Dagskrá

Eksemplar

Dagskrá - 03.09.1897, Side 4

Dagskrá - 03.09.1897, Side 4
2iá Bókmermtir svertingjanna. Ferðamenn í Afríku hafa tekið að rannsaka skáld- skap og vísindi svertingjanna. Það hefur allt af verið álitið að þess háttar væri ekkert um að tala á meða! þeirra, en það er rangt. Hjá þeim finnast fjölmargar frásögur, færðar í skáldlegan búning, er lýsa einkar vel hugsunarháttum þeirra, lyndiseinkunnum o. fl., en allt þess háttar er nauðsýnlegt fyrir menntuðu þjóðirnar að kynna sjer, ef þær hugsa að hafa góð áhrif á hina lítt mönnuðu svertingja. Það þarf að þekkja nákvæmlega allar þeirra einkunnir til þess að geta lagað alla fræðslu- aðferð eptir þeim; sje þess ekki gætt, þá er hætt við að lítið verði ágengt. Sá sem fyrst kynntist nokkuð til muna skáldskap í Afríku og vakti eptirtekt á honum í Evrópu, hjet Herder. Hann ritaði bók þar sem hann lýsti þjóðsögum og söngvum frá Afríku og tók upp í hana 12 þjóðvísur er hann kvað vera frá Madagaskar; en söngvar þessir eru ekkert annað en endurbættar þýðingar af nokkrum söngv- um, er de Parny gaf út 1787 og sagði að væri frá Madagaskar, en það var rangt. Parny var fæddur á eynni Bourbon og átti mikið saman við Madagaskarbúa að sælda; honum hafði mikið þótt koma til ýmislegs hjá þeim og gjörði svo þetta í heiðursskyni við þá. Söngvarnir voru frá hans eigin brjósti, og þegar það komst upp að hann hafði gefið út bók með rangri fyrir- sögn, höfðu menn miklu minna álit á honum á eptir. En nú hafa menn í raun og sannleika tekið að rannsaka þjóðsögur og þjóðsöngva svertingjanna. Það verður að líkindum langt þangað til mönnum hefur tekist að safna þeim til hlítar, því eins og hægt er að skilja er það mörgum erfiðleikum undirorpið. Fæstir flokkar svertingj- anna hafa það skrifað og verður þvi að safna öllu eptir sögusögn þeirra, en það gengur misjafnlega. Þessar rannsóknir og uppgötvanir verða að öllum líkindum sama sem dauðadómur yfir hinni röngu skoðun Evrópu- manna á svertingjunum í Afríku, þar sem þeir hafa verið næstum því taldir í flokki með dýrum. Málfræðingar leggja mikla stund á að læra og bera saman mál hinna ýmsu flokka í Afríku, og við þaö kynnast þeir skáldskap þeirra og er þar margt í líkingu við þjóðsögur Evrópuþjóðanna og ýmsar sagnir; og sje nákvæmlega fylgst með og borið saman það sem er frá hverjum vissum tíma þá sjest það að framför á sjer stað. Ýmsar kringumstæður hafa komið í veg fyrir verulegar framfarir, en ekki er óhugsandi að sú tíð geti komið að þeir verði miklu stórstígari. Það dylst mönn- um samt ekki að þeir eru ekki eins miklum hæfileikum gæddir og Evrópumenn. Vísindamenn hafa fundið hjá svertingjum alls konar skáldskap, t. d. málshætti, gátur, kvæði, sögur, trúfræð- j islegar frásagnir, dæmisögur, sögur um dýr o. s. frv. Vanalega hefur þetta í sjalfu sjer lítið bókmenntalegt gildi, en það hefur annað til síns ágætis; það lýsir betur en allt annað einkennum hvers flokks fyrir sig, og helst málshættirnir. Tilraunirnar til þess að lýsa skoðunum sínum í stuttum setningum, koma í Ijós hugmyndum sínum í fám orðum, það er fyrsta stigið til þess að auðga og fegra málið. Tilfinningar þær sem lýsa sjer í orðháttum svertingjanna eru mjög líkar vorum eigin. Eitt orðtækið er t. d. þannig: »Sá sem fer til ókunn- ugs lands má ekki syngja ^solo”, heldur verður hann að taka undir með fjöldanum«. Það er sama hugmynd- in og hjá oss, þar sem vjer segjum: »Menn verða að ýlfra ásamt úlfum þ'eim sem menn eru með«. Vjer segjum einnig: »Það er ekki vert að selja skinnið af birninum fyr en hann er unninn«, en þá segja þeir: »Það er ekki vert að búa til fötin fyr en barnið er fætt«. Sum orðtök þeirra lýsa djúpri hryggð yfir ýmsu andstæðu, eins og t. d. orðtækið: »Hæna fátæks manns verpir ekki, og þótt hún gjöri það þá ungar hun ekki út«. -— Virðing og ást á milji vina og ættingja er á mjög háu stigi, eins og sjest t. d, glöggt á orðtækinu: »Móðir þín er þinn annar guð«, og »Jafnvel vanskap- að barn er heiður foreldra sinna«. —• Það sem svert- ingjar hafa einkum sjer til skemmtunar, eru veiðisögur, hernaðarsögur, gátur og skrítlur. Mörgum gátum hefur verið safnað saman hjá þeim og svara þær alveg til þeirra er lagðar eru fyrir börn hjá oss, t. d.: »Hver er sá sem ekki er hægt að ná?« (svar: Skugginn), og »Segðu hvaða hús það er, sem hefur engar dyr« (það er eggið). Söngvar eru þar mjög miklir; í þeim eru þeir hæddir, sem huglausir eru, en hinir, er sýna af sjer hreysti og harðfengi og vinna sigur í orustum, eru lof- aðir á hvert reipi. Evrópumaður einn segir svo frá, að þegar hann hafi ætlað í burtu hafi hann sungið langan söng, þar sem þeir hrósa því með mörgum orðurn, hversu mikla blessun þeir hefðu af Evrópumönnum og hve mikið þeir ættu þeim að þakka. Annars yrkja þeir vanalega illa um þá. Menn hafa haldið að svertingjarnir syngju kvæði sín án nokkurra laga, en það er ekki rjett. Þeir fylgja vissurn reglum, sem cru alveg eins ákveðnar og lög Evrópumanna. -— Sögur svertingjanna um heimsmyndunina eru sjálfsagt æfagamlar, og á þeim þykjast menn fullvissast um það að allir hafi upphaflega haft hina sömu hugmynd í þá átt, en það hafi srnárn saman breytst með tímanum og eptir bústöðum manna. Hjá einum flokknum finnst Atiassagan, sem er í goða- fræðinni; þar er hetja sem ber jörðina á herðum sjer. Jörðina skoða þeir flata kringlu. Þegar hetjan verður þreytt að standa allt af í sömu sporum þá hreifir hann sig og af því kemur jarðskjálfti. Upphaflega var jörðin óbyggð, en einhverju sinni klifruðu 7 menn niður frá himnum eptir kaðli, settust

x

Dagskrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.