Dagskrá

Issue

Dagskrá - 04.09.1897, Page 2

Dagskrá - 04.09.1897, Page 2
2l8 IVIeira gott en i!lt. líta almennt á mannlífið yfir höfuð. Það keppist hver j sem betur getur við það að gjöra lítið úr öllum mannleg- | um framkvæmdum og einkum öllum mannlegum góð- ] verkum. Það er búið að berja þá skaðlegu skoðun inn j í þjóðirnar, að hið illa sje svo langt yfirgnæfandi í heim- ! inum að liitt sje næstum hverfandi í samanburði við í það og allt á að fara versnandi dag frá degi. Þett;i er ekki einungis rangt, heldur er það einnig skaðlegt og eyðileggjandi; það eykur tortryggni á öðrum mönnum og vantraust á sjálfum sjer. Það væri gaman fyrir þá sem halda fram þessari skoðun að skrífa hjá sjer allt sem þeim er gjört til geðs og allt sem þeim er gjört á móti og sjá hvort meira yrði; jeg er sannfærður um að nálega hverjum einasta manni mundi teljast svo ti! að velgjörðadálkurinn yrði talsvert lengri, já miklu lengri og það er óræk sönnun fyrir þvf að hið góða er yfir- gnæfandi. Annað er það að þegar mönnum verður eitt- hvað á, þegar þeir hafa unnið eitthvert illt verk, þá fest- ist það við þá sem óafmáanlegur blettur, blettur sem ekkert getur þvegið af, ekki einu sinni tíminn, og það þóít sá hinn sami hafi látið miklu meira gott af sjer leiða en því nemur sem honum varð á; en þótt einhver sem kallaður er vondur maður, hafi unnið eitthvert verk sem mikils sje vert og gott í sjálfu sjer, þá hverfur minningin um það smám saman; það verður ekki eins fast í minnum manna, ekki eins stöðugt á vörum þeirra. Með öðrum orðum það er tekið afarhart á öllu illu, mönnum þykir |það vera ljótt ef eitthvað er gjört i!lt en þótt eitthvað sje unnið gott og fagurt, þá þykir það ekkert tiltökumál, það þykir alveg sjálfsagt. Þetta er órækt vitni þess að mennirnir eru góðir yfir höfuð, þeir hafa meira af hinu góða en illa. Otal mörg fjelög eru stofnuð til þess að bæta kjör annari og í alls konar lofsamlegum tilgangi; en að menn bindist í fjelag til ódáða og illra verka, það þekkist varla, enda mundi það þykja afarljótt. Jeg fyrir mitt leyti held að þessar svörtu lýsingar af mannlífinu eigi að hafa göfgandi og bætandi áhrif, það hlýtur að vera í þeim tilgangi, en það er alveg misheppnað. Ræður sem ganga í þá átt að mennirnir g'eti ekk- ert, viti ekkert og sjeu yfir höfuð sama sem ekkert, þær hafa miður heppileg áhrif; þær samsvara ekki til- ganginum. Mikið af ódugnaði og framkvæmdarleysi á þangað rót sína að rekja. Það þarf að brýna fyrir mönnum að neyta krapta sinna og grafa ekki pund sitt í jörðu, það er heillavænlegra en að reyna að telja þeim trú um að þeir sjeu litlir eða engir; það er skaðlegt fyrir einstaklinginn og þjóðlífið í heild sinni og það er syndsamlegt vanþakklæti við guð ognáttúruna; það þarf að sýna mönnum „ljósmyndir" af lífinu, en ekki kenna þeim að skoða alit í svartsjá; og umfram allt þarf að !áta þá nióta sannmælis. 5. y. J. Fjandinn úr sauðarleggnurn. Eins og kunnugt er samþykkti þingið í sumar frumvarp frá hr. skúla Thoroddsen, þar sem það er á- kvcðið að söiuleyfi áfengra drykkja sje ekki innifalið í venjuiegu versiunarleyfi, heldur verði að kaupa það sjer- stakiega og fáist ekki nema með samþykki hjeraðsbúa. Ymsir hafa talið frumvarp þetta fremur lítilsvert, en hjer ska! skýrt frá einu dæmi er Ijóslega sýnir að það er ekki þýðingar’aust. Það hefur verið minnst á það í blöðum að Björn kaupm. Sigurðsson í Skarðsstöð hafi gengið ve! á und- an öðrum kaupmönnum með góðu eptirdæmi í því að hætta og koma í veg fyrir áfengissölu. T. d. í Olafs- vík, þar sem hann hefur verslun, selur hann ekki cinn dropa áfengis, og fjekk Gram kaupmann til þess að gjöra slíkt hið sama. Þar hafði lengi að undanförnu verið sannkallað drykkjubæli, en þegar kaupmennirnir höfðu þannig tekið hóndum saman og presturinn og margir aðrir góðir menn veitt þeim aðstoð sína, þá var komið svo gott lag á lifnaðarháttu í Ólafsvík, að hún var sönn fyrirmynd annara kaupstaða. Þeir sem legið höfðu í óreglu og ölæði og vanrækt störf sín og heim- ilisstjórn, unnu nú af mesta kappi og voru orðnir að i nýjum og betri mönnum. Nafn Björns kaupmanns Sig- | urðssonar og allra þeirra er komið höfðu þessu til leið- ; ar var á vorutn hvers manns og þóttust menn aldrei hafa þekkt eins mikla breytingti til batnaðar á jafnstutt- um tíma. En þegar minnst varir kemur ógæfan aptur yfir kaupstaðarbúa eins og fjaudinn úr sauðarleggnum. Þá sendist þangað maður og sest þar að, kaupir versl- unarleyfi og tekur að versla með áfengi nálega eingöngu; er sagt að það sje einkum fyrir hvatir konu hans, sem kvað vera kvennskörungur mikill og framkvæmdasöm, en þarna virðist það ganga í öfuga átt, einkum þar sem sagt er að hún kannist við það að ekkert sje eins eyði- 'eggjandi til og víndrykkja og segist sjálf hafa orðið að kenna á því, þar sem ástvinir sýnir hafi stigið þar feti framar en góðu hófi gegndi. Ef það væri satt að kona þessi hjeldi því fram að rjett væri að láta aðra kenna á því líka hvcrsu sætir sjeu ávextir ofdrykkjunnar, þá virðist sem hún hugsi nokkuð á annan hátt en fólk gjörir almennt, eða að minnsta kosti ætti að gjöra, því mannúðlegt getur það ekki talist að viija leggja þær tálsnörur fyrir sakiausan náunga, er manni sjálfum hefur orðið á að festast í; það er ekki fagurt þegar einhver hefur

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.