Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 29.10.1898, Blaðsíða 1

Dagskrá - 29.10.1898, Blaðsíða 1
Dagskrá kemur út á hveij- um laugardegi, kostar 3,75 (erlendis 5 kr.), gjalddagi x. október. DAGSKRÁ Afgreiðsla og skrifstofa er í Tjarnargötu 1, opin hvern virkan dag kl. n —12 og 4—5 síðd. III. M 15. Reykjavík, laugardaginn 29. október. 1898. Til minnis. Bœjarstjórnai-fundir i. og 3. Fmtd. í mán., kl. 5 síðd. Fátœkranefndar-fundir 2. og 4. Fmtd. í mán., kl. 5 síðd. Forngrifasafnið opið Mvkd. og Ld. kl. 11— 12 árdegis. Landsbankinn opinn dagl. kl. 11 árdegis til 1 síðdegis. — Bankastjóri við kl. iiz/=— ir/j. — Annar gæzlustjóri við kl. 12—I. Landsbókasafnið: Lestrarsalur jopinn dagl. kl. 12—2 síðd. á Mánud. Mvkd. og Ld. til kl. 3 síðd. — Útlán sömu daga. Náttúrugripasafnið (í Glasgow) opið á sunnu- dögum kl. 2—3 síðd. Söfnunarsjóðurinn opinn í barnaskólanum gamla kl. 5—6 síðdegis 1, Mánud. í hv. mánuði. Okeyþis lœkningé. sjúkrahúsinu á þriðjud. og föstud. kl. 11—1 Ókeypis tannlœkning hjá tannlækni V.Bern- höft. — Hótel Alexandra 1. og 3. mánud. í hverjum mánuði. Fastir fundir í Good-Templarhúsinu. ■>Hlím Mánud. kl, 8 síðd. »Verðandh Þriðjud. - — nBifrösh Miðv.d. - — i>Fmingim Fimtudag - — David Ostlund Sunnud. kl. 6V4 síðd. Bindindisfélag ísl. kvenna; 1. föstudag hvers mánaðar kl. S’/a síðd. Barnaguðsþjónusta hvern s.dag kl. 10 árd. Fastir fundir í Framfarafélagshúsinu. Fundir Framfarafélagsins á hverjum sunnu- degi. kl. 4 síðd. Otto Wathne Iátinn. OTTO kaupmaður WATHNE ætl- aði til útlanda um miðjan þennan mánuð með gufuskipinu >Vaagen«, en fékk hjartaslag á leiðinni og lézt eftir stutta stund. Gufuskipið »Egill« mætti »Waagen« skamt frá Færeyjum, tók lík hans og flutti það til Seyðisfjarðar. WATHNE má sannarlega verða oss íslendingum harmdauður. Hann hafði sýnt framúrskarandi dugnað og atorku og veitt fjölda mörgum mönnum atvinnu um mörg ár. Scyðisíjörður og austurland yfir höfuð á honum afarmikið að þakka og er þar nú skarð fyrir skildi. Væri jafnmikill dugnaðarmaður í hverju héraði landsinsog WATHNE kaupm. var, mundi það verða öðru- vísi útlítandi eftir 20—30 ár. Er dugnaður hansenn þá aðdáun- arverðari sökum þess, að hann kom hér til lands bláfátækur og um- komulaus unglingur og stundaði síldveiðar eins og hver annar ó- breyttur sjómaður, en tókst með kjarki og áræði að verða hinn nýt- asti og mesti maður. WATHNE sál var kvænturGuð- rúnu dóttur Jóns Oddsonar hafn- sögumanns í Reykjavík. Flaggað var í hálfar stengur þegar lát hans frcttiít hingað, því öllum þótti það hin mesta sorgarfregn. Arður og ásetning. Hver skyldi vera fyrsti hyming- arsteinninn undir hagfræði vorri og þjóð- þrifum í sveitinni? Það er þó aldrei óskasteinninn, sem margir hafa viljað finna, ónei, það er kunnátta sú, að fara nógu vel með kvikfénaðinn. Eng- ar framfarir eru áreiðanlegar nema sú framför gangi á undan, eða sé hinum fullkomlega samfara. Mikið missmíði getur orðið á því, að framförin í gras- ræktinni verði að fullum notum, þó hún ómissandi sé, ef kunnáttan á kvikfjár- ræktinni er henni ekki samfara. Og eftir því verður minna gagn að auk- inni grasrækt, sem mikið vantar á, að kvikfjárræktin sé fullkomin. Og með grasrækt sem nú er, veit enginn og get- ur engiun sa gt, hve miklar búbætur gæti orðið að fullgóðri grasrækt. Ég er sannfærður um, að enginn, eða því nær enginn maður hér á landi, veit hve mikinn arð þær skepnur gefa af sér, sem farið er með upp á það bezta alt árið og að ölki lejdi, þá veit enginn heldur, hve miklu það er árðmeira, að hafa skepnur færri og vissari heldur en að hafa