Dagskrá - 06.03.1897, Blaðsíða 3
byggt. aí hverjum einstökum manni hvar sem vill út
í bláinu, reglulaust, smekklaust og fyrirhyggjulaust, án
þess að nein valdstjórn hafi eptirlit með því að bygg-
ingin sje samrýmileg við sameiginlega framtíðarhagsmuni
bæjarmanna. Hjer er ekkert hugsað um það í hverja
átt bærinn eigi helst að víkka út eptir landslagi, hafnar-
legu og öðrum atvikum, og hjer er ekki tekið minnsta
tillit til þess til hverskonar bvgginga lóð eða grunnur er
mældur út.
Það yrði oflangt mál að telja hjer upp öl! þau herfi-
legu rnistök sem orðið hafa á nýbygging hins íslenska
höfuðstaðar. Það vita allir sem veitt hafa nokkra eptir-
tekt ])v( sem fram fef, að hjer er hellt út fje borgaranna
svo tugum þúsunda skiptir í hlægifegar kreddur og alls-
kyns óútreiknanlega dutlunga hinnar dæmafáu byggingar-
iöggjafar er Reykjavík býr undir. Þannig gerir t. a. m.
ekkert tii hjer, þó eldvarnargafl nái ekki nema hálfa leið
upp undir þakskegg á húsi nágrannans, ef liann að eins
nær upp fyrir þakbrún á húsi þess manns er byggir
gaflinn o. s. frv.
Eitt af afreksverkum þeirrar forsjónar er ræður fj'nr
bygging Reykjavíkur er kofaþyrpingin við Laugaveg.
Þessi hluti bæjarins hefði mörgum mátt virðast sjálf-
kjörinn til þess að verða hinn reglulegast og best byggði,
Þar er óþrjótandi grjót fyrir hendi og bæjarstæði eitt
hið besla, með svo fagurri útsjón að ekki mun víða
finnast önnur eins. Hin »nýja Reykjavík« hefði hvergi
verið betur sett. Embættismenn og aðrir efnaðri menn
bæjarins, sem hefðu viljað flytja sig lengra út úr aðal-
bænum, hefðu ekki getað valið sjer betri stöðvar heldur
en holtin þar inni frá.
En hvernig hefur þessu fagra byggmgarsvæöi verið
varið ?
Nú rís þaruppkofi við kofa. einloptuð, lág og óásjaieg
smáhýsi, sem gjöra þenna nýjasta hluta hins helsta bæjar
á Islandi Hkari Indíátiaþorpi heldur en reglulegri staðar-
byggingu sem á að vera gjörð undir umsjón laga og
valdsmanna.
Þeir sem byggja, eru flestir fátækir dugnaðarmenn
sem reisa þessi hús j/fir sig af engum efnum öðrum en
eigin handafla, og er sú framför og atorka, sem lýsir sjer
í því svo virðingarverð, að engurn dettur víst í hug að
ætla, að hjer sje verið að gjöra lítið úr því sent þar
hefur verið unnið. En stjórn hvers fjelags senr er verður
í öllum greinunt að líta á hagsmuni fjelagsheildarinnar
og sjá lengra frarn í tímann heldur en einstaklingar
sem einungis hafa eigin hagsmuni fyrir augum. Og þó
einstakir menn hafi ef til vill haft hag á því að fá sjer
mælda út lóð við Laugaveginn undir slíkar byggingar,
var ekki rjett að leyfa bygginguna nema hún gæti
samrýmst við framtíðarhag bæjarins alls. En auk þessa
má teija mjög óvíst að þeir hinir sömu sem byggt hafa
hafi haft hagnað af þessari skammsýnu tillátssemi, því
ef til vill mundu þeir hafa gjört sjer mikið meira gagn
með því að sameina sig fleiri í fjelag um stærri, hollari
og arðmeiri byggingu.
— Það er kominn tíini til þess að menn íhugi hinar
skaðvænlegu, smámerkilegu og stórónýtu ráðstafanir þess
opinbera um nýbygging Reykjavíkur Bærinn vex hratt
og hlýtur að vaxa hraðara og hraðara með aukinni þil-
skipaútgerð, þegar opnu báfhrnir fara að víkja, fyrir
framkvæmdir hinnar uppvaxandi sjómannastjcltar. En
verði þessu haldið áfram að leyfa einum og einum hús-
manni- hverjum í sínu horni að timbra upp smákofum
út um óll holt og hæðir hjer í kringum bæinn hljóta
þeir sem kynnu að hafa efni og ástæður til þess
í framtíðinni að prýða Reykjavík með reglulegum staðar-
byggingum að leita út fvi'ir aðalstöðvar lúns gamla bæjar
til stórtjóns bæði fyrir garnla kotahverfið og hina nýju
Reykjavík.
Við ána.
Eg uni hjá þjer, áin tær,
sem áfram brýst að vanda,
við skynseminnar skæra ljós
jeg skoða þar minn anda. -
En hversu minn er heptur vilji
það hygg jeg fair skilji.
Þú ætlun þinni aldrei bregðst:
að endurnæra og svala,
að döggva blóm og frjóvga fold,
og fiskamergð að ala.
Og þó að vetrar fönn og frost
þig fjötra einatt gjöri
þú áfrarn heldur leynt sem ljust
með lífi sama og fjöri. -
Og þegar vorsól vermir jörð
og vekur nýjum kröptum,
og skreyta þína bakka blóin,
þú brýtur þig úr höptum. -
Að takmarkinu búna braut
þú brýst hvað sem þjer mætir,
og loks í hafsins fellur faðin,
þar fr-amar ei þín gætir. -
En hversu minn er heptur vilji
það hygg jeg enginn skilji.
Bj'órn Bjarnarson.
Færeyingar og ísiendingar.
(Framh.)
Eins og mcnn vita er sjómannastjett vorri nú hin
bráðasta þörf á skipstjórum og stýrimönnum. og hefur
þaö verið rækiicga tekið'fram og sannað í fyririestrum
þeim, er forstöðumaður sjómannaskólans, hr. M. Bjarna-