Dagskrá

Útgáva

Dagskrá - 03.12.1898, Síða 3

Dagskrá - 03.12.1898, Síða 3
79 eigi að eins Daní, heldur og Rússa, Gyðinga, Hollendinga, Pólverja og Aust- urrfkismenn. Braun im4 ritsjtóri blaðs- ins „Vorwárts" hefir nýlega verið gjörð- ur landrækur; hann var frá Ausrurríki. Th. Th. Heine heíir nú verið lát- inn laus gegn 30000 marka sekt. Austurríki: 18. f. m. gjörðu Iioo—1200 menn verkfall í vopnasmiðju í Vín. ___________ Seint í fyrra mánuði kom upp mikill uggur og ótti í Vínarborg og ekki að ástæðulausu. Þar dóu sem sé þrír menn úr „svarta dauða“ á stuttum tíma. Einn af þeim var dr. Múller, sem var sendur af stjórninni í fyrra til Bombay til þess að kynna sér sjúk- dóminn, sem þá geysaði þar; hann var 32 ára að aldri. Alt var gjört sem hægt var að gera til þess sem mest að einangra þá sjúku og sporna við frekari útbreiðslu þessarar voðaveiki, og er vonandi að árangurinn verði sá, að hún gjöri þar eigi framar vart við sig að svo stöddu. Róstusamt á þinginu með köflum. Drotningarmorðinginn Luceheni hef- ir nú verið dæmdur til æfilangrar betr- unarhúsvinnu. Sviss: Ruffi, forseti sambandsríkj- anna, fékk um miðjan f. m. ógn- anabréf frá flokki stjórnfénda. Lög- reglan kvaddi því til fundar, til þess að koma sem beztu skipulagi á sín á milli. Sambandsráðið hefir fengið tilboð frá stjórninni á Ítalíu um það að taka höndum saman til þess að verjast á- rásum stjórnfénda. Sýánn: Það hefir orðið uppvíst að yfirmaður einn í Cadix hefir haldið verndarhendi yfir spilahúsunum þar, gegn því að hala hlutdeild í ágóðan- um. Jafnvel einn af ráðherrunum var í vitorði með honum og hefir hannnú lagt niður völdin. Var því spáð í fyrstu að þetta myndi draga þann dilk eftir sér, að öllu ráða- neytinu yrði steypt, en eftir því sem nú lítur út, er ekki hægt að sjá, að það muni rætast. Sagasta hefir lýst yfir því, að stjórnin muni taka aftur hina fyrri stefnu þegar búið er að skrifa undir friðarsamninginn, og ekki bíða þess að þingið komi saman. Samkvæmt yfirlýsingu stjórnarinn- ar í Madrfd verður eyjan Portorico skoðuð sem annara eign frá 29. okto- ber þ. á. 1. nóv. kom gufuskipið »Monserr- at« til Cadix frá Cuba með 1498 spánska hermenn ; á leiðinni heim dóu 98 og 800 voru veikir. Formaðurinn fyrir hinu ameríkanska heilbrigðisráði á Cuba hafði krafist þess, að hermenn- irnir væru fluttir um borð, þótt þeir væru að því komnir að gefa upp önd- ina. Stjórn bandaríkjanna gengur illa að fá Spánverja til þess algerlega að rýma Guba og Portorico. Orsökin til þess er talin sú, að Spánv. hafi eigi efni á að flytja herinn heim. Ríkis- fjárhirzlan er tóm og lán ófáanlegt bæði utan lands og innan. Stjórnin f Madrid vill fá leyft Ameríkum. til að hafa herinn enn um hríð á eyjunum, en þeir halda því ákvæði í friðarsamn- ingurium fast fram, að Spánv. skuli viðstöðulaust víkja af báðum eyjunum. Búist er við að annaðhvort muni Banda- menn sjálfir verða að kosta heimflutn- ing hersins eða lána Spánv. fé til að koma honum heim. Frakkland. Um miðjan otkóber gaus sá kvittur upp, að nokkrir herfor- ingjar hefðu gjört samsæri gegn ráða- neytinu „Brisson"; því að hervinum hafði sárnað, að ráðáneytið hafði skor- að á yfirréttinn (kassationsetten) að end- urskoða Dreyfusmálið. Var talið að Zurlinden og Boisdeffre, fyrverandi að- alríkisráðherra, væru helztir menn í þessu samsæri og einnig hafa menn það fyrir satt, að Victor prins Napoleon hafi ver- ið í ráðum með þeim. Var róstusamt í París um þessar mundir, því að verk- fallið stóð þá sem hæst, og hugðu her- foringjar, að þeim myndi veita létt að steypa undan Brisson. En prinsinn vantaði peninga, og Brisson fékk ná- kvæmar fregnir af samsærinu og gat því séð við lekanum og sett undir hann, svo ekkert varð úr ölíu þessu hershöfðingja- samsæri. 