Dagskrá

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagskrá - 07.01.1899, Qupperneq 2

Dagskrá - 07.01.1899, Qupperneq 2
98 Landbúnaðurinn. Eftir Jón Jónatansson (búfr.). II. Umbætur og framkvæmdir til við- reisnar landbúnaðinum verða að gjör- ast með þrennu móti: Með skynsamlegum aðgjörðum bings og stjórnar, góðum innbyrðis fé- lagsskap hjá þjóðinni og fyrir vilja og viðleitni hvers einstaklings, er landbún- að stundar. Að því, er snertir hið fyrsta, meg- um vcr eflaust vænta hins bezta, því þingið hefir sýnt, að það vill hlynna að landbúnaðinum, og enda þóít sum- ar tilraunir þess í þa átt hafi ekki bor- ið æskilegan árangur, tjáir eigi að fást um það, þar eð svo er að sjá, sem það sé þegar farið að stíga inn á nýja og betri leið. Frumvarp neðri deildar á síðasta þingi, um stofnun búnaðarsjóðs, fer alveg í rétta átt, og þó það ekki næði þá fram að ganga, verðum vér að gjöra oss von um, að það verði samþykt á næsta þingi og vér verðum að skora á þingið að gjöra það. Því það er hið fyrsta og þarfasta verk, sem þinginu ber að gjöra, ef það vill láta verklega til sín taka um eflingu búnað- arins. — Þeir þingmenn, sem voru frumvarpi þessu mótfallnir, fundu því það einkum til foráttu, að lánin mundu eigi verða notuð. En nú hefir það dæmi fyrir sér sem sýnir að slíkt er alls eigi að óttast. Eins og kunnugt er, veitti síðasta þing 30000 kr. úr víð- lagasjóði með svipuðum kjörum og til var tekið í frumvarpinu. Þetta fé var óðara notað og lánbeiðendur komu úr öllum áttum eftir að það var þrotið, enda mátti við því búast, að menn létu ekki slíkt tækifæri ónotað. Þetta ætti því að vera hvöt fyrir þingið, til þess að láta nefnt frumvarp ná fram að ganga. Að sjálfsögðu verður að afnema með öllu „Búnaðarfélagsstyrkinn" og verja því fé, sem ella skyldi veita á þann hátt, til þess að auka fjármagn búnað- arsjóðsins, því auðsætt er, að nann þarf að hafa töluvert fjármagn, ef hann á að geta svarað tilgangi sínum. Og sízt er eftirsjá að þessum svonefnda búnað- arfélagastyrk, því óhyggilegri og ó- happasælli meðferð á landsfé er naum- ast hægt að hugsa sér. Þa er annað mikilsvert atriði, sem næsta þing ætti að gjöra sér far um að láta framgengt verða, það er að koma hér á fót efnarannsókna stofnun, því ó- hætt er að fullyrða, að slfk stofnun er eitt af hinum helztu lífs- og þroska- skilyrðum búnaðarins. Vér þurfum umfram a!t að öðlast sanna þekking á hinni íslenzku náttúru, þekkja á hvern hátt og undir hvaða kringumstæðum vér bezt getum notað þau meðöl til auðs og ánægju, sem hún hvervetna geymir oss f skautisínu. Vér höfum nóga krafta, en ef þeim kröftum er stjórnað með blindni og vanþekkingu, er sízt að furða þó margt misheppnist og fari í handaskolum. — Af því leiðir svo aftur deyfð og trú- leysi á þeim tilraunum, sem misheppn- ast hafa og svo kenna menn náttúr- unni um það, sem þeirra eigin van- þekking er orsök í. Að því, er að jarðrækt og búnaði lýtur, er þekkingin (hin theoretiska) á svo lágu stígi, að það hlýtur að vekja hverjum óspiltum íslendingi kinnroða að hugsa til þess. Efnafræðisleg þekking á áburðin- um, jarðveginum, jurtunum o. fl. er grundvöllurinu undir jarðræktinni, og slika þekkingu vantar oss alveg. Marg- ir hafa haldið því fram að efnafræðis- leg þekking gæti lítið komið vorum fábreyttu búnaðarháttum að notum, en það er alveg skakt, vér þurfum engu síður en aðrar þjóðir að hafa slíka þekkingu til leiðbeiningar í þeim aðal- atriðum, sem ég nefndi hér að framan, ásamt öðru fleiru, og mætti færa ótal röksemdir fyrir því, en ég skal í þetta sinn láta mér nægja að benda á eina. Aburðarskorturinn er eitt af því, sem stendur jarðræktinni mest fyrir þrifum, og það er þekkingarleysið, sem veldur því að vér getum ekki bætt úr honum. Hvervetna liggur nægur forði af ýmsu, sem hafa mætti í blendingsá- burð (Kompurt) — allar þjóðir, sem jarðrækt stunda, nota þetta í stórum stýl nema vér — og