Dagskrá

Issue

Dagskrá - 21.01.1899, Page 4

Dagskrá - 21.01.1899, Page 4
io6 þeirra, er blöðin kaupa, og það því fremur, sem þið þannig jafnframt eflið ykkar eigin hagnað. Hornafirði 23 /12- 98. Ekkert ber hér til nýlundu, tíðin hörð og óstöðug, sífeldir blotar og frost og þar af leiðandi bagleysur, svo útlit- ið er ekki gott. Ula eru heyásetninga- lögin þokkuð, allstaðar þar, sem ég heyri talað um þau, öllum þykja hreppagjöld- in full há, þó þau bættust ekki ofan á annað, og flestum þykir fara betur, að vinna landsmenn til að fara vel með skepnur sínar með fögrum loforðum og heiðurs viðurkenningum heldur en með sektum og þvingunariögum, enda hafa þau oft gefist illa. A pólitík er ekki minst, enda eru hér um svæði ekki miklir pólitíkusar. »Leif€ gufuskip Thór Tulinius kom hér tvisvar í vetur á Hotnafjarðarós í svo miklu brimi og óveðri, að öllu verra getur varla átt sér stað og gekk mæta vel, en fram hjá þessari höfn fara Hólar í sumarsjó og blíðu, með fólk og flutn- ing, annað ein« ætti landsstjórninn að láta teggjast niður svo fólk hér bíði ekki stór tjón af því ár eftir ár, nóg er komið. H 8 00 X T * ? o* V! « <0 s? p>' -1 3 0) O D ?D tfi < <T> 0> o: Q- C VL 3 1 C 3 % * 00 S? p T 3 (fi O 3 < CQ 5 n 3 3 P p 'c <-»• Os < o n 3 p- ?r 2. o 3 W S c 2 r* 3 fí o t crq J. * TO * <1 O' 2 0» cn S. 3 o 3 < Sí tr ® O ‘§e 3 5 „ e» O "2 sr ~ O: c/i E3 O: 03 n> p u 2 crq* c c c> {4. O- w f o w 0 W W *o e £ 2 o< Olílöskum Þ remur hefir einhver týnt(!!!j á afgreiðslustofu Ðagskrár, og getur hann vitjað þeirra þangað. DAGSKRÁ berst svo mikið af ritgjörðum, að höf. verða að fyrirgefa þótt nokkuð dragist með útkomu sumra þeirra, og þar á meðal höf. Skamma-Jóns. Polyphon (spiladós) er til sölu, alveg nýr, mjög vandaður fyrir afarlágt verð. Ritstj. vísar á. T I L SÖLU nýr hnakkur vandaður; gjafverð. Ritstjóri vísar á. Dáin 10. þ. m. ungfrú Lára Pálsdóttir (Sig- urðssonar frá Gulverjabæ) í Arnarholti; hún var 14 ára gömul, gáfuð og efni- leg eins og þau börn öll. Hún dó úr garnaflækju. Sigurður Þórólfsson biður að heilsa vini sínum Jóni Olafssyn, og þakkar honum fyrir meðmælin með „Plóg“. I næsta blaði Dagskrár mun hann endurtaka kveðju sína með viðeigandi athugasemdum. Draugur! Draugur! Draugurl Afturganga! Þessi orð hljómuðu um allar götur síð- ast liðið miðvikudagskveld. Nýja Öldin var gengin aftur, en enginn var hræddur við drauginn þegar þeir sáu, hver hann var. N. Ö. hafði ekki verið. afkasta mikil eða ægileg á meðan hún tórði og þóttusf menn vita að hún myndi ekki fremur verða það eftir uppvakninguna; en þar á móti er draug- urinn svohræddurviðallamenn, nema eftil vill pabba sinn, að hann skelfur á beinunum og lofar að fara undir eins niður aftur fyrir fult og alt þegar hann hafi fengið að ferð- ast um bæinn þrisvar sinnum. það er það bezta, sem hann gat lofað. Dagbók Reykjavíkur. Laugardagur. Logn og frost. Eins og áður er getið strandaði skipiðDr. T. de Witt Talmage áGróttu tanga 14. þ. m. Hr. skipstjóri Guðmund- ur Kristjánsson segir að strandið hafi orsakast af því að hlaupbóman hafi sprungið af frosti, en við það dróg skrið af skipinu og seglin börðust, og með því þá var hvast á rorðan, rak skipið samstundis upp. Menn björguðust allir hraktir og við illan leik. í síðasta bl. Dagskrá er sagt að verið hafi lygnt en það er ekki.rétt. Skip- ið var eign Jóns Vídalíns og vátrygt í Grímsby. Átti þaðáað fara til Akra- ness og var hlaðið kolum og salti. Sunnudagur. Frost, og norðanstormur seinni þartinn. Leikfélagið lék nýjan leik í Iðn- aðarmannahúsinu, er nefnist »EsmeraJda.