Dagskrá

Issue

Dagskrá - 17.07.1897, Page 1

Dagskrá - 17.07.1897, Page 1
ftemur út hvem virkan dag. Verð ársfjórðungs (minnst 75 arkir) kr. 1,50. í R.vík mánaðarl. kx. 0,50. — Arsfjórð. erlendis 2,50. DAGSKRÁ. Verð árgangs lyrir cldrí kaup cndur innanlanda. 4 krónur. II, 15. Reykjavík, laugardaginn I 7. júlí. 1897. Botnvörpulögin. Uppástunga sú, er nefndin í botnvörpulagafrv. í efri d. j hefur tekið að sjer (frá Jóni Jakobssyni) sem getið var um f gær, getur haft stórvægilega þýðingu, þótt hún sje í sjálfri sjer ekki nema örlítið brot af því sem hefði þurft að vera í þá átt að veita íslendingum sjerrjettindi ti! botnvörpuveiða hjer við land. Tillagan fer að eins fram á að veita Islendingum jafnrjetti við útlenda botnvörpuveiðara. Englendingar j og allar aðrar þjóðir, er stunda þennan veiðiskap hjer fyrir ströndum hafa auðvitað fullt leyfi til þess að flytja aflann j heim til sín og leggja hann þar upp og versla með hann; j en samkvæmt hinum núgildandi botnvörpulögum væri íslendingum meinað að flytja trawl-afla inn á sínar hafnir. En þrátt fyrir það má vel vera að þetta reynist j góður vísir til þess að koma íslendingum á rjetta leið j í botnvörpumálinu, sem er að nota einkarjett sinn yfir \ hafim við ísland, ti! þess að verja sig yfirgangi útlend- inganna og til þess að ná bróðurpartinum af ágóðanum af þessum veiðiskap. Það er ekki ólíklegt að fleiri eða færri fjelög kunni einmitt fyrir þessa litlu lagabreytingu að verða til þess að bjóða íslenskum mönnum stofnfje til hotnvörpuútgerdar, og hversu dauðans sljófur sem skilningur manna er hjer á öHum nýmælum, munu allir viti bornir menn þá neyð- ast til þess að skilja hvern gullsuppsprettu þeir búa hjer yfir, og að þeir þurfa ekki annað cn rjetta úi hendina til að sópa ógrynni fjár inn í vasa landsmanna. Það er ómögulegt annað heldur en að Islendingar komist að þessari niðurstöðu fyr eða síðar. Rás viðburðanna hlýtur að leiða þá, hvort heldur nauðuga eða viljuga, inn á rjetta skoðun í þessu máli. En þegar sá tími kemur, að þessi politik verður alviður- kennd hin eina rietta í fiskiveiðamálinu, munu menn horfa með sárri eptirsjón á þau ár sem hafa liðið án þess þau væru notuð til annars en ófrjófsamrar, óvitur- legrar mótspyrnu móti bersýnilega rjettu máli. Þessi ómælanlegi geymur af hafsjó, t. a. m. fyrir ! sunnan ísland, sem er nú algerlega ónotaður af lands- viónnuin, bíður eptir því að eitt einasta lagaboð af viti verði gefið út af alþingi voru og stjórn. En löggjafar- valdið grefur þennan milljónasjóð eins og skammsýnn maurapúki djúpt niður á mararbotni, ( því skyni *ð meina í öllu falli Islendingum sjálfum að nota hann, hvað sem öðru líður. Þó útlendingar taki ríflega af honum í sinn vasa í banni laga vorra ár út og ár inn, gjörir það minna til, bara að landsmenn sjálfir geti ekki notað auðsuppsprettuna. Vjer stöndum hjer uppi bláfátækir, afekekktir og óþekktir, fyrir utan öll gæði heimsmenníngarinnar, og horfum á erlenda fiskara draga frá okkur tnarga tugt inilljóna á ári, og svo ef einhver leyfir sjer að benda á veg til þess að leiða þennan gullstraum að nokkru, eða jafnvel miklu leyti inn í vasa landsmanna, þá er hann á sömu svipan búinn að fá heila hjörð af urrandi rökkum á hælana, sem ekkert annað hugsa um, einskis annars óska heldur en að geta verið sjer sjálfum og öðrum lil ijóns með því að hindra skynsamlegar, rökstuddar uni- ræður um það ráð sem til er lagt. Þetta er menningin okkar íslendinga. Hjer er ekki til mikið aflögufje til góðra, þjóðlegra fyrirtækja, — en við höfum ávallt allsnægtir af illgjörnum andróðri gegn öllu sem miðar í nýja stefnu, til íð v(kja af alfaravegi vanabundinnar, sofandi hugsunar. Þegar Dagskrá kom fyrst með þá uppástungu í fyrra, að beita sjerrjetti íslendinga yfir þeim sjó, er nú liggur dauður og ónotaður, til þess skjótt og greiðlega að Ieggja stórarðsaman flota af trawl-skipum undir eignarrjett ís- lendinga, flutti blaðið einnig svo rækilegar skýringar og ástæður fyrir tillögunni, sem hefðu átt að nægja til þess að h\'cr maður gæti skilið að hverju uppástungan mið- aði - og að allar mótbárur sem höfðu komið fram voru ljettvægar í samanburði við allt það, sem mældi pieð þessari breyting á botnvörpulögunum. Síðan hefur ekkert verið sagt á móti sem malinti kemur við eða svaravert er, — en nú, þegar þessi lög eru komin fyrir þingið — í hinum gagnstæða tilgangi, sem sje að opna útlendingum enn greiðari veg til þess að pota fiskimið vor —- ætti ekki að gleyma þessari uppá- stungu — og taka hana í öllu falli til íhugunar. Góðir menn og rjettlátir, sem er annt um velferð landsins, eiga í þessu þýðingarmikla málefni að fallast á það sem þeir álíta rjett og hafna því sem þeir álíta rangt. Vjer álítum að strax sje stigið gott spor ( áttina

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.