Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 13.08.1898, Blaðsíða 4

Dagskrá - 13.08.1898, Blaðsíða 4
20 Núer ,Thyra‘ komin, Me5 henni fékk verælxinin ,Edinborg meðal annars: í vefnaðarvörudeild: Hálfklæði. — Sirs. — Svartan og misl. Shirting. — Tvinna margskonar. — Bleikt og óbleikt lérept. — Tvististauin breiðu. — Handklæðin hentugu. — Hvíta og misl. vasaklúta. — Hvíta og misl. borðdúka. — Regnkápur handa konum og körlum — Ionahúfurnar, sem allir kaupa. — Flókahúfur handa börnum. — Stólarnir þægilegu o. m. m. fl. I nýlendu og pakkhúsdeild: Overhead — Bankabygg. — Hrísgjón. — Klofnar baunir. — Haframél. — Kaffi. — Kandis. — Melis. — Púðursykur. — Sveskjur. — Rúsínur. — Gráííkjur. — Grænsápu. — Stangasápu. — Soda. — Leirvöru allskonar. — Þakjárnið þekkta. o. m. m. fl. Rvlk 8. ágúst 1898. ÁSGEIR SIGURÐSSON, Leiðbeining fyrir almenning, 1. Böðin hreinsa húðina, þvo af henni ryk og gamalt þornað útrennsli úr húðkyrtlun- um (svita úr svitakyrtlunum, feiti úr fitukyrtlun- um); þau fjörgaallar lífshræringar í líkaman- um, hafa heillarík áhrif á blóðrásina og auka viðnámsþrótt líkamans gegn snöggum um- skiptum hita og kulda, er opt hafa í för með sjer ýmsa sjúkdóma. 2. Öllum heilbrigðum manneskjum eru böðin holl og nauðsynleg, jafnt ungum sem gömlurn, konum sem körlum. 3. Það er óhætt að lauga sig á hvaða tíma dags sem er. Einungis ber þess að gæta, að fara ekki í bað rjett á eptir mat, ekki fyr, en 2 stundir eru liðnar frá síðustu máltíð. 4. Heit böð hreinsa húðina miklu betur en kalt vatn; þau lífga, liðka og styrkja líkam- ann, ef þau eru rjett noíuð; finnst það bezt, ef menn fara í baðið að kveldi dags, að aflokinni, erfiðri vinnu. Hitinn í lauginni má vera 25—30° R.; flest- • ir kunna einna best við 270 hita. Menn sjeu ekki lengur en x/4 stundar í vatn- inu. Allir ættu að venja sig á kalt steypibað á eptir; það er nóg að láta kalda vatnið streyma niður á bak og brjóst; það ver því, að mönnum verði ómótt eptir heitu laugina. Til þess að halda húðinni vel hreinni, er nauðsynlegt að fara í heitt bað, að minnsta kosti einusinni á viku, — og gleyma þá ekki að nota sápu. - 5. Köldu steypiböðin herða og styrkja likamann- eyða kveifarskap og kulvísi, og auka viðnámsþrótt líkamans gegn kvefsóttum og öðr- um sjúkdómum, er stafað geta af snöggum um- skiptum hita og kulda. Þau eru best handa unglingum og fullorðnu fólki. Börn, veikbyggt kvennfólk og gamal- menni þola þau opt ekki vel. Þeir sem eru óvanir köldu vatni, sjeu ekki lengur en 1 eða 2 mínútur í baðinu í senn, og aldrei lengur en 5 mínútur. Mönnum er óhætt að fá sjer kalt steypibað þó að sveittir sjeu og heitir, ef þeir gæta þess að eins, að láta sjer renna mæðina á undan. Þegar komið er úr kalda vatninu, er holl- ast að þurka sig í snatri á snörpu handklæði, núa sig allan með því, þangað til roði og hiti hleypur í húðina, og flýta sjer svo í fötin. Köldu steypiböðin koma því að einsað full- um notum, að þau sjeu notuð opt, —• á hverj- um degi eða annan hvern dag, og þá helzt á morgnana. 