« Leikurinn er saminn í Ameríku og þýddur af Einari ritstj. Hjörleifssyní. Efnið er fremur lítið. Hjón nokkureiga unga dóttur, sem hefir fengið ást á manni sem er málari. Konan er voða- legur vargur og vill neyða dóttur sína til þess að giftast ríkuro greifa, því henni þykir málarinn vera fátækur og umkomulítill. Faðir Esmeröldu ann henni mjög og vill gjöra alt, sem hann getur til að hjálpa henni, en er dauðhræddur við konu sína. Málarinn verður að hrekjast í burtu og skiljavið ástmey sína, án þess að hafa nokkra vissa von um að gæfan leiði þau nokkru sinni saman aftur; en heitir þvf að gleyma henni aldrei, og það efnir hann. Eftir mörg ár kemur hann aftur og fréttir það þá óvænt að hann er orðinn stór- ríkur maður og að Esmeralda elskar hann enn. Er hún þá orðin svo ein- beitt að hún skeytir ekki hótunum móður sinnar og afsegir að eiga nokkurn ann- an en málarann. Fellur svo alt í Ijúfa löðog„garnla mamma“ verður aðsætta sig við það, nauðug viljug. Leikendun- um tókst mjög vel yfir höfuð og skal hér drepið á nokkra þeirra. Sigurður Magnússon, er lék föður Esmeröldu, gjörði það snildarlega, enda var bún- ingur, hár og skegg á honum einkar- náttúrlegt. Karlinn er mæddur af sam- vistum við kvennvarginn konu sína og sést það glögt á svip hans og heyrist a rödd hans og orðum. Hann var nokkuð hégómlegur, vildi láta* menn halda að hann væri vel að sér í öllum siðum, en það var aðeins ímyndun hans Alt þetta lék Sigurður mjög náttúrlega, enda er hann sá, er bezt leikur hér í bæ af karlmönnum. Helgi Helgason verzlunarmaður lék greifann, og gjörði það aðdáanlega vel. Hann talaði frakk- nesku blending, var þóttafullur, leit smá- um augum á alt nema auð og upphefð, en var sljór fyrir öllum djúpum og sönnum mannlegum tilfinningum. Helgi leysti hlutverk sitt einkarvel af hendi; málrómurinn og áhersla orðanna náttúr- leg og sömuleiðis allir tiiburðir. Ungfrú Gunnþórunn Halidórsdóttir lék og prýðis- vel kerlingarvarginn, sem var geðmeiri og stærri í lund en alment gjörist, en dugleg og framkvæmdarsöm. Þauthún fram og aftur með pilsaþit ógurlegum og hávaða og hreytti skammaryrðum í alla; eldur brann úr augum hennár og allar hreifingar stjórnuðust af áköf- um geðshræiingum. Alt þetta var mjög náttúrlega leikið. Ungfrú Guðrún Indriðadóttir (Einarsson- ar) lék Esmeröldu, dóttur þeirra hjón- anna, og fórst það prýðilega. Hún kemur fyrst fram sem 18 ára gömul stúlka, er þá barnsleg ög ístöðulítil og hrædd við kerlingarvarginn móðursína, hún kvíðir því að hún muni verða Því til fyrirstöðu að hún fái að njóta elsk- huga síns Síðar þegar hann kemur heim aftur, er hún orðin þroskaðri og sjálfstæðari; þá hugsar hún sér að láta eitt yfir þau bæði ganga og giftast honum hvað sem móðir hennar segir. Hún tekur í sig kjark, segir greifanum að hann þurfi engrar blíðu af sér að vænta og biður hann að ónáða sig ekki framar, en móður sinni segir hún að hún skuli ek.ki skoða han a iengur sem í- stöðulaust barn, sem láti reka sig nauð- uga eftir þeirri götu er hún vilji ekki ganga, heldur sé hún nú orðin sjálfstæð stúlka, sem viti hvað hún