Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 22.04.1899, Blaðsíða 1

Dagskrá - 22.04.1899, Blaðsíða 1
DAGSKRÁ. III. No. 39. Reykjavík, laugardaginn 22. apríl. 1899. Til minnis. Bæjai’stjórnar-fundir 1. og 3. Fmtd. í mán., kl. 5 síðd. Fátækranefndar-i'undir 2. og 4. Fmtd. í mán. kl. 5 síðd. Forngripasafnið Mkd. og Ld. kl. 11—12 árd. Holdsveikra-spítalinn. Heimsókrlartími til sjúklinga dagl. kl. 2—31/2. Landsbankinn kl. 11 árd. til 2 síðd. — Bankastjóri viðst. kl. IF/2—l’/a síðd. Annar gæzlustj. vidstaddnr kl. 12—1. Landsbókasafnið. Lestrarsalur opinn dagl. 12—2; á Mán d., Mvkd. og Ld. til kl. 3 síðd., og þá útlán. Náttúrugripasafnið (Glasgow) op. kl. 2—-3 á Sunnudögum. Reykjavíkur-spítali. Okeypis lækning- ar Priðjad. og Föstud. kl. 11—1. Söfnunarsjóðurinn (í barnaskól.) op. kl. 5—6 síðd. 1. Mánd. í hv. mán. Augnlækningar ókeypis 1. og 3. Föstud. í hv. mán. á spítalanum kl. 11—1. Tannlækningar ókeypis 1. og 3. Mánad. i hv. mán. kl. 11—1., Hafnarstr. 13 (V. Bernhöft). Pingmál í sumar. —o-- IV. Stjópnarskrármálið. Um þetta leyti er þeim mönn- um, er um landsmál hugsa, ekki tíðræddara um neitt en stjórnar- skrármálið. Pað leit svo út um tíma, síðari hluta vetrarins, sem allir hefðu lagt árar í bát, að því er það snerti. Jafnvel öruggustu fyigismenn þess nefndu það ekki á nafn. Stjórnarbótarféndur vóru farnir að hlakka yfir því, að hægt myndi verða að herða fastar að ófrelsishnútunum fornu á þinginu í sumar, en nokkru sinni áður, og hugsuðu sór gott til glóðarinna.r. En svo kom vorið, sólin skein fegurra og bjartara, blærinn varð mildari. Næturnar styttust og dagarnir lengdust. Ljósið og birt- an, lífið og gleðin, fjörið og feg- urðin, þíðan og hlýindin, sem eru förunautar vorsins og sumarsins, hröktu burtu myrkrið og dimm- una, dauðann og hrygðina, deyfð- ina og drungann, frostið og kuldann. Það var eins og andleg- ur straumur — sterkur, ákafur streymdi í gegnurn þjóðlíkamann svo hann tók fjörkippi hvern á fætur öðrum, og jafnvel hinir allra minstu limir hans iðuðu af áhuga. Það var stjórnarskrármálið marg rædda, áhugamálið mikla, velferðarmálið stóra, frelsismálið heigasta, sem kallaði hátt í huga hvers einasta manns — sem nokkuð hugsar á annað borð urn annað en munn og rnaga — sem ekki er sama hvort hann neytir síns brauðs bundinn eðs laus, sem þræll eða frjáls maður. I’að var stjórnarskrámálið, sem knúði menn til umhugs- unar og kvað svo ramt að því, að nemendur lærða. skólans hófust handa, og lýstu skýrt og skorinort, vel og greinilega, ekki einungis afstöðu sinni i því máli, heldur færðu svo góð og gild rök fyrir þvi, að sú stefna, er þeir halda fram með beztu mönnurn þjóðarinnar, sé sú eina rétta og sjálfsagða, að jafnvel þeir, sem allra rnanna bezt virðast kunna að hártoga og misskilja, geta ekki á móti mælt, hafa ekkert við það að athuga, annað en að höfund- arnir séu ungir. I’að hlýtur að hafa mjög mikil áhrif á málið, að fjölmargir af efnilegustu mönnum þjóðarinnar, sem stunda nám við helztu mentastofnun landsins, sam- ankomnir úr öllum