Dagskrá

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagskrá - 13.09.1897, Qupperneq 4

Dagskrá - 13.09.1897, Qupperneq 4
244 Hún hjúfraði sig upp áð honum eins og barn, sem hall- ast að barmi móður sinnar. Hann lagði handlegginn utan um háls hennar, en jafnskjótt og hún fann það leit hún á hann, og var grátþrungin í andliti. Augu þeirra mættust og allt, sem getur skipst á í einu augnabliki, þegar ást og iðrun, þakklæti og gleði þess, er gefur, fer saman, lásu þau nú hvort í annars augum. Hann lagði sinn lófa á hvora kinn hennar og þrísti heitum kossi á varir hennar. Hann haíðimisst móður sína ungur og þetta var í fyrsta skiptið, sem hann kyssti á æfi sinni; og sama var að segja um hana. Þau gátu ekki skilið sig hvort frá öðru, og ef þau gjörðu það eitt augnablik, þá fjellust þau í faðma aptur. Hann skalf og titraði, en hún var blóðrjóð og geislar stóðu úr augum hennar; hún lagði hendur um háls honum og hjekk utan í honum eins og krakki. Því næst settust þau niður; þá tók hún að rjála við fingurna á honum, hár- ið á honum, brjóstnálina hans, hálsklútinn hans og svo frv. Allt þetta hafði hún áður skoðað álengdar með virðingarótta ; hann sagði henni að þjera sig ekki lengur’ [ hann sagði henni hversu sælt hún hefð gjört líf sitt, er j áður hefði verið svo gleðisnautt, en honum fannst sem hún skildi ekkert af því, sem hann sagði; hún vildi fara með honum þegar í stað, en hann bað hana að vera þolin- móð og bíða nokkra daga, svo skyldu þau ferðast sam- an og vera saman. Þegar þau sátu þannig milli trjánna og ræddu sam- an og horfði út á fjörðinn þar sem skógurinn speglaðist fagur og tilkomumikill, þá þóttust þau vera sælustu ver- ur á guðsgrænni jörðu. Þá fyrst ber saman fundum á friðarsælum stundum, er glóir sól á sundum og syngur fugl í lundum, vjer finnum farsæld hreina oss friðarörmum spenna, og sálir saman renna, já, saman tvær í eina. (Framh.) jytes! Les! Allir menn, sem eru svo hyggnir, að vilja tryggja líf sitt í STAR og koma þannig í veg fyrir örbyrgð kvenna sinna og barna, ef þeir kynnu að falla frá, geta fengið nákvæmar upplýsingar hjá Sig. Júl. Jóhannessyni, Skólavörðustíg, n. Margir koma daglega að panta foaimaMaðíð; það er líka náttúrlegt; hálfsmánaðarblað með myndum á eina krónu! Menn geta skrifað sig fyrir blaðinu hjá Sig. Júl. Jóhannessyni, Skólvörðustíg 11, og Þorvarði Þorvarðar- syni, prentara. Ö. R. G'. T. FUNDUR í Good-Templarstúkimni „HLlN“, Nr. 33, er haldinn á hverjum mánudegi, kl. 8 e. h,, í Good-Templarhúsinu. Þar er allt af eitthvert skemmtilegt efni á dagskrá. Nýir meðiimir velkomnir! TvÖ óskast til leigu frá i. októ- ber*. PenÍMg'afo'U.d.da hefur týnst með peningum í; finn- andi skili á afgreiðlsustofu Dagskrár, gegn fundarlaunum. Eitt herbergi ásamt aðgangi að eldhúsi óskast til leigu.* Ungur piltur, sem vill fullkomnast í snikkaraiðn og gjöra sveinsstykki, getur fengið vetrarvist.* Hr. L. Lövenskjöld Fellum — Fellium pr. Skien, lætur kaupmönnum og kaupijelögum í tje allskonar timbur, einnig tekur nefnt fjelag að sjer að reisa hús, t. a. m. kirkjur o. s. frv.— Semja má við umboðsmann hans. [detur Bjarnason, ísafirð. Undiískrifaðir ráða foáseta á þil- skip til næstkomandi útgjörðartíma gegn borgun ein- ungis í peningum. Guðmmidur Einarsson. Tryggvi Gunnarsson. Runólfur Ólafsson. Þórður Guðmundsson. Ábyrgðarmaður: Einar Benediktsson. Preutsmiðja Dagskrár.

x

Dagskrá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.