Dagskrá

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagskrá - 21.01.1899, Qupperneq 1

Dagskrá - 21.01.1899, Qupperneq 1
Dagskrá kemur út á hverj- um”laugardegi, , kostar 3,75 erlendis 5 kr.), gjalddagi 1. október. Afgreiðsla og skrifstofa er í Tjarnargötu 1, opin hvem virkan dag kl. 11 — 12 og 4—5 síðd. III. M 27. Reykjavík, laugardaginn 21. janúar. 1899. Tll minnis. Hœjarstiórnai-fundir i. og 3. Fmtd. i mán., kl. 5 síðd. J?átœkrancfndar-fundir 2. og 4. Fmtd. í mán. kl. 5 síðd. Jforngripasafnid opið Mvkd. og Ld. kl. 1$— 12 árdegis. Ixindsbankinn opinn dagl. kl. 11 árdegis til 2 síðdegis. — Bankastjóri við kl. n1/.— i'/a. — Annar gæzlustjóri við kl. 12—1. iMndsbókasafnið: Lestrarsalur opinn dagl. kl 12—2 síðd. á Mánud. Mvkd. og Ld. til kl. 3 síðd. — Utlán sömu daga. Ndttúrugripasafnið (í Glásgow) opið á sunnu- dögum kl. 2—3 síðd. Söfnunarsjóðurinn opinn í barnaskólanum gamla kl. 5—6 síðdegis 1, Mánud. í hv. mánuði. Okeypis lækning á sjúkrahúsinu á þriðjud. og föstud. kl. 11—1 Okeypis tannlœkning hjá tannlækni V.Bern- höft. — Hótel Alexandra 1. og 3. mánud. í hverjum mánuði. Fastir fundir í Good-Templarhúsinu. ■»111f«« Mánud. kl; 8 síðd. • » Verðandh Þriðjud.: - — DBifróst*. Miðv.d. - — :*Emingin* Fimtudag - — *Dröfn« Laugard. - — Bamastúkan „Svava“ Sunnud. kl. i1]* síðd. Barnastúkan „Æskan" — ki. 3V2 síðd Bindindisfélag ísl. kvenna; 1. föstudag hvers mánaðar kl. 8'/2 síðd. Barnaguðspjónusta hvern s.dag kl. 10 árd. Fastir fundir í Ieikhúsi W. Ó. Breiðfj. Fundir ;s>Studentafélagsins*, annanhvorn Id. kl. 87* síðd. David Ostlund'. Sunnud. kl. 6V4 síðd. og föstu- daga kl. 8. slðd. Fastir fundir F”amfarafélagshúsinu. Fundir Framfarafélagstns á hverjum sunnu- degi. kl. 4 síðd. Sjómannatélagið „Bdran“ kl. 7 síðd. Fastir fundir í Iðnaðarmannahúslnu. Fundir IðnaBarmannafilagstns annanhvorn föstudag (i. og 3 föstud. í hverjum mán- uði) kl, 8 síðd. Tfwn’aldsensftíagtð annanhvorn þriðjudag kl. 8 síðd. „Bandalagið" 6Íðasta Fimtudag í hverjum mánuði kk 8. síðd. fVentaraftíagið 1. sunnudag í hverjummán- uði kl. 11 árd. Skósmíðanemendafélagið * Lukkuvonin« sunnud. kl. 3 síðd. Útlendar fréttir. Með skipi því, er strandaði við Gróttutanga, bárust nokkur ensk blöð, en ekki í röð, vantar á milli. Hið sið- asta er frá 28. f. m. Spánn Helzu fréttir eru þær, að Sagasta forseti var hættulega veikur, og var tal- ið óvíst, hvort hann myndi rétta við aftur. Annar maður, Castela ræðuskör- ungurinn mikli, var einnig veikur. — Það ætla menn að Karlungar muni gjöra uppreisn á Spáni þegar friðarskilmálarnir á milli Spánverja og Bandamanna séu staðtestir. Don Carles hefir snúið sér til nokkurra auðmanna með lánbænir í því skyni að búa flokk sinn og orðið vel ágengt. Sagt er að nú muni það fastráðið að Spánverjar verði að láta með öllu lausar Filippseyjar mót einhverju á- kveðnu gjaldi, en mest eru það getgátur á líkum bygðar. Frakkland. Dreyfusmálið þar efst á dagskrá eins og áður. Rannsóknir og vitnaleyðslur fara þar fram viku eftir viku, en ekki er það í hámælum haft, hver niðurstaða muni verða, er yfir hötuð öllum orðum og gjörðum rannsóknardómaranna haldið leyndum; en það hefir verið haft á orði að kalla Dreyfus heim aftur frá Djöflaeyjunni til þess að honum gefist kostur á að verja mál sitt. Sum blöðin í París segja jafnvel að hans sé bratt von, því hann hafi lagt af stað heimleiðis á annan dag jóla; en líkindi eru til að það séu getgátur einar. Það mun þó víst að málsskjöl hafa verið send Dreyfus og er það eitir boði