Dagskrá

Útgáva

Dagskrá - 13.09.1897, Síða 3

Dagskrá - 13.09.1897, Síða 3
 Fiskimærin. Eptir Björnstjerne Bjórnson. (Framh.). „Kæra Petra!" Þá erum við komnir hingað. Við fengum hægan kalda og hagstæðan frá 61. gr. til 54. og hvassan beiti- vind þaðan og alla leið til Calais. Skipið sem við er- um á, er ágætt í sjó að leggja og fer vel undir seglum. — Þú mátt trúa því, góða, mín að jeg hef alla leiðina hugsað um þig og það sem okkur fór í milli áður en við skildum síðast; það hryggði mig meira en jeg geti lýst, að við gátum ekki kvaðst innilegar. Jeg var því ekki í glöðu skapi þegar við löggðum af stað og þú leiðst aldrei úr huga mjer. Nú erum við hamingjusam- lega komnir hingað, þótt við yrðum fyrir nokkrum hrakn- ingum; það dugar ekki fyrir sjómenn að kippa sjer upp við það. Jeg hef varið öllu kaupi mínu fyrir gjafir handa þjer eins og þú baðst mig um og jeg hefi líka keypt fyr- ir peninga þá er móðir mín fjekk mjer og á nú ekki einn einasta eyri eptir Ef jeg fæ leyfi til, kem jeg áður en langt um líður og þá skuium við opinbera; á meðan áform okkar er hulið, geta vakist upp keppi- nautar; það er alltaf nóg til af ungu piltunum. Jeg veit það vel að þú getur fengið menntaðri mann en mig, því þú getur valið um mannsefni, en enginn skal reynast þjer tryggari en jeg, það skaltu vera viss um. Nú verð jeg að slá botninn í brjefið; jeg hef þegar eitt tveimur örkum og stafirnir eru svo voðalega stórir; mjer lætur það verst af öllu að skrifa; jeg gjöri ekkert leiðinlegra —• nema þegar jeg skrifa þjer. Að endingu vil jeg minna þig á að gæta þess að skoða orð okkar síðast sem alvöru, því ef það er ekki, getur það haft illar afleiðingar. Gunnar Ask. (Undirstýrimaður á skipinu „Stjórnarskráin norska“.) Það fór hrollur um hana þegar hún las brjefið: hún spratt upp úr rúminu og klæddi sig með svo miklu fáti, eins og kviknað væri í húsinu og hún yrði að forða lífi sínu og komast út. Hún vissi ekkert, hvað hún átti til ráðs. að taka; það veltust fyrir henni ótal hugsanir, sem allar blönduðust saman; það vaknaði hjá henni óstöðv- andi löngun, knýjandi þörf til þess að ráðfæra sig við einhvern, en hverjum gat hún trúaðf það var um engan annan að tala en móður hennar. — Að Iftilli stundu lið- inni var hún komin niður í eldhús til hennar; þótt hún hefði naumast stjórn á sjálfri sjer fyrir áköfurn geðshrær- ingum, þá var hún samt einráðin í því að trúa móður sinni fyrir öllum sínum leyndarmálum og leita ráða hjá henni. Móðir hennar tók ekki eptir útliti hennar, því hún leit ekki upp frá störfum sínum, heldur ávarpaði hana þessum orðum: »Nú er hann kominn aptur — hann er nýfarinn hjeðan«. »Hver?« sagði Petra í hálfum hljóðum og studdi sig við dyrastafinn; því væri Gunnar þegar kominn, þá var öll von úti; Hún þekkti Gunnar vel; hann var stilltur og hversdagsgæfur, en ef hann reiddist, gekk hann nálega af vitinu; hún hafði einu sinni sjeð fjúka í hann og þá var hann ægilegur. —- »Hann sagði að þú skyldir undir eins koma þangað« mælti móðir hennar.— »Hvert?« sagði Petra og skalf eins og hrísla; hún þóttist skilja að hann hefði sagt móður sinni alla söguna og hverjar hefðu orðið afleiðingar þess? — »Til prcsts- setursins« svaraði móðir hennar. »Til prestssetursins?«-— Er það Odegaard, sem er kominn heim?« — Móðir hennar leit nú upp og mælti. «Já, hver skyldi það svo sem vera annar?«. — »Ödegaard!« hrópaði Petra frá sjer numin, og allur kvíði hvarf úr huga hennar eins og ský fyrir vindi, »Ödigaard! guði sje lof, hann er kominnU Hún hljóp eins og örskot út úr eldhús- inu, út úr bænum og beint til prestsetursins. Hún flýtti sjer eins og hún ætti lífið að leysa, gleðibros Ijek um varir hennar og ánægja skein út úr augum hennar, hún fann að það var hann sem hún þráði, það var hann, sem henni var óhætt að trúa og treysta; hefði hann verið heima, þá hefði henni verið borgið; gæti hún náð til hans, þá var henni óhætt; hún hugsaði urn hið þýða viðmót hans; það var eins og hún heyrði hann ávarpa sig blíðlega með mjúku og viðkvæmu rödd- inni sinni. Hugsanirnar leiddu hana inn í herbergi hans, er allt var skreytt fögrum myndum; þar leið henni svo vel, þar var hún reglulega heima hjá sjer, þar hafði hún fundið sjálfa sig. Veðrið var yndislega fag- urt, sólroði ljek á spegilsljettum sjávarfletinum. Reyk- urinn stóð beint upp í loptið úr gufuskipi því er Öde- gaard hafði komið á, einungis vitundin um það, að hann var kominn, gjörði hana því glaða, læknaði allar henn- ar áhyggjur og kvíða, og veitti henni kjark og hugrekki. Hún bað guð að haga því þannig að Ödigaard færi aldrei heimanað aptur. Þegar hún er að hugsa sem dýpst um þetta, kemur hann á móti henni glaður og brosandi; hann hafði vitað, hvaða leið hún mundi fara og gengið á móti henni. Hún hófst í sjöunda him- in af fögnuði; hljóp á móti honurn, tók um báðar hend- ur hans og kysstf þær; svo leit hún á hann og roðnaði. Hann sá einhvern konta álengdar og þá leiddi hann hana út af veginum inn í skóginn; hún sagði hvað eptir annað: »Ó, hvað það var gaman að þú komst aptur! jeg get varla trúað því að þú sjert það sjálfur? ó, þú mátt aldrei fara aptur; yfirgefðu nrig ekki; yfigefðu mig ekki«! — Hún fór að gráta; hann hallaði höfði hennar að brjósti sjer og bað hana blíðlega að vera róleg.

x

Dagskrá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.