Dagskrá

Útgáva

Dagskrá - 21.01.1899, Síða 3

Dagskrá - 21.01.1899, Síða 3
107 Þareð próf. hefir nú úthrópað oss fyrir hneyksli þetta, þá ætla ég að fara þar um nokkrum orðum. Fyrst vil ég vekja athygli manna á því, að próf. telur það einna stærsta htteykslið, að séra L. »er opinber« að þessu. Hitt •virðist eigi hneyksla hann svo mjög þótt kennimenn, prestar og barnafræð- arar kenni annað en þeir trúa, ef þeir aðeins eru ekki „opinberir" að því. — Þetta eru merkileg orð frá prófasts- penna og hefði einhver, undir öðrum kringumstæðum, kallað þau »teikn tfm- ans«. En hver er nú sök vor? Þar mun „allur lýður" eiga að dæma um ? Jæja, látum svo vera. Það sem séra J. hefir ætlað að sanna með crðum þessum, mun vera það, að vér (frísöfn.) skeytum alls ekki um hvers konar hirði vér höfum, ef vér að eins getum fengið einhvern forstöðumann, er haldi »upp- þotinu* við. En séra J. skjátlast f því. Vér vitum vel hvers konar hirði vér höfum og þorum óhikað að kalla fram „ allan lýð“ til þess að leggja dóm á, hvort »adventistinn« standi að baki hinum digurmælta prófasti. Fyrst og freniSt skrifast prestur vor út af latínuskóla og prestaskóla með I. einkunn Fáum árum síðar er hann vígður prestur að Valþjófsstað í Fljótsdal og litlu sfðar, fremur en strax, skipaður próf. í Norður-Múlaprófasts- dæmi. Mun hann einnig brátt hafa orðið nafnkunnur fyrir hæfileika sfna. Séra Lárus var sannleiksleitandi maður. Fann hann brátt að hinar venjulegu >ceremoníur« við guðsþjónustuna voru eigi bygðar á guðsorði, heldur manna- setningar einar. Hafði hann eigi mikl- ar sveiflur á því, en lagði þegjandi nið- ur tón og messuskrúða ^.ð nokkru. — Þetta vakti ekki litla undrun, sem von var til, og hinir rfklunduðu fyltust gremju yfir slíku tiltæki án vitundar þeirra. — Hefi ég heyrt sagt, að séra L. myndi eigi hafa verið gefin sök á þessu, af því hann var bæði elskaður og virtur af söfnuði sínum. ef hann hefði sam- mælst við söfnuð sinn um það. En það átti öðruvísi til að ganga. Miður góðviljaðir menn álitu það óþolandi, að þetta fyrirtæki séra L. kæmist eigi fyr- ir allan lýð og létu eigi af fyr en þeir gátu haft fram klögun á hendur hon- um til biskups, sem mun hafa veitt honum þungorða áminningu. Um þess- ar sömu mundir hófst frtkirkjuhreifing- in í Reiðarfirði. Og þótt séra J. sjái eigi neina forsjónarinnar tilhögun í slíku, þá trúum vér þó fastlega að svo hafi verið, og að málefni þetta hefði verið útdautt eftir ósk próf. og hans siuna, ef að Drottinn hefði eigi varð- veitt það Hinn nýstofnaði frísöfnuður sendi menn á fund séra L. til þess að leita eftir við hann, hvort hann vildi eigi gjörast prestur þeirra. Þegar séra L. hafði heyrt alla málavöxtu, geðjað- ist honum vel að hugsjón þeirra, sagði af sér emhætti sínu og varð við ósk þeirra. Hér er eigi rúm til að skýra bar- áttu þá, er söfnuðurinn átti fyrir hönd- um, þar sem hann hafði mótmælt hin- um valdboðna kirkjuaga, og sagt sig undan lögum hins geistlega valds. En fyrir framtakssemi vors ágæta forstöðu- manns og tilstilli drottins, barst mál- efni þetta fram til sigurs. Um öll þessi ár hefir séra Lárus