6. Þeir, sem eru heilsuveikir, eða ann- ara hluta vegna eru í vafa um það, hvort þeim sje hollt að baða sig, ættu að ráðfæra sig við lækni um það efni. Eg undirskrifuð hef í mörg árveriðsjúk af taugaveiklun, og hef þjáðst bæði á sál og líkama. Eptir margar árangurslausar lækna- tilraunir, reyndi eg fyrir 2 árum „Kína-lífs- elixír" fra hr. Waldemar PeterseníFred- erikshavn, og þá er eg hafði neytt úr fjór- um flöskum varð eg undir eins miklu hress- ari. En þá hafði eg ekki föng á að kaupa meira. Nú er sjúkleikinn aptur að ágerast, og má sjá af því, að batinn var hinum ágæta bitter að þakka. Litlu Háeyri. Guðrún Símonardóttir. Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flestum kaup- mönnum á Islandi. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel eptir því, að VþP- standi á flöskunum í grænu lakki, og eins eptir , hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, firma- nafnið Valdemar Petersen, Frederikshavn, Dan- mark. HESTUR hefur tapast jarpskjóttur að lit 4. v gamall járnaður á 3 fótum og tálguð laut í hófinr. á hægra framfæti. Hver sem hitta kynni hest þennan er vinsaml. beðinn að skila honum gegn ómakslaunum að Ulfarsfelli í Mosfellssveit eða til Guðm. H. Sigurðssonar Vesturg. nr. 5 Rvík. SAMKOMA verður haldin á Þingvöllum laugardaginn 20, þ. m., og þá meðal annars opnað hið nýja gisti- og fundahús, er þar hefur verið reist. Ræður haldnar. Allir velkomnir. Skemmt- anir eptir föngum. — Veitingar (kaífi, öl o. fl.) verða líklega á staðnum. Reykjavík, 11. ágúst 1898. Skálafélagið. North Brítish & Mercantile Insurance Company Stofnað 1809. Elzta og öflugasta vátryggingarfélag í Bretalöndlum. Félagrssjóður yfir 270 millíónir króna. Greið borgun á brunabótum. Lág iðgj öld. Allar nánari upplýsingar fást hjá: T. G. Paterson, aðalumboðsmanni á Islandi og Hannesi Ó. Magnússyni, umboðsmanni fyrir Reykjavík og Suðurland. Lesið Mikið upplag af hestajárnum, ljábökkum stálverkfærnm t. d. slaghamra, hnoð- hamra, spísshamra, klöppur, setthamra, sett- járn og fleiga, enn fremur sljettunarspaðana sem öllum þykja góð verkfæri og byrgðir af jaktarönglum, sem fá gott orð. Allt selst þetta mjög ódýrt móti pen- ingum og með afslætti sje mildð keypt. Reykjavík 22. júní. 1898. EIRÍKUR BJARNASON. Vonarstræti, (Tjarnargata er gengin að húsinu). Undrakrossinn. Utdráttur af „Laufskálahátíðin" eptir FritzWerner. .... Þegar Eifik hafði lokið frásögu sinn’ tók hinn riki verksmiðjueigandi Fried- lænder til máls: Herrar mínir, jeg finn það skyldu mína að stuðla til þess að sannleikur- inn sje viðurkenndur; því jeg hef líka tekið eptir hinum undursamlegu áhrifum Voitakross- ins. Þjer vitið allir hvernig jeg í mörg ár þjáðist af taugaveiklun og brúkaði meðul, tók böð og leitaði margskonar lækninga, en allt árangurslaust. Svo var mjer ráðlagt að bera Voltakrossinn og — jeg var frelsaður og heilbrigður. En þetta urðu ekki einu afleið- ingarnar. Jeg keypti nefnil. fleiri Voltakrossa til þess að reyna verkanir hans á ýmsa menn sem jeg hafði saman við að sælda. Jeg gaf mínum gamla dyraverði einn krossinn og hafði hann alla þá tíð, sem jeg hafði þekkt hann, þjáðst mikið af gigtveiki. Eptir fáa daga sagði hann mjer, frá sjer numinn gleði, að sársaukarnir væru horfnir. Annan kross gaf jeg einum af skrifurum mínum, sem var mjög blóðlítill og áður en ]i4 dagar voru liðnir var