Austurland


Austurland - 17.07.1920, Blaðsíða 3

Austurland - 17.07.1920, Blaðsíða 3
AUSTURLAND 3 Kærar þakkir til allra þeirra, er auðsýndu hluttekningu við andlát og jarðarför móður okkar, Ragnheiðar Brynjólfs- dóttur. Brynjdífur Sigurðsson. Jón Sveinsson. Lífsábyrgðarfélagið „Amlvaka“ h.í. Kristjanfu Noregi Allar venjulegar lífstryggingar, barnatryggingar og lífrentur. (slandsdei. ldin löggilt af Stjórnarráði íslands í desember 1919. Ábyrgðarskjötin á íslenzku! Varnarþing f Reykjavík. Hellusundi Reykjavík llelgi Vaitýsson, forstjóri íslandsdeildarinnar. H.f. Eimskipafélag íslands E.s. „Sterling“ íer frá SeyOisfirör 29. júlí til Reykjavíkur og kemur viö á N o r D f i r ð i og E s k i f i r ð i Og íekur farpega. Skipið íer frá Reykjavík 31. júlí til L e i t h, og jiaðaii til Reykjavíkur, sarakvæmt áætiun. Afgreiðsíau á Scyðisfirðí Sundkennsla fer fram við Garðarstjörnina í sumar ef nógu margir ncmendur gefa sig fram. Það er ætlast til að kennslan verði bæði fyrir pilta og stúlkur og að þeim verði kennt hvoru um sig í fiokki. Kennsian byrjar 21. þ. m. ef veður leyfir, og eru væntanlegir nemendur beönir að gefa sig fram fyrir þann tíma, annaðhvort við sundkennarann, fröken Elísabet Baldvins, eða Svein Árnason bæjarfulltrúa Timburfarmur nýkominn írá Svíþjóð til H í Hinar sameinuðu íslenzku verzianir, Norðíiröi. liðsforingi. Tindurinn er 8140 metrar, eða rúmlega fjórum sinn- um hærri en Öræfajökull. Frá brezka þinginu. í júní-mánuði voru lagðar fyrir Lloyd George spurningar um jtað, hvort Bandamenu væru alveg fiætt- ir að hugsa um framsal Vilhjálms keisara. Svaraði forsætisráðherr- ann á þá leiö, að hann teldi fram- salið þjóðinni ekki svo mikils virði, að vert væri að liefja nýjar blóösúthellingar þess vegna, þar éð keisarinn væri nú undir vernd hlutlauss ríkis. Skáldskapur og veruleiki. Oft hafa skáldin tekið ást syst- kyna til meðferðar í ritum sínum — þá ást þeirra, er þau elska hvort annað sem unnusti og unn- usta, en eigi sem systir og bróð- ir. , Eigi alls fyrir iöngu hengdi sig maður í Kaupmannahöfn fyr- ir þær sakir, að dóttir hans og rangfeðraður sonur hans unnu hvort öðru og hann gat eigi feng- ið þau til þess að hætta við að ganga í hjónaband. En er hann hafði ráðið sér bana og máliö var tekiö til rannsóknar, þá sáu þau sér einskis annars úrkosta, en að taka sig af lífi, þar eð þau unnust svo heitt, að þau máttu hvorugt af öðru sjá. Fundust þau í höfninni og var ól spent yfir um þau bæði, og hár stúlkunnar sveipaöi þau dökkri líkblæju. Stúlk- an hét Paula Jorgensen, en mað- urinn var nefndur Franz Carlsson. Símskeyti frá fréttaritara Austurlands. Rvík n/7. Símað frá London að fundur Zionista sé settur þar; sækja hann fulltrúar Gyðinga hvaðanæfa að. ítalir hafa viðurkent sjálfstæöi Albaníu. Bandamenn sitja á fundi með íulltrúum Þjóðverja í Spa, krefjast þess að þýzki herinn leggi niður vopn innan þriggja mánaða. Tyrkir fá enga breytingu á friöar- skilmálunum við Bandamenn. l lafa fengið 10 daga frest til að undir- rita. Stjórnin í Ungverjalandi hef- ur sagt af sér. Símað frá Varsau aö róttækir vinstrimenn hyggist að steypa stjórninni og taka völd- in í sínar hendur, fúsir til að semja frið við Bolsivika. Símað frá London að lieyrst hafi að Bolsivikar