Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 05.10.1898, Blaðsíða 3

Dagskrá - 05.10.1898, Blaðsíða 3
<53 til að engum þyki ég hafa ofmikið sagt, þótt eg segi að hann lifi fyrir adra. í fyrra vetur hélt hann skóla heima hjá sér og hafði á honum fjölda barna; voru þau svo rýmd að honum, að lík- ast var sem hann væri faðir þeirra allra, en án þess þó að þau gerðu sér dælt við hann. Það var auðséð á öllu, að virðing og elska knúði þautil hlýðni, en ekki harka eða þrælsólti. í sumar hélt hann skóla fyrir 30—40 drengi, og má það merkilegt heita, að þeir sóttu kennslustundir til hans í alt sum- ar. Það vita flestir, hversu erfitt er að fá börnin til þess að lesa að sumr- inu, liggur það því í augum uppi, að hann hlýtur að vera einkarlaginn kenn- ari, því börnin hlökkuðu altaf til kennslu- stundanna. í vetur hefir hann um 60 börn til kennslu og kennir hálfan dag- inn, en stundar þó nám. Mun ekki vera dæmi til þess, að nokkur íslenzkur námsmaður hafi lagt eins mikið á sig eða atkastað jafn miklu. Sést það glögt á honum, hversu miklu eldheitur áhugi, óbifandi sannfær- ing, einbeittur vilji og fölskvalaus mann- kærleiki fær til vegar komið. Eg hefi ritað línur þessar af því, að ég hygg að fáir viti af þessum skólum Friðriks eða því, hversu mikið hann leggur á sig til þess að fræða og göfga börnin í Reykjavík' Eins og það er rangt, að þegja yfir því, sem miður fer, eins er það ekki rétt, að halda því leyndu, sem vel er gjört. Ég skal ekki segja, hvort Reykjavíkurbær á nokkurn eins vel færan til þess að kenna börnumog Friðrik er, en víster það, að égþekki eng- an -— engan sem hefir eins gott lag á því að láta hlýða sér án strangleika, engan sem eins gætir þess, að láta kærleik- ann ráða, þegar börnunum verður eitt- hvað á; engan sem hefir áunnið sér jafn almenna ást og virðing lærisveina sinna, undanteknigarlaust. Eg er hinum heiðraða höfundi þakklátur fyrir grein hans; það er vel gjört og sjálfsagt að halda því á lofti þegar einhver sýnir framúrskarandi hæfileika og áhuga í einhverri grein, og eftir því, sem ég þekki Friðrik Frjð- riksson og starf hans á meðal barn- anna, mun höf. ekki hafa borið oflof á hann. Ég hefi haft dálítið betra tæki- færi til þess að kynna mér það en margir aðrir og ég hefi sannarlega dáðst að því. Eg hefi oft öfundað Friðrik, þegar ég hefi séð, hversu mörg- um börnum þykir innilega vænt um hann og hversu mikil áhrif hann hefir á þau. Ritstj. Kaupmaðurinn. Eftir Þórð Sveinsson. Kaupmaðurinnn í Vík gekk ofan á bryggjuna þegar báturinn kom að henni, því hann þekti vin sinn, Hjálmar hreppstjóra frá Hofi. Hjálmar sté upp á bryggjuna og þeir heilsuðust með hand- abandi og kossi. Kaupmaðurinn sagði hann velkominn og ánægjubros lék um varir hans, en Hjálmar þakkaði honum fyrir viðtökurnar síðast. Mennirnir, sem voru á bátnum, tóku allir djúpt ofan fyrir kaupmanninum og sendu honum b'érhöiðaðir vinsamlega heilsan. Kaup- maðurinn svaraði þeim öllum í einu með því að lyfta upp hattbarðinu. „Gerðu svo vel og komdu inn, við ætlum að fara að borða, þú gerir svo vel að borða með okkur", sagði kaup- maður um leið og hann rendi augun- um yfir fiskhleðsluna í tólfræðingi Hjálm- ars hreppstjóra. „Hvað er klukkan?