hann alveg heilbrigður. Svo vann ung stúlka í verksmiðju minni, sem þjáðist mjög af bleiksótt og tauguveiklun. Jeg kenndi í brjósti um vesalings stúlkuna, sem var að vinna fyrir gamalli móður sinni, gaf henni þessvegna Voltakrossinn og hafði hún tæp- lega borið hann 6 vikur áður en hún varð alveg frisk, og þannig hef jeg næstliðið á útbýtt ekki minna en 30 Voltakrossum til skrifstofu- og verksmiðju- fólks míns og he- haft mikla ánægju af því. Það er sannnefnd- ur töfrasproti fyrir alla sem þjást og enga hjálp hafa getað fundið. Hver ekta kross á að vera stimplaður á öskjunum. Kejserlig kgl. Patent ella ónýt eptirlíking. Voltakross professor Heskiers kostar 1 kr. 50 au. hver og fæst á eptir- fylgjandi stöðum; í Reykjavík hjá hr. kaupm. Birni Kristjánssyni Gunn. Einarssyni. Á Dýrafirði — — — ísafirði hjá hr. kaupm. Skagastr. ------- - Eyjafirði — — - Húsavík — - Raufarhöfn — - Seyðisfirði — - Reyðarfirði------— - Eskifirði — — — N. Chr. Gram. Skúla Thorenoddsen F. H. Berndsen Gránufjelaginu Sigfúsi Jónssyni Sigv. Þorsteinss. J. A. Jakobssyni Sveini Einarssyni C. Wathne S. Stefánssyni Gránufjelaginu Fr. Wathne Fr. Möller. Einkaútsölu fyrir ísland og Færeyjar hefur stórkaupmaður Jakob Gunnlögsson, Cort Adelersgade 4 Kjöbenhavn K. — Abyrgðarmaður: Einar Benediktsson. Prentsmiðja Dagskrár. 18 aðstoðarmaður. Frá því þjer byrjuðuð og þangað til öllu var lokið, leið einungis ein klukkustund. Jeg hef aldrei sjeð nokkkrum lækni farast eins fimlega. Þegar þjer voruð að enda, hreifði barnið hægri höndina og dró andann þungt tvisvar sinnum. Þegar öllu var lokið og þjer munduð hafa sest niður til þess að þvo sjúkl- Inginn, ef allt hefði farið eins og vanalega á sjer stað, þá virtust þjer missa kjarkinn allt í einu. Þjer sögðuð mjer að þjer ætluðuð að fara aptur inn í her- bergi yðar, og kom mjer það nokkuð undarlega fyrir eptir kringumstæðum. Jeg lcit framan í yður og sá að þjer voruð næstum máttvana. Þjer stauluðust fremur en genguð fram að dyrum. Jeg hef aldrei sjeð nokkurn mann svo þreytulegan á -æfi minni. „Það er ekki að undra" sagði jeg. „Eliot, jeggjörði þetta sofandi". „Nei, nei!“ svaraði hann með ákafa, »þjer getið aldrei fengið mig til að trúa því; þjer voruð glaðvakandi. Jeg hefi aldrei sjeð nokkurn mann gjöra nokk- •urt verk með fyllra ráði og staðfestu". „Jeg var steinsofandi" svaraði jeg »mig dreymdi það allt; jeg man allt, sem þjer hafið sagt mjer, mig dreymdi það allt. — Guð minn góður! jeg hlýt ann- ars að hafa gjört það í raun og veru; mig hefur ekki einungis dreymt það. Get- nr þetta veriðf Þjer hljótið annars að vera að gjöra gys að mjer". „Því fer fjarri. Hjerna eru verkfærin yðar, það hefur enn ekki verið þurk- að af þeim; skoðið þau, komið því næst og sjáið barnið, það er á batavegi". „I guðs nafni; lofið mjer að vera hjer einum saman dálitla stund" sagði jeg. «Sje þetta ekki eintómur draumur, þá er það hin undursamlegasta dáleiðsla, sern nokkru sinni hefur átt sjer stað. Leyfið mjer að vera einum saman svolitla stund, Eliot! Jeg ætla að klæða mig og koma svo til yðar inn í sjúkrastofuna; það er að segja, ef jeg verð ekki orðinn bandvitlaus áður". „Því ætlið þjer að verða vitlausf" sagði