þjónaðsöfnuði þess- um og áunnið sér ást hans og virð- ingu, sem og flestta sveitunga sinna. Eg segi ekki allra, því allir ágætis menn eiga sér óvildarmenn og eins kann að eiga sér stað meðghann Eink- um munu þó hinir ungu, sem hann hefir frætt og fermt, bera hlýtt þakk- lætis- og ástarþel til hans. Vil ég, sem einn af frumgróða þessara ungmenna, sýna þel mitt til hans, með með því ó- tilkvaddur að bera honum mitt vottorð, er á hann er ráðist, þótt ég álíti hann sjálfan vel færan um að bera af sér blak próf. (Frh.). Sigitrður Vigfússon. Landbúnaðurinn. Eftir Jóti Jónatansson (búfr.). III. Eg skal að endingu leyfa mér að minnast lítið eitt á það, sem gjört hef- ir verið, og gjöra má með félagsskap í þessu efni. Að vísu mætti mikið um það segja, en hér er ekki rúm til þess. Félagskapur til búnaðarframfara hefir hingað til átt fremur örðugt uppdráttar, en þó er svo að sjá sem það sé dálít- ið að færast i lag og væri óskandi að svo yrði. Sundrungin, sérdrægnin og þverhöfðaskapurinn ætti fyrir löngu að vera dæmt óalandi og óferjandi, og allra sízt ættu menn að láta þessi hjú, hefta alla skynsamlega viðleitni til framkvæmda í hinu atkvæðamesta vel ferðarmáli heillar þjóðar. — Búnaðar- félög þau, sem nú eru til víðsvegar uiji land, eru að vísu mjög mörg að eins nafnið eitt, en nokkur þeirra hafa þó gjört töluvert gagn. En aðalgalli þeirra er, að þau hafa markað sér afþröngt svið. Þau hafa starfað aðeins að jarða- bótum, túnasléttum, girðingum og þess- konar, en hinsvegar hafa þau að miklu leyti látið afskiftalaus önnur alriði, sem með jafnmikilli nauðsyn hljóta að leggja undir verksvið þeirra, t. d. endurbætur á meðferð áburðarins, hirðing fénaðar- ins og notkun hinna framleiddu búsaf- urða. Þetta ætti alt að liggja undir verksvið slíkra félaga, og það er auð- velt fyrir alla að gjöra afarþýðingar- miklar endurbætur á þessu, án tilfinn- anlegs kostnaðar, ef aðeins ekki brest- ur vilja og samheldni, Vanfóðrun á fé og þar af leið- andi horfellir er svívirðilegur blettur á bændastéttinni íslenzku, og hver, sem ann henni, og yfir höfuð framförum búnaðarins, ætti að kappkosta að vinna að því af alefli að slík svívirðing verði sem fyrst af máð, því meðan það er ekki gjört, geta engar verulegar fram- farir átt sér stað. Allsherjarbúnaðarfélag fyrir land alt myndi efalaust hafa afarmikla, þýðingu einkum ef efnarannsóknastofnun kæm- ist hér á fót; því það hlýtur að koma fram þar sem annarstaðar, að ef glögg þekking stjórnar ekki kröftunum, koma þeir ekki að hálfum notum, og vonandi er að stofnun slíks félags eigi ekki langt í land. Búnaðarfélag Suðuramtsins á sannarlega þakkir skyldar fyrir þá uppá- stungu, og frumvarp það, er það hefir samið ( þessu skyni. Frumvarpið er einkar heppilegt í flestum greinum, og verðskuldar miklu betri undirtektir en jaun varð á síðast. Og vonandi er að heiðraðir flytjendur þessa máls láti eigi hér við lenda, heldur minnist orðtækis- ins »ekki fellur eik við fyrsta högg«. Væri frumvarpinu útbýtt til allra hinna beztu manna í hverri sýslu, er ég sannfærður um að það myndi mæla svo fram með sér sjálft að sýslufundirnir