25 október kom þing Frakka sam- an; bjuggust menn við að þá myndi margt til tíðinda verða. En er á þing er komið, fer Dér- ouléde með brigslyrði um stjórnina, og komu þau flest niður á Chanoine hermálaráðgjafa;svarar Chanoine honum og segir í ræðu sinni að hann sé sömu skoðunar og fyrirrennari hans. Að end- ingu lýsir hann yfir því frá ræðustóln- um, að hann segi af sér ráðgafa-embætt- inu, og fer við það af þingi. Brisson kvað það móti lögum og landsvenjum að hermálaráðgjafinn segði af sér á þingfundi, og mæltist aðferð Chanoines allstaðar illa fyrir og þótti mönnum hún befa vott um að Chanoine hefði verið með f herforingja- samsærinu. Daginn eftir lýsti þingið vantrausti sínu á ráðaneytinu Brisson. Bað ráðaneytið forseta um lausn, og var hún veitt því, en forseti bað ráða- neytið að vera við stjórnina þangað til nýtt ráðaneyti yrði myndað og skyldi Lochroy vera hermála-ráðgjafi í stað Chanoines. Því næst tók Dupuy að sér að mynda nýtt ráðaneyti. í því er Freycinet gamli hermálaráðgjafi, Loc- hroy sjóliðsráðgjafi og Delcasse utan ríkisráðgjafi; Braul er gjörður að að- alríkisráðgjafa í staðinn fyrir Renouard. 26. október ákvað yfirrétturinn að hann skyldi rannsaka mál Dreyfusar á ný, en fann þó enga ástæðu til að af- nema hinn fyrri dóm að svo stöddu. Er mælt að hann ætli að yfirheyra 5 síðustu hermálaráðherra Frakka; hann hefir þegar yfirheyrt Mercier Billot Cafaignac o. fl. Mælt er að yfirrétturinn hafi komist yfir bréf, er Esterhazy hafi skrif- að, og er það ritað á pappír, sem hvergi finst í öllu Frakklandi, og lítur illa út fyrir Esterhazy, ef þetta reynist satt. Frú Dreyfus fór til nýlenduráðgjaf- ans um daginn og bað um leyfi t,il að senda manni sínum hlý föt, ef hann skyldi verða látinn koma heim til Frakk- lands, en þessu var neitað og kvaðst stjórnin mundu sjá um það, ef á þyrfti að halda; hún fór samt aftur í ráða- neytið og fékk þá að heyra bréf, er ný- lega var komið frá Dreyfus, þar skrif- ar hann að hann hafi í ár krafist af Boisdeffre að mál sitt væri endurskoðað, en ekk- crt svar fengið, og hann sé því orðinn úrkula vonar og skrifi engum framar, enda sé hann kominn á grafarbakkann. Frú Dreyfus bað að mega senda liraðskeyti til hans og láta hann vita að verið væri að endurskoða mál hans, en fékk ekki leyfi til þess. Um Fashoda hafa Englendingar og Frakkar átt í deilum og allmik- ill herviðbúnaður verið hjá báðum; Marchand sendi adjutant Liculenant Baratier til Paris til að tala munnlega við stjórn Frakka.en fór í jálfur’til Kairoog hershöfðingi Kitchener fór sjálfur til Lund- úna. En að lokum sáu Frakkar að sér myndi ekki duga að etja kappi við af- armennið, og ætla að láta af hendi Fashoda. En Engl. hafa leyft March- and að snúa aftur til FashodaAneðJþví skilyrði, að hann færi þegar í stað með lið sitt þaðan. í Grikklandi hafa orðið ráðgjafa skifti; Zaimas ráðnaneytið farið frá, en Zaimis ráðaneyti komið í staðinn- Filiþpseyjar: Margar og miklar bollaleggingar hafa verið gjörðar nú í seinni tíð um það, hvort krafaj Banda- manna til Filippseyjanna muni uppfylt. Víst er um það að spánska stjórnin hefir til þess verið alráðin í að mót- mæia þeirri kröfu, en hætt er við að það komi, fyrir ekki. Sumir segja að Spánv. vænti þess, að þýzki keisarinn sem ætlar að koma við á Sponi á heimleiðinni, muni að minsta kosti leggja þeim liðsyrði í þessu máli, en ólíkt virðist það vera, að hann skifti sér nokkuð af því að svo stöddu* — Það hefir flogið fyrir að Bandamenn muni ætla að bjóða Spánv. 40 milj. lcr. fyrir Filippseyjarnar, en aðrir segja að amerískir stjórnmálamenn haldi því fast fram að þeir fái engar skaðabætur og mun það sanni nær. — Nokkrir hafa getið þess til, að ef Bandamenn ná fullum yfirráðum yfir Filippseyjum muni þeir ætla að bjóða Englendingum þær í skiftum fyrir Jamaica; eigi er það sennilegt, að Englendingar myndu gleypa við því þó til kæmi. — Nú hefir ný uppástunga verið lögð fyrir friðarráðið í París viðvíkjandi eyjunum. Hún er sú að stjórn þeirra verði falin evrópisk-amerikönsku félagi til 99 ára með 400 milj. dollara höfuðstól. Fé- lagið skal velja forseta