Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 20.05.1899, Blaðsíða 1

Dagskrá - 20.05.1899, Blaðsíða 1
DAGSKRA. III. Ho. 45. Reykjavík, laugardaginn 20. maí. 1899. Til minnis. Bæjarstjórnar-fundir 1. og 3. Fmtd. i mán., kl. 5 síðd. Fátækranefndar-fundir 2. og 4. Fmtd. í mán. kl. 5 siðd. Forngripasafnið Mkd. og Ld. kl. 11—12 árd. Holdsveikra-spitalinn. Heimsóknartími til sjúklinga dagl. kl. 2—3!/2. Landsbankinn kl. 11 árd. til 2 síðd. — Bankastjóri viðst. kl. IIV2—lVí síðd. Annar gæzlustj. vidstaddur kl. 12—1. Landsbókasafnið. Lestrarsalur opinn dagl. 12—-2; áMán d.,Mvkd. og Ld. til kl. 3 síðd., og þá útlán. Náttúrugripasafnið (Glasgow) op. kl. 2—3 á Sunnudögum. Reykjavíkur-spítali. Ókeypis lækning- ar Priðjad. og Föstud. kl. 11—1. Söfnunarsjóðurinn (í barnaskól.) op. kl. 5—6 síðd. 1. Mánd. í hv. mán. Augnlækningar ókeypis 1. og 3. Föstud. í hv. mán. á spítalanum kl. 11—1. Tannlækningar ókeypis 1. og 3. Mánad. í hv. mán. kl. 11—1., Hafnarstr. 16 (V. Bernhöft). Hjá Benedikt Gröndal. Hann lét mig setjast. við lítið borð og lauk upp bókinni sinni, en sérhvertkjarngott ogki'öftngtorð af kappi ég festi í minni. Á fyrstu blaðsíðu fálkinn var í fögrum, drifhvítum klæðum, og tignarhöfuðið hátt hann bar; — en heitt varð mér blóð í æðum. Og listamálarann leit ég á, sem ljós frá hans augum streymdi, og auðséð var það af öllu þá, hvað inst hann í hjarta geymdi. Og hljóður sat ég og heyrði á hvert hljómblítt orð frá hans vörum, en gieðin lék sér um blíða brá og bros var í augum snörum. Svo fletti hann bókinni. — Mynd við mynd, sem .mær eða rós á grjóti, eða Eygló og himinn í hafsins lind mér hýrlega brostu’ á móti. Pað var sem fuglarnir færu af stað og flýgju á laufguðum greinum, það var eins og andvari bærði blað á beinvöxnum, fögrum reynum. Eg fann að hjarta mitt hraðar sló og hiti braust franj í kinnar, ég viidi tala’, en á vörum dó hver viðleitni tungu minnar. Og blóðið hraðar og hraðar rann, mín hjartaslög mátti finna, nú ég af alvöru fyrst það fann, hve fagurt það er að — vinna. Og Eygló rósfögur svalar sér í sjónum lygna og hvíta, og dagurinn hníginn í djúpið er, á dagsverkið allir líta. Og hver, sem vann eitthvað veg- legt, nýtt, hann verður hugrór í geði og hjartastrengirnir hrærast blítt af hreinni og djúpri gleði. Já, þetta’ eru launin, sem iistin fær, þau laun, sem náttúran gefur, sá bjartasti geisli’, er á blómrós hlær, það bezta, sem lífið hefur. Jóhann Sigurjónsson. Framfarir. Þess var getið í vetur í ferða- pistlunum í „Dagskrá" að hvervetna við hafnir kringum land væru ýmisleg raannvirki að sjá sem ekki þektust hér í bæ — höfuðstaðnum. Má þar til nefna sporvagna til flutninga í stað þess að láta karla og konur staulast hálfbogin með kol og fisk og salt á bakinu upp eftir bröttum bryggjum. Má sjá það glögt á sumu fóiki hér, sem lengi hefir stundað „eyrarvinnu" sem köiluð er, að það er orðið svo vanið af salt- og kolaburði, að það getur ekki gengið upprétt; það er eins og fjöl, sem lengi hefir verið haldið boginni í klemmu; hún missir aflið til þess að rétta sig þegar hún er tekin úr klemmunni og eins er vesalings fólkið. Það missir aflið til þess að geta rétt úr sér aftur þær stundirnar, sem pokafarginu léttir af því. Þetta er skömm og svívirðing fyrir höfuð- staðinn. Útlendingar, sem hingað koma flestir, stara á það með meðaumkunarblandinni fyrirlitning- og hrista höfuðið. Það er engin furða; þetta er eitthvert hið greini- legasta skrælingjaeinkenni, 1 sem nokkur þjóðarnefna getur haft. Annað, sem einnig hefir lengi verið og er oss til mestu vanvirðu, er það að þótt hér séu gerð út þilskip. svo. tugum skifti, þá hefir mönnum ekki dottið í hug að reyna nokkurn skynsamlegan veg við vatnsútskipun, heldur hafa há- setarnir verið látnir skríða á fjór- úm fótum upp og ofan, veltandi á undan sér tunnum ýmist fullum eða tómum, og er það eitthvert leiðasta og óþokkalegasta • verk. I stað þess hefir nú einn mesti framkvæmdarmaður bæjarins tekið sig til og breytt þessum gamla vana og fa-rið að dæmi dugandi og skynsamra marma úti um land. —- maður þessi er hr. kaupm. Geir Zoéga. — Hann hefir látið gjöra nýjaij brunn vel vandaðan — sem er nýlunda hér í bæ — við Nýlendugötu; heflr hann svo látið færa skipin þar upp undir land, lagt rennur ofan frá brunninum út í skip og látið