þær fleiri, gagnsminni og ó- vissari. En þetta þurfum vér íyrst af öllu að reyna til fulls. Það ættum vér allir að vita, að höfðatalan er ekki ein- hlít, eða arðsöm. Heyafli hér á landi hefir stundum orðið hartnær að engu, fyrir athugaleysi í þessu efni og þar með orðið að engu sveiti og tilkostn- aður heimilisins alt árið og stofninn, sem til var við ársbyrjun, orðið samferða. Og hægt mun að fullyrða, að aldrei hafi orðið hér fyllsta gagn að heyaflan- um og oftast vantað mikið á, vegna vankunnáttu og hirðuleysis í kvikfjar- rækt. Fyrsta áraþúsundin hefir ekki skorið upp mikinn ávöx af reynzlunni í kvikfjárræktinni, hefir þó margur lært þyngra nám á skemri tíma. Betur hef- ir það víða gengið á því, sem af er annari þúsundinni, þó margt sé enn óunnið. Aumt er það og hryggilegt, að vera ánauðugurog illa leikinn þræll vegna sinnar eigin vanhyggju og hirðu- leysis, þó það megi maður manni segja, allra helzt í því, sem hægt er viðgerð- ar eða afstýra má að miklu leyti. Ásetning er að sönnu nokkurtvanda- verk, þegar um naumt er að tefla með fjárstofninn. En hugsandi bónda verð- ur margt til léttis, sem ant er um vel- lfðan sína og sinna. Hann ber saman yfirstandandi ástæður og umliðnar, gras- gæði, heygæði, undirbúning á skepnum og veðráttu útlit. Annara ásetning hefi ég enga trú á. Eg hefi vitað þá menn tekna fyrir ásetningamenn, sem hafa gengið vel fram í því að drepa sjálfir fénað og fara illa með hann. Og þó það ekki væri, fer ásetningamaðurinn eftir sfnum ástæðum og hirðingarlagi. En það getur munað meiru á því, en nokkurn mann grunar, sem ekki þreif- ar á. Meðferðin á arðinum af skepnun- um er þýðingarmikið atriði fyrirhag- sæld vora. Þar kemur verzlunin ekki hvað sízt til greina. Fyrir vanhyggju í verzlun og kvikfjárrækt, missum vér ó- efað ýmist einn þrfðja, eða tvo þriðju af arði þeim, sem annars gæti orðið af atvinnu vorri- Einu sinni gerði ég á- ætlunarreikning um gagnsmuni af 40 ám hjá bóndanum A., sem fór dável með skepnur og gagnsmuni af 40 ám eftir þyngri meðal vetur, eins og ég hefi séð ær ganga undan hjá alt of mörgum, gerði samt ekki ráð fyrir, að nein þeira dræpist, en þær flosnuðu úr ull og þriðji eða fjórði hlutinn dræp- ist undan þeim, munurinn á arðinum var 357 krónur, sem reiknaður varð. Ég sýndi bóndanum A. reikninginn, hann fullyrti að munurinn væri ekki of mik- ill; hann var bæði greindur og góður bú- maður. Hann sá líka vel, að margt er í þessu efni, sem ekki verður reiknað. Lömbin undan velfóðruðu ánum verða fóðurléttari og þola betur misjafnt fóð- ur og verða alla sína æfi arðsamari og vanhaldaminni heldur en lömbin undan höránum. Eg veit, að einhverjum muni sýnast að ég hafi gert arðinn of mikinn af góðu ánum úr því munurinn varð svona míkill, en það kemur til af því, að ég matti arðinn eftir því, sem mér þó.tti hann vera í bú að leggja, en ekki eftir búðarverði. í öðru sinni reiknaði ég með öðrum greindum bónda, hve mikill skaði það gæti orðið í þyngri meðalvetri að setja 100 fjár á fullkomið 90 kindafóður og enn gerðum við ráð fyrir, að ekki dræpist margt. Skaðinn varð 600 krónur, reiknaður á sama mælikvarða og í fyrra dæminu. Þó eitthvað sé skakt í þessum dæmum eins og flestum áætlunardæmum, ersvomik- ið hæft í þeim, að þau geta vakið eft- irtekt á því, hve aumt það er, að selja sveita sinn við svo litlu verði. Eftir óþurka sumur þarf mikla var- hygð með lamba ásetning. Af því hef- ir oft hlotist mikið tjón, að hennar hef- ir ekki gætt verið. Sumir ráðleggja korn til fóðurauka og er það gott fyr- ir þá, sem þess geta aflað, en líka er gott að nota hrossakjöt