Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 31.12.1898, Blaðsíða 1

Dagskrá - 31.12.1898, Blaðsíða 1
Dagskrá kemur út á hverj- um laugardegi, kostar 3,75 erlendis 5 kr.), gjalddagi 1. október. DAGSKRÁ Afgreiðsla og skrifstofa er Tjarnargötu 1, opin hvern virkan dag kl. 11 —12 og 4—5 síðd. III. Jfo 24. Reykjavík, láugardaginn 31. desember. 1898. .xpr ! & xjjtf PW O e,Ts> i Gleðilegt nýár býður Dagskrá öllum íslendingum með þakklæti fyrir góða sam- vinnu á árinu, sem er að kveðja. Hún ætlar hvorki að lofa né lasta það, en einungis óska þess, að hið nýja megi flytja þjóð- ina upp og áfram, ekki um eitt skref, heldur mörg, á brautum frægðar og frama, bæði í andlegum og líkamlegum efnum. — Hún óskar þess, að allur tepruskaput, öíl tortryggni, allur rígur, allur kuldi og kærleiksleysi, deyfð og drungi megi hverfa úr hugum landsmanna, en einurð og drenglyndi, sátt og samlyndi, áhugi og sjalfstæðar skoðanir, fjör og líf koma í þess stað. — Hún óskar þess, að íslendingar sjálfir megi fá sem bezt augun opin fyrir því, hvað þeir eru, hvað þeir eiga að vera og hvað þeir geta verið. — Hún óskar þess, að þeir aldrei láti hrekjast af þeim orustuvelli, þar sem þeir eiga að berjast fyrir réttmæt- um kröfum, hvort sem þeir eiga við útlenda óvini að etja eða íslenzka liðhlaupa, og Dagskrá mun leggja sitt til þess, eins og hún þykist hafa gjört. — Hún mun kappkosta að berjast undir réttum merkjum og beita öllum þeim ærlegum vopnum, er hún hyggur bezt reynast. — Hún mun ekki taka sér þau blöð til fyrirmyndar, er dingla rófunni framan í þá, sem vílja flá þjóðina lifandi til þess að fita sjálfa sig. Dagskrá mun ganga tram djarft og óhikað eins og að undanförnu og þess vegna getur hún með góðri samvizku boðið íslendingum gfleðilegt nýár. Strengjum þess allir heit, að reyna að iáta þetta nýja ár verða merkisár í sögu íslands — og látum hug fylgja máli! Gleðilegt nýárl ! w 0 f eh \ Good-Templarreglan og önnur bindindisfelög. Nú á sfðari árum hefir bindindis málið eflst mjög hér á landi. Fyrir rúmum 15 árum voru það að eins ör- fáir menn, sem aðhyltust það, nú skifta þeir þúsundum; þá mintist varla nokk- ur maður á það opinberlega, nú minn- ast hér um bil öll blöð landsins á það að einhverju leyti, að minsta kosti flytja þau flest öll fregnir um signrfarir þess á síðasta ári. Fjöldi nýtra manna hefir þegar tekið að íhuga, hvað gjöra skuli til þess að frelsa land og lýð und- an bölvun drykkjuskaparins, og flestum hefir komið saman um að til þess þyrfti að mynda sérstök félög, er algjörlega bönnuðu félagsmönnum sínum nautn á- fengra drykkja og reyndu á allan heið- arlegan veg að fá aðra til að hætta al- veg að drekka áfengi, því að margir eru svo hræddir um að Bakkus kunni að grípa alla hendina, efhonum errétt- ur einn fingur. Að þessu sinni skal hér ekkert frekar fariðútíþau atriði, enda ætti bindindis- málið að fara að mæla með sér sjálft, en þar á móti vil ég virða fyrir mér félög þau, sem þegar hafa verið stofn- uð í þessu augnamiði hér á landi og í- huga, hvert þeirra muni samsvara bezt tilgangi sínum, eða vera líklegust til að vinna með miklum árangri, og er það Von mín, að aliir bindinsvinir vilji íhuga það með mér, því að það er auðsætt, að áríðandi er í bindindismálinu, ekki síður en annarsstaðar, að velja beztu að- ferðina og greiðustu leiðina að tak- markinu. Eins og kunnugter, er Good-Templ- arreglan lang ijölmennasta bindindisfé- lagið hér á landi, en auk þess eru all- mörg bindindisfélög hér og hvar um landið, sem starfa hvert út af fyrir sig, án þess að neitt ytra samband sé á milli þeirra, nema í Múlasýslum og við Eyja- tjörð, þar hafa menn á síðustu árum komið á nokkru beinu sambandi milli bindindisfélaganna. Það er sumra manna mál, að þessi síðamefndu félög séu yf- irleitt miklu hentugri og heppilegri hér á landi en G. T.reglan, en varla munu þeir færri, sem staðhæfa hið gagnstæða og segja