Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 30.03.1898, Blaðsíða 4

Dagskrá - 30.03.1898, Blaðsíða 4
402 Mjer er það sönn ánægja að geta hjer með vottað að Voltakrossinn hefur reynst mjer mjög vel. í hálft þriðja ár var jeg mjög illa haldin af gigt í útlimum og af svefnleysi. Keypti jeg svo einn Voltakross nú í haust, og brá strax svo við, að eptir fyrstu nóttina sem jeg notaði hann, fann jeg að þrautirnar minnkuðu, og svefninn varð ró- legri. — En eptir að jeg hafði brúkað hann í 3 nætur, fjekk jeg svo góðan og rólegan svefn, sem jeg aldrei á æfinni hef haft betri. Þótt dr. Jón- assen landlæknir 1 Reykjavík í 76 tölubl. Isafold- ar, kalli krossinn „argasta humbúg", þá stend jeg samt við, að Voltakrossinn hefur reynst mjer mjög vel. — Oddeyri 16. nóvb. 1897. Sðlveig Bjarnadóttir prestskona. Voltakross prófessors Heskiers framleiðir rafmagnstraum í líkamanum, sem hefur mjög góðar verkanir á hina sjúku parta og hefur fullkomlega læknandi áhrif á þá parta, sem þjáðst af gigtveiki, sinadt œtti krarnpa 0% taugavetkl- un (Nervösitet), ennfremur hefur Jstraumurinn d- gœtar verkanir á pá sem þjást af punglyndi, hjart- slœtti, svima, eyrnahljóm höfuðvcrk. svtfnieysi brjóst- pyngslum, slœmri heyrn, influensa, hömndskvtllum, magamerk, pvagláti, kveisu, og magnlevsi, með því rafmagnsstraumurinn, sem er miðaður við hinn mannlega líkama, fær blóðið og taugakerfið til þess að starfa á reglulegan hátt. Voltakross professor Herskiers kostar x kr. 50 aur. hver og fæst á eptir fylgjandi stöðum: í Reykjavík hjá hr. kaupm. Birni Kristjánssyni — ‘------— Gunn. Einarssyni A Isafirði--------— Skúla Thoroddsen - Skaga-str.------— F. H. Berndsen - Eyjafirði------— Gránufjelaginu A Eyjafirði hjáhr. kaupm. Sigfúsi Jónssyni — — Sigv. Þorsteinss. - Húsavfk — — — J. A. Jakobssyni - Raufarhöfn-----— Sveini Einarssyni -Seyðisfirði------— C. Wathne Á Seyðisfirði hjá hr. kaupm. S. Stefánssyni — — Gránufjelaginu - Reyðarfirði— — -— Fr. Wathne - Eskifirði------— Fr. Möller. Á öskjunum utan um hinn ekta Volta- kross á að vera stimplað: »Kejserlig kongel. Patent«, og hið skrásetta vörumerki: gull- kross á bláum feldi, annars er það ónýt ept- irlíking. Einkaútsölu fyrir ísland og Færeyjar hefur stórkaupmaður jfakob Gunnlögsson, Cort Adelersgade 4 Kj'óbenhafn K. —— Nyjar bækur. Vegurinn til Krists. Eptir E. G. White. 160 bls. á stærð og innbundin í skrautbandi. Verð Kr. 1.50. Endurkoma Jesú Krists. 32 bls. 15. aur. Fæst hjá D. Ostlund, Grjótagötu. „Bindindisfjelag ísl. kvenna“ heldur Skemmtifund föstudaginn I. apríl þ. á. kl. 8 síðdegis í Good-Templara- húsinu. Allir þeir fjelagar, sem vilja sækja skemmtifund þenna, verða að hafa aðgöngu- miða, sem fæst ÓkeypÍS hjá húsfrú Ing- veldi Guðmundsdóttur á Bergi, og sömuleiðis við innganginn. aðarvörur af einhverju tagi fyrir minnst 10 krðnur hja mér, fá þær sendar sjer kostn- aðarlaust með póstskipunum til allra hafna, er þau koma við á, ef þeir senda borgunina með pöntununum. Sje eitt'nvað ofborgað, verður það sent til baka með vörunum, sem pantaðar eru Pöntuninni verður að fylgja sem nákvæmust lýsing a því, sem um er beðið, og til hvers það á að notast. Ef tilbúin vinnuföt eru pöntuð, verður að senda mál af þeim, sem þau á að nota, tekið yfir um manninn efst undir höndunum. Hlutir, sem ekki líka, eru teknir til baka fyrir fullt verð, ef þeir eru sendir hingað um hæl mjer að kostnaðarlausu og efþeir eru í jafngóðu ásigkomulagi og þeir voru, þegar þeir voru sendir hjeðan. Lán veitist alls ekki. — Jeg^ kem til að hafa miklu meiri birgðir af alls- konar þýskum og frönskum vefnaðarvörum þetta ár en að undanförnu og með mjög lágu verði. Menn geta pantað hvaða vefn- aðarvörutegund, er menn óska og sem vant er að flytja hjer til Reykjavíkur. Reykjavík, 23. marz 1898. Björn Kristjánsson. Bindindismannadrykkurinn ,Chika‘, er ljúffengur og fínn svaladrykkur. »Chika« er ekki meðal þeirra drykkja sem meðlimum stórstúku Danmerkur af N. I. O. G. T. er bannað að drekka. Martin Jensen, Kjöbenhavn. Umboðsmaður fyrir ísland: F. Hjorth & Co. Fineste Skandinavisk Export Kaffe Surrogat, F. Hjorth & Co. Kjöbenhavn K. Pöntun upp á 10 krónur. Þeir menn út um land, sem panta vefn- Ábyrgðarmaður: Einar Benediktsson. Prentsmiðja Dagskrár. 