Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 18.03.1899, Blaðsíða 4

Dagskrá - 18.03.1899, Blaðsíða 4
132 ÚTLÖND. Dreyfus. Siðustu fróttir af hon- um (viku gamlar) segja hann svo að fram kominn, að sálarþrek hans só algerlega lamað. Hann er rænu- lítill og afskiftulaus í köflum, rétt eins og honum standi alt á sama, en öðru hvoru telur hann sér rauna- tölur og örvæntir um nokkra leið- rótting mála sinna. Hann heldur því stöðugt fram, sem flestir þykjast nú sannfærðir um, að hann sé algerlega hafður fyrir rangri sök af heift og hatri mótstöðumanna sinna, og þykir líklegt að hann verði steindauður áður en mál hans sé til lykta leitt. Mál þetta er Ijós vottur um grimd og kærleiksleysi óhlutvandra manna, ljós vottur þess, hversu óguðleg níðingsverk oft eru unnin undir yfirskiniréttvísinnar. Hvernig skyldi sá blettur verða þveginn af Frakklandi, að hafa beitt einn af sínum mestu mönnum allri þeirri grimd, sem Dreyfus hefir orðið að þola, að kvelja hann árum saman án þess að leyfa honum að sjá eða tala við sína nánustu ástvini og murku úr honum lífið með öllu móti. — Dreyfus er ekki sá eini, sem frosið hefir í hel af andlegum kulda meðbræðra sinna. — Ekki þykir líklegt að Belgir muniinnlima Congoríkið árið 1900, eins og þeir hafa rétt til sam- kvæmt samningunum 1890, en talið er það víst að samningunum verði breytt þannig, að tíminn vej'ði framlengdur til þess að Leo- pold konungur geti haft höndíbagga með stjórnina þar. — Deilur allmiklar hafa staðið í Ungverjaland, var það út af sund- uriyndi í ráðaneytinu. Nú er það alt komið í samt lag aftur og M. de Szell hefir myndað nýtt ráða- neyti. — Nýlega er dáinn M. Weiti í Svisslandi, sem hafði verið sex sinnum kosinn forseti sambands- ríkjanna. Hann var 73 ára gam- all. Hann lézt í Bern og var ölum harmdauði. — Á ái-shátíð háskólans í Pét- ursborg ui'ðu óeirðir svo iniklar og áflog á meðal stúdenta, að þeir börðu á lögregluþjónum, sem ætl- uðu að stilla til friðar, og voru margir þeirra teknir fasti rog settir í varðhald. — Ný bók var gefin út á Frakklandi 4. þ. m. eftir Beauepaire, sem heitir „Panama og ríkið“. Er þar nákvæmlega skýrt frá Pana- ma-hneykslinu alræmda. Einkum , er þar farið gífurlegum orðum um M. Loubet forseta Frakklands. Er vísað tilþriggia .bréfa fra M. Loubet, sem glögglegk eiga að sýna afstöðu hans í þessu máli í þann tíma. Höf. skýrir frá því að forsetinn hafi gert sig sekan í að hlífa og vernda þá þingmenn, er sekir hefðu vei'ið og fer hann um það hörðum orðum. Þá talar hann um afstöðu Bourgeois og eirinig sendir hann , hnútur M. M. Brisson og Richard. í niðurlagi bókarinnar er minst á Dreyfusmálið og nokkrum sam- vizkuspumingum beint að einstök- um mönnum i því máli. Bókin hefir vakið allmikla eftirtekt. -— Drepsótt voðaleg hefir verið í Bombay að undanförnu. Um mánaðarmótín febrúar og marz dóu þar mikið á annað þúsund manns á einni viku. Opinberan lygara lýsi óg Jón Ólafsson að þvi, að barnablaðið Æskan sé ekki gefið út undir róttu nafni. Haim Ij'g- ur jþví að stórstúka íslands hafi ákveðið að við þrjú, sem kosin vórum til þess að sjá um útkomu blaðsins, skýldum gefa það út á okkar kostnað. Hvernig ætti eitt félag