Dagskrá - 24.11.1897, Blaðsíða 2
33°
blaðinu muni nokkuð torsótt að gjöra mönn-
um þá kenning skiljanlega, að »nota beri til-
boðið“ frá í sumar með því að fara fram á
miðlunina 89— »heimta allt annað en í til-
boðinu felst«. (8o), 1. Stjórnarmál vort í
dönskum blöðum. Skýrt frá greinum Skúla
Thoroddsens, J. A. Hjaltalíns og Valtýs í
blaðinu »Politiken«. 2. Lögfræðingur (Rit-
dómur), 3. Auglýsingaruglið. Reiknaður
verðmunur blaða og annara rita eptir les-
máli — fyrir utan auglýsingar. 4. Eimskipa-
útgerðin og Hjálmar. Skotið til lesenda hvort
leigan á Hjálmari muni ekki ríða í bága við
útgerðarlögin. (81). 1. Frjettaþráðurinn til
íslands. Agrip úr grein í „Dannebrog" um
frjettaþráðinn. 2. Riblíuljóðin II. Ritdómur.
3. Sýsluskipting Kjósar- og Gullbringusýslu
(Guðm. Guðmundsson, Elliðakoti). (82). Brjám.
— Ritstj. miðlunarbl. líkt við Brjám í Æfin-
týrinu.
Fjallkonan 28. okt — til 4. nóv. (43)
Horfurnar í Stj.skrármálinu. Blaðið vill bíða
eptir undirtektum þjóðarinnar í þessumáliog
íhuga það þá hvað giöra skuli. 2. Húsdýra-
rækt. Uppástunga um að koma upp svína- og
alifuglarækt hjer á landi. (44). Asetning.
Landsmenn ávítaðir fyrir skaðlega djarfa hey-
ásetning. 2. Kenningar Leo Tolstojs. 3. Ut-
lendar frjettir. (45). 1. Vegfarareglur. Fund-
ið að því, að ökumönnum (sleða- og vagna)
sjeu ekki settar reglur fyrir umferð sinni,
hvernig eigi að víkja úr vegi o. s. frv. 2.
A hverju byrja framfarir? Um framleiðslu
af landi og sjó. 3. Eimreiðin. Ritdómur.
(46). 1. Nýr markaður fyrir íslenskan saltfisk.
Um markað þessa varnings í Ameríku 2.
Frjettaþráðurinn til Islsnds. 3. Lof umKan-
ada stjórn. Skopgrein um agentana. 4. Til
„Dskr.“. — Benedikt Jónsson á Auðnum
svarar verslunarmálagrein Dagskrár I. 72-74.
Nýja Öldin 30. okt. til 20. nóv. 1.
Politiskt umburðarlyndi. 2. Er það gerlegt?
»—Valtýs-politíkin hlyti ef hún kæmist á að
spilla því um ófyrirsjáanlegun tíma, að vjer
fengjum innlenda sjálfstjórn með þingræði,
3. Hugurinn reikar víða. Hugleiðingar nm
auðlegð og fátækt, fólksfæð o. fl. — (7). 1.
Islendingasögur 16— 19. Búnaðarritið. Rit-
dómar.—-(8). 1. Stjórnarskrármálið. Almenn-
ar athugasemdir um deilur út af stjórnar-
skrármálinu. 2. Verði ljós. Ritdómur. —
9—10. Stjórnarskrármálið. Ritstj. gjörir grein
fyrir því, að hann hafi í fyrstu álitið stjórn-
arskrárbreyting dr. Valtýs skárri en ekki neitt,
en hafi síðar komist að gagnstæðri niðurstöðu.
Mannskaði vestra. Með kaupm.
B. Kristjánssyni, nýkomnum að vestan, frjett-
ist, að 5 för hefðu farist í ofviðri 3. þ. m.
við Isafjaröardjúp. 18 manns drukknuðu
þar alls.