til þriggja ára í senn. Forsetiun má þó eigi búa á eyjunum, heldur hafi hann þar fulltrúa sinn. Sagt er að menn hafi augastað á þýzkum prinsi til forsetatignarinnar. Óeyrðir allmiklar urðu í Manilla seint í f. m. milli A meríkumanna og Tagala af þerrri ástæðu að Dewey Iiðsforingi bannaði hinum síðarnefndu að draga upp lýðveldisflagg í Manilla. Hvorirtveggja biðu talsvert tjón. Cuba: Sagt er að uppreistarfor- inginn Gomez sé valinn forseti lýðveld- isins Cuba. Ameríka: Indiánauppreistin í Banda- ríkjunum er þegar niðurbæld, enda ekki eins stórvægil. og haldið var. Hins vegar búast menn við nýjum og meiri óeyrðum af þeirra hálfu, ef stjórnin tekur ekki í taumana til þess að vernda þá og land þeirra frá yfirgangi hvítra manna og ofbeldi embættismannanna. Verkfall meðal námamanna í Bandaríkjunum um miðjan f. m. og þar af leiðandi róstur, því svertingjar voru fengnir til að vinna í stað þeirra, sem hættu vinnu. í upphlaupi því, sem afþessu leiddi, biðu 19 menn bana, en 30 særðust. Tillaga um bann gegn tilbúningi, sölu og innflutningi áfengra drykkja í Canada var feld með 20,000 atkvæða mun. Landamerkjadeilan milli Argentina og Chile í Suður-Ameríku endaði með því að Chile viðurkendi rétt Argent- inga til lands þess, er ágreiningur reis af. — Seint í fyrra mán. kom skip eitt til San. Fransisco með tvo menn veika af „Byldepest" (svarta dauða). Skipstjórinn og einn sjómaður höfðu dáið á leiðinni. Þann 7. þ. m. kom eldur upp í Kapítólium í Washington. Kviknað hafði í gasi undir hæstaréttarsalnum. Brátt tókst að slökkva eldinn, þó haíði hann áður eyðilagt næstum allan mið og austurhluta byggingarinnar, sömu- leiðis mörg dýrmæt rit Og mikilsverð skjöl. Skaðinn á hæstaréttarskjala- safninu og bókasafninu er metinn I. miljón dollara, en á húsunum um 200000 dollara. Ajiríka: Liðssveitir Englendinga, sem komu frá ofanverðu Nílfljótinu í fyrra mán. dóu í hrönnum af maga- veiki. Því er kent um, að menn þ«ssir hafi neytt skemds kjöts og falsaðra vínfanga. Stóra sjúkrahúsið í Raseltin troðfult og tjöldum slegið upp þúsund- um saman til hælis þeim sjúku. Veiki þessa hefir liðið flutt með sér yfir til Krítar. 14. f. m. voru tveir ítalskir stjórn- féndur handsamaðir í Kairo. — Um sama leyti voru 9 stjórnféndur teknir höndum í Alexandríu, allir ítalskir. Hjá einum þeirra fundust sprengikúlur. Allar líkur eru til að þeir hafi haft í hyggju að nota þær í Abdínhöllinni í Kairo móti þýzka keisaranum og ef til vill Khedívanum, enda fundust ýms skjöl í fórum þeirra, sem virtust benda til þess. Meðal rita þessai a voru nokkur tölublöð afblaði stjórnfénda „L’agita tore“; þar er alt fult af eggjunum til að myrða Umberto konung Ítalíu. 16. nóv. 1898. (Viðbót). Þýzkaland. Vilhj. keisari er á leiðinni heim; átta keisarasleikjur hata tekið höndum saman til þess að búa honum dýrðlega hátíð við heim- komu hans. Frjálslyndu blöðin aka sér yfir þessu og segja, að enginn. muni þó geta ætlast til að hátíð sé haldin í hvert skifti, sem keisarinn kemur heim úr sínum mörgu leiðangr- um. Sviss: Samkvæmt almennri at-' kvæðagreiðslu er það við tekið að sömu lög skuli gilda fyrir öll sam- bandsfylkin hér eftir. Ameríka Aðfaranótt hins 15. þ. m. rákust tvær járnbrautarlestir á, á milli Montreal og Toronto. Atta ferða- menn biðu bana. Margir lemstruðust. Sú fregn flaug fyrir rétt áður en póstskip fór, að Dreyfus hefði 'verið látinn vita að mál hans yrði tekið fyrir og rannsakað af nýju. Svar til Njarðar frá „ leikfimiskennaranum. Einhver aumingi, sem kallar sig »Njörð«, skrifar ritstjóra „Dagskrár" og biður hann að segja sér, hvar leikfimis- kennari M. M. sé niður kominn. Þetta er auðsjáanlega einn afþeim mönnum, sem tala áður en þeir hugsa, því að seinna í greininni svarar hann sjálfur þessari spurningu. Hefði þessi. piltur, sem eg kannast ekki við af nafn- inu, að til mín hafi komið í neinum er

x

Dagskrá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.