Dagskrá

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagskrá - 23.06.1897, Qupperneq 4

Dagskrá - 23.06.1897, Qupperneq 4
392 Anno 3000 heitir saga ein nýútkomin eptir frægan ítalskan höfund Paolo Mantegazza, og er heiminum lýst þar eins og höf. hyggur að hann muni verða eptir 1003 ár. Hetjurnar í bókinni eru hjónin Paolo Fortunati og Maria, sem eru þegar sagan byrjar, á brúðkaupsferð frá Rómaborg til Andropoli (Mannborgarinnar), sem þá er höfuðborg veraldarinnar og liggur undir Himalaya-fjöll- unum. Hjónin sigla í loptskipi og eru þar um borð öll þau lífsþægindi sem mannleg vera getur óskað sjer, — samansoðin kjarnafæða og alls kyns heilsulyf, er auka lífsþróttinn, hugsunaraflið og tilfinningarnar. Á leiðinni koma þau til Spezia, þar sem hin síð- asta sjóorusta var háð á miðri 21. öld. Var um sama leyti landorusta við Parísarborg og fjell milljón manna í báðum bardögunum. Blöskruðu öllu mannkyni svo þær hrellingar að heimsfriður var saminn eptir þessar tvær orustur, og eru pansararnir frá þessari síðustu styrj- 'öld sýndir í Spesia sem annað furðuverk mannlegrar villu og siðleysis. Eptir ófriðinn mynduðu Evrópuþjóðir með sjer eitt allsherjar þjóðríki, Bandaríki Norðurálfumanna. En á dögum hins síðasta páfa, Leóns, hins 20. með því nafni, sagði konungur ítala af sjer tign og völdum öllum, og seldi lönd sín með góðu og öðrum konungum til eptir- dæmis, undir skipun jafnaðarmennskunnar. Kom þá mikið hrun á konunga- og keisarastóla, og endaði það með algerðum sigri jafnaðarmanna um heim allan. Liðu síðan nokkrir mannsaldrar þangað til »Bandaríki Jarðar- innar« voru mynduð, og var með því gerður endi á öll- um ágreiningi hinna ýmsu heimsþjóða, en einn samvinn- andi fjelagsskapur allra manna settur á stofn. Meðal annara umbreytinga sem orðnar eru á þar sem hjónin fara um, má telja að eyðimörkin Sahara er nú orðin að hafi, þar sem ótölulegur fjöldi skipa af öllu tagi sigla um, í allar áttir veraldar, og eyjan Ceylon er gjörð að aðalstöð allskyns politiskra nýjungamanna sem eru að æfa sig á því að finna upp hagkvæmar mann- fjelagsskipanir. Einn fjelagsskapurinn á Ceylon heitir »Jafningjaríkið«. Þar ganga karlar og konur eins klædd og allt fólkið skegglaust. Öll hús eru eins byggð, mat- málstímar, svefntímar þeir sömu fyrir alla o. s. frv. Veraldarhöfuðborgin Andropoli var grundvölluð árið | 2500 af Englendingnum Cosmete og hefur nú 10 mill- j jónir íbúa. Þar hefur hver einasti maður sitt eigið hús. J Eru allar byggingar þá orðnar ákaflega ódýrar fyrir þá sök að þær eru steyptar af mjög ódýru efni. Lögregluþjónar, dómarar og aðrir embættismenn sem nú eru, þekkjast þar ekki. Frá einni miðstöð borgar- innar er sent ljós, hiti og slökkviefni ef eldsvoði kemur upp, út í hvern afkima staðarins, og frá sölutorgunum i eru send matvæli og aðrar lífsþarfir gegn um pípur sem liggja inn í hvert einasta hús. Fangelsi þekkjast þar ekki, en í stað þess hafa verið settar upp siðabótastofn- anir. Sem dæmi þess á hve hátt stig hin æðri menning »Mannborgarinnar« er komin má nefna að þar eru sjer- stök leikhús fyrir hvern stíl og smekk sem vill, forngrísk, ítölsk, frönsk, ensk, verkfræðisleg, stjörnuspekingleg, þjóð- vísindaleg o. s. frv. Sagan endar á því að formaður hins »Almannlega vísindafjelags« í Andropoli tilkynnir, til mikils fagnaðar fyrir söguhetjurnar, að Paolo Fortunati hafi unnið verð- laun fjelagsins fyrir uppfinning á nýjum »sálarkíki«, sem opnar hugskot annara manna fyrir hverju auga sem í hann lítur. Ýmislegt. Línurnar á fingurgómum manna segir Dr. Ferré, franskur læknir, að sýni glöggt andlega hæfileika þe.rra. — Því fleiri, fínni og greinilegri línur, því gáfaðri maður. I Par- ís er það nú algengur leikur að væta gómana í bleki og þrýsta þeim síðan á hvelfdan pappírsflöt. Frímerkjaverslun ein í Lundúnum, Stanley Gibbons hefur nylega kcypt frímerkjasafn er ameriskur maður átti fyr- ir 900,000 krónur. Þyngsti silfurmoli er menn vita til að komið hafi úr nokkurri námu, fannst 1 hinni svokölluðu »Tollsvikaragryfju« í Aspen í B. ríkjunum, í fyrra. — Hann vóg 33 hundruð pund. Nýja hirðvagna hefur Viktoría Engla-drotning látið gjöra fyrir skömmu. — Vagnarnir eru sex að tölu, og er hin helsta nýbreiting fólgin i því að hurðirnar á vögnunum eru svo breiðar að tveir þjónar, hver til sinnar handar, geta leitt drottninguna út um þær. Bolabaninn Manuel Garcia, einn hinnfrægastiToreador í Mexiko, reyndi nýlega að ríða hjólhesti til nautavíganna. — Lengi tókst honum að víkja sjer undan nauti því er hann átti við, en loks tólcst tudda að krækja hornunum í — »Velti- pjeturinn« og var þá úti um hjólreiðina. — Toreadorinn slapp með naumindum lifandi frá viðureigninni. Landfræðingafjeiagið rússneska kvaðnú hafa í hyggju að gera út rannsóknarferð til Norður-íshafsins og láta kanna hafið með ísbrjótum. Mesta alifuglavarp í heimi á Wilburnjnokkurjí Litle-Compton í Rhode Island. Hann selur á hverju ári 150 þúsund tylftir af eggjum. A býlinu eru alls hundrað hænsakofar, og 40 hæns í hverjum. Reykvíkingar sem eiga eptir að borga Dagskrá, eru beðnir að lesa augl. framan á blað- inu um kjörkaup eldri kaupenda blaðsins er borga fyrir tiltekinn tíma. Ábyrgðarmaður: Einar Benediktsson. Prentsmiðja Dagskrár.

x

Dagskrá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.