rannsóknarréttarins. Við því hefði mátt búast að . send- ing þessi hefði haft töluverð áhrif á Dreyf- us, en það fullyrðir fráttaritari blaðsins, »Journal« að ekki hafi verið og telur hann Dreyfus vera orðinn svo aðfram- kominn af öllu þessu stappi, að hann sé næstum andlega sofnaður, hann sé rsenulítill og tilfinningasljór; hann tel- ur það líklegt að hann sé ekki með fullri skynsemd. Hann tekur ekki eftir nokkrum hlut, sem við ber, hann gefur engangaum aðþví.sem íkringumhanner, hann gegnir tæpast þegar á hann er yrt, hann hefir alveg lagt árar í bátog það er engin furða. Hann er orðiun svo vanur því að honum sé ekki svarað þótt hann mæli, að hann er næstum hættur að yrða á nokkurn mann; en þá sjaldan honum hrökkva orð afvörum, þá erþað um það, að hann sé sýkn, og ekki laust við að hann telji sér stundum raunartölur. Þess skal getið að aðrir fullyrða að Dreyfus sé með fullu ráði og óskertum sálarkröft> um, e» hitt er þó talið líklegra, eada þykjast mean hafa vissar sanaanir fyrirþví — Zola hefir verið á ferð l ýmsum Iöndum Evrópu, er haan aú komina tíl Luadúaaborgar og tekið þar tveim höndum. Amsturrlki. Þar hefir verið allróstusamt á þiag- inu að undanförnu. Hefir stundum legið við áflogum og höggum, persónu- legar skammir og svivirðilegustu ummæli eru þar daglegt brauð. Einn dag var það að þingmaður nokkur frá Ung- verjalandi, er nefnist Ferdinand von Hovanszky, kallaði ráðaneytisforsetann Banffy lygara. Hann gengi á bak orða sinna og ekki væri nokkru hans orði trúandi; hann væri úlfur í sauðargæru, sem verðskuldaði ekki að skipa það heiðurssæti, er hann nú hefði og ætti helzt ekki að vera liðmn í nokkru heið- arlegu pólitisku félagi, þar setn hægt væri að sanna það. að hann væri ekki heiðvirður maður. Þegar þessi gífur- lega ræða var flutt, var Banffy staddur í Vínarborg, en daginn eftir kom hann aftur til Buda-Pest og er hann heyrði ummæli Ferdinands um sig, skrifaði hann honum samstundis bréf, sem birt var í blöðum stjórnarinnar. Kvað hann þar Ferdinand liafa ranghermt einka- mál þeirra. Sagði hanti að P'erdinand væri svívirðileg bleyða, sem beitti óær- leguin vopnum, og til sönnunar því, kvaðst hann skyldu taka það fram, að hann (Banffy) hefði lýst því yfir í þing- inu nylega, að hann ætlaði sér að láta skammir mótstöðumanna sinna sem vind um eyrun þjóta, hversu ósvífnar sem þær kynnu að vera, og þótt þær væru persónulegar, af því að hann liti einungis á þær sem pólitiskt vopn í níðings höndum; en þetta ætlaði Ferd- inand að nota sér og þess vegna vægi hann svo að sér, auðvitað með þeim vopnum, er honum væru samboðnust. Þegar Ferdinand las bréf þetta, varð hann hamslaus af reiði og skoraði Banffy á hólm og jafnframt gat hann þess, að hann myndi húðfletta svo Banffy að hann stæði í allri sinni andlegu nekt fratnmi fyrir almenningsaugum, og þá væri bezt að sjá hvernig mönnum lit- ist á piltinn. Hólmganga var bönnuð þeitn sjálfum, því það þótti ekki sem viökunnanlegast að sjálfur ráðaneytis- forsetinn berðist opinberlega, en þar á móti var það ákveðið að hólmgöngu- vottar þeirra skyldu berjast fyrir þá og varð það í Buda-Pest 28. des. Barðist tyrst Kanolyi greifi fyrir hönd Ferdin- ands en Fejervary baron og ráðgjafi fyrir hönd Banffy. Þeir skutu af skamm- byssum, en hvorugan sakaði. En ein- vígisvottar eru jafnan tveir fyrir hvorn og börðust því hinir á eftir. — Þeir beittu sverðum og varð aðgangur þeirra bæði harður og langur, en svo lauk að vottur Ferdinands fékk sár mik- ið í höfuðið og varð óvígur. Getið