Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 24.08.1898, Blaðsíða 1

Dagskrá - 24.08.1898, Blaðsíða 1
DAGSKRÁ. Reykjavík, miðvikudaginn 24. ágúst. III. M 6. ' Næstu viku jkemur Dag- skrá út tvisvar. Kaffi, Sykur Og allskonar nauðsynjavörur, selur ódýrast gegn peninga- líOrffUll, verslun Eyþórs Felixsonar, 1, Austurstræti, 1. Ágætur áburðarhestur er til sölu nú þegar. Ritstj. vísar á. Besta útlent tímarit er íslendingar eiga kost á að fá ódýrt til kaups er ,KRINGSjÁ‘, Oefln lit afOLAF NORLI, Kristjanía. Tímaritið kemur út tvisvar í mánuði, 80 blaðsíður hvert hefti. Kostar hvern ársfjórð- ung, 2 krónur. SENT TIL ÍSLANDS. Tímaritið inniheldnr glögga útdrætti úr rit- gjörðum um allskonar vísindi og listir eptir bestu tímaritum úti um heim. Þingvallahússvígslan, Á laugardaginn var skáli sá vfgður á Mngvöilum sem byggður hefur verið fyrir framlög nokkúrra einstakra manna og upp- hæð þá (kr. 2,500) sem veitt var á síðustu fjárlögum í þessu skyni. Veður var allgott og talsverður fjöldi fólks komin þar úr Reykjavík og næstu byggðum. Húsið er vel smíðað og vandað að efni og virðist vera að öllu leyti mjög vel fallið fyrir þann tilgang sem menn hafa haft fyrir augurn með bygging þessari — fyrir þjóðleg- ar samkomur og jafnframt til afnota fyrir aðra aðsækjendur þess á milli, útlenda ferða- menn o. s. frv.. — Ilúsrúminu er vel skipt og útbúningur á öllu traustur en þó laglegur og á forstöðu- maður verksins sjálfs hr. Sigfús Eymundson hinar bestu þakkir skildar fyrir þann ötulleik sem sýndur hefur verið í því að koma upp svo góðu húsi fyrir ekki meiri efni. — Með tilliti til hinnar pólitisku þýðingar af þessum fundi má segja í einu orði að hann er til þess að búa undir stöðugar, ár- legar samkomur við Oxará í stað hinna ein- stöku funda sem áður hefur verið venja að boða til af einhverjum sjerstökum ástæðum. A tundi þesum var ekki gjörð nein á- Iyktun um þjóðmál sökum þess að upphaf- lega hafði verið boðað til þessa móts sem fulltrúafundar, sem fórst þó fyrir vegna þess að ofseint hafði verið byrjað að búa undir fundinn og hver beið eptir aðgjörðum hins í hinum ýmsu kjördæmum. — En það var vel hægt að heyra á fjölda þeirra sem mættu á Þingvöllum í þetta sinn, að þeim sem nú vilja róa öllum árum að því að þjóðlegar samkoniur á hinum gamla alþingisstað leggist niður, mun trauðla takast vel og það þótt betri menn og vitrari ynnu að því, heldur en þeir sem nú eru þar fremstir í röð. — Því þessi gamla þjóðlega fundarstofnun á of djúpar rætur í háttum landsins til þess að geta íallið fyrir deyfð og áhugaleysi nokkurra miðurvel hæfra „forsprakka" fólksins,—eðajafn hverfulli og lítilvægri mótspyrnu sem t. a. m. forvígismenn Valtýsku og miðlunar geta veitt gegn þjóðlegri stefnu í málum íslendinga. Þeir alþm. B. Sveinsson og Tr. Gunnars- son töluðu 2, fyrir vígslu hússins (B. Sv.) og fyrir núnni íslands (Tr. G.). — Kvæði þau sem hjer eru tekin upp voru sungin. — I. Enn safnast menn við Oxará — við fornar búðir, brotnar, lægðar, við bældar rústir horfnrar frægðar, sem tímans dómur lagði í lág. A minninganna mold við stöndum og minninganna lopti öndum, með ættarrækni Islendings við eyðiskugga hins gamla þings. Og yfir liðnar aldir fer — vor hugur enn að lágum leiðum, sem liggja týnd í byggð og heiðum, með feðra vorra fallinn her. Við heyrum óm af óði og sögum, frá okkar góðu bemskudögum, sem vekur, tengir, vermir blóð: — Við eram öll af sömu þjóð! Og vinarandans alda rís — við sjáum heipt og sundrung eyða, við sjáum tryggð og eining Ieiða til sigurs gegnum eld og ís. — Og sögufólksins svörðum yfir við sjáum enn að kyn þess lifir, með trú á eigin auðnu og hag, með unga von um betri dag. Sú von skal lifa hret og hríð, að ljós komi’ yfir Islands strendur, að andi frelsist, losni hendur. — Ó, draumsjón fríð, frá fornri tíð. Þú speglast djúpt í lægstu lindum, þú ljómar yfir hæstu tindum, um bautastein þú vefur væng og vakir hljóð hjá barnsins