Dagskrá

Issue

Dagskrá - 23.06.1897, Page 2

Dagskrá - 23.06.1897, Page 2
má, og mætti með sanni segja að betra væri að engin skrifuð úttektarlög væru til svo að þar væri hægt að fara eptir sanngirni og eðli hlutarins heldur en að sæta ákvæðum laganna 12. jan. 1884. Yfirleitt má segja að lögin gjöri hvern þann rjett- lítinn er hefur viljað bæta hús á ábýlisjörð sinni, en viðtakanda aptur að sínu leyti jafn óheppilega settan, gegn þeim sem hefur nítt niður hús og önnur mann- virki jarðarinnar. Aðalástæðan til þessa er að lögskyldan til þess að halda uppi húsum á jörð er ákveðin með alltof rúmum almennum orðum, og að ákvæði vantar um endurgjalds- rjett þeirra er vinna þarfar húsabætur á ábýlisjörðum sínum. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að það er að miklu leyti komið undir mannúð og miskunsemi við- takanda hvort fráfarandi fær nokkra sæmilega þóknun fyrir það sem hann hefur gjört á jörð þeirri er hann einhverra hluta vegna þarf að flytja frá. Einhver sú raunalegasta rjettargerð sem nokkur maður getur verið við er »úttekt« þar sem fátækur dugnaðarmaður, er lengi hefur búið á jörð og gert henni mikið til bóta, verður að víkja fyrir harðdrægum og ófyrirleitnum viðtakanda. — Fráfarandi er svo að segja gersamlega ofurseldur geðþekkni hins, sem tekur við; hann getur með lögin í höndunum sett út á allt það sem byggt hefur verið / staðinn fyrir það sem rifið hefur verið niður og það sem gert hefur verið að nýju, getur hann boðið frá- faranda »að taka með sjer« af jörðinni ef hann vill ekki selja, fyrir það sem hinum þóknast að bjóða. Og jafnranglátt er það að viðtakandi skuli þurfa að veita föllnum kofum og moldarhreysum móttöku með litlu sem engu ofanálagi, bara ef sá sem frá fer hefur gætt þess að láta allt sitja við það sama, sem var, þá er hann kom til sögunnar. (Frh.) Kona handsamar glæpamann, Eptir Henrv Brisson. Eitt kvöld í marsmsnuði var jeg sem optar að ganga á meðal sjúklinganna á sjúkrahúsinu. Uti var allra versta veður og rigningin lamdi á gluggana. Jeg rjeð því af að láta einn sjúklinganna bíða þar til síðast. Það var kona er Marta hjet, en jeg vissi að henni mundi þykja vænt um að jeg talaði við hana dálitla stund þegar veðrið var svona illt og leiðinlegt. Ekki var jeg búinn að sitja í fimm mínútur hjá rúmi hennar áður jeg tók eptir því að hún var í mjög æstu skapi þetta kvöld: augun voru gljáandi, hendurnar brennheitar og lífæðin sló ákaflega hart. Spurði jeg hana fyrst nokkurra almennra spurninga og sagði síðan: Í9°................................. ................ »En, hvað gengur að yður í kvöld? Hafið þjer meiri þjáningar? Eða hafið þjer kannske fengið sorg- legar frjettir ?« »Nei, herra læknir«, mælti hún. »Orsökin til þess að jeg er í svo órólegu skapi í kvöld er að jeg get ekki fengið hugann frá því, því það er einmitt nú sama mán- aðardaginn sem -— « Hún þagnaði allt í einu. Fallegu gráu augun hennar fylltust af tárum, en hún barðist eptir megni við að geta ráðið við tilfinningar sínar. »Segið þjer mjer«, mælti jeg, »hvað hefur komið fyrir yður þennan dag*. »í dag eru rjett tólf ár síðan að jeg hitti minn góða eiginmann, Ernst Brown, í fyrsta sinni«, tók hún til máls, »og fyrsti fundurinn okkar kom ákaflega kyn- lega fyrir. Jeg var að elta áræðinn innbrotsþjóf, og hafði lögreglan sterkan grun um að það væri kvenn- maður, og átti jeg að ferðast niður að Riviera-ströndinni til að leita hennar. Jeg hafði komið á St. Jacques sjúkra- húsið til að finna þar mann, sem jeg hjelt að mundi geta gefið mjer einhverjar upplýsingar í þessu skyni, en þá datt mjer allt í einu í hug, að það væri ef til vill gott að taka á sig dulargervi hjúkrunarkonu. Jeg lagði svo snemma af stað frá París að jeg kom til Marseille snemma morguns og fór þegar til einnar vinkonu minn- ar þar, til þess að taka á mig dulargervið. Þegar jeg var búin að klæða mig fór jeg að skoða mig í spegli af forvitni, og þekkti mig þá naumast sjálfa, svo um- breytt var jeg orðin, enda var hár mitt allt hulið og hvíti brjóstadúkurinn og stóra húfan settu mjög óvana- legt útlit á mig. Jeg keypti mjer dálitla ferðatösku, öldungis sams konar og hjúkrunarkonur hafa, og stakk í hana helstu nauðsynjum mínum, er jeg þurfti við á leiðinni; en skjöl mín saumaði jeg innan í kjólinn. Jeg var þá mjög ung að aldri og kæmi einhver lögreglu- störf fyrir, sem jeg fjekk mikinn áhuga á, varð jeg svb frá mjer numin að jeg gat stundum ekki sofið á nótt- inni. Þjáðist jeg því opt af svima, en þar eptir kom ákafur höfuðverkur. Til að ráða bót á því, er svo bar undir, bar jeg jafnan á mjer tvær flöskur, aðra með »ether«, en hina með klóroformi, og voru þær vafðar innan í viðarull fyrir varhyggðar sakir. »Já, nú sje jeg hvað það er«, greip jeg fram í. »Innbrotsþjófurinn hefur líklega fundið yður og notað meðulin til að svæfa yður með. »0, nei, doktor minn góðurs, svaraði hún »nú skjátlast yður, sagan mín er merkilegri en svo. Þegar jeg ætlað að stíga upp í vagnklefa einn, á járnbrautar- stöðinni í Marseilk, komu margir menn út úr vagninum, en aðeins einn maður varð eptir, og reyndi hann að hindra mig frá að komast inn í vagninn, en hann ljet líta svo út sem hann gerði það óviljandi. Ljet jeg það ekki á mig fá, heldur horfði alvarlega á hann, og fór upp í vagninn. Þegar hann gat ekki hindrað inig. í að fara upp í vagninn gekk hann út að glugganum og studdi höndinni á gluggakistuna. Gat hann með þessu móti

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.