gjörðu sitt til að amtsráðin tækju bet- ur í málið en síðast. Ég ætla ekki í þetta sinn að minn- ast neitt á starf og fyrirkomulag slíks félags, en aðeins leyfa mér að óska þess að áðurnefnt frumvarp verði látið koma fyrir almenningssjónir. Ég enda línur þessar með innilegri ósk um að landbúnaðurinn blómgist og dafni, og að vér með dugnaði og fram- kvæmd getum sýnt, að land vort er ekki eins gæðasnautt og sumir vilja telja oss trú um. Herra ritstjóri! Hér með mælist ég til að yður mætti þóknast að taka línur þessar í blað yðar. þareð flestum mun kunnugt að vér skósmiðir verðum að eyða 4—5 árum til þess að læra iðn vora, þá dylst víst engum að sá tími er ekki einskis virði, og virðist því ekki að vér ættum að bera minna, úr bítum en alment gjörist hjá daglaunamönnum fyrir vinnu vora, en Qærri fer því að vér berum annað- eins úr bítum, og því til sönnunar má geta þess að fjölda margir skósmiðir verða að leita sér atvinnu við ýmtslegt, sem ekki kemur skósmíði við, svo sem fara í sveit og til sjávar, og það mundu menn tæpast gjöra, væri atvinnan nokk- urnveginn viðunanleg. Til að gjöra mönnum ljóst, við hvaða kjör vinnuveitendur eiga hér að búa, skal ég leitast við með einu dæmi að sína hvað efni í góð sjóstígvél kostar: Vatnsleður: fyrir kr. 7,98 Botnaleður: — — 6,243/4 P'óður: — — 1,05 Koparsporar með skrúfum— — 0,39 Þráður, vax og bik: — — 0,30 Aðsníðaogsaumameðsilki— — 0,50 Guttaperkadúper — — 2,25 Vinnulaun: — — 6,00 Állskr.24,71. Annað dæmi: Karlmanns Kálfskinnsskór. Éfni í skóna — kr. 7,50 Vinnulaun — kr. 2,25 Alls kr. 9,75. Til þess að geta selt sjóstígvél fyrir kr. 20,00, þarf maður að mínu á- liti að láta kr. 6,00 úr stnum eigin vasa, eða með öðrum orðum að reikna ekki vinnulaun á stígvél^pum. Eftir því sem ’ áður er sagt, er því ómögulegt að selja góð vatnstígvél fyrir minna verð en kr. 26,00. Viðvíkj- andi öðru dæmi skal þess getið. að hálfskinnsskór handa karlmönnum kosta vanalega kr. 10,90, verða þá eftir einar kr. 0,75, sem að vinnuveitandinn á að hafa fyrir húsnæði, hita og Ijós, sauma vél og áhöld, dálaglegur ágóði! Þessi óhappasala leiðir það af sér, að at- vinna skósmiða stendur oft á baki at- vinnu annara verkamanna, hvað þá heldur atvinnu annara iðnaðarmanna, en sorglegast er, að þetta er skósmið- umirn sjálf.im að kenna, þeir hafa þannig verið sínir eiginn böðlar; en mest mun þetta stafa af því, að sumir skósmiðir vita ekki eða hugsa ekki um, hvað það kostar, sem þeir hafa á milli handanna, nefnil. efnið í hvert eitt stykki, sem þeir búa til. Af þessu geta menn séð við hver kjör vinnuveitendur í þessari iðn eiga að búa, og er því ómögulegt að hugsa sér að geta bætt kjör sveina, þótt hart sé að sjá menn og vita hungr- aða við vinnu sína, og skal hér sýnt við hver kjör útlærðir skósmiðir (svein- ar) eiga að búa, það getur víst enginn kallað góða atvinnu að vinna fyrir kr. 6,75 vikulega, mun engum blandast hugur um, að þetta er svo bágborin atvinna, að tæpast getur einhleypur maður lifað af henni, við skulum hugsa okkur hið ódýrasta fæði, kr. 0,75 um daginn og verður eftir því fæðið um vikuna kr. 