlegt iðgjald 12 kr. Borgi ábyrgðareigandi þetta sama iðgjald í 50 ár, hef- ur hann borgað út 604 kr., en þá mundi áhyrgðin með viðlögðum „bomi8u vera orðin 1500—1600 kr. Vilji ábyrgðareigandi verja „bonus“ til þess að lækka iðgjöldin, hverfa þau smámsaman alveg og hann á á- byrgð sína, sjer að kostnaðarlausu, en getur eptir þann tíma fengið „bonus“ lagðan við, eða þá borgaðan jafn- óðum. Þegar áyrgðareigandi er fulls 21 árs öðlast ábyrgð hans eiginlegt gildi, og nýtur eptir þann tíraa allra rjettinda fjelagsins um uppbót, lántöku, endurkaups- gildi o. s. frv. Deyi ábyrgðareigandi fyrir þann tíma, eru iðgjöldin endurborguð foreldrunum eða þeim sem hafa tryggt líf barnsins. Ef allir hjer á landi, sem með góðum vilja hafa efnl á því, vildu tryggja líf barna sinna, mundi ekki líða margir mannsaldrar áður landsmenn ættu lífsábyrgðir sem svaraði þúsund krónum á mann, en það væri sama sem að árlega borgaðist inn í landið 1,750,000 kr. með sama fólksfjölda og nú er,_________________________ Nýjar vörur með Laura. Mikið af allskonar galanteri vöru, Gamle-Carlsberg Alliance Pilsneröl, brennivín extrafínt og mikið af alls- konar vínum, enskur og danskur sodavatn og lemonade, kirsebersaft, citronolía. Mikið af aliskonar vindlum, „Oentlemans-tvist“ blákku í dósum og laukur og margt og margt fleira. í Aðalstræti nr. 7, fá menn allt sem brúka þarf daglega. B. H. Bjarnason. AmlDa-les rímnr eða saga er keypt háu verði. — Ritstj. vísar á kaupanda. Skrifstofa Dagskrár, Vesturgötu 5 (Glasgow). Ábyrgðarmaður: Einar Benediktsson, cand. juris. Fjelagsprentsmiðjan.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.