*, spurði Hjálm- ar. „Hún er ellefu". „Við lógðum af stað klukkan níu í gærkveldi" „Þið hafið verið lengi á leiðinni" það er æði langt út að Hofi". „Þetta! það væri mikið styttra fyr- ir mig að verzla úti á Eyri", sagði Hjálmar með drýgindabrosi. „Á, er það styttra?". „Já .talsvert, en ég er orðinn svo vanur að fara hingað og svo kann ég miklu betur við mig hér, því að við Ólafur á Eyri erum engir vinir og ég býst við að ég verði að fara hingað á meðan þú ert og ekki kemur neitt sérstakt fyrir og meðan ég fæ út nauð- synjar mínar umyrðalaust". „Já, ég vona að þú verðir hjá mér, Hjálmar minn, á meðan við lifum báð- ir og þú sér þér ekki beinan skaða í því", sagði kaupmaður, og það kom einhver undarleg viðkvæmni fram í rödd- inni, ekki óáþekk því þegar svangur smaladrengur hellir niður úr graut- araski sínum. Borðið var hlaðið allskonar sæigæti, svo það kiknaði undir. „Ég kom með dálítið af fiski”, sagði Hjálmar. „Svo", sagði kaupmaðurinn, eins og hann hefði ekkert tekið eftir því. „Ætli ég skuldi núna?" „Þú skuldir? Nei, þú átt inni hundrað og fimmtíu krónur". „Jæja, það er gott", sagði Hjálm- ar, og það kom auðsjáanlega ekkert flatt upp á hann sú fregn, en honum þótti þægilegra að láta kaupmanninn segja sér það sjálfan. „Á fimtudaginn kemur ætla ég að senda ullina mína til þín". „Er hún mikil"? „Hún er með mesta móti. Ég sendi þér ekki meira strax en á 7 hest- um, en hitt kem ég sjálfur með seinna". „Það hefir gengið vel undan hjá þér". „Já, dável, svo fékk ég æði marg- ar kindur að í vor, það var söluþing hjá ekkjunni hans Gunnlaugs sáluga á Móum, dánarbúið skuldaði mér dálítið, sem ég tók kindur upp í, því ég á- leit að það væri hentugast fyrir ekkj- una; maður má til að hafa nákvæmni við þessa munaðarlausu aumingja". Fiskurinn er drifinn á vogina og svo þeytt í stóra staflann norðan- verðu í pakkhúsinu. Vogin tók ekki nema lítið, svo að hann var veginn í smáslumpum. Sigurður Sigmundsson búðarsveinn var við vogina. Hann skrif- aði, hve mikið var í hvert sinn, og sömu- leiðis Hjálmar, því næst lagði Sigurður saman, Og skrifaði inn í stóru bókina. í þvf bili kom kaupmaður inn í pakk- húsið og spurði Sigurð, hve mörg skip- pund Hjálmar hefði lagt inn. Sigurður leit í bókina og sagði honum það. Hjálmar var hjá þeim, en þegar hann heyrði skippunda fjöldann, greip hann fram í, og sagði að það væri rangt, fiskurinn væri einu skippundi léttari en sér hefði viktast hann heima út í bátinn og eins hér, hann hefði víst bara misskrifað einhversstaðar. Þá kom hálfgert fát á Sigurð, því að kaupmað- ur leit svo alvarlega á hann og réttvís- in kom svo berlega út undir skinnið og fram í brýrnar. Sigurður lagði sam- an hvað eftir annað, og það kom alt- af það sama út. Fiskurinn var einu skippundi léttari en Hjálmar sagði, hann lét Hjálmar leggja saman sjálfan, en það kom eins út. Sigurður spurði hann, hvort hann hefði skrifað í smáslumpum innleggið „Já, fyrst", sagði Hjálmar, en síð- ustu viktirnar geymdi ég í huga mér og lagði svo saman á