kjördæmum þess, hafa sýnt svo óhrekjanlega fram á hættu þá, sem hlyti að stafa af hinu svonefnda laumuspili dr. Yaltýs, ef fulltrúum þjóðarinn- ar yrði svo glapin sýn, að þeir glæptust á því, þvert á móti sönn- um vilja meginþorra þeirra manna, sem hafa vit og þekkingu á óhjá- kvæmilegum afleiðingum þess. Pað er aitaf leiðinlegt að lát.a sitt eigið vopn verða sér að bana, eða sín eigin orð til þess að spilla sínum málstað, en það hefir dr. Valtý orðið á með Eimreiðar- greininni sinni sælu. Það er óef- að hún, sem hefir opnað augu margi'a, fjölda margra, fyrir ýms- um. ókostum Valtýskunnar, sem menn áður höfðu. ekki nægiiega ljósa hugmynd um. Jafnskjótt sem grein þessi birtist, skrifaði alþm. Benedikt Sveinsson rit, er hann gaf út, þar sem Eimreiðar- greinin er svo gersamlega tætt í sundur, að þar stendur ekki steinn yfir steini; geta þeir bezt um það borið, hvort þetta séu öfgar, sem lesa báðar. ritgerðirnar saman og það ætti hver hugsandi maður að gera. Stjórnarskrármálið er það mál, sem vert er umhugsunar og hennar rækilegrar; þar ættu menn ekki að fylgjast með straumi eingöngii, án þess að kynna sér það eftir föng- um; þar ættu menn ávalt að ha-fa það fyrir augum, sem er rétt, en ekki láta það vaxa sér í augum, þótt erfitt sé að ná rétti sinum, ef | þess að eins er nokkur von, þótt langan timi þurfi tii. Ef einhver þorpari rænir þig fé þínu, svo þú verður öreigi, þá ert þú skyldur, svo framarlega sem þú vilt verð- skulda það nafn að heita maður, að leita réttar þíns og beita ölium í lei/fileg-.ni meðulum til þess að ná j því af honum aftur; þótt hann J bjóði þér byrgin, þótt hann þyk. j ist vera þér sterkari og sé sá níð- i ingur að viija nota, krafta sína til þess að beita þig ofbeldi, þá átt þú aldrei að vera svo þrællyndur að beygja þig viljugur undir harð- stjórn hans og kasta þínum eigin rétti fyrir borð. Það er þetta., sem sumir íslenzlcu leiðtogarnir vilja fá þjóð sina til að gera. Þeir viðurkenna að vér höfum fyllilega rétt í kröfum vor- um við Dani, en Danir eru sterkari en þið, segja þeir, Danir geta sagt nei þegar þið heimtið slculdir ykk- ar og þeir eru sjálfir dómarar, þessvegna eigið þið að þegja; falla fram fyrir þeim með þakklætistár- in í augunum, ef þeir kynnu ein- hvern tima að vilja gefa ykkur Viooo partinn af því, sem þið eigið sjálfir og þeir hafa ranglega haldið fyrir ykkur, og þið eigið meira að segja að taka því með þögn og þolinmæði, þótt þeir vilji enn þá leggja á ykkur ný bönd, þótt þeir vilji enn ganga nær ykkur, rýja ykkur rétti í enn stærra stíl en áður. Þetta mál ætlar Dagskrá að taka tii rækilegrar íiiugunar í næstu blöðum. [Frh.] Verzlun vor. [Niðurl.] Þó ekki væri fyrst um sinn um annað að tala en sparnað, og að slíta skuldahelsið, muntv brýnar þarfir von bráðar aukast til alþýðu- menningar, húsabóta, jai'ðabóta og | ýmsra hagsælda, svo vér verð- um að hafa það jafnframt í hug- anum, að auka verzlunarvöru, helzt þó með öðru en fjársölu á fæti. Ég drap að eins á það í 17. tölu blaði „Dagskrár", að smjör og ost- ur gæti ef til