Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 27.05.1899, Blaðsíða 1

Dagskrá - 27.05.1899, Blaðsíða 1
DAGSKRÁ. III. No. 46. Reykjavík, laugardaginn 27. maí. 1899. Til minnis. Bæjarstjórnar-fundir 1. og 3. Fmtd. í mán., kl. 5 síðd. Fátækranefndar-fundir 2. og 4. Fmtd. i mán. kl. 5 síðd. Forngripasafnið Mkd. og Ld. kl. 11—12 árd. Hoklsveikra-spítalinn. Heimsóknartími til sjúklinga dagl. kl. 2—3t/2. Landsbankinn kl. 11 árd. til 2 síðd. — Bankastjóri viðst. kl. IH/2—l1/? síðd. Annar gæzlustj. vidstaddur kl. 12—1. Landsbókasafnið. Lestrarsalur opinn dagl. 12—-2; áMán d., Mvkd. og Ld. til ki. 3 síðd., og þá útlán. Náttúrugripasafnið (Glasgow) op. kl. 2—3 á Sunnudögum. Reykjavíkur-spítali. Okeypis lækning- ar Priðjad. og Föstud. kl. 11—1. Söfmmarsjóðurinn (i barnaskól.) op. kl. 6—6 síðd. 1. Mánd. í hv. mán. Áugnlækningar ókeypis 1. og 3. Föstud. í hv. mán. á spitalanum kl. 11—1. Tannlækningar ókeypis 1. og 3. Mánad. í hv. mán. kl. 11—1., Hafnarstr. 16 (V. Bernhöft). £fjórnsíeiMjuBlö éin. —0— Landráðamenn í leiðtogasessi. Hroki og drainfo í hásseti. Traðkað rétti lítilmagnans. Vopn í hendi harðstjórnar og kúgunar. Átumein í þjóðlíkamanum. í þeim löndum, sem stjórnsleikju- blöðin enl, leita þau sér atvinnu með því að reyna að kitla það, sem ógöfugast er hjá þeim, sem sakir auðs eða embætta hreykja sér í háum sessi og með því að hindra velferð þjóðarinnar. IJau telja ekkert verk, ekkert orð, enga hugsun nokkurs virði hjá þeim, sem vantar auð eða völd eða elli. En þótthverri „sjóðbullandi vit- leysunni" sé hnýtt aftan í aðra, þótt hver svívirðan sé unnin á fætur annari; jafnvel landráð, '„svörtustu“ svik, „fúlustu" illyrði, þá er það alt gott og gullvægt, ef það kemur frá þeim, sem þykjast að einhverju leyti hafa stjórntaum- ana í hendi sór, þótt þeir hafi náð þeim fyrir tilstilli vina sinna og vandamanna, án tillits til hæfileika; ef til vill með fémútum, hótunum og öðrum svívirðilegum brögðum. Eða ef það kemur frá einhverjum þeim, sem með okri eða á annan ósæmilegan hátt heíir dyngt sam- an ógrynni fjár; eða frá einhverj- um gömlum sjálfbirgingi, þótt hann hafi aldrei stigið ærlogt spor, ai- drei unnið ærlegt verk, aldrei tai- að ærlegt orð, aldrei hugsað æp- lega hugsun; í stuttu máli, þótt hann haíi ekkert sór til ágætis nema það, að hafa lifað mörg ár og mætti að réttu lagi skamroast sín fyrir ellina. Og fágæt er sú flónska, í hverjum efnum sem er, ef hún kemur frá þeim „háu“, sem stjórnsleikjublöðin haldi ekki verndarhendi yfir — að svo miklu leyti,., sem þau þora það. Yerði einhverjum öðrum en þeirn „háu“ að segja di'engilega skoðun sína, hvort sem hún er vinsæj eða óvinsæl, halda henni fram og standa við hana, þá telja stjórnsleikjMöð- in það eitt aðal hlutverk sitt, að svívirða hann og ausa yfir hann níði og dylgjum, varna mönnum þess að hlusta á hann með still- ing og skynsemd — að svo miklu leyti, sem þau þora. Útgefendur stjórnsleikjublaða hafa það til að láta stjórnina, eða einhvern sendil frá henni, múta sér, kaupa sig til þess að gefa út flugrit, láta. prenta þau leynilega og senda þau á bak við ærlega