séu viljugir til að ganga að skilmálum Lloyd George ef verzlun verði tekin upp milli land- anna. Hafsíld hefur gert vart við sig uridan Vestfjörðum. Síldarskip aö fara vestur, ail-mikil útgerð vænt- anleg í sumar. Haraldur Hamar, sonur Stgr. Thorsteinssonar, hefur samið leik- rit nýlega, „Svarta áin“, hefur vouir um að eitt leikhús í Lond- on leiki það bráðlega. Farþegaflug mikið síðustu daga. RAFMAG NSTÖÐVAR A A F Indr. Heigason Seyðisí. F H 1 Nýkomið: L Ý T Kuplar, lokaðir og opnir, s U N með og án kögurs; einnig kögur af ýmsum litum, mjög falleg. :: :: :: 1 N G RAFMAG NSTÖÐVAR Agra smjörlíkiö er ljúffengasta og holl- asta smjörlíkið sem flyzt til landsins Biðjiö ætíö um það. Aðalumboð á íslandi hafa S. Arngrímsson Thorsteinsson & Co Seyðisfirði. AUSTURLAND kemur út vikulega. Verð 5 kr. árgangurinn. Gjalddagi 1. júlí Ritstjóri, ábyrgöar- og afgreiðslu- maður Guðm. G. Hagalín. Sími 6 c. Innheimtumaöur Einar Blandon, kaupmaður. Prentsmiðja Austurlands. Rvík 15/t. Pjóðverjar liafa gengið að kröf- um Bandamanna um að rninka herinn ofan í hundrað þúsundir í janúar næstkomandi. Stjórnin í Bayern mótmælir. Pólverjar hafa beðið Bandamenn hjálpar gegn Bolsevikkum. Bandamenn hafa neitað, en loíað að leggja þeim lið við samninga. Byrjað er að koma út tímarit „Concordia“ að nafni, sameiginlegt málgagn náms- manna á Norðurlöndum. Dansk- íslenzka félagið hefur gefið út nýtt rit sem heitir „Budbringer“. Fkkert norrænt stúdentamót í sumar sakir deilu Finna og Svía út af Álandseyjum. Hafsíld komin á Skagafjörö, öll skip að leggja af stað til síldar- stöðvanna. Vertíö hefur brugðist á Norðurlandi. Björn Sigurðsson bankastjóri hefur verið kallaður heim frá London, erindrekastarfiö þar lagt niður. Laxveiði í Elliða- ánum afar-góð. Danski hluti lög- jafnaðarnefndarinnar væntanlegur hingað um næstu mánaðarmót, Borbjerg ritstjóri, Krag doktor og Arup prófessor. Guunar Egilsson skipaður umboðsmaður stjórnar- innar á Ítalíu og Spáni. Fór héð- an í gær meö „Gullfoss" með fjöiskyldu sína, sezt að í Genua. Ákveðið er að konungur komi í byrjun ágúst. Fréttir. Qreftranir. Lík drengsins, ar tapaöist um daginn, fanst á reki út hjá Dverga- steini hér í firðinurm. Mun hann hafa dottið í ána og hún borið líkið út. Drengurinn var greftraö- ur í gær. í gær var og greítruö Ragnheiður Brynjólfsdóttir, móðir þeirra Brynjólfs Sigurðssonar og Jóns Sveinssonar. Afli. . Tekiö er að aflast hér á ný. Fiska menn nú á handfæri. Ferðalag. Eyjólfur Jónsson bankastjóri, frú hans og Guðrún Gísladóttir, forstöðukona saumastofunnar hér, lögðu af stað landveg til Akureyr- ar í fyrradag. Hdtíðin. Marga ntun fýsa á hátíö juí, er liaida skal í Fgilsstaöaskógi 1. ágúst, þar eð Guðm. skáld Frið- jórnsson iætur þar til sín heyra. Hann er maöur afbrigöa vel máli f-arinn, flytur ræður sínar djarflega og áheyriiega og á hrynjandi og slálhljóma máli. Úr He'raði. Allsstaðar á Htraði mun nú sláttur hafinn. Tún víða all-góð. Tekið er nú að fækka íerðum bænda hingað til bajarins. Bílferðir hafa verið all-miklar um Fagra- dal í vor og hefur mikið verið iiutt at vörum upp í Héraö. Nú mun bílana skorta bensín og ferð- irnar stöðvaðai' um hríð. ---------------------

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.