Dagskrá

Eksemplar

Dagskrá - 03.09.1897, Side 7

Dagskrá - 03.09.1897, Side 7
 áfram?« Hann athugaði það ekki fyr en eptir á, hverju hann hafði stungið upp á; það var ekki rjett. Hann langaði til að taka það aptur, en luín leit á hann jafnskjótt og það var auðsjeð, að hún hugsaði já, þótt hún segði það ekki með orðum, augun lýstu því glöggt. Til þess, að afsaka yfirsjón sína fyrir sjálfúm sjer, sagði hann í hálfum hljóðum og laut mður að henni. »Það er ef til vill eitthvað sjerstakt, sem þú villt nú byrja á — sem þú finnur hjá þjer kóllun til Petra?« »Nei« svaraði hún svo skyndilega að hann roðnaði; hann horfði á hana og var eins og niðursokkinn í djúpar hugsanir; hann hafði ekki búist við þessu svari. (j,-rh; Hundrað þúsund franka fjekk ungur þjónn í París fyrir það að hann hreif út úr eldinum frú eina, Greffúlhe að nafni í vor þegar velgjörðabúðin brann. Ávarp mcð sjö milljónum undirskripta, skrifað á fjöru- tíu og einu tungumáli, á að senda Viktoríu Bretadrottningu. Þeir sem undir skrifa, eru tómar konur í ýmsum löndum, er Viktoría drottning á yfir að ráða. I Avarpinu er beðið um aukna vernd gegn böli því, er nautn áfengra drykkja hef- ur f för mcð sjer. Enginn madur hefur "fremur ástæðu til að kvarta, en sá sem er ánægður með sjálfan sig. Enginn maður ætti að gleyma því að aðrir taka sjer að einhverju leyti snið eptir honum. Enginn maður ætti að dirfast að bera kristið nafn, sem ekki vill breyta eptir kristi. Enginn maður ætti að gleyma því, að þegar hann sáir ill- gresi getur hann ekki uppskorið hveiti. Enginn tnaður er fær til að vera leiðtogi, sem ekki hefur hug til að halda óhikað fram eigin skoðun. Enginn maður á eins erfitt með að yfirvinna neinn eins og sjálfan sig. Enginn maður ætti að reyna að telja öðrum trú um það, sem hann getur ekki trúað sjálfur. Enginn maður mundi óska að besti vinur hans þekkti hann eins vel og hann þekkir sig sjálfur Júlíus From. Noregur hefur auðgast töluvert í 5 árin að undanförnu. 1890 nam verslunin við útlönd 393,800,000 króna (innfl. 208,7 og útfl. 131,4), en 1895 nam hún 359,600,000 kr. (innfl 222,3 og útfl. 137,3).____________________ Gakk tvær klukkustundir á dag, sofðu sjö klukustund- ir á sólarhring, farðu að hátta undir eins og þig syfjar, sofðu alltaf einn, farðu á fætur undir eins og þú vaknar, farðu þeg- ar að vinna þegar þú ert kominn á fætur, borðaðu einungis þegar þú ert svangur, drekktu aðeins þegar þú ert þyrstur, talaðu einungis þegar þess er þörf, og segðu einungis helm- inginn af því sem þú hugsar, skrifaðu aldrei annað en það, sem þú skaramast þín ckki að setja nafnið þitt undir, gjörðu aldrei neitt, sem þú vilt ekki að verði uppvlst, virtu pening- ana það, sem þeir verðskulda, en hvorki meira nje minna. Peningar eru góðttr þjónn, cn illur húsbóm'i. FtTÍrlíttu ekki mennina, hataðu þá ekki og hlæðu ekki að þeim, en aumkvaðu þá. Þegar eitthvað gengur að þjer, þá skoðaðu nákvæmlega kjör þeirra, sem ciga við mikla er- fiðleika að búa; af því færða huggun ogafþví lærirðu niargt. Alexander Dumas. Draumur. Bónda nokkurn dreymdi, að hann hefði skorið upp 1000 tunnur af korni og selt þær 1000 mönnum, sína tunnuna hverjum. Hjer um bil helmingur þeirra hafði borgað kornið, hinir ætluðu að borga síðar. Hann þekkti þá ekki og þeir bjuggu til og frá í ýmsum landshlutum. Nú komst hann í fjárþröng og hugsaði um það, sem mcst hann mátti, hvernig hann ætti að ná inn verði kornsins, en fann engin ráð til þess. Honum lá við að örvinglast í svefninum en í því vaknaði hann, og sá að sig hafði dreymt. Hann var ákaflega glaður yfir því að hafa ekki selt korn sitt; en nú datt honum það í hug að blaðamennirnir sclja einmitt blöð sín á þenna hátt, og hann kenndi í brjósti um þá, fór þegar afstað, og borgaði það, sem hann skuldaði fyrir blaðið er hann keypti, og hann gleymdi aldrei að borga það upp frá þeim tíma. Allir menn hafa eitthvert sjerstakt merki tii að láta í ljósi gremju slna. Þegar prinsinum af Wales mislíkar, depl- ar hann ákaft vinstra auganu; Austurríkiskeisari þenur út kinn- arnar með vindi, Rússakeisari leggur lófann ofan á hvirfilinn, Gladstone snýst snöggt á hæli og Tyrkjasoldán grfpur utan um hálsinn. í gufuskipið SC AN Di A, sem ligg- ur hjer á höfninni, kaupir undirrit. allskonar saltfisk, fyrir peninga eða víxla upp á banka i Bergen, Það verður byrjað að ferma skip- ið í þessari viku, svo að þeir, sem vilja selja, verða að gefa sig fram sem fyrst. IVI. Johannessen. Jón Magnússon, Laugaveg 1S>, selur kjöt þessa viku, af sauðum og veturg-ömlu fje. Af sauðuni 21 e. ‘íi? í hcilutn kroppum. -- veturg. 20 a. ® - —----

x

Dagskrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.