menn og ærleg blöð, til þess að ekki verði beni a ósómann áður en hann fer af stað — því úlfur- inn kemur ekki eins miklu til leið- ar ef gærunni er flett af honum. Og í þessum flugritum eru oft álnalangir fyrirlestrar af lofi um stjórnina, en „fúlustu" fúkyrðum um alla þá, sem viija halda í rótt þjóðaiinnar. Og svo skammast höfundarnir sín stundum fyrir pukrið þegar alt kemst upp, halda því fram, á móti betri vitund, að alt hafi verið gert opinberlega og heiðarlega. Altaf og óaflátanlega eru stjórn- sleikjublöðin að reyna að telja mönnum trú um, að þau beri heill þjóðarinnar fyrir brjóstinu — éta í því skyni stundum eftir öðr- um hollar og góðar kenningar til þess að geta því betur flekað menn. En altaf flytja þau kenningar þess- ar rangfærðar og afbakaðar. Hvenær sem stjórnhollir em- bættismenn vilja nota þau til þess að spilla fyrir velferðarmálum þjóð- arinnar, þá stendur ekki á þeim, stjórnsleikjublöðunum. Og ckki er hætt við að þau lcggi nokk- urn tíma út í að vanda um misiudisliáttcrni niciriháttar manna, cr þau eru annaðhvort i kunningsskap við, cða þciin stendur einlivcr ótti af, cða þá að koma upp um þá því, cr miður fcr; þá stcinþcgja þau. Petta er rótt lýsing á sönn- um stjórnsleikjublöðum. Og þau halda að þjóðin sjái þetta ekki. Greinilegar getur ekki lýst sór virð- ing sú, er þau bera fyrir lesendum sínum, eða hitt þó heldur. Meira vantraust á skynsemisþroska þeirra, en hér kemur fram, er ekki gott að hugsa sór. StjórnsleikjublöSin væru ólækn- andi átumein í þjóðiíkamanum, þar sem þau eru, ef lesendur þeirra væru eins andlega blindij- og þau halda; ef þjóðin sæi það ekki að þau gei-a alt Jeyfilegt og hclzt ólcyíilcgt til þess að hnekkja heiðri liennar, til þess að fótum- troða róttindi hennar, til þess að vera eitrað sverð í harðstjórnar- og ræningjahöndum á móti henni sjálfri; til þess að fjötra hana og leiða svo að henni hóp af níðing- um til þess að þeir geti barið á henni í böndunum; til þess að auðga sjálfa sig og fita á‘ mútufó því, er þeir hafa þegið til þess að steypa henni í glötun. Ef þjóðin sæi þetta ekki, þá væru stjórn- sleikjublöðin ólæknandi átumein í þjóðlíkamanum, og þar sem hún sór það ekki, þar ei'u þau það. Stjórnsleikjublöðin láta sem þau vilji hag og heill þjóðarinnar og reyna að telja henni trú um að hún geti ekkert, skilji ekkert, sé ekkert; stjórn og „stjórar" eigi að vinna fyrir hana, tala fyrir hana, hugsa fyrir hana. Hún eigi að vera þæg og auðsveip ambátt, sem taki með þökkum hverjum mola, sem til hennar falli af borð- um hinna háu; af þeim borðum, sem alsett eru réttum, sem keypt- ir hafa verið fyrir heninir fó; það fé, sem rænt var fi'á henni. Og ef henni verður það einhverntíma þegar niðingahendurnar þjappa sem miskunarlausast að henni bund- inni, þróttlausri og þjakaðri, kúg- aðri og kvalinni — ef henni þá verður það einhverntíma að bæra varirnar í þá átt, að eitthvað mætti betur fai'a, eða þótt ekki sé ann- að en að stjórnsleikj xblöðin séu hrædd um að henni muni detta eitthvað í hug í þá áttina, þá rísa þau upp á afturfótunum og i-yðja úr sér álnarlöngum samsetningum