Dagskrá

Útgáva

Dagskrá - 13.09.1897, Síða 1

Dagskrá - 13.09.1897, Síða 1
Verð árgangs lyrir elcíri kawp- endur innanlauds. 4 krónur. ttemur ut hvern virkan dag. Verð ársfjórðungs (minnst 75 arkir) kr. 1,50. í R.vík mánaðarl. kr. 0,50. — Arsfjórð. erlendis 2,50. II, 61. ísland snúið frá Valtýskunni. Það er góðra gjalda vert að hr. Þorsteinn Gíslason hefur þó einu sinni haft vit á því að fá annan sjer skyn- samari mann til þess að skrifa um stjórnarskrármálið í „ísland" í stað ritstjórans sjálfs. Síðasta grein blaðsins um þetta mál er skipulega og skýrt rituð, hefur ákveðna, fasta stefnu, og lýsir pví að höf, hefur skilið það sjálfur, er hann ritaði um, svo það er víst að þorsteinn hefur ekki ritað greinina. En að öðru leyti er það oss og öðrum óviðkom- andi hver höf. er. — Hitt er þar á móti takandi til greina að blaðið „Island“ er með leiðara þeim er birtist í síðasta tölubl. þess algerlega snúið frá Valtýskunni. Vjer getum verið þessum höf. mjög samdóma um það, að hið allra einkennilegasta og grunsamlegasta við alla framkomu þessa nafnkennda frumvarps er það, að stjórnin lætur sem sjer sje áhuganiál(l) að koma því til leiðar að íslendingar fái þessa miklu stjórnarbót. — Þetta er eitt nóg til þess, að fæla — jafnvel þá sem ekki skilja vitund í málinu sjálfu -—• frá því að aðhyllast frumvarpið. — Og hættulegra vopn móti Valtýskunni meðal þeirra sem hneygðir kynnu að vera til að fallast á hana, er ekki til en þetta, að sýna fram á: að við getum fengið stjórnarbótina þá arna, án lagabreytingar (allt nema yfir- skynsábyrgðina sem stjórnin friðlaust vill fá okkur til að þiggja). — Því, hvers vegna er stjórninni svona brátt að fá okkur til þess að gjöra þetta fyrirvaralaiist að stjórn- arlögum, úr því að hún getur komið öllu því sama fram, í stjórnarfarinu, án þess að leita samþykktar frá al- þingi? Dagskrá hefur skrifað ýtarlega um þessa hlið Val- týskunnar áður, og synt fram á hið sama sem höf. of- annefndrar greinar tekur mjög skýrt og vel fram. — Mun heldur enginn vafi vera á því, að því nær hver einasti maður í landinu mun þó fallast á að þetta sje rjett athugað — og með því einu er Valtýskunni kom- ið fyrir kattarnef. Því stjórninni dettur ekki í hug að gjöra þessar breytingar án laga er alþingi hcfur tekið þátt í aðsemja. Þá yrði, sem sje, ráðgjafinn, er mæta skal á al- 1897. þingi, að láta sjer nægja að koma fram gegn þinginu, sein ól'óglega háður hinum dönsku stjórnarvöldum eins og hann hefur verið hingað til — en eptir Valtýs- frumvarpinu yrði hann lóglegt ráðaneyti konungs í sjer- málunum, þó hann sæti í ríkisráðinu eins og áður. Stjórninni kemur ekki til hugar að gjöra neinar „kúnstir" við hið íslenska stjórnarfar eptir tilhlutun Val- týs,nema því að eins að doktornum takist að útvega á móti einhverja löggjafargjörð frá hálfu íslendinga er bindi þá betur á klafann. — Annað mál er það, ef þjóðin eða þingið sýnir það nú með því að fella Valtýskuna og byrja að nýju — að Isl. sje alvara. —- Þá kemst málstaðurinn aptur í sama horf sem hann var, áður en Valtýr og hans líkar tóku að sjer að rýra hann og fella í augum Dana. En það mun stundum ekki hafa vantað öllu meira en herslumuninn að Danir ljetu undan að minnsta kosti hvað ríkisráðsspurningu -snerti. Þau blöð sem nú eru á nwti Valtýskunni,— erutalið að austan vestur um land: „Austri", „Bjarki", „Stefnir", „Þjóðólfur", „Dag- skrá" og „Island“. Þau blöð, sem talin verða með Valtý eru nú ein ungis tvö: Þjóðviljablaðið vestfirska og „ísafokl“. Afhuga kosningu í Borgarfirði kvað nú fjármálaspekingurinn Þórhallur Bjarnarson, flokksbróðir og þinggranni „mýraljóssins" — hr. Halldórs Daníelssonar, vera. — En sagt er að Þórhallur búist við þingrofi og nýjum kosningum, scm sjá má á ávarpi hans til íslendinga, um að fylgja Val- týskunni. Það væri leiðinlegt ef hr. Þórhallur fcngi ckki tæki- færi tilþess „að velja um embætti sitt og þingmennskuna" — sem hann fullyrti drýgindalega í hitt eð fyrra að hann mundi gjöra ef stjórnin gerði nú ekki viðunandi tilboð. En þetta fær Þórh. ekki tækifæri til að gjöra ef Borgfirðingar velja fyrir hann og senda einhvern annan mann á þing sem hægt er að treysta í helstu málum landsins. Reykjavk, mánudaginn 13. september.

x

Dagskrá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.