Dagskrá

Útgáva

Dagskrá - 07.01.1899, Síða 1

Dagskrá - 07.01.1899, Síða 1
Afgreiðsla og skrifstofa er Tjarnargötu i, opin livern virkan dag kl. n —12 og 4—5 síðd. III. M 25. Nótt. Fyrir ströndum æðir hafsins andi uppreist þreytir móti sjálfs síns veldi— brimgrön teygir hátt að hamri og sandi, hvæsir köldum neistum djúps af eldi. Dauður gaddur grúfir yfir landi; glerblá skikkja íjalls um öxl sig vefur — Eins og hreiður hrafnsins bringu undir hvíla í nótt og myrkri visnar grundir. Dalur fast í faðmi heiða sefur. Fóllcið liggur lágt í kyrð og dvala. Ljúfar englahöndur vöggum rugga. Stormsins þúsund tungur hvísla’ og hjala; hvílur sækja vættir Ijóss og skugga. Óttustundir sterka drauma ala.— Stjörnusalir yfir skýjum blika. Efsti tindur öldur þoku brýtur, Úðarok af jökulboðum þýtur. Himnaljós á hrönnum loptsins kvika. Nú er vaknað líf í svefnsins löndum.- Ljettir fætur bratta vegi stíga. Töframáttur er í öllum höndum, Öldur lækka, rökkurveggir hníga. Óskastund er yfir heiði og ströndum. ísgrátt hrímið snýst í blóm og gróður. Skuggabrekkur fyllast hvftum hjörðum, hús og siglur rísa í eyðifjörðum. Laufgastbjörkviðbjörk um höggin rjóður. Aðrir móka — í dyrum duliðsheima; Dökkur múr þeim felur Ijóssins borgir. Dvalaminni daga liðna geyma, daufum taugum skynjast gleði og sorgir. Höfgir þankar húms um auðnir sveima, hvarfla og blakta eins og dapur logi, hálfir enn í höptum moldar bíða, hægt með tímans móðu í gleymsku líða. Andardrættir blandast brimsins sogi. Nokkrir vaka.— I andans árdagsroða, undir nætursiæðum, fjallið brennur. Vængir þjóta hart—og breyting boða, bjartra alda skin af liafi rennur. -— Lokuð augu höf og hauður skoða, heyrist þagnarómur lífs af sviði. — Hugir vökumanna af rekkjum rísa, rökkurgeyminn huldum eldum lýsa. Halda vörð í hljóðu draumaliði.— Þögn og nótt er yfir öllu landi. Eldur djúpt í brjóstum jarðar sefur. Hart við strendur æðir hafsins andi; axlir fjallsjns glerblá skikkja vefur. — Vötn og straumar iða íss í bandi; undir fönnum dauður gróður bíður. Mannahugir móka, sofa, vaka, mold og lind í draumi rísa af klaka. Tímans breiða móða líður — líður.— Einar Be 'iediktsson. Rangar ályktanir, Þegar einhver byrjar á einhverju fyrirtæki, sem er óþekt eða ekki í sam- ræmi við tíðarandan eða almennan vana, þá rís Pétur og Páll upp til handa og fóta, til þess að spá fyrir um framtfð þess. Og spádómarnir eru oftast áþá leið að þetta hljóti að fara um koll, það sá heimskulegt fyrirtæki, það borgi sig ekki o. s. frv. o. s. frv. Núna um jólin hafa ýmsir bæjar- menn skemt sér við að spá fyrir kúa- búinu, sem Baróninn frá Hvítárvöllum, að sögn, ætlar að koma hér upp við Reykjavík, laugardaginn 7. janúar. 1899. ReykjaviTc. Hafa spádómarnir verið næsta misjafnir, eins og mennirnir hafa verið misjafnir, sem spáð hafa. Þykir sumum það illa farið að slík stofnun skuli komast hér á fót. Kenna þeir í brjósti um kúaeigendur hér f bænum, sem hafa mörg undanfarin ár selt mjólk árl. svo skift hefir iooo pt. á 18 og 20 aura pt. Þeir telja það svo sem sjálfsagt, að mjólkin lækki í verði, ef 50 kúabú verði sett upp hér í bænum og það er svo sem auðvitað, enda grætur það enginn af þeim, sem mjólk þurfa að kaupa, þótt hún lækkaði í verði. Enda eru 18 aurar alt of mikið, og það borgar sig vel að hafa hér kýr þótt mjólkin sé seld ódýrari, sem síðar mun sýnt verða. Nú eru nckkuð á annað hundrað kýr í bænum og ef þær fjötguðu upp í 200 þá mundi mjólkin úr þeim öllum saman, ef þær væru meðal kýr, verða yfir árið 400,000 pt. Nú er um 5000 manns í bænum, og koma þá um 80 pt. af mjólk á hvert mannsbarn eða tæplega 1 peli á dag. Það er skárri mjólkurnautnin, eða hitt þó heldur: 1 peli á dag fyrir hvert ntannsbarn. Jafiivel þótt mjólkin sé á 18 aura