að G. T.reglan hafi bæði mikla innri yfirburði fram yftr hin félög- in, og sama sé að segja að því, er hin- ar ytri ástæður snertir, þar standi hún miklu betur að vígi en hin félögin. Innri yfirburðir G. T.reglunnar munu í fám orðum vera þessir: G T. reglan er kristilegt félag. í bókum þeim, sem lesið er úr á hveij- um G. T. fundi, er mikil áherzla lögð á, að alt bindindisstarf eigi að spretta af einberum bróðurkærleika, og að hann eigi að vera svo mikill í hjörtum mannanna, að þeir ekki eingöngu reyni að frelsa breizka meðbræður sína úr glötun ofdrykkjunnar, heldur styðja og styrkja náungann yfir höfuð í öllum hættum hans og freistingum, og það er ekki numið staðar við slíkar almennar mannúðar- og mannkærleika-áminningar, heldur eru hvervetna í sömu bókum bein- ar og óbeinar áminningar um, að elska guð af öllu hjarta og hans elskulega son, frelsara vorn, Jesúm Krist; í þessu augnamiði eru lesnar upp algjörlega kristilegar bænir á hverjum fundi, og það er einmitt þetta, sem kernur því til leiðar að hver G. T.fundur geti orð- ið uppbyggileg og gagnleg samkoma, jafnvel þó ekkert fundarefni sé fyrir. (Sjá ennfremur grein mína í febrúarbl. »Verði Ljós« 1898! »Er G. T.reglan kristilegA) Ekkert annað bindindisfé- lag hér á landi mun hafa slíkar fastar guðræknisiðkanir á fundum sínum, og ég vona, að flestir játi með mér, aðhér sé um stóran kost að ræða á G. T,- reglunni. G. T.reglan gj'órir meiri kröfurtil félagsmanna sinna, en hin bindindisfél'óg- in. „Seggir nýtir setja merkið hátt", og það gjörir G. T.reglan og; hún hef- ir tekið sér fyrir hendur að rýma á- fengum drykkjum brott úr heimsverzl- uninni og leyfa meðala- og efnafræð- ingum einum að fara með áfengisvökv- ann. Hún krefst æfilatigs bindindislof- orðs af öllum félögum sínum og heimt- ar af þeim hærri gjöld en alment mun vera í öðrum bindindisfélögum hér1); hún hefir nákvæm og skýr lög og heimt- sr fullkomna hlýðni við þau, og cnn- fremur hefir hún ljósari og ákveðnari fundarsköp, en nokkurt annað alment félag hér á landi mun hafa. Hin bind- indisfélögin hafa flest annaðhvort bind- indistímann dákveðinn, þannig, að menn geta gengið úr félaginu og jafnframt losað sig við bindindisloforðið, hvenær sem þeim sýnizt, eða þau miða loforð- ið við eitt félagsár, eða stundum fleiri, þau munu sárfá, sem krefjast loforðs, sem gildi alla æfi. Þegar um þenna samanburð á G. T reglunni og bindindisfélögunum er að ræða, mun það vera fátt, sem bindind- ismenn og aðra greinir jafnmikið á um eins og einmitt þetta bindindisloforð; hvort það eigi að vera æfilangt, tíma- bundið, eða óákveðið, að því er tíma- lengd snertir. G. T. og fleiri segja: „hví skyldu menn ekki taka skrefið nógu langt, þegar menn á annað borð vilja verða bindindismenn? Skyldi ekki bindindismálið verða eins gott á morg- un og í dag; og ef vert er að styðja það í ár, ætli það verði ekki eins að ári, etc? "Hinir svara: „Vér viljum ekki binda oss svo lengi", og jafnframt benda þeir á þann sorglega sannleika, að flestir beir, sem ganga úr G. T.regl- unni og öðrum bindindisfélögum, sem kunna að hafa æfilanga skuldbindingu, hirða ekkert um æfilanga bindindislof- orðið framar. En því má svara svo : Menn sleppa ekki þeim kröfum, sem þeim finnast réttmætar og heppilegar, þótt sumir séu svo breizkir að þeir full- nægja þeim ekki. Þannig mundi það vera talin fásinna, ef draga skyldi úr hinum almennu siðferðisreglum vegna þess að fæstir fullnægja þeim algjörlega. Líkt er því og varið með gjöldin í G. T.reglunni. Þvi skal ekki neitað, að þau geta ekki siður en æfilanga lof- orðið orðið sumum mönnum að hneyksl- unathellu, en yfirleitt eru þau mjög heppilegur prófsteinn til að sýna alvöru og áhuga, en útiloka léttúð og kæru- leysi, auk þess sem þau veita einstök- um stúkum og reglunni í heild sinni miklu meiri krafta til ytri framkvæmda, en þær mundu annars hafa, enda munu tiest bindindisfélög með litlu