Dagskrá

Issue

Dagskrá - 04.09.1897, Page 1

Dagskrá - 04.09.1897, Page 1
Kemur ut hvern virkan dag. Verð ársfjórðungs (minnst 75 arkír) kr. 1,50. í R.vík mánaðarl. kr. 0,50. — Arsfjórð. erlendis 2,50. Verð árgangs .yrir eldrt ksn endur innanlands. 4 krónur. Reykjavík, laugardaginn 4. september. 1897. 11, 55. ísafold og stjórnarskrármálið. (Framh.) Hjer um árið, þegar mest var rætt um Fensmarks- málið, stóðu allýtarlegur greinar í »Nationaltidende«, stjótnarblaðinu danska, um það hvernig rjettarstaða al- þingis í hinu fyrirhugaða ábyrgðarmáli væri í raun rjettri. Var það sagt þar skýrt og skorinort að alþingi gœti alls ekki komið ábyrgð fra,n á hendur ráðgjafanum. Þó íslendingar hefðu á rjettu að standa »að efninu til«. Stjórnarskráin væri þannig útbúin upphaflega af »ásettu ráði«. Greinar þessar stöfuðu frá hinni íslensku stjórnar- deild sjálfri og var því lýst yfir í dónskum blöðum og ekki mótmælt af neinum að hvers undirlagi greinarnar væru samdar. Þessar stjórnargreinar í »Nationaltidende« eru í raun rjettri það eina hreina og beina svar sem Islendingar hafa fengið upp á þá spurning er hjer liggur fyrir — í það eina skipti sem komið hefur til tals að beita ábyrgðar- ákvæðum stjórnarskrárinnar í framkvæmdinni, og ættu greinarnar að vera þeim til góðrar hugleiðingar sem halda sjer dauðahaldi í það að »Valtýs-ábyrgðin« sje jafngóð eins og stjórnarskrárbrotaábyrgðin eptir stj.skrá 1874. Til frekari skýringar á því hve ljettvæg er hin einasta röksemd Valtýsmanna um gildi þessarar á- byrgðar, tilvísunin í álitsskjal Octaviusar Hansens, má geta þess að Hansen komst að vísu aldrei að aðal- spurningu þeirri sem hjer er rætt um. Hitt var nóg til þess að byggja álit hans á, að ráðgjafaábyrgð fyrir fram- kvæmdir landshöfðingjans væri einskis verð, hreint og beint núll — og að erfiðlsikar væru á því að sanna að þar lægi fyrir stjórnarskrárbrot af hálfu ráðgjafans, er gæti bakað honum beina ábyrgð eða meðábyrgð fyrir sjóðþurð Fensmarks. — Þar á móti fór Hansen aldrei út í það að rannsaka hvernig koma ætti fram malshöfð- aninni. Hann hefur vafalaust aldrei hugsað það atriði niður í kjölinn. — En þó er vert að minnast þess að hann segirsíðast í álitsskjali sínu að »formlegir erfiðleikar« sjeu á því að koma fram málssókn gegn ráðgjafanum fyrir hæstarjetti, og auk þess gefur hann í skyn að það muni ekki vera ráðlegt í póíitisku tilliti að höfða málið. Hinir formlegu erfiðleikar sem vaka fyrír honum eru náttúrlega fólgnir í rjettarstöðu ráðgjafans, og ef hr. Hansen hefði undirniðri búist við frávísun hæstarjettar var eðlilegt að hann varaði þingið fremur við því að fá þess konar skýlausa yfirlýsing um þýðingarleysi stjórnar- skrárákvæðanna eins og endurskoðunarmálið þá stóð. Það liggur líka í augum uppi fyrir hverjum ein- asta manni að spursmálið um ráðgjafaábyrgð eptir stjórn- arskránni er útilokað svo lengi, sem sjerstakur ráðgjati fyrir ísland er ekki til. — Þetta kallaði ísafold á fyrri árum »ráðaneytislcysi«. Og til þess að sýna að »ísa- fold hefur á sínum tíma skilið í hverju sambandi hinn svokallaði íslandsráðgjafi stendur við ríkisráðið í heild sinni skulum vjer taka hjer upp orðrjett álit hennar um það mál 1888, XV, 36. Persónulegur vilji konungs eða óskir i þessu máli geta naumast haft mikil áhrif á það, eptir þeim reglum, sem beitt er i meðferð meiri háttar mála í allri ríkisstjórninni, þar sem meiri hluti ráðherranna ræður úrslitum; en ráðaneytið er jafn- an skipað eptir því, sem forsætisráðherrann vill vera láta, en hann velur konungur eðlilega eptir því, hvernig hann lítur á dönsk mál. En hvernig stendur nú á því, að sama manni, scm einusinni hefur getað skilið þetta, dettur í hug að bera það á borð fyrir almenning að ráðherra sem einn með- al annara óháðra útlendra ráðgjafa gjörir ályktun um eitt eða annað verði lögsóttur fyrir það af íslenskunt málsaðila fyrir utan hinn sjerstaka dómstól er áður var skipaður til að dæma öll mál er rísa kynnu útaf þess- konar ráðstöfunum ráðaneytisins ? Það er alveg rjett, að meiri hluti ráðherranna »ræð- ur úrslitum« allra löggjafar- og stjórnarmálefna íslands, sem borin eru upp í ríkisráðinu. — En hvernig er þá hægt að lögsækja íslandsráð- gjafa einan fyrir tillögur sínar? — Vjer skulum líta á löggjafarmálefnin ein út af fyr- ir sig. Ef ráðgjafinn ritar undir lagaboð með konungi, er hann ávalt nieð meirihluta alþingis og ábyrgðar- spurningin getur þá ekki komið til greina. En ef kon- ungur neitar iögum tim staðfesting, þá cr það einmitt að »úrslit meiri hlutans« af hinum dönsku rnðgjöfutn koma fram — og þá er það einmitt, að ábyrgðarspurn- ingin í löggjafarmálefnum getur komið til greina. Hvernig á að koma áþyrgð fram á hcndur ráðherr- anum í því tilfelli? Svarið liggur opið fyrir: Það er ómögulegt. En þá kemur hin spurningin. Hvernig fer ísafold að rjettlæta pctta viðvik sitt frá rjettum skilningi á svo einföldu, ó'brotnu rnáli yfir í bersýnilega villukenning um hlutfallið milli erlendra stjórnarvalda og innlends ákæru- valds? Svarið er hjer hið sanm: Það er ótu'ógulegt. (Erh.).

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.