Ekki ein af átján. Á öllum hinum
fyrri sautján ritstjórnartímabilum blaða»öld-
ungs«ins hefur það getað komið fyrir við og
við, að hann hafi skroppið út af hinni örmjóu
braut sannleikans. — Þess hafa meira að segja
fundist dæmi á áðurgreindum merkistímabilum
í veraldarsögunni, að hann hafi svo að segja
misst áttirnar á ýmsum ginnandi villuslóðum,
er hann hefur leiðst út á af mannlegri skamm-
sýni og skeikulleik — svo að aðrir hafa orð-
ið að taka -að sjer, að vísa honum aptur á
leiðir sannleikans. En nú er hann loks haf-
inn yfir þennan breyskleika syndugs mann-
kyns. — Nú, á hinni átjándu períódu, er
hann orðinn svo staðfestur í öllum sannleik
að hann getur ekki skeikað, og hann auglýsir
með feitu letri í hinu guðumlíka miðlunar-
gagni sínu, sem ber nafn ins komandi tíma,
að hver sem ekki trúir (d : þegar hann, öldung-
urinn, þrætir fyrir eitthvað) eða leyfi sjer að
dragaþaðí efa — hann fari með „víss vitandi
ósannindi". —
Frá einu sjónarmiði gæti verið umtals-
mál að líta svo á, sem það sje nú í rauninni
ekki 18. sinn heldur 1. sinn sem inn óviðjafn-
anlegi gefur út frjettablað meðal dauðlegra
manna — og þessa táknun á síðasta tímabili
heimssögunnar mætti verja öfluglega — að
því er oss virðist — með því að taka til
greina, að höfundur þeirra „Alda‘ sem fara í
hönd, hefur nú fyrst hafið sig sjálfan upp í
veldi sannleikans — en hin önnur 17 tíma-
bil mannlegs breyskleika virðast jafnframt eiga
að teljast sjer og aðgreind frá inni upprenn-
andi öld rjettlætisins. Byrjun heimsmenning-
arinnar ætti þannig að teljast til þess dags,
er inn ' óskeikuli yddi smyrilsfjöður sína í
fyrsta sinn, en miðöldin reiknast þá eðli-
lega frá þeim merkisatburðum, er inn íslenski
Columbus uppgötvaði Vínland í annað sinn,
fann »púðrið« í sinni bresku lýðlendudellu
og beitti tólum gamla Guttembergs á ritning-
ar Forn-„Aldarinnar“
Til samanburðar má geta þess að mið-
öld hinna venjulega skólabóka endar með
samkyns viðburðum eins og þetta tímabil byrjar
með í sögu ins óviðjafnanlega. — Voru ýms-
ir á inu vestlæga heimshveli, er álitu fyrir þessa
sök að „Öldin" hans væri á eptir tímanum
— en þetta er nú bætt upp með því að hann
hefur komist inn í 20. öldina c. 3 árum áður
en aðrir dauðlegir menn. — Reiknast nú
tímatal allt eptir »nýjasta stíl« frá stofnunar-
degi innar komandi, fagnaðarríku Aldar —
sem er ekki ein af átján.
Ög höfundurinnn sem nú hefur drekkt
sínum gamla Adam í Vínlandi enu mikla,
svo að hann er hafinn yfir alla lygð og tví-
mælgi verður frá þessum þýðingarmiklu tíma-
mótum heimssögunnar, að reiknast annar, nýr
og betri maður.
Hans orð er sannleikur.
Kalt vatn með því ’arna, piltar!
í miðlunargagninu allra síðasta stendur
meðal annars stór-merkileg skýrsla um hug-
arstríð ritstj. á sínum tíma, út af því hverju
hann ætti fremur að ljá sitt forlagaþrungna
liðsinni — Valtýskunni eða inni úreltu miðl-
unarkenning. — Hugarstríðið byrjar „frá önd-
verðu« með mikilli trúardeyfð hlutaðeigandi
Messíasar um það, hvort nokkurt gagn væri
í því, þótt stjórnin gengi að slíku (0: Val-
týsfrv.). — - Þessa megnu óvissu og sjálfsbar-
áttu síns innra manns ljet Hann, boðari ins
nýja Aldarháttar, í ljósi strax »í fyrra sum-
arog fyrra vetur við brjefskiptavini sína«. — Til
þessa hafði inn guðumlíki að vísu nokkuð
nauman tíma, því hann mun þá hafa verið
í þann veginn að ætla að fara að sleppa
stjórninni yfir rás viðburðanna á inu vest-
læga heimshveli. Og á hinn bóginn lá rjett
samstundis fyrir „öld“ungnum að setjast apt-
ur að völdum í hinu vanrækta sögulandi,
sem hann hafði því miður orðið að yfirgefa
á mjög óhentugum tíma, sakir þess megna
ólags, sem þá var á öllum högum og kjör-
usn Vesturálfumanna. — Hinar voldugu bylt-
ingar í hugarfari ins óviðjafnanlega sjötnuðu
örlítið, »þegar Hann sá málshorfur í vor og
framan af sumri, og Honum sýndist þá um
sinn sem J etta (d: Valtýskufrv.) kynni að
vera skárra, en alls ekkert«. — Allir hugs-
andi menn á landinu ættu að veita næma
