Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 09.03.1898, Blaðsíða 2

Dagskrá - 09.03.1898, Blaðsíða 2
388 kvennþjóðin hefur stofnað til þess að koma einhverju til leiðar í almennum málum yfir leitt; það á að vera til þess að sýna að kon urnar á íslandi eru hugsandi og starfandi ver ur með lifandi tilfinning fyrir því hvað gjört er og gjöra þarf; það á að sýna að þær hafa áhuga á vissum málum, að þær hafa skoðun og sannfæringu eins og karlmennirnir og að þær hafa löngun og vilja til þess að láta eitt- hvað til sín taka. Þær hafa trú á fjelags- skap og samtökum; þær hafa trú á því að þeim sjeu gefnir kraptar til þess að taka þátt í þeim málum, sem þær hingað til hafa ekki fjallað um en eru þó öldungis jafnskyld þeim og karimönnunum, og þær trúa því einnig, að guð muni hjálpa þeim til að fram- fylgja þessum kröptum og verja þeim sjer og öðrum til gagns og heiðurs. Fjelag þetta hefur stofnast af því að kvennþjóðin íslenska hefur fagrar hugsjónir, sjer fratn í tímann og langar til þess að hafa dálítið víðari sjón- deiidarhring en heimilið, sem þær eiga heima á. Af þessum ástæðum hygg jeg það vera, að Kvennfjelagið hefur snúið sjer að einu af stórmálum þeim, sem á dagskrá eru. Sum- ir apturhaldsseggir kalla allt þetta skýjaborg- ir og loptkastala, sem ekki hafi nokkurn grund- völl á að hvíla og virðast helst vilja halda öllu í sama, gamla horfinu, bæla niður allar lofsverðar tilraunir, drepa hvern einasta neista af löngun tii framfara; vopnin sem þeir beita eru þá annaðhvort hrokaleg stóryrði eða háð og gys að öllu þessu. En sú kemur tíðin, að þeir verða taldir fjendur íslenskra framfara, sem fylla þann skámmsýna flokk, er berst á móti því að kvennfólkið geti latið til sín taka; sú kem- ur tíðin, að þeir skammast sín fyrir að hafa látið nokkurt orð til sín heyrast, nokkra setn- ingu eptir sig sjást í þá átt og vildu gefa mikið til að þeir hefðu látið það ógjört; með öðrum orðum, sú kemur tíðin, að augu þeirra opnast fyrir hinu rjetta og sanngjarna. Ann- ars býst jeg að „Kvennfjelagið“ eigi svo marga færa meðlimi, að þeir geti fyllilega svarað þessúm héiðr. FjT konu- manni, en jeg ætla að snúa mjer að hnútum þeim, er hann sendi „Hvítabandinu". Jeg get ekki tek- ið þeim með þökkum af því jeg er meðlim- ur þess. Höf. vill gjöra lítið úr framkvæmd- um fjelags þessa og getur það satt verið; það finnur óefað sjálft til þess að því hefur enn ekki orðið eins mikið ágengt og það óskaði, en höf. ætti að gæta ástæðanna. Þetta er fjelag sem stofnað er af konum og stjórn- að af konum. Þær eru óvanar öllum fjel- agsskap og því er eðlilegt að það sje ófull- komið eins og allt sem er í bernsku. Hann fer ekki svo laglega fjelagsskapurinn hjá okk- ur karlmönnunum heldur, jeg gæti nefnt þess mörg dæmi; en það væri miklu heiðarlegra, mannúðlegra, drengilegra, siðferðislegra og sjálfsagðara fyrir þennan heiðvirða herra, að reyna að styrkja þetta lofsverða fyrirtæki, ef annars er nokkuur styrkur að honum, heldur en að senda því hr.útur og leitast við að sverta það í augum almennings,þótt ekkerttillitkunni að verða tekið til orða hans; það er söm hans gjörð. Kvennfólkið hefur sopið seyðið af vín- drykkjunni. Þar hafa karlmennirnir sáð, en þær hafa uppskorið, og það ætti að vera gleðiefni fyrir hVern sannan og hugsandi ís- lending, að þær hafa bundist samtöknm til þess að hrinda burt eða stemma stigu fyrir hinum versta óvin allrar velferðar, andlegrar og líkamlegrar, og karlmennirnir ættu sannarlega að veraþeim þakklátirfyrirogrjetta þeim hjálp- arhönd þar sem þeir eru svo miklu ístöðu- lausari en þær, að þeir geta ekki eða þykj- ast ekki geta annað en gengið inn á drykkju- krárnar — glötunarholurnar — hvað ept- ir annað, þrátt fyrir það þótt þeir margsinn- is hafi rekið sig á afleiðingarnar, sem jeg ætla ekki að telja upp í þetta skipti. Menn ættu þó sannarlega að vera komnir að minnnsta kosti svo langt, að skammast sín fyrir að kasta steini á fjelag eins og „Hvítabandið" að ástæðulausu eins og Fj. - konu-maðurinn hefur gjört. Aðdróttanir þær, sem höf. fær- ir að fjelaginu viðvíkjandi reikningstærslu ætti hann að fá að sanna að væru í rökum byggðar og sömuleiðis með útlán það á rúm- fatnaði, er hann nefnir. Þótt höf. að verð- leikum haldi fram >Thorvaldsensfjel.