Eliot, „ef þjer hafið gjört þetta sofandi þá mættuð þjer vera glaðir yfir því að hafa tekist betur í svefni en nokkr- um öðrum mönnum hefði getað tekist vakandi. Verið rólegur Halifax; það get jeg fullvissað yður um, að hvort sem þjer hafið verið sofandi eða vakandi þá hlýt- ur guðs almættishönd að hafa stjórnað gjörðum yðar í nótt". Eliot fór út og jeg settist niður stundarkorn og huldi andlitið í höndum mjer. jeg gat ckki trúað þessari sögu og þó hlaut jeg að sannfærast um hanaþar sem verkfærin voru á borðinu. Eptir nokkra stund klæddi jeg mig í mesta flýti, rak höfuðið tvisvar eðaþrisvar sinnum ofaní kalt vatnogfórþví næst inn ásjúkraherbergið. Jeg hafði náð mjer að mestu leyti: það er að segja, geðshræringarnar höfðu dálítið minnkað, en jeg var hálfmáttfarinn og mjer fannst sem jeg væri fullum sex árum 19 eldri en jeg var. í herberginu lá litli drengurinn með fallegu augun opin. Lítið bros Ijek um varir hans og roði var að færast aftur í kinnarnar. Móðir hans sat hjá honum og þar stóð flal allur afmyndaður í framan, rjett eins og hann hefði grátið í heila viku; þegar jeg kom, gekk hann tvö skret á móti mjer, lagði stóru barnslegu hendurnar sínar á hvora öxl á mjer og benti mjer að koma inn í daglegu stofuna". „Guð minn góður!" sagði hann »Halifax, dæmalaus ósköp hafa gengið á«. „Það er allt komið í samt lag aptur" svaraði jeg „drengurinn er úr allri hættu. Mig langar til að biðja þig að senda eptir Fieldmann, jeg þarf að segja honum upp alla söguna". »Jeg skal senda eftir öllum sáralæknum í Lundúnaborg, ef þú óskar«. „Nei, Hal" sagði jeg og reyndi að tala með sem mestri stillingu, en atti erfitt með það, því jeg var í ákafri geðshræringu. »Jeg hefi unnið yfirnáttúrlegt verk; jeg verð að segja Fieldmann frá því og sýna honum það, jeg gjörði þetta sofandi, gamli vinur minn Hal". „Það er sagt svo; en hvað varðar mig um hvort þú gjörðir það sofandi eða vakandi! Þú bjargaðir drengnum. Mjer er sama hvernig þú gjörðir það, Halifax; þú ert besti maðurinn á allri jörðunni — langbesti". „Mig langar til að finna Fieldmann" sagði jeg og hnje niður í stólinn. Við gjörðum orð eptir lækninum og hann kom um kveldið. Jeg sagði honum frá þessum undraverða atburði; hann horfði á mig með mestu athygli, horfði alvarlega framan í mig, tók á lífæðinni og leit í augu mjer". Þjer megið ekkert vinna í heilan mánuð, þjer eruð taugaveiklaður sagði hann. »Jeg fulivissa yður um að þjer megið fara burt undir eins. „Áður en við skiljum verðið þjer að segja mjer, hvernig yður líst á dreng- inn, sagði jeg.„ »Jæja, verið þjer kyrrir þar sem þjer eruð, jeg skal koma til yðar bráðum aptur. Hann fór í burt og kom aptur eptir tæpa hálfa stund". „Læknistilraunin heiur óefað heppnast ágætlega" sagði hann. Drengurinn verður sjálfsagt alveg jafngóður; það sem hann þarfnast nú er einungis hvíld. Það veit guð að þjer hafið gjört aðdáanlega læknistilraun Halifax. Hlustið nú á orð mín. Gætið þess vandlega að gjöra slíkt aldrei optar". Jeg hef einatt síðar hitt fyrir mjer tilfelli á læknisleið minni sem hafa minnt mig á þetta einasta kraptaverk sem hin æðri völd ljetu mig framkvæma, en aldrei

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.