Dagskrá

Útgáva

Dagskrá - 04.09.1897, Síða 3

Dagskrá - 04.09.1897, Síða 3
tekið stein úr sinni eigin götu að burðast með hann langar leiðir einmitt til þess að setja hann þar sem flestir geta dottið um hann. Sagt er að Gram kaupm. hafi haft það á orði að hefja aptur áfengisverslun og selja svo ódýrt að þessi nýja sending geti ekki selt með ábata. Ánnars eru rnenn almennt harðóánægðir vfir þessari óvæntu breytingu sem kom eins og þruma úr heið- skýru lopti, bæði þeir sem eru í bindindi og utan þess, og má vænta að þeir finni upp öll leyfileg ráð til þess að koma í veg fyrir það. Hefði frumv. hr. Skúla Thor- oddsens verið komið í gildi, þá hefði þessi plága aldrei komið upp í Olafsvík, því þar eru menn orðnir svo sam- taka í þá átt að óhætt er að fuiitrcysta því að verslun mcð áfengi fæst þar aldrei samþykkt. Jeg hef ekki sannar sögur af því hvað hjón þessi heita, en gjörandi væri að afla sjer upplýsinga uir. það og gjöra mönnum kunnug nöfn þeirra, sem rofið hafa friðinn í þeim eina j kaupstað landsins, sem fyrir framtakssemi einstakra j manna var kominn svo langt á undan i þessu allsherjar velferðarmáli, bindindismálinu. S/g\ Júl. Jóhannesson. Fiskimærin, Eptir Björnstjerne Björnson. (Frainh.). Hann hafði tekið eptir því frá því fyrsta, að hann sá hana og hún ljek sjer á meða! götukrakkanna, og var eins og nokkurskonar yfirmaður þeirra, að það var eitthvað einkennilegt við hana; en því iengur, sem hann kenndi henni, því síður gat hann dæmt um gáfur hennar. Allt sem hún hugsaði og allt sem hún vildi, lýsti sjer svo greinilega í öllum hreyfingum hennar; það var eins og sál og líkami hjálpuðust að sem best til þess að láta það í ljósi. Hún var nokkuð frek, en hafði þó eitt- hvað við sig svo fagurt og laöandi að ekkert bar á því. Allt sem hún talaði og cinkum allt sem hún skrifaði, var barnslegt og blátt áfram, en augnaráð og allir til- burðir, lýstu ótvíræðlega nokkurs konar frekju og ákafa. Hún var mjög iðin, en hún hugsaði minna um að læra en að komast yfir sem mest; hún vildi helst fá að vita það sem fyrst, hvað væri á næstu síðunni fyrir aptan. Hún bar skyn á trúrækni, en hafði enga náttúru fyrir trúrækilegt líferni og Ödegaard var mjög hugsjúkur hennar vegna í því tilliti. Nú hugsaði hann ósjáifrátt aptur í tímann; hann stóð í anda við dyrnar þar sem Gunnlaug talaði við hann forðum. Hún stóð houum fyrir hugskotssjónum þegar luin hvesti á hann augun er hann nefndi nafn drottins, eins og hún vildi leggja honum einhverja ábyrgð á herðar. Þegar hann hafði gengið um gólf nokkrum sinnum, staðnæmdist hann og sagði rneð nokkurs konar feimni: »Nú fer jeg til útlanda; jeg hef beðið systur mínar að annast þig á meðan og þegar jeg kem aptur, þá tökum við til starfa af nýju. Vertu sæl! — við sjáumst áður en jeg fer!« Hann hvarf svo fljótt inn í næsta herbergi að húu hafð ekki tírna til að taka í hendina á honum. Þegar hún sá hann næst, var hann í kórnum á kirkjunni beint á móti henni; það var daginn, sem hún var kristnuð; hún fjekk svo miklar geðshræringar af því að sjá hann svona óvænt að hún gleymdi öldungis hinni hátíðlegu atliöfn, er hún hafði svo rækilega búið sig undir með barns legri auðmýkt; og faðir Ödegaards einblíndi á hann þegar hann ætlaði að byria. Þá varð enn annað til þess, að draga að sjer athygli Petru; Pedro Ohlsen sat dálítið utar, í spánýjum fötum Börnin stóðu í tveimur hálfhringum, þannig að stúlkurnar stóðu innar en pilt- arnir utar; Pedro teygði upp höfuðið, sem rnest hann mátti til þess að sjá stúlkurnar upp yfir piltana, sem voru hærri; og það leyndi sjer ekki að hann horfði einungis á Petru; svo leit hann niður aptur; en hann teygði allt- af upp höfuðið við og við og beindi augunutn í sömu átt. Höfuðið á honum gekk því upp og niður rjctt eins og á álpt, sem syndir á grunnu vatni, og rekur ýmist höfuðið niður í vatnið eða lítur upp. Allt þetta dreifði hugsunum Petru frá liátíðleik þeirrar athafnar er fram fór; hún vildi helst ekki Iíta á hann eða gefa hon- um gaum, en það var eins og hún gæti ekki annað. Hin börnin viknuðu við fermingarræðuna, en þessir hjá- kátlegu tilburðir Pedros sljófguðu hjá henni allar tilfinn- ingar. Það var auðsjeð á Pedro að hann var alveg í vandræðum; hann hafði enga eirð á að sitja kyr og hann hafði ekki kjark í sjer til þess að fara í burt og taka sjer stöðu annarsstaðar í kirkjunni; — Gunnlaug stóð nefnilega beint á móti honutn. Petra leit á hana og hana hryllti við; hún var hvít eins og altarisdúkur- inn, hrafnsvart og hrokkið hárið reis á höfði hennar og út úr augum hennar skein grimind og gremja; það var eins og hún vildi segja: »Farðu burt frá henni! hvað ætlar þú að gjöra við hanaU Það var líka auð- sjeð að Pedro las hið sama út úr her.ni; hann hætti að horfa á Petru, hengdi niður höfuð'ð og laumaðist út úr kirkjunni nokkru síðar, þegar hann sá sjer færi. Nú var eins og Ijett hefði verið þungutn steini af Pelru; hún fór að fyigjast með orðum prcstsins, og þeg- ar hún hafði uni.ið heitið leit hún tárvotum augum á Ödegaard; hcnni fannst sem hann væri nokkurs konar andlegur faðir sinn og hún lofaði því einlæglega í huga sjer að breyta eptir því sem hann hafði kennt henni. Hann horfði á hana og augu hans lýstu því að liann bað hana nú einmitt um að minnast hins saina. Þegar athöfninni var lokið ætiaði hún að finna hann, en hann var þá farinn á brott. Hún fór þá heim rneð móður sinr.i og á leiðinni hrutu Gunnlaugu þessi orð af munni:

x

Dagskrá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.