vilji, viti hvern hún elski, viti hverjum hún ætli að fylgja. Þegar hún hefir þannig lát- ið dæluna ganga við móður sína, sem stendur alveg agndofa 4 meðan, f ellur hún í ómegin. Tilfinningarnar brutust út með svo miklum ákafa þegar hún loksins dir0ist að segja hvað henni bjó í brjósti, að hún verður alveg mátt- vana á eftir. Hún hefir um langan aidur orðið að bera harm sinn í hljóði og það hefir lagst á hana eins og þungt farg, svo hún hefir orðið hálf- sinnisveik og þunglynd af öllu saman. Það er því náttúrlegt að henni verði mikið um það þegar hún loksins gefur tilfinningunum lausan tauminn og tekur aðra steínu. Guðrún leikur þetta svo vel, að allir hljóta að dást að, einkum þegar þess er gætt, að þetta er í fyrsta skifti, sem hún leikur opinberlega; er hún óef- að efni í ágætan leikanda, enda á hún ekkilangt að sækja það, þar sem er faðir hennar, sem bæði er leikari hinn bezti og viá.irkent leikritaskáld. Það eitt má að Guðrúnu finna í leik þessum, að hún er næstum of barnaleg þegar hún kemur fram 18 ára gömul, og gjörir það mest búningurinn; sömuleiðis vant- ar hana það, að vera nógu blíð við unnusta sinn, sem hún ann svo mjög, en það getur stafað af því, að Guð- mundur Magnússon, sem leikur hann, virðist vera alt of kaldur og tilfinning- alítill. Ég heíði búist við að hann léki betur en hann gjörði, og sjá það allir, að þaií standa ólíkt að vígi, kær- ustupörin, þar sem hún hefir aldrei ieikið fyrr, en hann hefir verið á kon- unglega leikhúsinu í Kaupm.höfn.—Stef- anía Guðmundsdóttir lék ágætlega að vanda, og öllum tókst vel yfirleitt. Leik- urinn var mjög vel sóttur. Mánadagur. Fagurt veður, frost og logn. Kom maður sunnan af miðnesi og kvað þar kominn góðan afla. Hæst höfðu fengist 30 í hlut. l»rlðjidagur. Heiðskírt veður og lygnt; mikið frost. Margir úr skautaféiaginu á tjörn- inni og þótti það undrum sæta, því það virðist kunna betur við sig á dans- leik inni í húsi eða á hestbakL Mlðvlkudagur. Norðankaldi og frost mikið, lýgn síðari partinn. Kolaskip Fichers fór til út- landa og með því einn íslendingur: Ión Hansson, nemandi at sjóinannaskólanum. „Nýja Öldin" gekk aftur, eins og getið er um annarsstaðar hér í blaðinu. Stúkan „Hlín" hélt aukafund og kaus nefnd manna til þess að standa fyrir hátíðahaldi á afmæli hennar, sem er 26. þ. m, Fimtidagur. Logn og frost; heiðskfrt veður. Leikfélagið ætlaði að leika, enþað fyrirfórst, því fáir keyptu. Föstudagur. Heiðskírt veður, logn, frost minna en áður. Thorvaldsensfélagið hélt samkomu ókeypis fyrir fátæk börn bæjarins, í Good-Templarahúsinu. Fór fram jarðarför Þórðar sál. Þórð- arsonar með miklu fjölmenni. Afturgangan segir í verzlunarskýrslunum meðal annars, að sunnlenzk ull seldist nú ekki fyrir meira en 6V2 d. (c: 49 aura) og norðl. 71/2 d. (c: 55 a.,) en snemma í haust hafi mislit ull og haustull selst á 53/4— 6V4<J (c:43—47 a.,) en í „Börsen" segir 15. okt., að íslenzk vorull seljist á 58— 79 aura og haustull á 55 aura. Það munar 19—24 aurum á hverju pundi af vorull og 12 aurum á hverju pundi af haustull. — Hvort skyldi vera réttara? Prentvilla í þessu bl. á 3. s. 4. d. 29. 1. a. o. / ingeyrjasýslu les þingeyjarsýslu. ýtgefandi: Félag eitt í Reykjavik. Abyrgðarm : Sig. Júl. Jóhannesson, cand. þhil. Prentsraiðja Dagskrár.

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.