Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 18.06.1897, Blaðsíða 1

Dagskrá - 18.06.1897, Blaðsíða 1
Verð árg. (minnst T04 arkir) 3 kr., borgist fyrir janiíarlok; erlendis 5 kr., borgist fyrirfram. Uppsögn skrifleg bundin við 1. júlí komi til útgefanda fyrir októberlok. DAGSKRÁ 1,94. Reykjavík, föstudaginn 18. júní. 1897. Landbúnaður íslendinga. Síðan hin ný-íslenska verklega framfaraöld hófst, laust eptir 1870, hefur framtakssemi landsmanna, að því er snertir framleiðsluna, mikið fremur snúist að sjáf- arútveginum heldur en landbúnaðinum. Þrátt fyrir það þó ómögulegt sje að neita, að marg- ur góður blettur hefur verið sljettaður síðan, og að mikið hefur verið gjört í þá átt að bæta þekking manna og áhuga á búnaði, hefur þó verið hlutfallslega mikið meira gjört hjer til sjáfar en lands, á þessu tímabili. Og til þessa eru einkum tvær orsakir fyrst, að tekjuupphæðin af útveginum sýnist hærri í bráðina — áður en gjöld öll, áhætta og fyrirhöfn eru dregin frá og í öðru lagi, að útlendingar hafa vísað landsmönnum leiðina á sjó en ekki á landi. En sje grannskoðað hvern arð einstakir útvegs- menn hafa haft af þilskipaútvegi hjer við land, mua það vafasamt hvort tekjuafgangurinn verður þar meiri, alls yfir, heldur en arðurinn af búnaðinum — að sínu leyti. — Margir hafa verið óheppnir með útveg sinn, og tapað aleigu sinni á honum. Það er í rauninni ein- ungis stórútvegurinn, fjöldi skipa saman í eins manns eða f jelags eign, sem hefur sýnt sig enn þá í reynslunni að vera stöðugt og áreiðanlegt gróðrafyrirtæki. — Þá fyrst, þegar áhættan og kostnaðurinn við allt eptirlit og viðskipti við skipshafnirnar getur jafnast á mörg skip, virðist þessi atvinnuvegur vera tryggur en annars ekki. Aptur sýnir búnaðurinn hjer á landi glöggt og ómót- mælanlega að hann er tryggur lífsvegur, krefst minni fjár- framlaga og framleiðir meiri hreinan ágóða heldur en sjávarútvegurinn alls yfir, sje miðað við þá reynslu sem þegar er fengin. — Og þó má í því reikningsdæmi bera búskapinn saman við þilskipaútveginn eins og hvor- tveggja nú er -—- búskapurinn gamaldags og í heild sinni alveg standandi í stað en þilskipaútvegurinn að sjálfsögðu mikið líkari því sem tíðkast hjá öðrum þjóð- um er fylgja með tímanum. En hvað mundi þá mega segja ef íslenskur búnað- ur og útvegur, er stæðu hvor að sínu leyti á líku stigi að öllum áhöldum og atvinnubrögðum, væri bornirsam- an — e£ híbýli bænda, gripahöld og fjárrækt, garðyrkja, túnarækt og engjar væru að sínu leyti jafn samsvarandi verklegu menningarstigi nágrannaþjóðanna, eins og þil- skipin og útbúnaður þeirra allur? — Og það mundi einnig hafa haft stórmikla þýðingu til eflingar landbúnaðinum, ef útlendingar, t. a. m. Norð- menn hefðu með verklegum framkvæmdum gengið á undan Islendingum í búskap hjer á landi, að sama skapi sem þeir hafa gjört það í sjáfarútvegi. — Mundi það ekki hafa haft þýðingu fyrir landbúnað vorn ef t. d. Otto Wathne eða einhver hans líki hefði keypt sjer hjer jörð undir einhverri góðri afrjett og hefði ræktað 2—300 dagsláttur upp í einu, hýst þar og umgirt, allt í fullkomnu sniði, og líkt því sem gjörist á búgörðum í Noregi og Skotlandi? Og það er enginn efi á því að þetta mundi hafa borgað sig margfaldlega fyrir hann eða hvern annan, sem hefði haft fje til þess að leggja í það í fyrstunni og bíða eptir arðinum. — Einmitt hr. Otto Wathne sjálfur kvað eitt sinn hafa sagt er hann átti tal við gest einn heima hjá sjer á Seyðisfirði um sjáfarútveg og búnað á Islandi: »Hefði jeg, þá er jeg kom fyrst til Austfjarða, ekki verið sjó- maður, hefði jeg keypt eitthvert lítilfjörlegasta kotið í öllum Múlasýslum og ræktað þar strax slæjuland nóg til þess að fæða á því tíu þúsund fjár<í. Þessi orð einhvers hins mesta dugnaðarmanns sem komið hefur til Islands eru eptirtektaverð og benda glögg- lega til þess, er áður var sagt að mundi valda miklu um það hve langt sjáfarútvegurinn í rauninni er komin fram úr landbúnaðinum á framfaratímabilinu undir stjórnar- skránni frá 1874 — en það er veiðiskapur útlendinga einkum Norðmanna, er hafa svo að segja uppgötvað fiskiveiðarnar fyrir landsmenn á Norður- og Austurlandi — en hafa ekki gjört hið sama enn sem komið er að því er snertir landbúnaðinn. Orsakirnar til þess að útlendingar hafa ekki snúið sjer að landbúnaðinum hjer, eru ýmislegar — ef til vill fyrir mörgum hin sama og fyrir Wathne, hinum norska nýbyggjara á Austfjörðum, sú, að þeir hafa verið sjó- menn, þá er þeir hafa komið hingað til þess að leita sjer fjár, en með tímanum og eptir því sem fleiri ílengj- ast hjer af duglegum útlendingum, má búast við því, að þeir fari að »uppgötva« heiðalönd Islendinga, sem eru

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.