sæng. Þinn andi ríki ár og síð, í lágu hreysi og háum sölum hjá hverjum arni í landsins dölum og veki nýjan, vaskan lýð. — Rís hátt og lýs oss blysið bjarta, skín, blíða von, í hverju hjarta, skín aptanroði um aldarkvöld, skín árdagsbjarmi af nýrri öld. E. B. II. Mörgum heitt um hjartarætur hefur orðið, fóstur grand, bæði’ um daga’ og bjartar nætur brjóst þitt við á margi stund! Þó mun heitast hafa runnið hjer til skyldu sona blóð þar sem hraun og hjörtun brunnið hafa fyr í sterkri glóð. Hjer er Islands hjartastaður, hjer er allt sem lyptir oss; hjerna lærði margur maður málið best af dyn í foss. — Hlýð á óm hans, útlendingur, ef þú skyldir koma hjer: drápu um frelsi’ og dáð hann syngur, — drag þú skó af fótum þjerl Því að hjer í helgum sölnm hafa guðir sjálfir vörð, leika sjer í lautum, dölum ljósálfar á helgri jörð; — hjeðan útlent yfirlæti útlægt skal og borga-prjál, hrokafull á höllum fæti hjer skal líðast engin sál! Fyrir þá, sem þekkjast vilja það hið smáa, er hús vort reist. — Þeir, sem reyna að þekkja' og skilja þjóðlíf vort, því geta treyst að þeir hjerna hæli finna hlýtt og gott þó lágt það sje, þar sem ísland sona sinna syrgir fallin heilögvje. Hjer skal bjartur roði rísa röðli frá við austur tjöld; hjerna skulu ljósin lýsa landi’ og þjóð á nýrri öld. Og ef sverfa forlög fast að, fjendur vilja landið hrjá, hjer skal tening hinnstum kastað, hlaupið yfir risa-gjá. :f: # # :f-' •f: -f: * :f: * Hömrum leikur eldur yfir, — óðum þoka’ af hnjúkum flýr; — geisli vakir, Ijómar, lifir, lýsir, vermir — sterkur, nýr. Kenni’ eg gjörla krapta nýja, koma menn í svipa stað, — röðlar brosa’ í rofum skýja, rignir ljósi, — út 1 það! Guðrn. Guðmundsson. Almennar frjettir. Landi vor einn á Englandi hr. O. V. Sigurðs- son, sem Dagskrá minntist að nokkru í fyrra hefur nú fullgjört og fengið einkasölu á vjel þeirri er hann sýndi hjer í Rvík, eða hafði þá í smíðum er hann kom síðast til landsins. Yjel þessi vinn- ur »acetylenegas«, úr efnum þeim sem þetta ljós er brennt úr, á ljettari, hættuminni og fullkomn- arí hátt, en aðrar vjelar af sama tagi sem fundnar höfðu verið áður, en einkaleyfi þau sem tekin höfðu veríð til þessa á undan hr. O. S. skiptu hundruðum. Vjel hans heitir »Simplex« og er seld um allt England. Er það stórt fjelag sem einungis er stofnað í því skyni að græða fje á vjelinni og eru líkindi til þess að þessi ungi íslendingur verði stórríkur af þessu einu. Áður hefur hann gjört ýmsar góðar fundningar. er snerta bræðslu á prentstíl o. fl. Danska fiskiveiðafjelagið »Dan«, sem stofn- að var á sínum tíma með allmiklu ensku fje undir nafni danskra þegna, hefur ekki grætt á útveginum að sögn. Fyrirætlun nokkurra Islend- inga á Vesturlandi, sem hyggja á, að mynda nýtt allsherjarfiskiveiðafjelag kvað vera sú, að fá »Dan« tekið upp, sem nokkurn hluta fjelagsins. Þjóðminningardag sinn hjeldu Þingeyingar við Helgastaði í Reykjadal 20. júní. — Voru þar nær 1000 manna komnir saman, og allar hinar sömu skemmtanir hafðar sem á öðrum samkom- um. Fyrir minni Islands talaði Sigurður læknir Hjörleifsson, en fyrir minni sýslunnar Guðmund- ur Friðjónsson á Sandi. — Kvæði fyrir ísland: flutti Árni prófastur Jónsson á Skútustöðum, en G. F. hafði orkt kvæði fyrir minni Þingeyjar- sýslu. Ur þeirri heillaósk tii Þ.sýslu skulu tekin hjer tvö ágæt erindi til sýnis. Láttu minnka vetrar völd. Vermdu fallna snæinn. Lllákudagar, heiðskír kvöld haldi vörð um bæinn. — Glói þinnar skikkju skaut. Skíni þínir kjólar. Læðu hverja leiddu braut. Lengdu göngu sólar. Færðu degi fögrum mót fram á skrýddu engin upplitsdjarfa yngissnót, íturvaxna drenginn. Andblæ Suðra berðu beint, beint til fjalla þinna — seint og snemma, Ijóst og leynt ljós til sveita þinna. íslendingar erlendis. Það hefur verið með rjettu margtekið íram, að fólksfæðin er hið mesta mein þjóð- ar vorrar — og því eru útjiutningar hjeðan úr landi sá háski fyrir þjóðerni vort, að hver sá hlýtur