af „svöi'tustu“ „fúlyrðum". Þetta er rétt lýsing á sönnum stjórnsleikjublöðum, þar sem þau eru. Stjórnsleikjublöðin bérjast með hnúum og hnefum á móti öllum framförum; það er líka náttúi'legt, þvi ekki hafa þaii hag af aukinni menning þjóðarinnar; þau sem lifa á meiningarskortinum. Að þeim svikum má altaf ganga vísum. En vanalega kemur sú tíðin, að æi'legu blöðunum tekst að opna til ' fulls augu þjóðarinnar fyrir þessum ósóma, og. þá eru taldir dagar stjörnsleikjublaðanna. Þá íís þjóðin upp og treður þau að mak- legleikum undir fótum sér, þar sem þau liggja frammi fyrir stjórninni dinglandi rófunni og flaðrandi upp á hana eins og hundur við fætur húsbónda síns. Já, þá eru þau troðin niður í sorpið og þeim er reistur sami minnisvarðinn í huga sórhvers þjóðrækins manns og föð- urlandsvinar og Efialtesi hinurn gríska, svikaranum alræmda. fá er þeim kastað í hin yztu rnyik- ur fyrirlitningar og fordæmingar og bölvuð er minning þeirra. Pessi verða vanalega afdrif þeirra. I’að er aðal-lífssldlyrði þeiira að reyna að hindra útbreiðslu ærlegu blaðanna með einhverjji móti — óærlegu auðvitað, annað þekkja þau ekki og annað vilja þau ekki þekkja. Og eitt er einkennilegt við stjórn- sleikjublöðin: ritstjórar þeiri'a og útgefendur eru oftast gamlir upp- skafningar, sem hafa komist eitt- hvað lítilsháttar áleiðis fyrir fé þjóðarinnar, en hafa svo — þegar þeir þóttust vera orðnir menn — snúist á móti henni og sitja henni í ljósi fyrir þeim róttindum, sem hún á og á að heimta. í stað þess að þakka henni fyr- ir hjálpina, gera þeir alt til þess að lítilsvirða hana, en flaðra upp á innlent eða erlent kúgunarvald, til þess að korna sér í mjúkinn með því að traðka rétti hennar. Þetta hefir átt sér stað sumstaðar í heiminum og á sér ef til vill stað enn. Hamingjan forði sem flestum löndum og þjóðum frá því að eiga stjórnsleikjubleð, en ef svo kynni að fara, íslendingar, að þér einhvei'ntíma sæuð stjórnsleikju- blað með þeim einkennum, sem að framan eru talin, þá veitið verðugar viðtökur því. „Kaupi sér nokkur manns vinskap og vild því vorði að ísland hann svíki, skal byggja’ honum út i fjandmanna fylgd og föðurlandssviliarans ríki.“ Hugleiðingar um framfaramöguleika í landi voru. „Hver eru hin helztu skilyrði fyrir framförum í landi voru? og hvernig er mögulegt að ná þeim ?“ Þessar spurningar óma sí og æ í eyrum vorum. Ávalt eru ýms- ir að bi'jóta heiiann um þær og gera tilraunir til að svara þeim. Ég er einn i þeim hóp. Vil ég því biðja yður, háttvirti litstjóri, að ljá eftirfarandi hugleið- ingum mínum rúm í yðar heiðr- aða blaði. IDetta tel ég hina helztu mögu- leika til framfara þjóð vorri. Að landbúnaðurinn sé efldur, að sjáv- arútvegurinn sé aukinn og bættur, að ríkisráðið hafi engin afskifti af sérmálum vorum. Enginn vafi er á því, að all- flestar framfarir hafa meiri eða minni fjárframlög í för með sér. Til þess að miklar íramfarir geti átt sér stað, þá verður jaínframt að auka fjárframleiðsluna. Eins og allir vita, þá er nú að eins um tvo aðal-atvinnuvegi að ræða, hjá

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.