er þctta ekki mikið. Hvað þá heldur ef hún kemst ofaní 15 aura, sem ég verð að álíta hæfilegt verð. Og það er beinn sparnaður að því, í hverju búi að kaupa sem svarar >/2—1 pt- af mjólk á dag fyrir hvern heimilisaaann, ef mjólkin er í þessu verði. Eftjr nær- ingargildi mjólkurinnar, til móts við aðr- ar fæðutegundir, sem þurrabúðariólk verður alment að lifa við, þá lætur það mjög nærri, að 8 menn til jafnað- ar, væru um hverja kýrnyt. En til þess að Rvík. hefði svo mikla mjólk, sem ég álít hæfilegt, þá þyrftu kýrnar að vera ekki færri en 600 og það alt með- al mjólkurkýr. En borgar það þá sig að hafa kýr hér í bænum, ef selja á pt. á 15 aura, munu r.ú menn spyrja. Eftirfarandi tölur ættu að geta gefið bendingar í þá átt. Rentur af 400 króna höfuðstól í 2 kúm, fjósi og hlöðu fyrir þær 20 kr. Fóður kúnna og útgjöld . . . 400 — Hirðing og hagatollur ... 46 — Kostnaður við sölu á mjólkinni 30 — Fyrir vanhöldum og ynging á kúnum io°/o..................20 — Samtals: 516 — Arður af kúnum: 4000 pt. á 15 aura.............600 kr. Áburður 25 kr................. 50 — 2 nýbornir kálfar.............. 6 — Samtals: 656 — Mismunur: 140 — Dálaglegur ágóði, sama sem rent- ur af jjoo krónum. Sé áburðurinn vel hirtur, er hann með þvaginu hér um bil 56 króna virði undan hverri kú. En af því að allvíð- ast er illa farið með hann, þá vil eg ekki gera hann meira en 25 króna virði. Ég vil líka geta þess, að sé farið vel með mjólkurkýr, þá má gera ráð fyrir að þær mjólki alt að 2500 pt. yfir ár- ið, eða jafnvel þar yfir, en þá eru kýrnar vel meðal mjólkurkýr að upp- lagi. Þess ber að gæta að eftir því sem kýrnar eru fl. saman, eftir því verð- ur allur kostnaður við þær minni. Ég get þess til hér að framan, að mjólkurpotturinn seldur á 15 aura væri hæfilegur hér f Rvík, þegar tekið væri til- lit til næringargildis og dýrleika annara fæðutegunda sem þurrabúðarmenn yrðu að leggja sér til munns og ég skal bæta því við, að mjólkin gerir fæðuna Ijúf- fengari, þar af leiðandi meltanlegri og styrkir kraftana og er sjúklingnum og veikbygðu fólki ómissandi.. Skildi fátæku þurrabúðarfólki ekki vera hollara að kaupa 1 pela af mjólk á 4 aura, í stað 1 kaffibolla, og er kaffi- bolllinn þó sjálfsagt dýrari, ef sykur og vinna og eldiviður er með talinn, og þar ofan á er kaffið sjálft ekki nærandi, en töluvert óholt. Fátæklingar, sem lifa mest á brauð- um, smörlíki og kaffi, þurfa að fá mjólk, og það væri engin vanþörf á að brýna fyrir slíkum mönnum að reyna að haga matræði sínu sem bezt. Ég verð að álíta að bæjarfélaginu sé hin mesta nytsemd að því, ef kúabú í stórum stíl vcrður sett á stofn hér, því þá verður mjólkin ódýrari og meiri í bænum og það er sannarlega bænum til hins mesta gagns. Það að búið mundi styrkja bæjarfélagið, hvað gjöld áhrærir, er lítils virði hjá því að gefa þorra manna kost á ódýrri og góðri mjólk. En þjóðin í heild sinni hefir einn- ig mikil not af slíkum búskap. Land- búnaðinn, aðalatvinnuveg þjóðarinnar, vantar þá menn, sem hafa krafta og vilja til þess að sýna, hvað gera megi. livað búskapurinn borgi sig vel, ef hann er stundaður vel. En til þessa hafa þeir verið fáir, sem nokkuð verulegt hafa lagt í sölurnar fyrir þennan at- vinnuveg annað en það, sem við hefir gengist frá landnámstíð. Ég kalla það að leggja mikið í sölurnar að verja mörgum þús. króna í bústofn, svohægt sé að reka búskapinn rétt og (ratsion- elt). Þá fyrst er hægt að sjá hvað gamla ísland hefir að bjóða börnum sínum. Sig. Þórólfsson. Nýárskveðja ,Dagskrár‘. Vér endurtökum ósk vora til yðar allra um gæfu og gengi á kom- anda ári, með alúðarþökk fyrir hið liðna, þér sem lesið Dagskrá og unnið henni góðs. — Nýárskveðju fáið þér frá öllum. — Það er landssiður og veit Dagskrá að vísu, að allar góðar óskir eru góðar.