að geta ákveðið að vissir menn skyldu gefa út blað á þeirra kostnað? Sjá ekki ailir, hversu ótrúlega Jón hefii' iogið í þessu at- jiði ? Viltu ekki reyna að ljúga dálítið trúlegar í næsta skifti, Jón ininn? Sig. Júl. Jóhannesson. Vitnisburðabók Jóns Óiafssonar. —o— Með þessarí fyrirsögn ætlar „Dag- skrá“ framvegis að flytja fróðlegan bálk. Er það vitnisburður ýmsra helztu og merkustu íslendinga að fornu og nýju; bæði vestan hafs og hér, sem ekki er alls kostar ó- fróðlegt fyrir almenning að þekkja og fá samankominn á einn stað. I5ess ber að geta, að flestir þeir menn, sem þessa vitnisb'urði hafa gefið, hafa verið stórkostlegir vel- gerðamenn hans og vinir, svo að engin ástæða er til þess að ætla, að hlutdrægt sé sagt frá. „Dag- sluá“ ætlar engan dóm að leggja á Jón, eða breytni hans í sam- bandi við þetta, heldur taka upp orðrétta vitnisburðina úr innlend- um og erlendum blöðum, svo mönnum gefist kostur á að dæma þá sjálfum. Peir sem gefið hafa vitnisburðina, eru þessir: Einar Hjörleifsson, Einaf Benediktsson, Gestur Pálsson, Tryggvi Gunnars- son, -Sigtryggur Jónasson, Wilhelm Paulson, Magnús Paulson, Jón Blön- dal, A. Freemann, F. Andersen, Sigurður Christopherson, Sigfús Eymundsson, Haraldur Níelsson, Fridrik Hallgrimsson o. m. Ifl. utan lands og innan. Þess- ir menn liafa allir „voterað" um Jón, ýmist munnlega eða skriflega og er þeim trúandi til þess að hafa gert það nokkurnveginn rétt, þar sem heita má, að öllum beri sam- an. Vér byrjum á vitnisburðum Einars IJjörleifsSonar. Úr gi'eininni „Tuddinn“ eftir Einar Hjörleifsson, (sjá Lög- berg 4. úr, 31. tbl.): „.Jón Ólafsson hefir í tilefni af því, að hann hefir ekki getað kom- ið mér til að ljúga, ausið yfir mig smánarorðum og illkvitnisásökun- um í síðasta blaði' Heimskringlu, fyrir það, að ég skuli hafa þá at-- vinnu, sem hann sjáifur hefði lík- lega enu þann dag í dag, ef hairn hefði ekki verið rekinn frá henni fyrir nokkuð einkennilega meðferð á annara manna fó. — — — — — — álít ég mig sjálfur meiri mann en svo, að ég þurfi að bera hönd fyrir höfuð mér, þegar hann (J. Ó.) sakar mig um óheiðarleik. Vegna hvers? Vegna þess, að hann er í mínum augum versti tuddinn, sem ég hefi kynst við. Ég skal leitast við að gera nokkra grein fyrir þeirri skoðun minni. — — — Ég hefi aldrei þekt þrosk- aðri eina hlið á hundsnáttúrunni, en hjá þessari manneskju. Éað er( sú hliðin, sem kemur fram í þeirri ástríðu hundanna að gelta og glefsa og rífa rniklu meira en þeim er sigað til — — — — — Ég skildi ekki þá, af hvei'j- um toga sú hundgá Jóns var spunn- in, en ég skil það nú........... . . . Úr þvi ég er farinn að fletta ofan af þeirri reynslu, sem ég hefi af Jóni Ólafssyni, get ég ekki stilt mig um að minnast á hræsni hans. Jafn viðbjóðslegumhræsnara eins og hann er hefi ég aldrei kynst. Éegar hann kom hingað vestur, lét hann svo sem bindindismálið væri sér einna annast um af öll- um málum undir sólunni. Og það lá við, að hann sprengdi stúku þá, sem hann gekk inn 1, með hörku þeirri, sem liann beitti við þá stúkubræður sína, sem örðugt geklc að halda bindindisheit sitt. Hann svívirti þá svo á fundum, að óvið- komandi menn, sem á hlýddu, gátu ekki minst