Dagskrá

Eksemplar

Dagskrá - 13.09.1897, Side 2

Dagskrá - 13.09.1897, Side 2
2\Í Hvernig er nýmjólk til næringar? Það er án efa engin fæðutegund, sem meira er brúkað af til manneldis hjer á landi en mjólk. Hún er megmfæða sveitafólks, í ýmsum myndum. Margur fátæklingurinn hefur lifað á henni að mestu leyti meg- inpart vetrarins, þegar harðast er manna á milli, sem menn svo segja. Allir ljúka líka upp sama munni um hollustu og næringu mjólkurinnar; að hún sje svo holl og nærandi að á henni megi lifa langan tíma næstum eingöngu. Bæði reynslan og vísindin, hafa og sýnt það að nálega engin fæðutegund er eins heppilega sam- ansett af nærandi efnum og jafnframt sem eru eins meltanleg. — Mjólkin er því höfð til fæðu handa sjúk- lingum, sem þurfa kraptgóða en auðmelta fæðu, þeg- ar meltingarfærin meiga sem minnsta áreynslu hafa, en á hinn bóginn vöntun á nærandi efnum til þess að styrkja líkamann. Er því mjólkin nauðsynleg í búi hvers manns, hvort heldur er í kaupstöðum, sveitum eða sjó- þorpum. Enda er það nú á seinni árum að verða æ algengara að sjó- og kaupstaðarbúar rækti sjer túnbletti til þess að geta haft »kýrgras«. Aða'.efni mjólkurinnar er ostefni, feiti, mjblkursyk Uf og ýms sölt. Ostefnið er ein tegund holdgjafaefnisins, en það er eins og flestum er kunnugt eitt þýðingarmesta efni til næringar mönnum og dýrum. Þegar mjólkin er hituð um 30—40 gráður, þá hleypur hún, eða rjettara sagt ost- efnið. Skyr og ostar eru því mest megnis saman sett af þessu dýrmæta efni. I einum mjólkurpotti eru hjer um bil 8 kvint ostefnis. Feitin í mjólkinni er blending- ur af ýmsum fitutegundum t. a. m., Stearin, Palmefin. Ölein Butyrin o s. frv. í einum potti mjólkur eru um 7 kvint feiti. Smjörið er eins og vjer vitum mjög mismunandi að gæðum. En það er ekki mjólkinni að kenna; það er nálega hvergi hjer á landi,'sem smjör er svo hreint °g gott, sem það getur verið og er hjá öðrum siðuð- um þjóðum. Vjer þekkjum of lítið til þess, að búa til gott og mikið smjör úr mjólk vorri. — Feitin er engu síður nærandi en ostefnið, þótt það sje ekki til krapta beinlínis, sem menn almennt hafa álitið. Það er eink- um gagnlegt til hitamyndunar í líkamanum, og bresti oss feiti eður önnur hitamyndunarefni, þá gengur hold- gjafaefnið til hitamyndunar. Mjólkursykurinn er talsverður, eitthvað um 6—7 kvint í einum potti. Það er eins og feitin sje hitaveit- andi efni, og gjöri mjólkina bragðbetri, en hún eila mundi. Til þess að efni þessi verði oss holl og auðmelt, verður að fara þrifiega með mjólkina. Ef mjólk súrn- ar koma fram í henni sýrur, sem verka skaðlega á meltinguna. Úr súrri mjólk fæst minna smjör og bragð- verra, en úr ósúrri. Þessum súr valda bakteríur, og myndast þær þegar mjólk er látin standa fyrir í illa þvegn- um ílátum. Mjólkursykurinn breytist í mjólkursýru, sem er óholl og gjörir mjólkina bragðslæma. Einnig hleyp- ur ostefnið saman við sýru þessa. Mjólkurvinur Ónotalegur grikkur fyrir lærisveina iærðaskólans er breyting sú, sem nýlega var auglýst í ísafold um afnám heimavista; ekki svo mjög af því að nokkuð sje á móti því í sjálfu sjer þótt heimavistirnar legðust niður, heldur sökum þess, hve flatt þetta hlýtur að koma upp á þá pilta, sem hafa ætlað sjer að hafa húsnæði í skólanum næsta vetur. Eins og kunn- ugt er, vantar fjölda marga húsrúm hjer í bænum til vetrarins og má þá nærri geta hvort ekki verður erfitt fyrir 50 — 60 menn að koma sjer niður, sém talið hafa sjer vísan verustað, en brugðist hann; það er satt að segja ekki útlit fyrir annað en þeir verði blátt áfram húsviltir, sumir að minnsta kosti. Hyggilegra hefði það verið að fresta afnámi heimavista til næsta, vors svo að hlutaðeigendur hefðu getað fengið að vita það í tíma og búið sig undir. — Þar að auki er húsaleigustyrkurinn — 20 kr. — næsta lítill; það eru rúmar 2 kr. á mánuði; því þótt piltar fái að lesa í skólanum og eigi þannig einungis að útvega sjer húsrúm til þess að sofa í, þá er þess að gæta, að úr því hús er leigt á annað borð, j þá getur opt staðið svo á að það fáist ekki ódýrra en i þótt það væri notað að öllu leyti. — Yfir höfuð er breyt- ing þessi vanhugsuð, eins og hún er. Nýtt íshús stórt og reisulegt (aoX1^ al.) hefur hr. kaupm. Geir Zoéga látið byggja hjer í bænum á eigin kostnað. Má telja hreifingu þá sem, vöknuð er hjer til íshúsbygginga, til mikilla framfara og er eigi ólíklegt að það sje spor stígið í rjetta átt til þess að koma í veg fyrir það að allir vinnandi menn sæki hjeðan úr bæn- um um bjargræðistímann. Biöndubrúin var vígð 25. f. m. og reynd með 80 þús. punda þunga af sandi. — Brúin stendur lítið eitt fyrir neðan þreyngsli þau i ánni, hjá Blönduósi, er menn fyrst ætluðust til að brúin væri byggð yfir. — Verkfr, Sig. Tboroddsen er nýkominn þaðan að norðan.

x

Dagskrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.