« þá ættí hann að finna önnur ráð til þess, en að sverta önnur heiðarleg fjelög með ómildum dómum og órökstuddum getgátum, Sig. Júl. Jókannesson. Landinn við fljótið rauða. Eptir S. P. Thomson. Loptið — himininn — hangir magneyðandi eins og þung mara, vellandi og iðandi af hita ofan yfir Vesturálfuna, sem liggur í þungu móki og rjettir frá sjer alla anga, ótal nes og skaga frá hafi til hafs. Efstú blöðin á trjánum beygja rendurnar sam- an/'stráin og kornöxin, sem enn standa óupp- höggin, sviðna í kveðjum sólarinnar og finna feigðarstrauma hinna deyðandi kossa læsa sig nið- ur eptir stönglinum ofan i neðstu rætur. Skógarins og sljettunnar dýr liggja marflöt og gapandi af þorsta við þornaðar svalalindir; magnþrota og hálfsofandi af hita og svefni líta þau syfjuðum öfundaraugum til fuglanna í lopt- inu og alls sem fleygt er og getur leitað forsæl- unnar þar sem hana er að finna, settst við nið- andi læki og lindir, og drukkið vatn, baðað sig og drukkið. — Það er það sem þau þurfa, en hafa ómögulega þrótt til að leita að á þessum heita drottins degi. Sólin stendur hátt á himninum, í hinu tempr- aða belti og hellir glóandi geislum yfir Vinnipeg höfuðstaðinn í Manitobafylkinu í Canada; rennir sjer verpandi og skrælandi úr hæðunum ofan á húsþökin og göturnar, inn um hvern glugga og hveija smugu inn ’i innstu afkima á hverri krá í öllum bænum. I borginni er hin heita barátta fyrir tilver- unni fyrir löngu byrjuð. — Fermdir og tómir vagnar kveða við á steinlögðum strætum í brýn- um erindum í þarfir mannanna, og láta eptir sig í loptinu þenna e:nkennilega, óviðkunnanlega skrölthávaða, sem bítur tvöfallt á mann í þessari hitaþrungnu loptkyrrð. Fótgangandi menn sem um götuna þurfa að fara læðast eins og strokufangar innst með fram húsunum til þess að leita afdreps fyrir sólinni, eins Ijettklæddir og lögreglusamþykkt hins siðaða heims frekast heimilar. Sumir ganga með höfuð- fötin í annari hendinni og vasaklútana í hinni, reiðubúnir til þess að fjarlægja áf andlitum sínum merki þeirra erfða-álögu sem lesin var hinum fyrsta manni í aldingarðinum Eden svo hljóð- andi: „I sveita þíns andlitis skaltu þíns brauðs neyta". Ungar konur nota ytri brún gangstjettarinnar og beita margvíslega litum og löguðum sólhlífum skáhallt í sólina. Þær skotra augunum til þeirra sem fram hjá ganga misjafnlega vingjarnlega ept- ir aldri og ástæðum; augnaráð flestra þeirra sem ógiptar eru ber þó með sjer, að einnig það, sem sagt var við vora fyrstu móður hafi orðið að á- hrínsorðum, og fylgi því kyni enn í dag. —■ Jeg sit undir sóltjaldi fyrir utan veitingastað einn í M.-street, óg met strauminn sem fram hjá gengur, ýmist upp eða ofan. Það eru í dag 5 ár liðin síðan að jeg yfirgaf Island til þess að leita þeirrar auðnu í Ameríku, sem mjer fannst að jeg myndi seint finna á Fróni, eins og svo margir 'aðrir hafa gert á und- an mjer. Jeg hef leitað minnar gæfu í mörgum mynd- um hjer vestra — leitað með.þolinmæði og þraut- seigjujþess, sem trúir fast á það að hann finni ef hann aðeins leitar nógu vel. Jeg hef leitað svo samviskusamlega, að þessi dagur er sá fyrsti rúm- helgi dagur í þau fimm ár, sem jeg hef verið hjer„ sem jeg sit .aðgerðalaus og skemmti mjer við að horfa á aðra þræla í ánauðinni, sem jeg hef sjálfur lifað í.