þess nema með við- bjóði. Og svo di'akk maðurinn stöðugt, kannaðist sjálfur við það á einum „túrnum“ að hann hefði drukkið stöðugt frá því hann orti íslendinga kvæði sitt í fyrra — þangað til hann var dæmdur í stúkunni fyrir drykkjuskap og svo rekinn úr henni fyrir að sinna ekkert þeim dómi........... . . . Hann sem undantekningar- laust sýnist hafa verið þeirn mönn- um verstur, sem hafa viljað vera honum beztir. Harin sem á ein- hverja þá virðingar- og elskuverð- ustu konu, sem hægt er að hugsa sér, og hefir með köflum gert líf hennar að helvíti. — Hann sem ekki getur, hverjir óviðkomandi menn sem eru viðstaddir, anzað móður sinni, gamalli og meinlausri, ónotalaust — hann er að gera númer út af kærleiksleysi þeirra manna, sem í öllu leitast við að vanda dagfar sitt og hafa auk þess .gert ráðstafanir til að hann sjálf- ur (Jón Ólafsson) færi hvorki í betrunarhúsið né á vergang! — — — En það eru aðrar hliðar á hundseðlinu, sem mönnum yfir höf- uð eru geðfeldari, er minni þroska hafa náð hjá Jóni Ólafssyni, það er t. d. trygðin. Jóni virðist svipa þar meira til hundafrændanna, ref- anna, -— — — — — Nei, trygðina hefir Jón ekki sameiginlega við hundana. Og mér dettur það í hug í þessu sambandi, hve einkennilega næmt, nærri því að segja samvizkusamt mál ís- lenzkan er. Hún þolir ekki, að þeir rnenn sóu kallaðir „hundar", sem ekki hafa nema verstu eigin- legleika þessara ferfætlinga, heldur eru þeir menn á vorri tungu að eins „hundspott". (Framli.). Einar Hjörleifsson. Til iftigu eru tvö herbergi fyr- ir einlileypa frá 14. maí. Ritstj. vísar á. Tvö lítil herbergi, stofa og svefnherbergi. til leigu frá 14. mai. Borgun mjög væg. Ritstj. vísar á húsið. í° 5 18SF* Nýtt kirkjulegt tímarit. j-i <0 . , ----■---l ao ■m1 • 1 • (4 kemur út einu sinni á mánuði; verður með °* 1 jtiÁll iVj Cili. myndum, Kostar hér á landi 1 kr. 50 au. — jvi erlenjis 2 kr. — árgangurinn. Borgist fyrir lok júní-mánaðar. Fæst ^ í Reykjavík í Sigf. bókaverzl. Eymundssonar; út um land hjá bókasölum. og (ef fyrirfram er borgað) hjá póstafgreiðslu- og bréfhirðingamönnum, S __i______:----------------------------------------------—.—.— S , _ C Utgefandi: Lárus HaSldórssoni Kollaleiru, Rciðarfirði. Enginn kaffibætir getur jafnast við cTinesíe SRaitóinavisR Cxporí cJSafio Surrogat Éað er miklu bragðbetra og heilnæmar ena alt annað þess konar. Éegar þér hafið reynt það, munuð þér aldrei vilja nokkurn annan kaff'ibæti framvegis. F. Hjorth & Co., Köbenhavn K. Levenskjold Fossum - Fossum pr. Skien. tekur að sér að útvega kaupmönnum við. Einnig eftir teikningum að byggja hús. Semja má við PÉTUR M. BJARNASON á ísafirði. 1 Mciiu ættu að nota tækifærið, því hvei-gi mun fást. ódýrari viður, eða með þetri kjörum en hjá undirskrifuðum. Pétur M. Bjarnason. WtT Lífsábyrgðarfélagið „STAR". Skrifstofa félagsins, Skólavörðustíg nr. 11, er opin hvern vírkan dag frá 12—2 og 4—5. Takið eflir! Útgefandi: Félag eitt í Reykjavík. Dugleg og þrifin stúlka getur i fejigið vist í góðu húsi hér í b^n- 1 Abyrgðarm: Slg. Júl, i&mmm. um frá J4, maí p- á, Rítstjóri =================== vísai' á. Ajdar-prontsmiðja.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.