5,25, húsnæði vikulega, kr. 1,00, þjónusta, kr.0,50 vikulega, þegar búið er að borga þetta, er ekkert eftir af vikulaununum, þarafleiðandi ekkert fyrir ljós, hita og föt. Hugsum okkur nú kvæntan mann með sörru vikulaunum, setjum að hann hafi tvö börn. Gerum ráð fyrir að hann borgi kr. 2,00 vikulega í húsaleigu, kr. 1,00 fyrir kol vikul. kr. 0,90 vikul. fyrir olíu, þegar þetta er dregið frá viku- laununum kr. 6,75, verður eftir kr. 2, 85, af þessum kr. 2,85 eiga þessir fjór- ir menn að veita sér fæði heila viku, það verður kr O.7H/4 fyrir manninn um vikuna, eða kr. o.ioVV daglegafyrir hvern mann, þetta er svo bágborinnat- vinna, að það má heita undur að menn skuli géta lifað við slíkt. Af þessu geta menn séð að kjör skósm.ða hér í bænum eru alveg óþol- andi og þurfa brátt að breytast tilhins betra. Ef einhver vill mótmæla því, sem að ofan er sagt, er ég fús að koma með menn, er eiga við fyrnefnd kjör að búa. Reykjavík 18. janúar 1899. J. G. Joknsen. Raddir úr ýmsum áttum. Bréfkafli úr þingeyrjasýslu Erfið reyndist okkur sveitbændun- um verzlunin næstliðið haust, og lágt varð verðið á fé því, er kaupfélag okkar sendi til Englands. .... Hvað skal nú til úrræða verða, svo við bændur getum litað þolanlega og eigi mikið lakar en undan farin ár? Að senda fé vort til Englands, fer nú ad reynazt svo arðlaust, að bryn nauðsyn er til að gjöra tilraunir til að koma afurðum sauðtjárins í hærra verð en nú á sér stað. . . . . Myndiþað fjarri, aðreyna að selja fé til Noregs eða Jótlands, ala það þar og koma afurðunum þaðan á hinn enska markað á þeim árstímum, þegar arðvænlegast sýndist? Eða ættum við að færa fjallleitirnar um l/i mánuð, svo féð yrði komið á markað í Eng- landi 8. — 12. sept.? Eða viðhafa hvorttveggja, senda hið vænsta af fé voru svo snemma sem unt er til Englands, en hið rýrara til annara landa, þar sem veðrátta er mildari og kraftfóður ódýrara en hér hjá okkur? Auk þess að afla upplýsinga og gjöra tilraunir um framangreint atriði, þyrfti og ýmislegt fleira að reyna I smáum stýl, t. d. að sjóða niður kjöt og kæfu og koma á markað erlendis. Eins og þegar er orðið kunnugt, heppnaðist sala á smjöri, sem sent var til Englands hér úr sýslu í saumar, mjög vel, og líkur til að það geti haft góðan hagnað framvegis, ef verk- un er vel vönduð og eigi sent smjör nema úr skilvindum (sepertators) Munu margir hafa í hyggju að nota þennan markað framvegis, og komast þannig að nokkru leyli hjá að selja okkar góðu vorull fyrir annað eins afhraksverð eins og nú lítur út fyrir að ullin verði í. . . . . Ég efast ekki um, að þér, hr. ritstjóri, séuð mér samdóma um, að því 1 aðeins líður okkar fámennu þjóð vcl, að efnahagur sem flestra sé sem beztur. Nú verð ég þó að játa, að hagur okkar bænda er með erviðara móti, og það ættuð þið blaðamenn að hugleiða, að nú er hin brýnasta þörf fyrir að blöðin ræði um framieiðslu f landinu og verzlun landsmanna, því eins og við tökum þakklátlega móti blóðunum, þegar þau fjalla um hin mestu áhugamál vor, eins mun ykkur vera það kært, að styðja velgengm

x

Dagskrá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.