vildi orðið hjá oss útlend verzlunarvara. En nú hefir P. Jónsson á Gautlöndum- skrifað um þau atiiði vel og ítarlega í t „Fjk. 10. og ll.tbl., svo ég sleppi ! því máli. Naut, kjöt og kæfa i kynni líka, ef til vill, að verða } verzlunarvara til útlanda. Mikið | ykist innlendur smjörmarkaður, ef j útlent smjör og smjörlíki yrði ein- hverntíma tollað. Einn liygginn maður hefir stungið upp á þvi, að tægja ofan af ullinni, en þvo hana ekki. Einnig mætti reyna að j spinna band og seija, prjónles mætti j einnig nefna. Alt ætti að reyna, sem ekki er fráleitt, en hafa allar tilraunirnar litlar í fyrstu, en reyna. j þó til þra-utar. Ráðdeildin og sjálfsábyrgðin er allstaðar bezti markaðui inn og fuil- komið lmgsunarfrelsi með uauð- synlegri þekkingu í verzlunai-sök- um. Það er eins og fjall liggi ofan á hugsunarhætti þjóða þeirra, sem lengi hafa bælst undir ánauð í liverri tegund sem er. Indiánar, sem undir ánauð hafa búið, berj- ast a,ll snarplega með vopnum, en heyri þeir smellinn af svipuólun- um, fellur þeim allur ketill í eld. Ánauðin stendur lengi með skýr- um stöfum í anda mannsins, þó búið sé að afmá ánauðarletrið af pappírnum, einkum hafi maðurinn ekki barist sjálfur fyrir frelsinu, og j ánauðin gengur í ættir. Börnin drekka hana með móðurmjólkinni, ef ekki eru til andlegir kraftar, sem geta flutt fjöllin úr stað, en þeir kraftar eru skynsemi og reilcn- andi skoðun með lifandi vilja. Vér höfum lengi búið undir verzlunar- ánauð. En það er mest um vert andlega frelsið; það er að vera laus við andlegt drep, ána.uð og hleypidóma. Kaupmenn ríktu yfir oss eins og konungar, og vér höfð,- um og höfum enga verzlunar- hyggni við þá; vér erum al-lir börn hjá Boga. Vér þurfum að kenna, mönnum af góðum, vönduðum og hyggnum ættum, verzlunarfræði, J sem vér getum treyst til þess að j standa fyrir pöntunarfélögum eða | kaupfélögum. Yfirstandandi tími . er óhaganlegur til þess að upp- skera arð af vankunnandi og ó- vönduðum mönnum. Samstundis hafði óg lesið grein eftir fullhuga einn í „Þjóðólfi", sem þorir að i'áðast á vöi-uskifta-verzl- unina, sem ég hefi varla þorað að nefna. En þá datt mér í hug, að helzta ráðið til að koma henni fyrir kattarnef, væri að losna fyrst úr skuldunum og ganga svo í öfl- ug verzlunarfélög, er flyttu sjálf vöru sína og seldu hana fyrir pen- inga, þar sem bezt gegndi, og keyptu svo aftur nauðsynjar fyrir peninga, þar sem bezt gengi. ___________ J. B. Ekki eins og það á að vera. —°— [Niðurl.] Kæmi skipið hingað siðustu ferð- irnar, gætu vinnuveitendur hér haft full not af kaupafólki sínu til þeirr- ar stundar að skipið kemur. Ka.upa- fólk getur unnið sér inn peninga til samatíma og flutt alt tros, sem það getur yfir komist, sem mörg- um Sunnlendingum kemur vel að fá heim í bú sitt. Þar fær skipið líka „fragt“. En verði nú áætlun- inni ekki breytt — ég geng út frá að straudferðir haldi áfram þá missum vér Stöðfirðingar eflaust af þeiin vinnukrafti, sem vér ann- ars gætum fengið af Suðurlandi,

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.