Dagskrá

Issue

Dagskrá - 03.09.1897, Page 2

Dagskrá - 03.09.1897, Page 2
ávarpi og „ekki síður“ hryggilegt að sjá biskup lands- ins •— sem einusinni skarst svo vel úr leik hinna apt- urhaldssömu konungkjörnu þm. og í lið með hinum frjálslynda flokki einmitt í þessu sama máli. ísafold og stjórnarskrármálið. (Framh.) Rádgjafaábyi-gditi er enn og hefur verið eitt meginatriðið, sem þræta þingsins gegn Danastjórn hefur oltið á. Allir flokkar í þinginu hafa að undanförnu verið nokkurn veginn samdóma um að án hennar væri og yrði stjórnarskipun vorri ekki komið í viðunanlegt horf, enda vita allir sem nokkra hugmynd hafa um hvað »Constitution« er, að ráðgjafa- ábyrgðin er hyrningarsteinninn undir því stjórnarfyrirkomu- lagi er nefnist þingbundið konungsveldi. — Eins og mönnum er kunnugt heimilar hin núverandi stjórn- arskrá ekki að þingið komi ábyrgð fram á hendur hinum svo- kallaða íslands ráðgjafa fyrir neitt annað en brot á sjálfri stjórnarskránnþ en jafnvel sú ábyrgðarheimild er og hefur verið álitin málið tómt, og þýðingarlaus á borði, sökum þess að málið þarf að sækja gegn útlendum ráðgjafa fyrir útlend- um dómstóli (hæstarjetti) og hefur þetta verið margtekið fram af ýmsum sem um endurskoðunarmálið hafa fjallað bæði utan þings og innan. ísafold hefur um mörg ár verið eindregið á sama máli og þeir menn er byggt hafa stjórnarbótarkröfur Islendinga meðal annars á því að hið núverandi fyrirkomulag útilokaði alla sanna ábyrgðarframkvæmd gegn ráðherranum — þangað til í sumar að ritstj. »snýr við blaðinu* og heldur þar fram með miklu kappi og orðlengingum að ábyrgð sú sem stjórn- arskráin ákvæði gæti verið góð og gild án pess að ráðgjafinn verði óháður rikisráðinu og dn pess að ábyrgðarmálin skuli dæmast fyrir íslenskum dómstóli. Enginn hefur nokkru sinni heyrst halda því fram að betra væri að ráðgjafinn gæti áhættulaust gjört það sem honum sýndist um öll stjórnarmálefni, og ráðið konungi til eða frá eptir eigin geðþótta án nokkurrar ábyrgðar, heldur en að þing- ið gæti haft hönd í bagga með ráðgjafanum og látið hann sæta ákæru, ef hann færi illa eða ólöglega með vald sitt. En þó væri það miklu skynsamlegra og gæti átt við betri rök að styðjast að halda pví fram heldur en hinu, að ábyrgð verði komið fram á hendur ráðaneytinu meðan það er ekki íslenskt og stendur ekki undir íslenskum dómstóli. En það er einmitt þetta síðasta viðvik, sem Isafold hef ur gjört nú í sumar. Það hefur verið margtekið fram, til leiðinda, að ráðgjaf- inn þurfi að vera undir „lögsogn“ hins sjerstaka íslenska lög- gjafarvalds til þess að gild ábyrgð verði stofnuð á hendur honum af alþingi. — En á hinn bóginn hefur það nú veriðjafnopt I endurtekið að sá ráðgjafi sje ekki undir slíkri lögsögn, sem er háður ríkisráðinu danska. — Einmitt það að hann er háður þeim lögum er gilda um þá stjórnarstofnun veldur því um leið óhjákvæmilega að hann er óháður öllum rjettarreglum er liggja þar fyrir utan eða ríða þar í bága við. Þetta er svo einfalt og auðskilið mál sem verða má — en þó hefur þrætan um petta eða rjettara sagt þrætan á móti þessum augljósu sannindum fremur öllu öðru haldið Valtýsk- unni uppi meðal þeirra manna sem hafa leiðst út í það að fylgja henni á þinginu. Og til þess hefur Isafold stuðlað eptir megni. — Rök- semdin hefur aðeins verið ein — sem sje sú, að hin fyrirhug- aða ráðgjafaábyrgð Valtýsfrumvarpsins væri jafngóð að sínu leyti eins og stjórnarskrárbrotaábyrgðin eptir núgildandi stjórn- arskrá. En um þetta síðasta atriði, hefur það eitt verið látið nægja að benda á að Octavius Hansen hafi þá er hann var spurður ráða í Fensmarksmálinu hjer um árið hafi ekki sagt að þessi stjórnarskrárbrotaábyrgð væri ónýt. — Til frekari skýringar skal það enn tekið fram að þrætan um gildi Valtýs-ábyrgðarfnnar var takmörkuð einungis til þeirra ráðgjafa-athafna er tæru fram í ríkisráðinu sjálfu. Hafði Dagskrá, sem fyrst allra vakti máls á því hvert gildi hin svokallaða ábyrgð mundi hafa að lögum þegar allt kæmi til alis, áiitið rjett að halda sjer við þetta verksvæði ráðgjaf- ans, sem og grípur yfir alla löggjöfina og allar mikilsvarðandi stjórnarráðstafanir. — En þegar þessu er haldið föstu verður það enn ljósara, að »ábyrgðarákvæði« Valtýs rnundi rfða í bága við áðurgildandi lög annars óháðs löggjafarvalds o: grund- vallarlög Dana. Ennfremur skal það tekið fram, að þrætan um gildi á- byrgðarinnar var takm^rkuð að forminu, t|l ákœruva/ds ogL? varnarpings, þar sem Dagskrá sjerstaklega hjelt því fram að á- kæruvaldið gegn ráðgjafa er sæti í ríkisráðinu fyrir stjórnar- athafnir er gerðust í því ráði væru hjá pjóðpinginu danska og konungi, og að ábyrgðarmál sem þessir stj'órnaraðilar kynnu að höfða gegn ráðaneytinu yrðu að dæmast af ríkisrjcttinum. )Framh.). Nokkur orð um ísland. (»Politiken« 6. ágúst). Herra ritstjóri! Að biöðin flytja svo sjaldan greinar i um Island til þess að vekja á því eptirtekt og leiða 1 athygli manna að fegurð þess og kostum, mætti ef til | vill rjettlæta með því að íslendingum liggi ekki hlýtt | orð til Dana. En ætli það sje þá að ástæðulausu að íslendingar eru oss ekki vinveittari en þetta? Þess ber vel að gæta að Isiendingar eru þjóð, sem alls ekki getur iifað af „brauði einu saman", og það er rangt að telja það nóg þótt þeim sje rjett hjálparhönd þegar þeir verða fyrir einhverjum landplágum, t. d. jarðskjálftum, eidgosum eða því um líku. Nei, það þarf að vera víðtækara.

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.