Aflstöðin - 07.12.1907, Side 3

Aflstöðin - 07.12.1907, Side 3
AFLSTÖÐIN. 3 móti. Frestur er þeim fyrir öllu. Hér íWinnipeg- er það einkum hag- ur Strætisbrauta-, Rafljósa-, Rat- afls- og Gas-samlaganná er niundi við brenna, ef aflstöðin næði fram- gangi. Helzti þáttur í samlögum þeim er, McKenzie & Mann, sem ráða lögum og' lofum hjá Comm- erce banka, er bærinn skiftir við, því hagsmunir þeirra og bankans eru sem kunnugt er, saman spunn- in, að þeir hljóta að standa og falla hvorir með öðrum. Má get- um leiða nær um það, hvernig þessuin auðkýfingum sé innan- brjósts til bæjar-aflstöðvarinnar, sem jarteinar ekkert meira né minna en, að þeir verði að taka blóðkoppa sína af ljósþörf, af hit- unar- og flutningaþörf Winnipeg- búa. Þess var og ekki langt að bíða að aflstöðvar-vinir bæjar- stjórnarinnar kendu mótspyrnu frá þeim. Fjárþurðarfleygurinn. Óðara og Commerce banki sér að bæjarstjörninni er alvaraað láta aflstöðina ganga fram, tiikynnir hann henni, að híjnn útvegi henni ekki peninga, sem hún með þurfi, nema hún hætti við það mál. Skil- orð bankans er: Svíktu þín kosn- ingarheit og þú skalt fá peninga, ella ekki. Peningunum er ætlað að vera fleygurinn til að ónýta málið eða fresta því, — sem og tek- ist hefir. Bæjarstjórnin situr samt við sinn keip. En þegar svo langt er komið,að líkur eru til að bygg- ingarsamningar muni takast, rek- ur bankinn nýitt högg á fleyginr. Hann tilkynnir eftirlitsnefndinni að peninga fái bærinn ekki hjá sér úpp frá i. jan. næstk. að leigai. Og til þessarar nýlundu erástæðan sú, að hann segir, að peningamenn á heimsmarkaðinum — ekki svo sem þeir sjálfir — séu móthverfir rekstri slíkra fyrirtækja sem afl- stöðin sé, og þar afleiðandi hljóti skuldabréf bæjarins að falla í verði. Aflstöðin er aftur hneykslunar- hellan! En þegfar þess er nú gætt, að hún er hin arðvænlegasta fyrir bæinn, að skuldabréf hans sem annara fara eftir arðsvonum hans, og féllu ekki, heldur seldust á 97C. dollarinn, eftir að borgarstjórnin hafði afráðið að byggja aflstöðina og áður en Ashdown volgraði þau niður,—þá getur engum skynbæri, um manni blandast hugur um, að' tilkynningar bankans eru ekki 1 etur upp og enginn veigur er 1, heldur af tómum fjandskap við afl- stöðina. Hann vill taka ráðin af almenningi, hefta framgangá vilja kjósenda, svo vinir hans þeir Mc- Kenzie & Mann og þeirra kumpán- ar megi sitja sem léngst að einok- un á þörfum Winnipeg-búa. ,,Sækir sér heim líkan saman níðihg'ar skríða“, sejfir spakmæli vort eitt og er það s;itt. Þeir firrast, sem hafa ósamkynja skoðanir, gagnstæða hagsmuni, og þeir dragfast saman, sem annað tða hvorttveg'gja þessa er sameig- inlegt. Því ntá oft manninn þekkja á lagsbræðrum hans. Við hverja hefir nú Ashdbwn lagt og leggur lag sitt, síðan hann náði kosning 1906? Við skoðunar- bræður sína úr kosningarhríðinni ? Fjarri því! Hann hefir ekki getað setið á sárs- höfði við þá allan tíman. Þeir eru menn. bráðónýtir og ráðfausir að hans dómi. Aptur á móti hefir honum til einkis meira þótt koma en Mr. Aird útibústjóra Commerce banka, bankans, sem sýnt hefir sig harðsnúinn móti afistöðvarmál inu. Hann hefir hann við öll sín ráð, að því er virðist, og svo títt er þeim hvorum til annars, að þeir mega ekki hvor af öðrurn sjá. Þegar Ashdown er sendur út i peninga útvegan fytir aflstöðina, þá tekur hann Mr. Aird með sér á bæjar kostnað, að því er síðar reyndist, og þeir leita peninganna eptir þeirra fjármálaviti. Árangurinn ekki nema