— En vaninn dregur úr krafti og kær- leika hinnar algengu árnanar, sem hver sendir öðrum. Dagskrá vill af heilum hugv biðja þess, að þér allir, hver á sinn hátt, hver eftir sinni löngún og lífstöðu megi njóta hins góða, sem hvert einasta ný- byrjað ár ber í skauti sínu, sé þaðnot- að rétt. Því hvernig sem hagar og hátt- ar, er sæla og lán í raun réttri árang- ur þess, hvernig vér sjálfir teflum með það, sem vér ráðum yfir af auðilífsins. En því verður ekki neitað, að nú líða erfiðar stundir yfir Island, ekkisvo tnjög af náttúrunnar völdutn, heldur af óstjórn, stjórnleysi og stefnuvillummeð- al þeirra krafta, sem eiga að ráða land- inu, reisa það við. Það er óstjórn þegar ráðendur lands og lýðs gjöra fyrirskipanir og framkvœmdir, sem eru pegnunum til tjóns. Þetta hefir þing og stjórn gjört í ríkum mæli á síðustu árum, einkum með ófyrirgefanlegri eyðslu á landsfé til skaðlegra fyrirtækja. Búsveltureikningur eimskipaútgjörð- arinnar gnæfir hátt eins og minnisvarði þeirrar voða vitleysu og margan vantar nú brauð og margur er nú klæðlaus og kaldur fyrir það, að þeim gullstraumi var veitt í öfugan farveg — til eyði- leggingarinnar. Það er stjórnleysi, þeg- ar látið er ógjört það, sem hverri heil- vita stjórn ber að gjöra, þegar atvinnu- leysi er í fólkslausu landi, þá kemur það af því, að hið opinbera rækir ekki skyldu sína, hvort sem það eraf skeyt- ingarleysi, óviti eða varmennsku. Það opinbera vantar altaf verka- menn í fólksnauðu landi, það opinbera er alt í öllu, á að vera alt í öllu, þegarfylk- ingar einstaklinganna riðlast og villast í rásinni fyrir tilfelli, fyrir óhöpp eða öfug hlutföll í tilboði og eftirspum vinnukraftanna. í Reykjavík eru hundr- uð handa iðjulaus, hundruð mannabjarg- arlaus, vegna þessa vítaverða stjórnleysis. Landssjóður er skoðaður sem ein- einstaklingur, óviðkomandi þjóðinni, ó- vinur hennar, sem eigi að forðast fjár- útlát til hennar, sjúga úr henni merg- inn, drekka úr henni blóðið til gróða við hvert fyrirtæki, í einu orði: stjórn- endur vorir hafa ekki skapaða hug- mynd um, að landsjóður er gjaldberi þjóð- arinnar, sem á að hlýðnast tafarlaust þeim skipunum, sem þörf og nauðsyn henn- ar leggur fyrir hann. Þótt þær skipan- ir séu ekki talaðar með orðutn. — Þótt þær sjáist einungis af mögrum beinum fátæklinganna og starflausum höndum þeirra, sem vilja vinna, af vandræðum í viðskiftalífi manna eða af einhverju meini þjóðarinnar, sem lækna má með opinberu fé. Landið er jafnríkt, hvort sem sjóðurinn á féð eða sá atvinnu- lausi fær það, og hví fleygir það opin- bera öllu verði í sjóinn, sem gjalda mætti fyrir vinnu atvinnuleysingjanna"? Það ei stefnuvilla, þegar samtök einstaklinganna og atgerðir einstakra atkvæðismanna fara í öfuga átt, þjóð- inni til niðurdreps. Þetta hafa kaupfé- lögin gjört og margir helztu menn þings- ins, með því að vilja teygja þungamiðju verzlunarlífs vors út fyrir landið. Af þessu er það komið, að íjársölubannið hefir stofnað viðskiftum og velferð ís- lendinga í voða. Kaupmenn innlendir —og jafnvel útlendir — ef ekki vildi betur til, hefðu getað stýrt sjóinn af og hefðu gjört það. En bændafélögin gátu það ekki og gjöra það ekki. Fé lögin finna ekki eins fljótt nýja markaði og kaupmennirnir — og finst þeim ekki þá tjónið léttbærara efþaðlend- ir á kaupmönnum—þessum fáu? Óstjórn, stjórnleysi og stefnuvilla. hefir leitt ísland í hættu—því verður ómögulega neitað. Vandræðin aukast ólijákvæmilega á meðan lanbbúnaðurinn er a) bæyt ast í hollara horf, í það að framleiða vöru, sem altaf selst, smjör, ost, kjöt, í stað litandi fjárins. Það er hjartans ósk Dagskrár, að Framh. á bls 100.

x

Dagskrá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.