eftir" „Það er nú ekki gott að reiða sig svo á minnið", sagði Sigurður alvarleg- ur, því að honum þótti æði ískyggileg framkoma Hjálmars. „Ég skal segja yðurþað, Sigurður, að ég hefi reiknað meira saman í hug- anum en þetta „skítti" hér við verzlun- ina, eins og Hansen veit, og ekki orð- ið vitlaust, þið Möðruvellingar eruð nú ekki svo alvitrir, að ýkkur geti ekki yfirsést, þó þfð séuð nú búnir að vera við lærdóm í tvö ár, þar sem þið haf- ið ekkert lært í bókfærslu, og mér er sama hvað þér segið og hvað þér legg- ið saman, þér hafið viktað af mér eitt skippund", sagði Hjálmar, hreppstjóra- legur. „Ætlið þér að vera svo osvífinn, að bera það upp á mig, að ég hafi stolið hreint og beint einu skip- pundi af yður handa verzluninni og haf- ið enga aðra sönnun né staðfestingu en minnið?", sagði Sigurður reiðulega. „Ég skal spyrja mennina mína að því". Heyrið þið þarna, Jón og Bjarni, vaf ekki fiskurinn svona þungur"? Þeir litu hvor framan í annan, hálf vandræða- lega og þögðu dálitla stund. „Ju-ú", sögðu þeir svo báðir. „Þessi herra realstúdent af Möðru- vallaskóla er nú svo vel að sér í reikn- ingi að hann hefir reiknað af mér skip- pund". sagði Hjálmar og var auðséð að honum þótti vænt um, hve menn hans voru minnugir. Kaupmaðurinn greip fram í svo Sigurður komst ekki til þess að halda uppi vörn fyrir sig og bauð Sigurði með embættissvip að laga þetta undir eins í bókinni, því að hann kvaðst þekkja Hjálmar betur en hann, og það að hinu réttasta og bezta. Þá hægði Hjálm- ari mikið og var sem létt væri af hon- um þungum steini og leit hann þakk- látlega framan í kaupmann um leið og hann sagði, að reyndar munaði sig nú lítið um þetta og það væri sannarlega ekki ofmikið handa honum, en hann sagðist þekkja hann svo, að hann væri viss um að honum væri ekki þægð í slíku, né vanur þessháttar, því að það hefði aldrei komið fyrir í sínu minni að neinn hefði kvartað undan búðarviktinni hans og mundi þess heldur ekki þurfa. „Nei, alls ekki“, sagði kaupmaður, „hreinir reikningar gera beztan vinskap og það hefi ég altaf haft hugfast, þetta hefir bara verið misgáningur og fljót- færni hjá honum Sigurði, þetta er svodd- an viðvaningur, það er ekki af nein- um hrekkjum, en það átti að laga það strax, svo að ekkert þref hefði orðið, því ég veit að það er rétt hjá þér, Hjálmar minn". Sigurður varð ofsareiður, en hann sá fljótt að það var bezt að stilla sig, þótt hann yrði að þola órétt at beggja hálfu. Hjálmar tók ríkmannlega út og fékk góða hressingu hjá kaupmanni áð ur en hann fór. Hansen fylgdi honum fram á bryggjuna, þar kvöddust vinirn- ir með mestu alúð og báðu hvor ann- an vel að lifa, og Hansen bað Hjálmar blessaðan að fara gætilega, ef það hvesti, því að skipið hefði svo vonda hleðslu, þennan við. Hjálmar var al- veg hrifinn af þessari sérstöku velvild og umhyggju kaupmannsins, en gat þó ekki stiltsig um aðsegjaað hannhef ði nóga viðskiftamenn, þó að hann félli frá, »Enþað eru ekki margir eins og Hjálm- ar á Hofi«, sagði kaupmaður og leit einlæglega framan í hann. Hjálmar gat ekki stilt sig um að þrífa í hönd kaupmannsins og hrista