með léttu heyi, ef þeir geta veitt sér það, sem ekki geta náð korni. Lambi skal gefa svo sem svari 3 munnbitum. Beitin er víða komin í hirðuleysi og vanrækt, en rétt er sjálfsagt, að gæta allrar skaðlausrar hagsýni með fóðurkostnað. Sumir álíta betra, að láta fé vera sjálfrátt í haganum, en það held ég sé sprottið af vanhygni ogsér- hlífni. Öllum hefir það vel gefist, að standa yflr fé fyr og síðar, ef ekkihef- ir verið of lengi dregið að gefa með. En sá dráttur er skaðlegur sé hann um of, einkum á landléttum jörðum. Þese ber vel að gæta, að féð leggi sem allra minst af framan af vetri. Ef þess er ekki gætt, verður það til ills eins. Ég hefi verið sjónarvottur að því, að þeir, sem lengi hafa otað fé gjafarlausu, hafa beðið af því svo mikið tjón, að það líkist þjóðsögu, þó þeir hafi halt nóg og góð hey og gefið vel þegar þeir fóru til þess; magrar skepnur eru eld- ur í heyjum. Aftur hef ég séð heytæpa menn bjargast furðanlega, sem hafa átt skepnur sínar í góðu standi fram á ein- mánuð þó þeir hafi dregið við þær. Hér verður mjög að stilla til hófs. Þáer húsrúmið; óhreint og of lítið andrúmsloft á mikinn þátt í því, að búa út allar hersveitir af kvölum og sjúkdómura, sem ofsækja manninn og öll þau dýr, sem hann hefir undir hendi. Af loftleysi hafa menn beðið kvala- fyllsta dauðdaga. Hver skepna lætur óðara lífið, ef hún missir snögglega loftið; eldurinn deyr og ljósið sloknar; þar af er auðráðið, að það er meiri eða minni hnekkir fyrir skepnuna hafi hún minna andrúmsloft en henni er áskap- að. í bók eftir Johan Schumanns um úti- gangsfé í Skotlandi og Noregi, er það talið nauðsynlegt að fullorðnar kindur hafi 120—160 þrífet af andrúmslofti, en lömb 80 þrifet, (teningsfet er fet’ á þrjá vegu, fet á lengd, fet á breidd og fet á hæð). Það er vanalegt stærðarmál á rúmi og líkömum. En af því að fyr er gilt en valið sé, reikna ég stærðina á húsunum þanji- ig, að hver fullorðin kind hafi 100 þrí- fet af andrúmslofti og er hræddur um að löndum jafnvel ofbjóði samt. En varla er Schaumans krafa nógu há, ef kindin er borin saman við mannsstærð- ina og hvað hann þarf mikið andrúms- loft. Hús yfir 40 íjár þarf þá að vera 28 fet á lengd, 12 á breidd Jog 12 á hæð, þá margfalda ég fyrst lengd með breidd. svopao, sem kemurut, \z með hæðinni, svo deili 33^,. ég með kindatölunni. 4°3a ioQ4/5eða IOO þrífet á kind Fleirstæðuhús yfir 200 fjár, 68 fet álengd, 25 fet á breidd og 12 á hæð, deilt með kindatölu. 200 68 1700 20400 :25 12 102 þrífet á kind. En því að eins er þetta andrúmsloft nægilegt, að góður eða góðir stromp- ar séu á mæninum og gott vindauga á stafninum. Svo þarf að vera bjart í húsunum, birtan er nauðsynleg fyrir öll dýr. Bezt kynni að vera, að búa svo um í gluggunum, að loftstraumur kæmi inn um þá. J. B. Húsbrúni. 15. þ. m. brann til kaldra kola á lítilli stundu verzlun- ar- og íbúðarhús Gfsla kanpmanns Hjálm- arsonar að Nesií Norðfirði. Nálega engu varð bjargað, því alt fólk úr húsinu var á dansleik í öðru húsi. Þetta var um kveldið. Húsið var vandað og fallegt og allir innanstokksmunir dýrir og vándaðir. Af austfjörðum er skrifað 15. þ. m. „Tíð hefir verið svo óþurkasöm að flestir eiga þér meira eða minna ó- þurkað af fiski sínum. Snemma í sumar lézt merkiskon- an Ragnhildur Konráðsdóttir, tengda- móðir Hjálmars sál. Hermannssonar Dbrm. á Brekku. Hún var 89 ára að aldri. 7. þ. m. andaðist í Mjóafirði ekkju- frú Helga Austmann, dóttir Jóns Gunn- laugssonar prests að Hálsi í Fnjóska- dal, og ekkja séra Jóns Austmanns. Hún var 74 ára gömul.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.