vatnið renna þangað svo ekki hefir annað þurft en að dæla í rennuna. Þetta má telja með allra mestu framförum Reykjavíkurbæjarins um langan tíma; enda er það ekki í fyrsta skifti, sem þessi maður gengur á undan öðrum með dugnaði, hagsýni og framkvæmdum. Má t. d. þakka honum það algjörlega hversu langt er komið fiskveiðum á þilskip- um hér við Faxafióa og margt fleira. Eins og það er rétt og sjálfsagt að segja mönnum óspart til synd- anna, hver sem í hlut á og benda á slóðaskap og ódugnað einstakra manna og félaga, bæði til uppörf- unar og viðvörunar, eins ér það aiveg rétt og sjálfsagt að geta þess þegar einstakir dugnaðarmenn hefj- ast handa og gera eitthvað það, sem miklu varðar. Er það skylda bæði blaðamanna og annara að geta þess, ekki einungis þeim (fram- kvæmdarmönnunum) til lofs og dýrð- ar, heldur einnig til þess að láta aðra, er jafnt standa að vígi, eða betur, fyrirverða sig fyrir deyfðina og aðgerðaleysið, ef ske kynni að þeir einhverntíma rumskuðu svo, að þeir þurkuðu stýrurnar úr aug- um sér og litu á það, sem rétt er og satt; líti á afleiðingarnar af fávizku sinni en stari ekki sí og æ á stuttan stundarhagnað. Kaupmenn og útgerðarmenn þil- skipa yfir höfuð! gangið þér vest- ur Nýlendugötu einhvern tíma- þeg- ar verið er að skipa vatni út í skip hr. kaupm. Geirs Zoega og sjáið þar hvernig siðaðir menn fara-að því — strengið þess síðan heit að hætta alveg skrælingja- hættinum gamla. Hann skammast sín fyrir pukrið. ísafoldarritstjórinn neitar því, að léynilega hafi verið farið að við út- gáfu og útsending flugrits þess, er nefnist „Ráðgjafinn á þingi.“ En hvað vilja menn segja um það þegar að riti er unnið i holu, sem grafin • er niður í kjallaragólf og þiljað yfir til þess að ekki skuli aðrir sjá en laumuspilararni? og prentað er svo á næturþeli, þannig að þeim,sem í prentsmiðjunni vinna er ókunnugt um og sent er út um land í laumi, en þess stranglega gætt að ekkert af því komist í hendur þeirra manha, sem líklegir voru til þess að andmæla vitleys- unum og öfgunum? Kalla menn þetta ekki pukur? og er það ekki auðsætt að eitthvað sé óhreint við það mál, sem þannig er barist fyr- ir? En þessi ósannindayfirlýsing ritstjórans — þessi kattarþvottur sýnir það, að hann fyrirverður sig fyrir „pukrið" og það er virðing- arvert. Blágóma. —o— Ég man eftir því þegar ég var ungur, að mér var sagt frá því, að fiskur einn héti þessu nafni og hefði þann eiginlegleika, að hann rýrnaði svo allur þegar sól skini á hann, að ekki yrði eftir neroa roð- ið og beinin. Annan fisk hefi ég líka heyrt nefndan, er slímáll nefn- ist, sem hefir þau einkenni meðal annara, að hann er beinlaus. Flug- rit það, sem nefnist „Ráðgjafinn á þingi“ virðist sameina báða þessa eiginlegleika; því var útbýtt hér meðal manna með löngum fyrir- lestrum um gildi þess og gæði, rétt eins og Brama-auglýsingu, og sumir héldu að eitthvað kynni að vera hæft í þessu á meðan augu þeirra voru haldin af myrkri van- þekkingarinnar; með öðram orðum á meðan þeir ekki höfðu íesið það, en það álit hvarf fljótt fyrir sól þekkingarinnar; menn lásu ritið og þótti þar sannast hið fornkveðna, að „ekki fellur eplið langt frá eik- inni.“ Það hjaðnaði, varð ekkert nema roðið og beinin eins og blá- góman. — Beinin segi ég, nei, þar voru engin bein, ekkert nema roð- ið. Svona líta menn á flugritið hér eystra. Þar er höí. álika vand- ur að meðulum og ísafoldar-ritstj. í óhróðri þeim, er þeir bera á brýn fyrv. þingmanni vorum, þar sem þeir gefa það í skyn að hann hafi átt að leggja niður þingmensku af þvl aö hann hafi ekki þorað að fylgja fram réttu máli. Sighvatur Árnason er of heiðvirður maður til þess að honum sé slett slíkum ósóina í nasir. Annars munu Rangvellingar ekki þakka ísafold fyrir afskifti hennar og aðdróttanir í þessu máli. Uangvellingur. Orðaleikur. —o— Svo er sagt að maður kom til trésmiðs eins hér í bænum og bað hann að smíða fyrir sig vindhana. „Éér er bezt að fara til Björns ritstjóra," sagði trésmiðurinn. „Hefir hann vindhana?" „Já.“ Maðurinn stökk niður á af- greiðslustofu ísafoldar og bað Ást- ráð eða einhvern annan að selja sér vindhana. Honum var sagt að þar fengist ekkert nema pappír, skrifföng og bækur, en maðurinn stóð á þvi fastara en fótunum að þar hlytu

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.