Dagskrá

Útgáva

Dagskrá - 07.08.1897, Síða 2

Dagskrá - 07.08.1897, Síða 2
ópi og köllum n móti nokkrum sveitum af Ceckiskum- hermönnum er sendir voru til bæjarins til þess að halda þar reglu. Mörg helstu blöð Þjóðverja telja eining Austurríkis í hættu ef ekki verði felldar úr gildi ákvarðanir Badenis er hann hafi gefið út gegn þýskri tungu, og í sama strenginn taka mörg blöð í Vínarborg sjálfri. í Portugral, einkum Lissabon og Oporto hafa verið smáuppreistir gegn stjórninni" og hervaldinu. Svo er sagt að leynifjelög nokkur í þessum tveim bæjum í sambandi við ýmsa háttsetta foringja í hernum hafi ásett sjer að brjótast til valda í Portugal, og átti þetta að ske 14. f. m. En stjórnin komst að samsærinu of snemma til þess að úr þessu gæti orðið, og voru ýmsar herdeildir látnar flytja á aðrar stöðvar til þess að hindra fyrirætl- anir og bollaleggingar samsærismannanna. ■— Þegar síð- ast frjettist var uppreistin að mestu bæld niður, en þó álitið að lítið þyrfti út af að bera til þess að hún vakn- aði aptur. Á strætunum í Lissabon gengu herverðir fram og aptur og fjölda margir voru teknir fastir daglega. í Gazalandi (í Austur-Afríku) hefur einnig verið gjörð uppreist allöflug gegn Portugalsstjórninni. Sá heitir Magiguana er gjörst hefur foringi uppreistarinnar og hefur hann háð nokkrar orustur við Portugalsmenn austur þar. Aðalorustan stóð nálægt Chimbutu, höfuðbæ Gaza- lands, 21. f. m., og hafði Magiguana sjö þúsundir manna, en Portugalsmenn liðfáir mjög. Þó sigruðust þeir á upp- reistarmönnum, og er sagt að af þeim hafi fallið 300, en ekki nema tveir af hinum. Uppreisnin í Indlandi virðist vera að breiðast út meir og meir, og svo sýnist sem veldi Breta þar hafi sjaldan verið í meiri hættu heldur en nú. Að vísu hafa hinir ensku foringjar jafnan haft sigur þar sem þeim hefur lent saman við »þá innfæddu«, en slíkt hefur ekki mikla þýðingu, ef Indverjar á annað borð gætu orðið nokkurn veginn samhuga um að brjóta af sjer ok Þlng- lendinga. — Aðalóeirðirnar eru nú í Swat-dalnum, ná- lægt herstöð Englendinga við Malakand. I síðustu or- ustu sem háð var þar er sagt að fallið hafi 2000 af Indverjum. Tveir á móti engum! Hvernig stendur á því að þingið vill senda 2 menn á fiskisýning í Noregi 1898, þar sem þó er ákveð- ið að sýningin verði aðallega á landbúnaði? Það er nokkuð kynlegt að ganga algjörlega fram hjá landbún- aðinum; skildi það vera af því að þeir álíti að íslend- ingar sjeu komnir svo langt í honum að þeir þurfi ekki að læra betur? eða skyldi það blátt áfram vera af því að þeim sje ókunnugt um það, hvernig ætlast er til að sýningin verði? Það getur varla verið því Dagskrá hef- ur flutt greinilegt yfirlit yfir það (21 tölubl. II. ár). Jeg held að það hefði verið heppilegra að veita cand. B. | Sænuindssyni einum styrk á fiskisýninguna, það mundi nægja, því hann er maður scm hefur bæði þekking og reynslu, þar sem hann er uppalin við sjó og hefur lagt stund á að kynna sjer fiskveiðar. Hinn manninn hefði einmitt átt að senda á landbúnaðarsýninguna. Það er ekki »praktiskt« að láta báða skóna á sama fótinn en ganga berfættur á hinum. Sig. Júl. Jóhannesson. Eptir dauðann. (Eptir »Science Siftings« No. 254 1896) Frá því menn fyrst hafa sögur af, hefur það verið samkvæmt trúarbrögðum flestra þjóða, að vondir menn yrðu að líða heg'ning fyrir illgjörðir sínar eptir dauð- ann; jafnvel þjóðir þær, sem menn þekkja á allra lægsta þroskastígi í menntalegu tilliti, hafa gjört sjer einhverja hugmynd um það, en mjög hefur hún verið mismun- andi. Sumir telja hana eilífa, en aðrir ekki nema hegn- ingu um stundarsakir fyrir afbrotin til þess að gjöra sálina hæfa fyrir eilífa sælu á eptir. Auðvitað átti hegn- ingartíminn að fara eptir stærð synda og yfirsjóna. Þá voru enn aðrir, sem trúðu því að til væru tveir staðir vondir, annar til stundarhegninga en hinn til æfinlegra kvala. Hinn forni Hadesarheimur var enginn kvalastað- ur, heldur nokkurs konar undirheimur, þar sem allir hin- ir dauðu söfnuðust saman. Orðið »Hades« er komið af gríska lýsingarorðinu »Atons«, sem þýðir ósjeður. Á ensku heitir kvalastað- ur dauðra syndara »Hell« er það komið af engilsax- nesku sögninni »helan«, er táknar að hylja, svo það þýðir í raun og veru ekkert annað en hinn ósýnilegi eða huldi staður. Á Egyptalandi trúðu menn því, að þeir, sem illa hefðu breytt í lifanda lífi, fengju ekki inngöngu í eilífa sælu, heldur yrðu þeir annaðhvort reknir til baka aptur til jarðarinnar, og þar hlytu þeir að halda áfram að lifa í líki einhvers dýrs eða kvikind- is, eða þeir yrðu settir í eilífar kvalir, er menn hugsuðu sjer undir jörðinni, eða í þriðja lagi yrðu þeir að hrekj- ast um í loptinu og sæta þar ógurlegum hrakningum af stormum og regni. I Persíu trúðu menn því, að hinir dauðu yrðu að fara yfir brú, er Chinevat hjeti, og lægi á milli fjallsins Alborj og Sarotman; hinir góðu kom- ust klaklaust yfir hana, en vondir menn fjellu út af henni og steyptust niður í flóann Duzabk og kvöldust þar fyrir afbrot sín. Heimsenda hugsuðu þeir sjer þann- ig að stjarna ein mundi hrapa af himnum ofan og af

x

Dagskrá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.