Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 15.07.1898, Blaðsíða 1

Dagskrá - 15.07.1898, Blaðsíða 1
FrjettaseðiII frá „Dagskrá“ 15. júlí — 98. Atlaga Bandamanna að Santiago. Með botnvörpuskipinu „Hermes" er lagði af stað frá Grimsby 8. þ. m. hafa borist ensk blöð, er ná lil 4. þ. m. Yngri blöð voru ekki til hjá skipverjum, en lausafregnir einar að hafa hjá þeim frá þeim degi, til þess er þeir fóru að heiman. Hjer skal nú stuttlega skýrt frá því helsta er sagt var frá ófriðnum milli Spán- verja og Bandamanna, og er það að mestu tekið upp úr Lundúnablaðinu „Daily Tele- graf" dags. 4. júlí. Eins og áður hefur verið sagt rækilega frá í Dagskrá, liggur meginfloti Spánverja allur inni á víkinni Santiago á Kúba, en floti Bandamanna fyrir utan og hafa menn ekki búist við að þar kæmi til sjóorustu milli flotanna, sökum þess að mjótt sund er inn að fara fyrir Bandamenn og öflug vígi Spánverja á báðar hendur, en á hinn bóginn mundi spænski flotinn naumast komast út ó- eyddur gegnum herkví Ameríkumanna, er hafa að mun fleiri og öflugri skip. — Hafa flestir álitið að það mundi vera ætlun Banda- manna að halda Spánv. þarna inni, þangað til þeir gæfust upp, en taka sjer það jafn- framt fyrir hendur að ná undir sig bæ þeim er flotahöfnin liggur fyrir og banna Spánv. þannig allar bjargir frá landi. — Fregnir hafa áður borist af því að Am- eríkumenn settu r.okkurt lið á land við Sant- iago og áttu þar nokkrar smáorustur við Spánverja, en ekki var orðinn neinn teljandi árangur af þessu á hvoruga hlið, þá er síð- ast frjettist. — Nú segir blaðið Daily Tele- gr. frá þýðingarmeiri vopnaviðskiptum, sem orðið hafa við þennan hafnarstað einkum föstudag og laugardag í byrjun þessa mán- aðar (1. og 2. júlí). Foringi Bandamanna Shafter að nafni sem áður hefur verið minnst á í „Dagskrá", rjeði til atlögu á vígi bæjarins snemma morg- uns á föstudag með 24,000 manna. Voru þar með nokkrar þúsundir kúbverskra upp- reistarmanna, og jafnframt var skothríð haf- in í einu af öllum skipum Bm. er lágu úti fyrir undir yfirforustu Sampsons aðmíráls. Hafði Shafter hafið landgöngu í fyrstu með þeim ummælum að hann skildi hafa tekið borgina frá Spv. innan tveggja sólarhringa, og þótti engum efi á því, í liði hans, að þetta mundi verða tramkvæmt eins og hann sagði. — Hin eiginlega orusta byrjaði kl. 8 að morgni og höfðu Bandamenn öflug fallskeyti er þeim tókst að koma fyrir á ýmsum hæð- um í nánd við útvígi bæjarins, — en fót- gönguliði var víða skipað í þjettar fylkingar fyrir aptan fallskeytastöðvarnar. Þennan dag allan var barist af miklu kappi af báðum og er að vísu ekki hægt að sja greinilega hvorum hafi vegnað betur, því blaðið virðist einungis hafa farið eptir ameriskum fregnritum en þó má ætla að Spánverjar hafi orðið að hörfa undan til borgarinnar, og að útvígi hafi verið tekin af þeim. En það gjörði Bm. mikið tjón að hersveit- ir voru látnar standa rjett að baki fallskota- liðsins, því Spánverjar beyndu skeytum sín- um auðvitað að þeim stöðvum. Þannig var til dæmis: ein hundraðs sveit rifin upp og eyðilögð fyrir Bm. af einni sprengikúlu Spánverja. Er svo að sjá af öllum fregnum að mannfall hafi verið mikið meira af Bm. þennan dag heldur en yfirforinginn hefur viljað láta uppskátt. — Spv. voru miklu betur settir að því leyti að þeir höfðu reyk- laust púður svo að Bm. gekk illa að ná rjettu miði að fallskeytum þeirra, en sjálfir skutu þeir með venjulegu púðri og voruþví auðhittari. — Það kom ogmjög flattjupp á Banda- menn að fallskeytunum innan frá borgarvígj- unum var ágætlega stýrt þenna