— Ekki af því að jeg hafi ekki átt marga tóm- stund, marga daga, vikur og jafnvel mánuði,sem jeg hefði getað varið til þess að sitja auðum höndum og virða fyrir mjer brauðstríð meðbræðra minna en mjer hefur aldrei fundist jeg eiga meo mig sjálfur, síðan jeg kom hingað fyr en 1 dag. I dag nýt jeg lífsins, og til þess að geta not- ið lífsins rjettilega annan eins dag og þenna, þarf maður að hafa eitthvað til þess að væta góminn með. Jeg lypti mjer í sessi og drep fingri á kringl- Ótta litla töpp f þilinu og heyri bjölluna kveða við inni í veitingasalnum. í sama vetfangi vind- ur út úr dyrunUm rauðhærðum Þjóðverja, þjón- ustusömum anda á þessum stað, með hvíta .svuntu bundna upp um herðar og aptur fyrir bak, og borðþerru á vinstri handleggnum. Þessi lærisveinn hins nýja tíma liðast fram og aptur nokkrum sinnum líkast útförnum hirðsnáp,. sem biður yfirmann sinn um nýtt embætti, feitara . til frálags, og spyr, hvað mjer þóknist að skipa. fyrir. Með innilegum viðbjóð fyrir þeirri kynslóð,. sem elur hann og hans líká, bendi jeg honum þegjandi á ölglasið, sem stendur tómt á borðinu. hjá mjer. Að vörmu spori er hann kominn út með fullt ölglas, sem hann setur á borðið; síðan stingur hann hægri hendinni í buxnavasann og rjálar í peningum, sem hann hefur lausa í fikka sínum sem merki þess, að þar sje góður sparisjóður fyrir þau cent, sem jeg eigi að borga fyrir svala- drykkinn. Jeg fleygi á borðið peningunum og gaf honum í skyn að það sem fram yfir værf verð ölsins, mætti hann láta í sinn vasa. — Þetta. örlæti mitt launaði hann með snoturlegu bugti sem myndi hafa þótt fyrirmynd í ballsölum höf- uðstaðarins heima á Islandi, þegar jeg þekkti síð- ast til — Jeg þekkti ekki marga Islendinga sem áttu heima í Vinnipeg, enda hafði ekki eitt einasta þekkt andlit borið fyrir augu mín þann tíma sem jeg hafði setið og horft undan sóltjaldinu út á göt- una. — Jeg lagði vandlega eyrað við hveiju orði sem talað var, af þeim sem um fóru í von um að jeg yrði svo heppinn að heyra hljóminn af »málinu mínu« sem jeg svo kalla, og mun halda áfram að gera hvar sem bagga mína ber að landi. — Jeg get varla sagt að jeg hafi heyrt eina ein- ustu setningu talaða á óbjagaðri íslensku síðan að jeg skyldi við samferðamenn mína yfir hafið f Quebec fyrir 5 árum. En jeg hef-Iesið öll blöð og bækur á íslensku sem jeg hef getað náð í, og allt það litla sem jeg hef hugsað hef jeg hugsað á íslensku, og það hefur hjálpað mjer öllu öðru fremur til þess að geyma óskert í minni mínu orð og setningaskipun forfeðratungu minnar. — Jeg vissi að mikill hluti þeirra manna er byggja þenna bæ, eru Islendingar, og jeg vissr líka að jeg hlaut að hafa sjeð marga landa á göt- unni, en jeg hafði þó ekki fundið hjá neinum sem. um fór þessi þjóðareinkenni sem mjer hefur allt- af fundist að jeg verða var við hjá Islendirgum þegar jeg hef sjeð þá innan um annara þjóða menn, eitthvað djarflegt og hreinlegt yfir svipnum. Það er hvi rju orði sannara að það er illt að draga einn Islending út úr stórum hóp útlendinga eptir þessu marki, sem stundum trauðla „greinist" öðru- vísi en eins og gamall vottur og menjar þess sem einusinni var, en jeg hef aldrei getað hugsað mjer örbyrgð og áhyggjur leggjast svo þungt á landann, að það megnaði að þvo gersamlega burt úr and' litsdráttum hans og uppliti hagamerkið sem hann fjekk þegarhann ljek sjer ungurum bala og börð heima á Islandi. — Fjallanáttúran heima er svo sterk og andheit að hana tekur seint af, þó sól og vindur suðrænni landa brennimerki hörundið á löngum. eiðum. — (Meira).

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.