ef vér fengjum efnafræðislegar rannsóknir til að leið- beina oss í að nota slíkt, mundum vér á fáum árum geta aukið jarðræktina meira, en vér á hálfri öld getum gjört með núverandi ástandi. Vér höfum gjört oss töluvert far um að kynnast búnaðarháttum grann- þjóða vorra, í því skyni að geta ýmis- legt af þeim lært í þeim efnum, og er það í sjálfu sér afarnauðsynlegt, en á- ranguriun af þessu er enn þá mjög lít- ill og stafar það beinlínis af því að oss vantar verulega þekkingu á ýmsum at- riðum búnaðarins hjá oss sjálfum. Það sem vér getum lært afútlend- ingum í þessu efni, er að nota pað, seni ver h'ofum, á sama hátt og þeir nota samskonar hjá sér að svo miklu leyti, sem náttúran leyfir. En til þess þurfum vér að standa þeim jafnfætis að þekkingu í þessum sömu atriðum, og einmitt það er skilyrði fyrir því að vér getum nokkuð verulegt af þeim lært. — Ef vér fáum efnarannsóknastofn- un, svo vér getum sjálfir rannsakað jarðveginn, áburðinn, fóðurjurtirnar, fjörugrösin, vatnið í ánum o. fl. o. fl. Þá er fyrst von um að vér getum inn- leitt ýmsar nýjungar frá grannþjóðun- um, einkum Norðmönnum. Þá getum vér gjört allar þær tilraunir til endur- bóta jarðræktinni, sem líklegt er að loftslag og veðurátta leyfi, er vér þurf- um ekki að byggja á valtri eftirtekt og óvissum getgátum. Efnarannsókna- stofnun er því eitt helzta skilyrðið fyrir verulegum búnaðarframförum, hún get- ur veitt oss þá þekkingu, sem greiðir oss veginn til nýrra og nytsamra fram- kvæmda, hún getur sýnt oss að ýjns skilyrði til framfara og velmegunar liggja hér fólgin, sem vér áður höfðum eigi gjört oss hugmynd um, og að fenginni slíkri þekkingu myndi hefjast nýtt og framkvæmdaríkt tímabil í bún- aðarsögu lands vors, því „Vísindin. efla alla dáð, orkuna styrkja, viljan hvessa, vonina glæða, hugann hressa, farsældum vefja lýð og láð“. Hlægileg flónska. Einhver svívirðilegur þorpari, en jafnframt fáráður heimskingi heftr ætl- að að koma svo ár sinni fyrir borð að geta stolið mannorði saklausra manna, án þess að hann yrði uppvís að og skal hér skýrt frá því í fám orðum. Á nýársdag fór ég upp að Lága- felli í Mosfellssveit ásamt Guðmundi Sigurðssyni frá Ulfarsfelli. Eg hafði fyrir löngu lofað að koma þangað þenna dag til þess að vera þar á Good-Templ- arfundi, halda bindindistölu og fræða stúkufélaga í störfum Reglunnar. Þegar við fórum af stað, sá ég að Guðm. hafði poka fyrir aftan hnakk sinn, en hvað í honum var, vissi ég ekki. En þegar við komum aftur nið- ur fyrir Grafarvog, segir Guðm.: „Ólukku klaufi var ég! Eg átti að fá mjólk á tvær flöskur fyrir Guð- mund bróður minn hjá Birni í Gröf, en gieymdi því alveg“. Kom okkur saman um að snúa ekki aftur sökum þess að við urðum að flý.ta okkur. Svo komum við heim kl. 6. En kl. 10 kemur til mín maður, sem er Good-Templar, og segir mér að séra Ólafur Stephensen hafi komið niður í bæ í kveld, tekið sig á eintal og sagt sér að ekki myndi alt með feldu við- víkjandi mönnum þeim, er komið hefðu upp að Lágafelli til bindindisútbreiðslu. Á meðan þeir hefðu verið inni að halda fundinn, hefði vinnumaður sinn tekið eftir þvf, að fiöskur hefðu verið í poka fyrir aftan annan þeirra; hefði hann haft á orði að skoða f pokann, en prestur kvaðst hafa sagt að það væri ekki leyfi- legt. Þrátt fyrir það kvað hann mann- inn hafa leyst pokann frá hnakknum og skoðað í hann; hefði hann fundið í honum »Bankoflösku“ og »Whiski- flösku" . Töluverðan hluta af fólki því, sem komið hafði til kirkjunnar, kvað hann hafa verið þar viðstaddan og hefði þetta vakið svo mikla gremju, að allir væru gjörsamlega frásnúnir Good- Templarreglunni þar efra, þar sem þeir, er sendir væru frá Reykjavík til út- breiðslu bindindisins, hefðu það þannig. Þess lét presturinn jafnframt getið, að ekki þýddi neitt að kalla sig til vitnis í þessu máli, hann bæri þar ekkert, en þetta myndi útbreiðast á skömmum tíma bæði um alla Mosfellssveit