tima töf, vitaskuld! Þegar þér nú, kjósendur, íhugið fram- ferði Ashdowns, sýnist vður þá, að hann sé aflstöðu vinur ? Vitna verkin hans það ? Ónei! Heldur hitt, að hann sé henni úlfur í sauðargæru. Og fyrst svo er, hvað er þá að marka voigur hans um að bærinn verði settur á hausinn með því að leggja hann út í aflstöðvar bygg- ingu, og að fjárhagur hans sé vondur. Það er blátt áfram ekki nema tómt ryk þveitt upþ til að hnekkja málinu. Hagur bæjarins Sá söngur er síféllt kyrjaður af Ash- down og aflstöð\ar fjöndum, að bærinn sé á hausnum. Á ekki að geta ráðist einusinni í arðvænleg fyrirtæki! Þeir færa engin rök fyrir þessu, berja lóminn einvörðungu. Landi vor, Árni Eggerts- son,bæjarfulltrúi,hefir sýnt tilhæfuleysið í þessu ámátlega nauði í fyrirtaks snjallri ræðu haldinni á fundi við kjósendur. Hann lætur tölurnar tala. Hér er ekki rúm til að rekja ræðu hans, því miður, en stytt af að segja, gerir hánn grein fý.rir að skuldir bæjarins séu 14}4 million aíj upghafcð, en sé skynsamlegt tillit tekið runnar af þeim rótum, sem hanrf 'Þj bæjaféigna hér á móti, sem hann og lútlistarýþá séu skuldir í rauninni ekki nema million. sem geri $35 á nef. Það virðist ekki átyllu til ^ð gerast ofboð hjart'eikur út af ekki stærri skuld fyrir jafn stóran bæ og Winnipeg er. Ofan á það sjá það allir menn, að bæjar búar muni vel standa sig við að fá ljós og hita margfallt ódýrara en nú er kostur á, og bættar og auknar atvinnuhorfur, þó þeir eigi að auka skuldir sínar til þess. Þeir standa sig við að borga rentu af slíku láni. Og væri um fjárkröggur að ræða, \æri ekkert vit að láta arðbær fyrirtæki sitja áhakanum tyrir arðlaus. Bœjarstjórnin tekur til sinna ráða. Þegar Ashdown hefir látið úr hömlum dragast að þiggja álitleg tilboð til að f peninga bæinn undir aflstöðvar- ogönnur fyrirtæki, sem—gættu þess, kjósandi.átti að gera og var hægt að gera fyrri hluta árs—þegar hann útvegar ekki neitt fé, heldur situr og ber lóminn og lofar þörfunuin að safnast fyrir, sem æ verða brýnni og brýnni eptir því sem tími líður, þá fer bæjarstjórnina loks að gruna að ekki sé allt með feldu. Þá vaknar það upp hjá henni að hún muni hafa haft of mikla trölla trú á hollustu Ashdowns við aflstöðina. Hún sér nú að málið, sem er henni alhugamál og hún heitbundin við, er að flæða upp á sker. Og fyr en það verði, leitar hun sjálf út- vega. Hún lofar fjármálameistaranum að eiga sig heima. Sjálfs er höndin hollust. Henni reyndist það líka. Peninga vand- ræðin renna óðar sundur eins og snjór í bráðasta þey. Henni er ekki nóg, að út- vega peninga til aflstöðvarinnar, heldur miklu meira fé fyrir langvinnt aðgerðar- leysi Ashdown; en það tekst vafnings- lítið. Hún fær tilboð um 5 millionir með betri kjörum, en þeir Ashdown og Aird þykjast hafa fyrir hitt á öllum þeirra fjár bóna-refils stigum, sem sé 92 cent dollar- inn i staðinn 89^—90 cent,sem var hámark fjármálagarpsins hálofaða. Peningarnir áttu að greiðast helmingur (2ýý million) undir eins og helmingur að vori; en hel- mingur bréfanna átti þó ekki að afhend- ast, heldur skyldi bærin halda þeim sem trygging fyrir aflstöðvar bvggingunni, og afhenda þau eptir því sem verkið gengi fram. Þessu boöi vildi. bæjarstjórnin taka, og það hefði orðið, ef aflstöðvar- vinir hefðu mátt ráða, enda hefði þaö verið bezt.

x

Aflstöðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aflstöðin
https://timarit.is/publication/154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.