Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 22.07.1897, Blaðsíða 3

Dagskrá - 22.07.1897, Blaðsíða 3
75 Litasky njan. Nýlega hefur sú upngötvun verið gjörð, að börnin skynji fyrst einungis ijósið, svo geti þau gjört greinarmun á hvítu og svörtu, þar næst hafi þau vit á að taka eptir ýmsum hlutum. Sex mánaða hafa þau óljósa meðvitund um mismun á rauðu og grænu, og tveggja ára þekkja þau hann fullkomlega. Á þriðja árinu, þekkja þau gulan lit, á fjórða árinu lyfrauðan, bláan og loksins fjólubláan. Þau hafa því 5—6 ára þekkt alla liti, en þó geta þau ekki gjört grein fyrir þeim með orðum. Svefnleysi. Tveirmenn, prof. Batriek og dr. Gil- bert, hafa gjört mikið að því að rannsaka hver áhrif svefn- leysi hefði á menn. Einu sinni reyndu þeir það á þrem- ur mönnum, sem voru heilsuhraustir og ekkert tauga- veiklaðir. Þeir Ijetu þá vaka í 90 klukkustundir og voru þeir á meðan látnir vinna það sem þeir voru vanir. Eptir aðra nóttina sagði einn þeirra að hann sæi mann liggja á gólfinu, sem alltaf væri að reyna að standa upp, en gæti það ekki, hann skjögraði þá allur og dytti alltaf út af aptur. Síðan sýndist honum loptið vera fullt af smáögnum alla vega litum og margar fleiri mis- sýningar talaði hann um. Allir litu þessir menn út eins og þeir væru dauðadrukknir. — Þeir sem ekki hafa hæfilega hvíld og svefn í nokkrar nætur verða rriátt- lausir og daufir. Þeir missa allar sannar tilfinningar fyrir því, sem í kring um þá er. Satúrnus-hringur. Prof. James E. Keeler hefur komist að þeirri niðurstöðu að hringurinn utan uin Satúrnus samanstandi af mörgum litlum líkömum og að hver ein- stakur líkami að innanverðu í hringnum hreifist með meiri hraða en að utan. Hann heldur því fram að menn muni geta reiknað nákvæmlega út hraða þeirra innan skamms. Kol. Menn hafa borið kvíðboga fyrir því að kol mundu um síðir þrjóta á jörðunni, en nú hafa fundist afarmikii kol neðan sjávar í Englandssundi. Það hefur verið grafið 730 metra niður við Dover og fundist ó- grynni kola. Verður það að líkindum hin mesta auðs- uppspretta fyrir England. Öll Evrópa hefur verið vax- inn þjettum og miklum skógi sem orðið hefur að kol- um, eru þau því niðri í jörðinni, bæði í sjó og á landi. Utlit er fyrir að þetta verði mestur gróði fyrir Frakka, því þeir kaupa kol frá Belgíu og Englandi fyrir 6,000,000 pund árlega. Nefndarálit frá stjórnarskrárnefndinni er prenfað í dag. Altalað er að dr. Valtýr taki frumvarp sitt apt- ur, en sumir ætla að hann muni hafa flokk í efri deild, er muni ef til vill ætla að koma samkyns frumvarpi inn þar. Best verð í Reykjavík er á kaffi og sykri í verslun B. H. Bjarnason. Hvítasykur í toppum einkar ódýr. Yerslun B. H. Bjarnason, Reykjavík, hefur nú með »Laura« fengið margt nýtt; þar á meðal barnahúfur ljómandi fallegar, en þó svo ódýrar, að slíkt verð aldrei hefur heyrst fyr. Verslun B. H. Bjarnason, R e y k j a v í k, selur KORS0R-MARGARINE, sem er langt um betra en allt annað margarine, bæði danskt og enskt, en þó svo ódýrt, að enginn megnar að keppa um verðið við þessa verksmiðju, sje í einu keypt noltkuð til muna. Pantið í einu t. d. 500 pd. og sjáið til hvort aðrir muni bjóða slík kaup. B. H. Bjarnason, einka-útsölumaður verksmiðjunnar. Til heimalitunar viljum vjer sjerstáklega ráða mönnum til að nota vora pakkaliti, er hlotið hafa verðlaun, enda taka þeir öllum öðrum litum fram, bæði að gæðum og litarfegurð. Sjerhver, sem notar vora liti, má öruggur treysta því, að vel muni gefast. I stað hellulits viljum vjer ráða mönnum til að nota heldur vort svo nefnd »Castorsvart«, því þessi litur er miklu fegurri og haldbetri en nokkur annar svartur litur Leiðarvísir á íslensku fylgir hverjum pakka, Litirnir fást hjá kaupmönnum alstaðar á Islandi. Býchs-Farvefabrik. Studiestræde 32. Kjöbenhavn K. Hr. L. Lövenskjöld Fellum — Fellumpr. Sitien, lætur kaupmönnum og kaupijelögum í tje allskonar timbur, einnig tekur nefnt fjelag að sjer að^ reisa hús, t. a. m. kirkjur o. s. frv.— Semja má við umboðsmann hans. Pjetur Bjarnason, isafirði. Tvö eða þrjú i&erbergi, í miðjumbæn- um, ásamt eldhúsi og dálitiu geymsluplássi, óskast til

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.