dag, og hafði Cervera, aðmírállinn spænski, sent borgar- mönnum góðar skyttur af flotanum til liðs, og voru mörg skot þeirra frábærlega hittin — sem þykir frásagnavert þar sem Spánverjar hafa jafnan haft orð á sjer fyrir að miða illa stórskeytum sínum, frá því að ófriður þessi hófst. Shafter hjelt áfram atlögunni til sólar- lags, og þegar hætt var um kvöldið er sagt að hann hafi fullyrt við foringja sína: „að ameriski fáninn mundi blakta yfir Santiago sunnudag næsta". — En úr því varð ekki. Næsta dag, laugardag, var enn hafin orusta, grimmari og öflugri heldur en fyr. — Beindu Bandamenn þá fallskeytum á móti borginni frá ýmsum útvígjum er höfðu verið henni til varnar daginn áður og jafnframt hjelt floti Sampsons skothríðinni áfram af- látslaust utan af sjónum. En Spánverjar vörðust af mestu hreysti, og eru menn sam- huga um það bæði vinir og óvinir að dást að því, hve frábærlega þeir börðust þennan síðari dag. — Eins og nærri má geta lögðu Bandamenn allt fram til þess að heitstreng- ing yfirforingjans gæti efnst og eru amerisk blöð full af frásögnum um það, hversu ein- stakir foringjar og liðsmenn í her Shafters kepptust hverir við aðra í hreystiverkum. En það kom allt fyrir ekki. — Krossfánar rauð- r og hvítir blöktu yfir fjölda húsa í Santia- go — þar sem eigendur vildu gefa til kynna að þeir óskuðu friðar og hlífðar af Bandam. En skothríðin var Iátin dynja yfir borgina alla jafnt eptir megni, bæði af flotanum og landhernum. En svo lauk þó að Bm. urðu frá að hverfa. Segja ameriskar frjettir að fall- ið hafi um 2000 Spánv. báða dagana en um 1000 alls af Bandam. — En ráða má af ýmsu að mannfall muni hafa verið mikiö meira af Ameríkumönnum og niðurstaðan varð í öllu falli sú, að Shafter hefur beiðst aukins liðsafla heiman að og frestað frekari atlögum að borginni. Herlið Bandam. sýkist mjög þar á eynni og var þegar síðast frjett- ist gjört boð eptir 40 nýjum læknum til landhersins frá Nýju Jórvík. — Er svo að sjá sem Shafter hafi látið laus aptur í bráð- ina útvígi þau, er hann hafði náð, ogaðum- sátrinu um Santiago hafi síðan verið haldið áfram tjær borgarvígjunum, og beðið eptir nýju liði frá Bandafylkjunum. — Einnig er þess getið að Spánverjum muni hafa komið liðsauki frá nærliggjandi setuliðsstöðvum og að Spánv. muni síðan fremur hafa gjört aðsækja en verja og hafi mannfall Bandam. verið mikið einnig eptir að þeir hörfuðu frá borg- inni. — En að öðru leyti var ekki unnt að fá frekari greinilegar frjettir af viðureigninni við Santiago af blöðum þeim er botverping- ar þessir höfðu í höndum. Þar á móti er sagt frá Sjóorustu vlð ManzaniIIo 2, júlí. Þar sem Spánverjar ráku 3 herskip Bm. á fiótta og höfðu gjört eitt þeirra („Hornet") óvígt. Varð því náð með naumindum frá því að falla í hendur Spánverja af hinum 2 („Hist" og „Vampatuck"), er komust undan með illan leik. Ekki er greinilega sagt frá því, hve mörg skip Spanverjar hafi haft, sumir segja 4 aðrir 9, eu allt voru þetta minni skip og ekki neitt af þeim úr Cadiz- flotadeildinni. Lausafregnir hafa einnig borist um það, að Þjóðverjar hafi sent 20 herskip til Fílippseyja, til þess að gæta hagsmuna þegna sinna þar, í orði kveðnu, en í raun rjettri, að því er menn halda, til þess að skáka Bandamönnum. — Einnig hefur kvisast, að Englendingar mundu vera búnir til þess, að veita Bandamönnum jafnframt o. s. frv. — en allar þessar fregn- ir eru alveg óáreiðilegar, nema ef til vill sú ein, að Þjóðverjar munu hafa sent nokkum flota til eyjanna. Prentsmiðja Dagskrár.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.