Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 30.07.1897, Blaðsíða 1

Dagskrá - 30.07.1897, Blaðsíða 1
Kemur tit hvcrn virkan dag. Verð ársfjórðungs (minnst 75 arkir) kr. 1,50. í R.vík mánaðarl. kr. 0,50. — Arsfjórð. erlcndis 2,50. Verð árgangs yrir eldri kaitp cndur innanlands. 4 krónur. 11, 26. Reykjavík, föstudaginn 30. júlí. 1897. Nefndarmannsálit Skúia Thoroddsens (Niðurl.). Vjer vildum ekki birta framhald þessarar greinar fyr cn Sk. Th. hefði fengið tækifæri til þess að gjöra enn nánar grein fyrir fráhvarfi sínu frá sínu eigin nefnd- armannsáliti við 3. umr. stjórnarskrárfrv. í dag. -— Og varð »diagnose« Dagskrár á Skúla — sú er kom út í fyrradag — staðfest upp á það kröptugusta við ræðu þá sem hann hjelt í dag. Hann reyndi, alveg án nokkurs árangurs, að gjöra grein fyrir stöðu sinni í stjórnarskrármálinu, þeirri stöðu að hann nú mœlti á móti tillögum meiri hlutans, sem hann hafði sjálfur skrifað undir, og mælti eindregið rneð frv. minni hlutans, sem hann í nefndarálitinu hafði gagn' gjórt og fyrirvaralaust verið andsta-ður. Með þessari pólitisku »fiasko« hefur Skúli sett sig út úr þeim flokki, sem á þessu þingi hefur reynt að sameina sig utn aðalatriði málsins og styðja sig við til- lögur landshöfðingjans og hinna konungkjörnu. En hr. Sk. Th. má eiga það víst, að orð hans verða metin minna þegar hann er orðinn á móti þjóðinni, heldur en þegar hann fylgdi öðrum með henni. — Hann er einn af þeim mönnum, sem er alls ófær um að mynda eða halda við nokkurri sjálfstæðri stefnu. — Það eina sem hefur útvegað honum þjóðarhylli var það, að hann sem embættismaður á sínum tíma tók vel í það að fylgja því máli fram sem þá þegar hafði lengi verið á dagskrá og sem hann hefur ekki lagt eitt einasta orð til að ákvarða eða setja í form. Hr. Sk. Th. sagði, að það hefði verið af forrnleg- um ástæðum að hann hefði ekki viljað skilja sig frá meiri hlutanum. — Þetta hefði maður nú get.að skilið, ef hann hefði stungið upp á einhverju sem lá fyrir utan bæði frumvörpin, bæði meiri og minni hlutans, en þeg- ar hann beinlínis viðurkennir að hann sje samþykkur frv. minni hlutans eins og það lá fyrir, þá verður þessi yfir- lýsing Skúla ekki annað en játning um það blátt áfram, að hann hafi ekki viljað lára sjá sig einangraðan með Valtý í þingskjölunum, og hafi með vilja skrifað undir annað heldur en það sem hann áleit rjett að vera, að eins í því skyni að gcta fiotið með meiri hlutanum og komið samnefndarmönnum sínum og flokki þeirra í deild- inni í opna skjöldu. Vjer nennum ekki að vera að eltast við skilning Skúla á ábyrgðinni, sem hann lofar að hœstirjettur muni taka tíl dómsálita í málum, sem höfðuð kynnu að verða af alþingi gegn ráðgjafa fyrir gjörðir hans í ríkisráðinu. Vjer höfum svo rækilega sannað að slíku máli mundi verða frávísað, að hr. Sk. Th. hefur enga gilda afsökun til þess að misskilja það. ■— Hr. Sk. Th. veit sjálfur, að hæstirjettur er danskur dómstóll, sem frávísar ex officio öllu sem ekki heyrir undir það varnarþing eptir dönskum lögum. —• Heimskulegar glóps-staðhaifingar, órökstuddar út í loptið, um að þetta sje »vitleysa« og »moIdviðri«, eins og hr. Skúli leyfði sjer að segja í dag. sanna ekki nokkurn skapaðan hlut annan en þann, að hann er ekki fær um að sannfæra neinn nje heldur að haga orðum sínum í þingræðu. Hr. Sk. Th. má vel vita það að sá grunur hcfur lengi leikið á, að hann mundi vera af tagi þeirra nianna, sem vantar á eina hlið rjettsýni til þess að fylgja öðr- um vel að þeim málum, sem viðk. er ekki sjálfur fröm- uður að og á hinn bóginn einnig hæfileika til þess að gjörast foringi sjálfur. Af þessum tveim ófullkomleikum sameinuðum hjá einni persónu koma optast fram hinir skaðvænlegu flokkadrættir hjá lítt mönnuðum smáþjóð- um, sem eins og íslendingar, verða að eyða kröptum sínum í innbyrðis baráttu í stað þess að beita þeim út á við gagnvart mótstöðumönnum þjóðarinnar. Vjer höfum ekld getað stillt oss um að kveðja hr. Skúla Thoroddsen á þessa leið nú um leið og hann fyrir fullt og allt gengur yfir í hinn fámenna flokk eða Valtýs, sem hefur farið svo langt út á villigöturnar að flesta skynberandi menn hefur hryllt við að fylgja hon- um eptir. Frá alþingi. Efri deiid. 28.júlí. Erv. til laga um viðauka við lög 2. febr. 1894 um lausamenn og húsmenn. Vísað til fátækra- málsnefndarinnar. Frv. til laga um sölu nokkurra þjóð- jarða. Nefnd kosin: Sig. Stefánsson, Þorleifur Jónsson, Ilallgr. Sveinsson. Frv. til laga um stækkun vcrslim:..r- lóðar á Nesi í Norðfirði, (flm. Jón Jónsson) Vísað til 2. umr. j

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.