tillagi finna ‘) Upptökugjald fullorðinna karlmanna í G. T. reghma má ekki vera. lægra hér á landi en 2 kr., ogupptökugjald kvennmanna og unglinga ekki lægra en 1 kr., ársfjórðungs- gjald karlmanna má ekki vera lægra en 60 aurar og kvennmanna og unglinga ekki lægra en 30 aurar. sárt til peningaleysisins og mörgu fé- lagi verður það að banameini. G. T.reglan hefir miklu betri stjórn- arskiþun en 'ónnur bindindisfélóg her á landi. G. T.reglan er alheimsfélag; æðsta löggjafar- og dómsvald hennar er í höndum fulltrúaþings, yfirmaður regl- unnar milli þinga er formaður þess; það heldur fundisínaannaðhvort árí ýms- um löndum, fulltrúar þessir eru kosnir af hinum svonefndu stórstúkum (Grand- Lodges) og í þeim sitja aftur fulltrúar undirstúknanna í hverju landi eða fylki Hin ísl. stórstúka er ein afþeim, og við hlið hennar standa fjölda margar aðrar í öllum álfum heimsins. Hinar einstöku stórstúkur eru einskonar yfir- réttur í öllum þeim málum, sem undir- stúkurnar vísa til þeirra, þær hata lög- gjafarvald í sérmálum sínum og eiga að annast bindindisútbreiðslu í sfnu landi og fulltrúum undirstúknanna borga þær ferðakostnað á stórstúkuþingin, og þess vegna borga undirstúkurnar nefskatt til þeirra. Þar að auki geta undirstúkur í hverju héraði eða sýslu myndað sín á milli umdæmisstúku, er annast á bind- indisútbreiðslu í umdæmi sínu ogstemma stigu fyrir áfengissölu. Hver undir- stúka ræður sérmálum sfnum og gefur sér sjálf aukalög í ýmsum atriðum, t. d. hve ott hún vill halda fundi og hvort hún villhafatillögin hærri en það lægsta takmark, sem stórstúkan hefir ákveðið, en í öllum öðrum aðalatriðum hafa all- ar undirstúkur sömu lög. Öll þessl margbrotna stjórnarskipun veitir G. T.reglunni atarmikla festu, hver starf- andi stúka finnur til þess á margan hátt, að hún er limur á lifandi líkama, sem hefir sitt ákveðna starf að inna af hendi; það er lítil hætta á því, að einstakar stúkur einangrist og hætti þess vegna öllu starfi. Ef vér nú lítum á ástæður og starf G. T.reglunnar og annara bindindisfé- laga hér á landi, verður munurinn þessi: Þegar G T.reglan kom hingaðtil lands (1884), voru bindindismenn hér á landi um 400, nú eru þeir sjálfságt full 4000 og þar at líklega næstum 3/4 hlutar G. T. Á sfðustu 2 árum hefir G. T.reglan vaxið um fullan helming hér á landi bæði að því, er stúkur og mannfjölda snertir, þar á móti er oss ekki kunn- ugt um, að öðrum bindindismönnum hafi fjölgað neitt verulega á þessu tíma- bili. í Reykjavík, þaðan sem flestir andlegir straumar ganga út á meðal þjóðarinnar, voru fyrir 2 árum 2 G. T. stúkur og í þeim hér um bil 400manns, nú eru þær orðnar 5 og telja yfir þús- und fullorðinna manna. I Reykjavíkur- prestakalli var þá ein barnastúíca, nú eru þær þrjár,—því að eigi má gleyma því, að G. T. reyna að ala börnin upp í bindindissannleikanum og ‘nafá til þess sérstök félög með sérstökum lögum og að nokkru leyti sérstakri stjórn —- Á hinn bóginn eru aðrir bindindismenn til- tölulega sarfáir hér í höfuðstaðnum. G. T. halda úti 2 blöðum og gefa út ýms rit til eflingar reglunni og útrýmingar drykkjuskap, og G. T.reglan er eina bindindisfélagið, sem nýtur styrks af op- inberu fé. G. T. halda annaðhvort ár stórstúkuþing hér í R.vík til eflingar reglunni, hin félögin hafa ekkert slíktsér til styrktar, nema að því leyti, sem þau hafa á þessum tveimur stöðum, sem ég hefi þegar nefnt, komið á fulltrúafund- um við og við. Það er enginn efi á því, að slík samlimun er næsta heppi- leg, ef bindindisfélögin eiga að standa reglunni að nokkru leyti á sporði, en á hinn bóginn virðist slík samlimun eiga nrjög langt í land víðast hvar annarsstað- ar á landinu og enda talsvert vafamál, hvort það er »praktist« fyrir bindind- issinna að verja til hennar svo miklu fé og kröftum, sem nauðsynlegt væri, ef hún ætti að ná yfir alt landið, og hvort

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.