Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 22.08.1899, Blaðsíða 1

Dagskrá - 22.08.1899, Blaðsíða 1
Enn um landsbankann. Vegna andróðurs þess, sem hinar hógværu og varkáru athugasemdir mínar um ástand landsbankans ótg. 17. þ. m. hafa mætt, og vegna þess fyrirsláttar, er jeg hef heyrt víða utan að mjer, að formælendur hins núveramii óvænlega ástands, berji því fyrir, að þeir ekki vilji sinna umbótum á bankafyrirkomulaginu fyrir það, að jeg hafi gefið út áður nefnt rit, þá vil jeg nú tvímælalaust, og án alls afdráttar endurtaka þetta álit mitt, með nokkrum betri skýringum, til þess að gera það, sem í mínu valdi stendur í þá átt, að láta þá, er um málið fjalla, eða því ráða á einhvern hátt skilja, hvernig komið er fjárhag íslands í raun og veru. Við sem ritið sömdum sögðum, að landsbankann mundi að líkindum, á þeirri viðskíptatíð er fer í hönd, vanta nær 200 þús. kr. til þess að komast hjá því að honum verði lokað. Þetta álit stend jeg enn við að því viðbættu, að mjer fyrir mitt leyti virðist sennilegast eins og horf- urnar eru nú, að það dygði ekki, þó landsjóður mokaði þessari upphæð yfir í bankann í haust. Það er ekki tekið fram, í hinu fyrra riti, sem menn þó nauðsynlega verða að athuga vel, að megin- ið af þeim upphæðum, sem áætlað var að mundi inn borgast bankanum (svo sem afborgun af ýmsum lán- um, af vixillánum og vextir og disconto) verður einmitt tekið út úr sparisjóðs inneignum almennings í bank- anum. Því hvaðan eiga menn að taka peninga þegar ástandið er orðið svo, að enginn getur selt eign sína, og enginn getur fengið lán í neinum sjóði? Hvaðan nema helzt frá þeim, sem inni eiga í sparisjóðnum, og sem herjaðir munu verða um lán af ættingjum sínum, vinum og vandamönnum, og þeim sem góða tryggingu og góða vexti geta boðið. Þess er og að gæta þegar komu fram þær reiknings tölur bankans, sem álitið var byggt á, þá hafði bankinn ekki opt óskað útborgunarfrests á sparisjóðs fje, en það gefur að skilja, að slíkt gerir menn ekki ótreg- ari að taka út fje sitt úr bankanum og verja því til útlána mót góðri tryggingu. Menn munu ekki almennt gera sjer það Ijóst hvernig bankinn er staddur ef ekki verður ennþá bætt við hann landsjóðs fje, en það þurfa þeir að athuga vandlega, er telja hið núverandi ástand tryggilegt og hættulaust, hvort þeir muni ekki villast í þeirri tilgátu, að innanlandsstjórnin hér taki til slíks úrræðis. Jeg vil nú með örfáum orðum leitast við að skýra álit mitt í því elni. Menn segja t. d., að fjármálaráðgjafinn í Km.höfn mundi hlaupa undir bagga með þjóðbanka Dana ef hann yrði í hættu staddur. En er slíkt nokkur sönnun fyrir því, að landsh. gæti gert slíkt hið sama gagn- vart landsbankanum? Nei. Fyrir það fyrsta er landshöfðingj hér allt annað en fjármálaráðgjafi, og landsbank- inn sannarlega allt annarskonar en þjóðbankinn. Fjármálaráðgjafinn er æðsti stjórnandi, landshöfðinginn um- boðsmaður annars manns og á hans ábyrgð. Fjármálaráðgjafinn er í stöðugri samvinnu við ráðaneytið allt í heild sinni, og getur í ríkisráðinu fengið samþykkt á aðgjörðum sínum, en um landshöfðingja er allt öðru máli að gegna; hann getur að eins leitað leyfis hjá ráðgjafanum, en þá verður spurningin um það hvort hann fœr það leyfi. Jeg sje ekki betur heldur en það sé afar ólíklegt, að ráðgjafinn mundi vilja taka slíka ráðstöfun upp •á sig, því grundvöllurmn undir stofnun landsbankans er alólíkur því sem gerist um Evropubanka yfirleitt og þjóðbankann danska Enginn getur sagt við fjármálaráðgjafann, þó illa fari, eptir að hann hefur veitt hjálp af ríkisfé til þjóðbankans í Höfn: Hjer hefur verið hellt fje út til banka, sem var frá upphafi ótryggilega stofnaður. En þorir landshöfðingi eða ráðgjafi að treysta því, að slíkt yði ekki sagt, og það með rökum, ef illa færi eptir að almannafje væri hellt í landsbankann í því skyni að halda honum á floti. Ef skynsamir og gætnir menn nú álíta það hæpið, að landssjóður mundi verða tekinn til slíkra úr- ræða, þá get eg ekki betur sjeð, heldur en að bersýnilegt sje af fyrir liggjandi reikningum bankans í hverjum voða vjer erum hjer staddir. Því hjer þarf ekki að gera ráð fyrir ótta, eða ástæðulausum uppþotum, (,,panik“,) hjer þarf að eins að gera ráð fyrir að sparisjóðseigendur sjái, hvernig komið er hag bankans. A þessu tvennu verða menn að gera skarpan mun, því „panik" er ef til vill hægt að um flýja, en hitt að menn finni það á endanum, sem rjett er og satt, það verður aldrei um flúið, með neinni dul eða yfirbreiðslu hvaðan sem hún kemur. Heimafje bankans er ekki nóg og verður ekki nóg eptir hans eigin reikningum að dæma til þess að mæta þeim kröfum sem óhjákvæmilega verða gjörðar til hans. Og hvað skeður þá? Því getur hver svarað sem vill sjá hið sanna í þessu efni. Aukning landsbankaseðlanna um V4 milljón hlýtur hver einasti heilvita maður að sjá, að ekki miðar að öðru en því, að tylla upp fjárgloppur í nú verandi pappíraveltu bankans, einkum þegar athugað er nú, eins og áður var bent á, að staðfesting seðlalaganna mundi koma eptir dúk og disk þó hún kæmi, sem naumlega er ætlandi nokkurri samvizkusamri stjórn að láta ske. Tölur bankareikninganna tala svo skýrt, að það er ekki forsvaranlegt að ganga þegjandi fram hjá þeim. Það fje sem fast var 31. marz síðastliðinn í allskonar útlánum og verðbrjefum erlendum felur í sjer

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.