eptirtekt þessum tveim stór-þýðingarmiklu
tímamótum í sálarstríði ins veraldarfræga,
sem sje hinu fyrsta -Ȓ fyrra sumar og jyrra
veturv. þegar hinir eptirvæntingarfullu læri-
sveinar Messíasar taka að skrifast á við
Hann yfir Atlantshafið sjálfsagt bæi frá
Eyrarsundi og Faxaflóa, og æskja allraþegn-
samlegast álits Hans um hvað Honum virtist
bera að taka til bragðs um stjórnarhagi síns
yfirgefna, sár-þreyjandi föðurlands — og
þar næst taki menn eptir hinurn síðari tíma-
mótum »/ vor og framan af sumri« — þeg-
ar inn óviðjafnanlegi dvelur hjer með læri-
sveinunum, að sýnilegum návistum og tekur
örlftið að hrærast í áttina að Fýlungapóli-
tíkinni. — En því miður kom apturkippur í
þessa hræring innar politisku höfuðskepnu,
því meðan Hann dvelur hjer á jörðunni með-
al vor, er Hann, þó hart sje, ekki alveg ó-
háður lögmáli mannlegrar skammsýni, og
þess vegna andvarpar ið guðumlíka miðils-
gagn. »Maður sér ávalt fyrst það, sem næst
liggr, en hitt dylst oft í fyrstu". — Það
þýðir: Honum duldist í fyrstu in fjarlæga
miðlun undir skuggum umliðinnar Aldar —
en hið glænýja Fýlunga„varp“ skein Hon-
um skærar í augum. — Auk þessa höfðu
mennirnir ofþyngt inum óviðjafnanlega með
»stritvinnu svo að Hann hafði lítið hugsana-
tóm«. Honum var sem sje lögð sú þung-
bæra skylda á herðar að skrifa „bull—bull“
á hinar löngu og línubreiðu pappírsræmur
skrifstofustjórans — fyrir utan það, sem hið
erfiða og óþakkláta starf lá fyrir honum að
skýra þingmenn um aptur og gefa þeim önn-
ur hljómfegurri. og betur viðeigandi nöfn. —
Af öllu þessu braski duldist þeim óumræði-
lega um nokkurn tíma ágæti miðlunarinnar,
sem var honum svo tímanlega fjarlæg í sam-
anburði við Fýlungann. En þetta stóð ekki
lengi yfir. — Brátt hófust hin þriðju skapa-
þrungnu tímamót og Hann, sem allt veit og
skilur, fái hann að eins hæfilegt „hugsana-
tóm“ fór dag frá degi að sannfærast betur
um ágalla innar Valtýsku stjórnarskipunar,
og jafnframt tók „miðlið" að rísa upp fyrir
Hans innri augum í ljósi hinnar upprennandi
Aldar. —
Inn óskeikuli Rabbí er nú kominn svo
langt fram úr lærisveinum sínum, sem áköll-
uðu hann „í fyrra sumar og fyrra vetur" að
þeir geta ekki fylgt honum lengur. — Þeir
standa nú yfirgefnir og ýmishugsi, horfandi
ráðalausir fram á aðgerðir ins ómögulega
Fýlunga — sem ekki er enn þá orðinn upp-
numinn í hæðir ins nýja „Aldarfars". — Að
líkindum verður það endinn á því, að sá
guðumlíki milli-miðill verður að stíga niður
til lærisveinanna aptur og láta svo lítið að
gjörast fylgismaður ins jarðbundna Vest-
manneyjadoktors, sem virðist hafa betri fram-
tíðarhorfur hjerna megin. — því ríki
ins óviðjafnanlega „miðils" virðist ekki vera
af þessum heimi. — Hann sýnist hvergi geta
notið sín til fulls nema í „Nýja heiminum“.
— —„Nýja Oldin,, kvað vera borin út
„árdegis". — Væri ekki betra, að fá kalt
vatn með stjórnarskrárleiðurum blaðsins? Þeir
finnast ekki lausir við að valdi manni nokk-
urrar klýju — svona á fastandi maga. —
In hærri eining. Ritstjóri ins upp
og niður gangandi málgagns N. A.' -
ha, — N. A. - ha, er því miður enn í stæk-
ustu mótsögn við fornkunningja sinn og vin,
stjórnanda Austurríkis- Ungverjalands um
það, hvað sje persónueining tveggja ríkja. —
Mun misklíð þessi, að því er best verður
sjeð, stafa af því að »inn óumræðilegi« hefur
ef svo mœtti að orði komast, misskilið hina
fyrstu kveðju fornvinar síns, þar sem raenn.
munu minnast að ritsnillingnum var bent á,
að hann færi villur vega um þessa politisku
hugmynd. — Hafði »öldungurinn« haldið þvf
fram að engin ríki gætu verið »óaðskiljanleg«
sem aðeins teldust vera sameinuð í kongalögum.
— En allir aðrir og þar með Hans Hátign
Ungverja konungur vita, að þessi tvö ríki
hafa verið »óaðskiljar,leg« samkvæmt grund-
vallarskipun þeirra um langan tíina, meðan
samband þeirra var þó tálenað sem personal-uni-
on. — En inn óumræðilegi, sem hefur útskrif-
að sig sjálfan með fyrsta vitnisburði í stjórn-