Dagskrá

Eksemplar

Dagskrá - 31.08.1897, Side 1

Dagskrá - 31.08.1897, Side 1
Kcmtir ut hyern virkan cla|r. Verð ársfjórðungs (minnst 75 arkir) kr. 1,50. í R.vík mánaðarl. kr. 0,50. — Arsfjórð. erlendis 2,50. Verð ái'jar.gs .yrir cldri i'>"i • csidnr innnul;r"':s. A' krónur. m 52. Reykjavík, þriðjdaginn 31. ágúst. 1897. Útíendar frjettir. Friðarsamningurinn er ekki undirritaður enn. en nú er þó loks búist við bráðum enda á hinum lang- varandi samkomuiagstilraunum. — Sagt er að nú standi helst á því, að stórveldin komi sjer saman um trygg- ingu þá er Tyrkir eiga að fá fyrir skilvísri greiðslu herkostnaðarins. — England krefst,þess áður en skrif- að sje undir, að stórveldin hafi fulla vissu fyrir því, að Grikkir geti innt gjaldið af hendi, hinir, einkum Þjóð- verjar halda því fram, að Grikkir muni aldrei fá neitt lán fyr en friðarsamningurinn sje kominn á. Sendiherrar Breta, Frakka og Rússa í Aþenu hafa tilkynnt hvor sinni stjórn að Grikkir gœtu ekki borgað meira en 2 milljónir (enskra) punda — og er sagt að eitt af stórveldunum hafi þegar fallist á að halda þessu fram Grikkja vegna gagnvart Tyrkjum. Þýskalandskeisari er nú sem stendur ekki hinn vinsælasti meðal Þjóðverja. Er sagt að hann hafi nýlega verið við hersýning nokkra í Pjetursborg þar sem ein deild af fótgönguliði Rússa, sem kosið hafði Vilhjálm keisara fyrir heiðursofursta, veitti honum sjer- stök lotningarmerki; gengu liðsforingjar deildarinnar fyr- ir keisarann og var honum sagt til nafns þeirra, eins og siður er til. — í viðræðunum við foringjana er svo hermt frá að keisarinn hafi látið orð falla á þá leið: »að hann mundi gleðjast mjög ef hann sæi nokkra her- deild heima á Þýskalandi bera sig svo ágætlega sem þessi deild hefði gjört í dag«. — Eitt blað enskt bætir aptan við söguna, »að lítið muni verða um vinsældir Vilhjálms keisara, ef her Þjóð- verja hætti að hafa mætur á honum«. Faure, lýðveldisforsetinn fransld, hefur einnig ný- lega dvalið í höfuðborg Russa og hlotið þar svo stór- kostlegar og ágætar viðtökur að fá dæmi munu vera til slíks um hina kaldlyndu Moskovíta. Alstaðar þar setn eyru voru til að heyra, hljómaði Marseillar-söngur- inn um endilanga borgina, götuprangarar seldu alls konar smávarning, vafinn silkiblæjum með flagglitum Frakka eða merktan með orðtækjum frakkneskra konunga, og’hvarsem sást til nokkurs af ninni ríkmannlegu fylgd forsetans voru hattarnir á lopti. — Meðal annars er hr. Faure gjörði Rússum til heiðurs á þessari ferð er það talið að hann lagði forkunnar vel gjörða og dýrmæta olíuviðargrein úr skýru gulli á leiði Alexanders III. — Hraðskeyti var sent lýðveldisforsetanum frá ráðaneyti hans í Paris þessa innihalds: »Ráðaneytið fagnar af hjarta fregnum þeim er bor- ist hafa um hinar ágætu viðtökur er stjórn og þjóð Rússa hefiir auðsýnt æðsta stjórnanda Frakklands og biður forsetann að ílytja hinuni Keisaraiegu Hátignum lotningarfyllsta þakklæti ráðaneytisins í nafni allrar þjóð- arinnar á Frakklandi, sem nu fremur en nokkru sinni áður rjettir hendur sínar út til vináttusambands við Rússa«. Frá índiandi berast fregnir um nýjar og nýjar smáorustur, hjer og þar. Hreifingiir virðist fara sívax- andi, og uppreistarmenn verða djarfari eptir því sem líður. 300 Sepoyar (indverskir liðsmenn í Brctaþjón- ustu) voru höggnir niður af Afridum nálægt víginu Ali Musjid. 4000 af þessum sama þjóðflokki standa nú undir vopnum við Lukarai, sem er um 3 danskar mílur frá víginu Bara, suðaustur af Jamrud. — Svo er sagt að hinir og þessir höfðingjar Afrida haldi sjerstökum höfðingjum á mála, sem fara fram og aptur urn lönd Afridanna endilöng, og knýi menn meö báli og brandi til þess að taka þátt í uppreistinni. -—■ Yms vígi og þýð- ingarmildar herstöðvar voru nýteknar frá Bretum þá er síðast frjettist, og innlendir liðsmenn ganga daglega undan merkjum Fnglendinga. Hækkað verð á kornvöru. — Auðmanna- fjelag eitt í Chícago kvað vera þess valdandi að korn- vara, einkum hveiti, hefur stigið mjög í verði, á síðustu þrem mánuðum. í Frakklandi hefur verið stungið upp á, að afnema innflutningstoll á hveiti til þess að lækka verðið niður í það sem gefið var fyrir þessa vöru áður en hún tók að stíga, en ekki er álitið að stjórn eða þing muni sinna því. — í Englandi hefur brauð stigið jafnt og þjett upp um nokkurn tíma, og í Ungverja- landi eru horfurnar hinar verstu í þessu efni. — Menn halda að vísu að Vesturheimsmenn muni að lokum tapa á þessari kaupmannabrellu sinni ■— en það er einhuga áiit að verðhækkun þessi muni í öllu falli haldast nokkurn tíma, og ýmsir sem fróðir eru um þcssa hluti ætla að mikiö muni velta á uppskeruuni í Argent- inu (í nóvember) —• þaðan mundi það korn koma er »fyllti mælirinn« og hindraði Ameríkumenn frá því að bjóða Evrópingum byrginn — ef sú uppskera yrði í góðu meðallagi eða betri. Allra síðustu frjettir scgja að hveiti liafi fallið stór- kostlaga 24. þ. m. í Nýju jórvík, á nokkrum klukku- tímum. Bændur vestra gjöra allt sem þeir geta til þess að koma hveiti síuu í vcrð, með því að þeir óttast að það falli enn meir. — í Kansas eru allar götur fullar af vögnum fermdum af hveiti, sem komast ekki áfram hvor fyrir öðrum. Kaupmaður G. Thordai nýkominn frá Fng landi með gufuskip »Bradford«, hlaðið kolum. Farþegjar, auk frú Thordal, hr. O. V. Sigurðsson og kona hans, frá Lundúnum.

x

Dagskrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.