Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 23.06.1897, Blaðsíða 3

Dagskrá - 23.06.1897, Blaðsíða 3
3$i sjeð uin, að enginn gæti sjeð inn í vagninn, og þannig stóð hann uns vagnlestin var komin af stað. Fleygði hann sjer þá niður á bekkinn í horninu, sem var lengst í burtu frá mjer, Og kastaði loks yfirhöfninni af sjer. Mjer brá mjög í brún, og varð æði smeik, er jeg sá, að hann var klæddur líkt og kvennmaður að nokkru leyti. Tók hann sekk undan bekknum er hann sat á, og var sekkurinn líkur því, sem iðnaðarmenn geyma í smíðatól sín. Fór maðurinn að klæða sig um í mestu makindum. Jeg horfði auðvitað á hann með mestu athygli. Var hann lítill, grannvaxinn Og mjög fríður sýnum. Fór hann úr treyjunni og vestinu, Og tók af sjer flibbann og hálsklútinn, og sá jeg þá, að hann var með stórt ör ofan frá vinstra eyranu, og náði það niður undir hök- una. (Frh.). Demantar í stáli. Eins og kunnugt er kemur kol fyrir í þrem myud- um; algeng kol, grafit og demant. Kol hefur í öllum þessum myndum ýmsa fágæta eiginlegleika; það er eitt aðalefni allra lifandi líkama, það bráðnar ekki og er mjög erfitt að leysa upp. Hið einasta efni er menn vita hæfilegt til þess að leysa kol upp er — járn. Ætla menn að demantar hafi komið fram við efnaupp- leysing er orðið hafi á fyrri tímabilum jarðmyndunarinn- ar, við afar mikinn hita. Menn hafa nú lengi vitað að ýmsar tegundir lopts- steina — sem eru mjög járnríkir —hafa í sjer smádem- anta. Og kom það Rosselprofessornokkrum svissneskum til þess að ransaka hvort demantar fynndust ekki í al- gengu steypijárni eða stáli. Rannsóknir þær er hann hefur látið gjöra hafa nú leitt til þess að sönnun er fengin fyrir því, að í öllu stáli er meira og minna af ákaflega smáum demöntum — og er það ætlun upp- götvarans að hægt muni að finna veg til þess að búa til demanta úr stáli við rafurmagnshita. Marglit biflía. Nýútkomin er biflíuútgáfa ensk, þar sem táknað er með ýmsum litum frá hverju handriti hver setning eða orð stafi í hinni helgu bók. Hún er prentuð með sjö litum, og táknar hver litur sinn uppruna. Þannig táknar rautt hið svokallaða yngra Judæiska handrit. skrifað um 670 f. Kr., blátt Ephraim- itiska handritið, sem er fáum árum eldra. Rautt og blátt saman og purpurarautt, táknar hina svökölluðu spámannl. sögu í fyrstu bók Mosis (c. 640 f. Kr.). Það sem prentað er á hvítt stafar frá skýrslum og frásögnum presta (safnað c. 500 f. Kr. í Babylon) o. s. frv. Á þennan hátt er sýnt glögglega að sagan um upp- runa biflíunnar er ekki annað en skáldskapur. Þannig t. a. m. að »Moses hafi skrifað hina fyrstu bók í einu og guð lesið fyrir«. Þessi bók var í raun rjettri skrifuð nær þúsund árum eptir dauða Moses. (Sbr. Rewiew of Rewiews). Dýrar barnaskólabækur. Eitt einasta barn í Rvíkur-barnaskóla hefur nú um undanfarin ár orðið að kaupa sjer kennslubækur einungis í dönsku fyrir 8 — átta krónur — alls! Er þetta að eins tekið til dæmis upp á hve hóflauslega nemendum skólans er ofþyngt með kaupum á kennslubókum, einni eptir aðra, og það ef til vill stundum mjög ónýtum »út- gáfum«, eptir hina og þessa, sem að eins leggja slíkt fyrir sig sjer til atvinnu, en ekki af því að þeir geti gjört neina umbót á þeim bókum sem áður eru til. Laugarnar og raflýsing Reykjavíkur. Frá Lundúnum hefur frjettst að enskur rafurmagns- fræðingur, sem mun hafa eitthvað þekkt Frímann B. Andersson, og plögg hans frá bæjarstjórninni í Rvk. — sje nú að hugsa um að gjöra bænum tilboð um að raf- lýsa staðinn, Og kvað hann þykjast geta þetta fyrir mikið minna verð heldur en ætlað var í reikningum Anderssons. Hann kvað ætla að nota hitann í Laugahvernum til þess að framleiða rafmagnið, og er auðsætt að það gæti orðið miklu ódýrara heldur en vatns »motor« inni í Elliðaánum bæði vegna þess að leiðsla rafurmagnsins til bæjarins yrði þá miki? styttri, og eins vegna hins að útbúningur sá er með þarf til þess að komast hjá því að frostið gjöri mönnnm »stryk í reikninginn« — fellur alveg burt við laugarnar. Á Sikiley og í Ameríku kváðu vera dæmi þess að menn hreifi vjelar við hvera hita, og sýnist í sjálfu sjer ekkert vera því til fyrirstöou að gjöra þetta hjer, sem annarsstaðar. _________________ Sænsk korvetta »Freia«, æfingaskip (i4fallsk. og 300 manns) kom hingað í dag frá Gautaborg. —A að dvelja hjer átta daga alls. — Á skipinu eru 30 liðs- foringjaefni. Skipið fer hjeðan til Þrándheims. Um borð í »Freyju« er miðsumarhátíð haldin í kvöld og glatt á hjalla. Góður lúðraflokkur er á skipinu, og munu bæjar- menn innan skamms fá kost á að heyra Svía spila á Austurvelli. Sænskt herskip hefur ekki sjest ýijer á höfninni síðan Þjóðhátíðarsumarið. Frá útlöndum er ekkert nýtt að frjetta með »Freyju«. Hún fór frá Svíþjóð á Hvítasunnukvöld en seinustu blöð er áður höfðu borist voru frá 4. þ. m. Meðal minniháttarfrjetta má þó telja að Karl Svía- prins er trúlofaður Ingibjörgu dóttur krónprinsins danska.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.