og Reykjavík. Eg gat ekki fundið Guðmund um kveldið, en um morguninn kom hann á afgreiðslustofu Dagskrár og sagði ég honum upp alla söguna. Kvað hann haia verið tvær flöskur tómar i pokanum, er hann hefði átt að fá mjólk á og bar þannig algjörlega saman við sjálfan sig. Kvað hann sér hægt að sýna þetta og sanna fljótlega, því flöskurnar væru enn f pokanum. — Stökk hann jafnskjótt. heim, leysti pok- ann frá hnakknum og tók flöskurnar upp úr honum — en þar voru þá tvær flöskur fullar, önnur af »Banko“ en hin af „Whisky“ eftir því sem vínfróðir menn segja. Eg gckk undir eins á Guðmund með það, hvort hann vissi ekkert um þetta, og sór hann sig og sárt við lagði að sér væri það algjörlega hulið, enda var óhugsandi að hann hefði haft þetta meðferðis. Er því ekki mögulegt nema eitt af tvennu; annaðhvort hefir einhver drykkju- dóni og fjandsamlegur bindindi skift um flöskurnar hér í Reykjavfk áður en við fórum af stað eða á Lágafelli á meðan við vorum á fundinum. Hefir hann auðsjáanlega gjört það til þessað reyna að sverta mig eða okkur Guð- mund í augum almennings. Sumir vilja ef til vill segja, að þetta sé ekki þess vert að mikið sé um það rætt eða ritað, en það er misskilningur. Þetta bragð er gjört til þess, að reyna að telja mönnum trú um að ég sé úlfur í sauðargæru, ég sé hræsn- ari svo ósvífinn að halda bindindisræð- ur, tala máli kærleikans og mannúðar- innar, en hafa jafnframt í forum mínum það, sem ég er að berjast á móti; með öðrum orðum sé drekkandi bindindis- maður, tali þvert um huga minn, breyti öldungis gagnstætt orðum mínum, í stuttu máli sé sá ódrengur, sem enginn geti trúað til nokkurs hlutar, að ég sé hræsnari, lygari, falsari, svikari o. s. frv. Þetta er tilgangur þess, er unnið hefir svfvirðinguna, eða svo lítur út, og þó aldrei komist upp hið rétta, þá er það víst, að það skal verða rannsakað til þrautar. Getur vel verið að margir saklaus- ir verði kallaðir fyrir og jafnvel látnir sverja, en vera má að sá seki hafist, ef vel er fram gengið. Níðingi þeim, sem valdur er að illræðisverkinu, hefir illa yfirsést, að hann skyldi hafa flöskurnar fullar, það hefði verið skynsamlegra af honum að hafa töluvert borð á þeim til þess að menn héldu að við hefðum drukkið á leiðinni, því til þess hafa að líkindum refarnir verið skornir. Þótt þetta ef til vill hafi verið gjört til þess, að koma íyrir katt- arnef stúku þeirri, er ég stofnaði í Mos- fellssveitinni í haust, þá skal hlutaðeig- andi eða hlutaðeigendur vera þess viss- ir, að ekki verður látið þar með alt niður falla. Vér Reykvíkingar munum halda áfram útbreiðslu bindindis í Mos- fellssveit, og reyna að hefja stúkuna „Björg“ til vegs og gengis, eftir því sem frekast er unt. Heiður sé þeim, er þegar hafa gengið í hana og vér vonum að þeim fjölgi ekki síður fyrir þetta Og eg fyrir mitt leyti fyrirverð mig ekkert fyrir það að halda þar bind- indisfyrirlestra eftir sem áður. Að svo mæltu skal ég ekki fara fleirum orðum um þetta mál að sinni, en ekki er^ víst að saga þessi sé enn sögði til enda. — Ég vildi óska að sá seki ekki héldi áfram árinu eins og hann byrjaði það, því tæpast er hægt að byrja það með öðru verra en tilraunum til mann- orðs-þjófnaðar. Rvík 3. jan. 1899. Sig. Júl. Jóhannessvn. Giftingin. Heima. Stina: Ó, það á að gifta í kveld, ég má til með að fara í kirkju. Það er hann Ólafur Gíslason og hún Magga á Hliði. Það verður svei mér gaman að sjá hvernig þau taka sig út; hvort þau verihi ekki feimin, hvort þau svara ekki vitlaust. Ég gæti þó að minsta kosti trúað henni Möggu til þess, annað cins naut og hún er. Að hann Ólafur skyldi vilja hana; ég er alveg hissa á því. — Klukkan er bráðum orðin 5; komdu líka, Gunna, við skulum flýta okkur I “ Þær buggu sig í snatri og flýttu sér af stað, voru tvisvar sinnum fljótari að næla á sig húfuna og hagræða slipsinu,

x

Dagskrá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.