26 Þessi ró og uggleysi, sem hún hafði lag á að breiða yfir sig, var á góðum vegi með að trylla mig. Jeg ásetti mjer að leita hófanna hjá henni betur. »Yður furðar á því, að jeg skuli vera svona tímanlega á fótum, en jeg skal «egja yður, að jeg svaf mjög illa í nótt sem leið, eða rjettara sagt svaf alls ekki. Jeg hef trú á því að koma út í gott hreint lopt, þegar maður hefur verið and- vaka alla nóttina«. »Það er leiðinlegt að þjer skylduð sofa svo illa«, — jeg gat ekki betur sjeð, en að hún rankaði eitthvað við sjer — »en það er engin furða þó yður verði ekki svefnsamt, því þjer sofið í »skjaldþiljaða svefnherberginu«, sem er svo kallað«. »Já, — það er stakt í sinni röð«. — »Það er það«. Hún brosti að því er mjer virtist. * x »Þar er hvern þann hlut að hafa, sem maður vill hendi til rjetta, en sjerstaklega fellur mjer lesstofan með öllum þeim þægindum, sem hún hefur að geyma, vel í geð. Það er sá ákjósanlegasti staður til »stefnumóta« sem jeg get hugsað mjer«. »Já, það má segja; en við verðum að flýta okkur, annars náum við ekki til morgunverðar, herra Gilchrist«. »Nógur er tíminn, ekkert liggur á«. -—- Jeg nam allt í einu staðar og hún gat ekki komist hjá a? líta á mig. »Mig langar til að spyrja yður nokkurs, fröken Enderby. Hvað kemur til þess, að þjer hafið tvisvar sinnum um há- nótt komið til mín í lesstofu minni, sem stendur í sambandi við «skjaldþiljaða svefnherbergið?« Hún hljóðaði upp yfir sig. »Jeg hef aldrei stigið mínum fæti inn til yðar. Hvað á þetta að þýða?« »Annaðhvort eruð þjer ekki með öllum mjalla, eða þá að þjer eruð að draga dár að mjer. Þjer vitið jafn vel og jeg sjálfur, að þjer heimsóttuð mig bæði í gærkveldi og fyrra kveld í lesstofunni, sem liggur upp að »skjaldþiljaða herberginu«. 27 »Onei, þjer verðið að afsaka mig; það eruð þjer, sem ekki eruð með öllum mjalla. Jeg sef ekki í sama húsi.jog þjer«; hún ætlaði að halda áfram, en það var eins og gripið væri fyrir kverkar henni. Hún náfölnaði, missti allt vald yfir sjer og þreif báðar hendur mínar. »Guð minn góður, hvað meinið þjer?« »Það skal jeg segja yður. Sama kvöldið sem jeg kom rákuð þjer mig upp úr rúminu; þjer rákuð mig inn í les- stofuna og þar biðuð þjer mín: þjer heimsóttuð mig ásama hátt í gærkveldi, og við það tækifæri sögðuð xjer mjer ýmislegt um hjerna — —«. »Guð almáttugur! Um hvað?« »Um hina voveiflegu drukknun í Efra polli«. Þessi orð voru ekki fyr komin yfir varir mínar en hún æpti upp yfir sig eins og óargadýr, sem sært er dauðlegu sári, og greip fyrir andlit sjer báðum höndum. Það var löng þögn. »Mig uggði þetta«, stundi hún loksins upp. — »Það var eins og þvl væri hvíslað að mjer, þegar jeg sá yður fyrst, að þjer mynduð ná of miklu valdi yfir mjer. Hvers vegna dáleiðið þjer mig, herra Gilchrist? Hvers vegna teymið þjer mig inn til yðar á næturþeli? Hvers vegna hafið þjer stolið frá mjer þessu? — ó, jeg má ekki segja meira. Þjer vitið ekki hvaða bölvun þjer hafið leitt yfir mig. Jeg vildi gefa líf mitt til, að hafa aldrei sjeð yður. — Hvað á jeg að gera til þess að fá yður til að fara burt hjeðan?« »Það duga engar góðar bænir þegar illt á að ske«, sagði jeg eins stillilega og mjer var mögulegt. »Þjer hafið' trúað mjer fyrir hryllilegu leyndarmáii; jeg er með öllu ó- ráðinn í því enn, hvað jeg geri«. Hún beitti öllu því vilja afli, sem henni var lánað til þess að fá vald yfir sjálfri sjer. Enn þá einu sinni stóð hún rólég og köld, eins og ekkert hefði í skorist og horfði á mig svo einarðlega og fast, eins og hún væri að lesa í bók að

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.