Dagskrá - 17.06.1897, Blaðsíða 3
37 *
Austurlensk og evrópisk andaspeki,
í »Revue des Revues« stóð fyrir skömmu allmerki-
leg grein eptir Indverjann Zaeddin Akmal, um anda-
speki og andatrú Austur- og Norðurálfumanna og sam-
anburður þar á.
Höf. er sjálfur vel heima í forvísi, fjarskyggni og
öðrum leyndardómsfullum vísindum, er þekkjast meðal
Austurlandabúa, svo að mikið mark er takandi á því er
hann segir þar um.
Andatrú Evrópinga, segir höf., á ekkert skylt við
heimuleg vísindi Evrópumanna. í Austurlöndum er svo
álitið, að í náttúrunni sjálfri og hjá manninum sjeu til duldir
kraptar, sem einungis örfáir afbrigðamenn þekki og kunni
að nota. Þar til telst sú gáfa að geta sjeð í fjarlægð,
lesið hugsanir annara og sent huga sinn öðrum hvert á
land sem vill og að lækna sjúkdóma með andlegum
áhrifum. Andaspekingarnir lifa þar einlífi og leggja alla
stund á að fullkomna anda sinn, en andatrúarmennirnir
í Evrópu gjöra allt til þess að láta bera 'sem mest á
sjer, og að »hella straumum af bleki út yfir heilar hrúgur
af pappír«.
Austurlandaspekingarnir álíta vísindi sín svo háleit
og undursamleg að eigi sje hæfilegt að flíka þeim við
aðra, er líta kynnu vanhelgum augum á þær.
Jafnvel nafnið á þeim er heimulegt, en annars kall-
ast þau meðal vitringanna sjálfra Bhed eða leyndardóm-
urinn. Sagt er að Rabítarnir hafi fyrst fundið vísindi
þessi — en menn vita ekki nær þau þekktust fyrst á
Indlandi.
Hinir indversku vitringar standa fyrir utan mannlegt
fjelag. Og það er erfitt að komast eptir því, hve langt
þeir eru komnir í hinum heimulegu fræðum — því þeir
vilja ekki láta neitt uppskátt um það fyrir öðruin, bæði
sökum þess að andaspekingarnir óttast að menn muni
spotta hin heilögu vísindi og af því að þeir geta þá átt
á hættu að »vondir« menn nái of miklum völdum yfir
öðrum.
Þannig vakti það allmikinn beig meðal Indverja
fyrir nokkrum tíma síðan, er það heyrðist að til væri
hirðingjaflokkur einn í Hazara og eyðimörkinni Sindh er
gæti valdið sjúkdómum meðal annara með því að hugsa
»illa« um þá.
A mörgu fræðir höf. menn um lífsskoðanir og trú
þessara vitringa, sem er harla ólíkt kenningum Evróp-
inga. I einu orði má segja að skoðun Indverja á hinum
heimulegu vísindum grundvallist á því, að andinn sje
náttúrlegt afl, er mennirnir geti notað er þeir hafa lært
það að þekkja, á sinn hátt alveg eins og menn nota nú
eim og rafurmagn.
Gryfjan,
Eptir E. A. Poe.
[Niðurl.].
Á veggnum í klefanum voru allskyns myndir, sem
voru að vísu mjög skarpt merktar í öllum línum, en
litirnir virtust þar á móti daufir og óákveðnir. En
nú komu allir þessir litir fram svo ægilega skýrt að þeir
skáru mig í augun.
Hinar draugslegu, djöfullegu fettur og brettur á
þessum aískræmdu myndum á veggjunum, urðu svo fer-
legar, þegar litirnir komu fram, að það hefði þurft sterk-
ari taugar heldur eu mínar til þess að þola að sjá þær,
— Svipmiklar og feykilegar kynjasjónir horfðu á mig
hvaðanæfa, frá þeim stöðum á veggjunum er jeg ekki
hafði sjeð neitt áður, og glóðu nú eldrjóðar í þessurn
vítisbjarma. Jeg gat ómögulega trúað því að þessar
sjónir væru annað en hugarburður.
Hugarburður! Nei, með hverjum andardrætti lagð-
ist þefur af glóandi járni fyrir vitin á mjer. Kæfandi
svæla fyllti upp allt rúm dýflissunnar. I öllum þessum
eldaugum, sem störðu á mig mjer til óscgjanlegrar skelf-
ingar, urðu glóðarleiptrin bjartari og bjartari með hverju
augnabliki sem leið. Bjarminn á hinum voðalegu af-
töku- og pínslamyndum glampaði í breytilegu litaspili
blóðs og purpura. Allir limir mínir nötruðu af hrylli-
legum geðshræringum. — Jeg varpaði andanum með
grátekka — það var nú enginn vafi á hvað böðlar mín-
ir ætluðu sjer. — Þeir voru hinir miskunarsnauðustu,
djöfullegustu allra manna. Jeg flúði hrakinn af hinum
glóandi hita inn í miðjan klefann — og nú þegar jeg
stóð augliti til auglitis við hinn voðalegasta allra dauðdaga,
brennudauðann, var það eins og balsam fyrir sálu
mína að minnast á hina kælandi svalalind í brunninum
sem mjer áður stóð hin mesta ógn af. Jeg stökk út
að afgrunninu — hinu óheimlega dauðadjúpi er mig
hafði svimað af að horfa niður í. -—■ Augu mín rýndu í
gegnum undirdjúpið — og járnglóðin lýsti upp hvern
afkima í brunninum.
Og þá kom það yfir mig að fara að grannskoða
ástand mitt allt eins og það var — gjöra mjer algjör-
lega ljóst hvað jeg átti fyrir höndum. Og loksins greip
fullvissan huga minn, með ómótstæðilegu valdi, brenndi
sig inn í meðvitund mína. —- Og svo þessi örvænting
að vera einn yfirgefinn af öllum! Bærist aðeins eitthvert
hljóð frá einhveri mannlegri veru mjer til eyrna I
Allan annan voða fremur en þessa hræðilegu dauða-
þögn, þessa heljarauðn og tómleik. Jeg rak upp hljóð,
eins og maður sem er að drukkna, og hrökk aptur frá
brunninum, huldi andlit mitt í höndum mjer og grjet
eins og barn.
Hitinn óx meir og meir, og jeg skimaði í allar
áttir, hálfæðisgenginn, eins og maður sem liggur í ó-
ráði af hitasótt. I annað sinn var orðin breyting á