er þess til, að ekki muni úti um alt, er af þessu leiði og jafnvel er búist við að fleiri einvígi muni á eftir fara. Sviþjóð og Noregur. Maður sá, er sendur var frá Stokk- hólmi og Standling hét, til þess að leita að loftíaranum André í Norður-Siberíu, er nú aftur heim kominn. Hann hefir einkis vís orðið um ferðir André, og þykir nú liklegt að hann muni aldrei fram koma. í Knstjaníu er látin Laura Gund- ersen, hálfsjötug að aldri. Hún var leikkoita nafnfræg, England. Helztu frétir þaðan eru þær, að Harcowit foringi frjálslynda flokksins hefir sagt af sér og þykja það fremur gleði- en sorgartíðindi. Telja sumir það víst, að Rouseberry lávarður muni verða eftirmaður hans. Krít. Georg Grtkkjaprins er orðinn þar landstjóri og var ágætlega tekið, er hann kóm þangað. Þar er svo skift um, að sátt og samlyndi, friður og fögn- uður er komið í stað stríðs og styrjalda er lengi höfðu gengtð. Stórveldin hafa tekið þaðan brott flota sína og alt er í bezta gengi. Aðrar heimsálfur. í New-York hefir influenza geisað að undanförnu og verið mjög skæð. — Öllum skólum og leikhúsum lokað, en sýkin útbreiðist eigi að síður og geta læknar ekkert aðhafst. Hefir fjöldi fólks dáið, og hættulega veikur var Sampson aðmíráll, er frægur varð fyrir dugnað sinn gegn Spánvetjum. Kvennvargar tveir kveiktu í Dawson, sem er höfuðborgin í gulllandinu Klondyke. Orsakaðist það þannig, að þær voru á dansleik, en bar eitthvað á milli, hafa líklega báðar viljað dansa við þann sama, og urðu þær svo reiðar, að önnur fann ekkert vopn hentugra en lógandi lampa, er hún tók og kastaði í mótstöðukonú sína. Vopnfimin var samt ekki meiri en svo að hún misti hennar, en lampinn molbrotnað, og kviknaði í olíunni. Þurfti langan tíma til þess að slökkva eldinn og brunnu 40 hús áður en það yrði; skaðinn er næstum hálf miljón dollara — þær eru stórlyndar stúlkurnar stundum. Svarti dauði hefir geisað á Madagaskar og drepið tjölda fólks; horfir þar til hinna mestu vandræða. Egyftar gjöra alt mögulegt til þess að varna því að plága þessi komist þangað. Manndráp voðaleg hafa átt sér stað í héraðinu Mangola við Efri Kongo seint í seft- embermánuði síðastliðnutn. Belgíukonungur ræður ýfir Kongo- ríkinu og hefi þar fáa menn til ettir- lits og yfirstjórnar, en innfæddir menn þar eru harðir í horn að taka og illir viðureignar, ósiðaðir og þrællyndir. Manndrápin voru af þeirra völdum og höfðu þeir drepið 70—80 manns og étið þá. Astæðurnar voru þessar. Villi- menn réðust á tvo menn við Dundu Sana, er hétu Badart og Ghysels; þeir voru úr Antverpenfélaginu. Villimenn- irnir drápu þá ásamt 30 mönnum öðr- um og átu þá alla. Héraðshöfðingínn heitir Fievez, oger hann fékk þetta að vita, sendi hann rúma 40 menn til hefnda og hétu for- ingjar þeirra Ceuleman og Kessel. Þeg- ar þeir komu til Dundu Sana, sáu þeir flokk manna í einkennisbúningi Kongo liðsins. Þeir gengu óhræddir nær þeim, því þá grunaði ekkert, en brátt kom það í ljós, að þetta voru morðingjarn- ir og mannæturnar. Höfðu þeir tekið einkennisbúning hinna myrtu manna og klæðst þeim. Þeir voru ekki lengi að hugsa sig um er færi gafst, réðust þeg- ar í stað á Fievez og menn hans, og drápu þá alla nema 2, er undan kom- ust.— Fleiri fréttir ekki merkar í þessum blöðum. NOREGUR. • Fast bindur auðnr og dbati lönd, Andinn þó sameinar betur; Elskan þó bezt —- hennar alveldis-hönd Yfir tekur!« Þessi bragur eða mottó mun nú litia þýðingu hafa hjá sumum Víkur-

x

Dagskrá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.