stórhöfð- inglega um leið og hann kysti hann, því að vínið var búið að gera hann svo gljúpan fyrir öllum á- hrifum. Kaupmaðurinn gekk hægt upp bryggjuna, niðurlútur, um leið og vin- arbáturinn rendi frá landi. Hansen gekk rakleiðis þangað, sem Sigurður var og heilsaði upp á hann. Sigurður tók dauflega kveðjunni, því að hann var í ákafri geðshræringu, en Kaupmaðurinn tók eftir því og sagði þægilega: „Blessaður láttu ekki liggja illa á þér, Sigurður, því ég skal vera búinn að hafa þetta upp á dónanum á jólunum". Þetta kom svo flatt upp á Sigurð að liann gat ekkert sagt í fyrstu, svo þegar hann áttaði sig, sagði hann: „Viðurkennið þér nú að ég sé sak- laus?" „Já, ég vissi það nú strax, en þetta var hrekkjabragð af karlfjandan- um að nokkru leyti". »Nei, haldið þérþá að ég hafi vikt- að eitthvað af honum". .Ja, ekki vísvitandi", sagði Hansen „en við kaupmenn megum til með að hafa vogir okkar ekki fjarska nákvæm- ar“. „Já, það má nú vera meiraen lítil skekkja". „Það er ekki-alt reizlunniað kenna, þó hún sé nú orðin fremur í lakara lagi", sagði kaupmaður, og það var auðséð að honum fanst nóg um rétt- vísi Sigurðar. „Við kaupmenn verðum nú stundum að beita kænsku og haga seglum eftir vindi, ég sá undir eins í hendi mér, að ef ég styddi þig, þá myndi hann fara frá mér og fara að verzla við Olaf á Eyri, en svoleiðis stórverzlunarmenn er slæmt að missa, en svona köst tekur hann sjaldan, því i rauninni er nú gott að verzla við hann, og þess háttar smákreddur máttu ekki setja fyrir þig, ef þú verður kaúp- maður, Sigurður minn". Sigurður sá nú glögt að aðferð og framkoma kaupmannsins var svo voðalega ljót að honum fanst að hann alls ekki gæti unað við að vera þar lengur,, því það var honum nú full ljóst,' að þar yrði tiýdd hver einasta ærleg sómatilfinning úr sér og gersam- lega eyðilögð, „Get ég farið? Líklega ekki, þvf að ég er ráðinn ár langt hjá kaupmanni og hann getur haft út af 'mér, ef ég fer frá honum, því ég hefi engar sannanir. Það var leiðinlegt að þetta skyldi koma fyrir mig, — bölvaður karlinn hann Hjálmar skyldi taka upp á þessari ósvífni og alt að vera eins og það er“. — Hann vissi það fyrir víst að sér yrði lagt það út til skammar, ef hann færi og þá gæti hann líka aldrei séð hana, sem honum þótti fegurri og yndislegri en alt,—alt annað. „Ég verð að þola þetta, því hún er margfalt meira virði en lygakarlinn, Ég má[til að fyrirgefa Hansen, því að hún er svo góð og falleg; maður er skyldugur að leggja mikið á sig fyrir ástina. Kaup- manninn má ég ekki hafa andstæðan, því þá fæ ég hana aldrei". Sigurður verzlunarsveinn sat einn úti í skrifstof- unni og var að velta þessu fyrir sér, en rétt í því að hann hafði ákveðið með sjálfum sér að vera kyr og láta ekki á neinu bera, kom kaupmannsdótt- irin inn og bauð honum brosandi gott kvöld. Sigurður vaknaði eins og af svefni og gleymdi öllu því óþægilega, sem komið hafði fyrir hann um dag- inn. Hann varð alt í einu glaðlegur. „Viljið þér skrifa utan á bréf fyrir mig?“ sagði kaupmannsdóttirin. "Já, velkomið", sagði hann og leit

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.