að álítast óvinur íslands sem að þeim starfar eða styður á nokkurn hátt. En öðru máli er að gegna um utanfar- ir íslend inga í því skyni, að mannast eða 1898. auðgast og láta land sitt og þjóð njóta góðs af því. . Utflutningur er það, að fara úr landinu með þeim hug að hætta að dvelja þar fyrir fullt og allt, og taka sjer bólfestu annarstaðar, en utanfarir þær sem gjörðar eru í hinu öðru skyni, rýra ekki nje veikja samvinnuafl íslendinga, heldur geta lypt og styrkt — ef til vill jafnvel fyrir eins manns atorku, meira og betur en starfsemd margra hjer heima kann að geta áorkað. Sá andi ætti að vakna hjá öllum þeinx sem finnst hjer vera of þröngt svið fyrirhæfi- leika sína, að fara utan í þessu skyni, ac> sækja fje og frama þangað sem hvorttveggja er að fá, ekki einasta til eir>s eð^ tveggja landa, heldur leita út um allan heim eptir því — og beita svo árangrinum af starfi sínu til heilla og happs fyrir ísland. — Þetta gæti á örfáum árum hrundið ís- landi langt áleiðis að takmarkinu, en það er að vekja eininguna, binda saman kraptana alla að einu marki — því að reisa við og efla íslenskt þjóðerni. Hjá öllum smáum þjóðum, sem finna sterklega til einkenna sinna, fortíðar og sögu, hljóta einnig að finnast kraptar og þrá til að vinna meira en það sem auðið er innan þess smáa, þröngva hrings sem þjóðerni þeirra afmarkar þeim. — Þegar þessi þrá leiðir einstaka menn þjóðarinnar til þess að leita burt fyrir fullt og allt, verður hún fje- laginu til niðurdreps, en til hins gagnstæða þegar hún knýr menn til þess að opna nýja vegi fyrir starfsemd og hæfiieikum sem íil eru hjá þjóðinni — á verksvæði sem liggur fyrir utan hana að vísu, en þó þannig, að hægt sje að beina arðinum og árangrinum heiin. I fornöld var það alsiða að þessi sama þrá leiddi til þess, að einstakir menn, sem sköruðu fram úr, leituðu úr landi um lengri eða skemmri tíma — og komu svo aptur þegar þeir höfðu aflað sjer fjár og frægðar. Nú er ekki lengur um þesskonar ferðir að ræða sem hinir gömlu Norðurbúar gjörðu til hirða og höfðingja eða til víkingsskapar — en i raun rjettri er þó enn hið samaupp, á teningnum. Takmark mannsius er enn sem fyr að beita sjer, í allar þær áttir sem hæfileikar hans leyfa og vinna sem mest af því á sem styttstum tíma æfinnar — þó þannig, að hið æðra takmark starfsemdarinnar ínni sje það að lata aðra njóta ávaxtanna af henni — og þessir „aðrir“, það er þjóð- in — svo lengi sem framför nýrra tírna þurkar ekki út allan þjóðernismun. Maðurinn á að beita sjer, en til þessa þarf ekki einungis hin innri persónulegu skil- yrði, að maðurinn hafi æft krapta sína og hæfileika til fulls, svo að hann geti notið þeirra a þann hátt sem tíðkact eptir alme.,uu menntunarstigi þessara tíma — heldur einnig hið ytra skilyrði, að verksvið sje fyrir hæfi- leika hans. Menn hafa einatt kvartað um það mjög með rjettu, að hjer á landi sje svo að segja ómögulegt að nokkur maður geti fengið hæfi- legt uppeldi — og er þa skilið við uppddi hið fullkomna nám í þeim ýmsu greinum, sem taldar eru til almennrar menntunar. ____ Þegar spurt er, hvort þessi eða hinn sje „menntaður" eða ekki, hættir íslendingum mjög við því að skoða það orð of mjög við bóklærdóm — því þó menn sjeu allvel heiina í einstökum bóklegum fræðum, geta menn vel verið illa og lítið menntaðir. Hið danska orð „dannet" liggur nær hinni rjettu hug- mynd, en þó er því einnig misbeitt á þann hátt, að það er latið um of gilda framkomu mannsins gagnvart öðrum. Þar á móti er hin sanna menntun það, að hafa numið að koma rjett fram við samfjeiagsmenn sína og jafnhliða, engu síður, að hafa lært að beita sjer til þess, að koma því fram sem lífið leggur fyrir oss. Það er þessi síðari inikilvæga hlið liinn- ar sönnu menntunnar, sem er svo hryggilega ábótavant hjá íslendingum — og sem því veldur að svo mörg ágæt gafa og hæfiieiki þjóðar vorrar nýtur sín ekki. I ♦

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.