Austurland


Austurland - 18.09.1920, Side 2

Austurland - 18.09.1920, Side 2
2 MJSTURLAND NatEian & Olsen, Seyðisf irði. Hafa fyrirliggjandi: Kaffi Export kaffi Hafragrjón Hrísgrjón Bankabygg Kandfs Eldspítur Skraatóbak — Rjóltóbak — Vindla ári. En gengismismunur á pening- um milli landa, kemur þá fyrst til greina, þegar eitt land er orð- ið mjög skuldugt öðru og afurð- ir þess í bili lítt seljanlegar og þar af leiðandi minna flutt út en inn. En hér horfir ekki þannig við, því þótt íslenzkar afurðir seldust ekki sam bezt síðastliðið ár, þá hefur það ekki svo mikil áhrif á markaðinn nú, nýjar af- urðir geta selst jafnvel fyrir því og munu gera það. Og þyrfti „kurs"-breytingin ekki að stafa frá því. Enda sýnist ekki geta verið um neinn gengismismun að ræða hér, þar sem það eru alt danskir peningar, sem hér eru í umferð, því að þótt bæði íslands- banki og Landsbankinn gefi út seðla á sitt nafn, þá er samt pen- ingastofninn danskur. Það er því vonandi að Danir sjái að þetta eru firrur einar og afturkalli þessa ósanngjörnu kröfu. Að öðrum kosti ættu allir kaupsýsiumenn að svara þessu á eina leið, með því að hætta öllum viðskiftum við Danmörku og sjá þá hvort að ekki kemur annað hljóð í strokk- inn. Steinn á Hnjúki. Bæjarstjórnarfundur. Bæjarstjórnarfundur var haldinn hér 10 þ. m. einsog um var getið í síðasta blaði. Að eins 6 fulltrú- ar voru mættir. Fyrst var tekið fyrir erindi frá Knud Cristiani stöðvarstjóra út af lagningu jarðsímans hér í bænum. Einnig lagt fram nefndarálit vega- nefndar. Var í máli því samþykt svohljóðandi tillaga: „Bæjarstjórnin leyfir að jarðsími verði lagður í götur bæjarins þar sem nauðsynlegt er, en æskir þess að hann sé lagður utan vegarins, þar sem því verður við komið og er jafntryggilegt, eftir samkomu- lagi við veganefnd. Þá gerir bæj- arstjórnin það að skilyrði fyrir þessu leyfi, að vegurinn sé gerður jafngóður aftur næsta sumar eftir að jarðsíminn er lagður, bænum að kostnaðarlausu. Að sjálfsögðu verður að gera veginn nothæfan jafnóðum og jarðsíminn er lagður“. Rætt var um erindi frá Quðm. Hannessyni prófessor viðvíkjandi spítalanum hér og sóttvarnarhúsi, en á það mál minnumst vér ekki frekar að sinni. Pétur Einarsson bað um leyfi til ræktar jarðsvæð- is í bæjarlandinu og var veitt það. Framlögð voru fundarsköp bæj- arins samþykt af stjórnarráðinu. Síðan voru tekin fyrir ýmiss fátækramál. Símskeyti frá fréttaritara Austurlands. Rvík n/«. Lloyd Qeorge krefst þess að Krassin umboðsmaður Bolsivikka fari brott úr Englandi. Krassin hefur samþykt og ætlar um Ríga, ef Lettar leyfa. Yfirvofandi kola- verkfall í Englandi. Stjórnin hefur ákveðið að skjóta málinu undir dóm þjóðarinnar og láta nýjar þingkosningar fara fram, ef kola- nemar hefja verkfail. Hjúkrunarkvennafélag Norður- landa hefur nýlega haldið þing í Khöfn. Lagarfoss kom hingað í gærkvöld, Qullfoss kemur í kvöld. Sterling fór í gær áleiðis til Leith. Þaðan til Austfjarða, norður um land og suður. Rvík 12/o. Jarðskjálfti í Flórenz og Písa og víðar um Ítalíu. Fimm þúsund hafa farist. Verkamannaóeirðir sívaxandi í Ítalíu, stjórnin lætur þær afskiftalausar. D’annuncio hefur látið taka skip hjá Sikiley, hlaðið bifreiðum og loftskipum ogfarið með það til Fiume. Lög- mannaráð þjóðbandalagsins hefur gefið þann úrskurð, að Álands- eyjamálið sé ekki finskt sérmál. Formaður fjármálanefndar þýzka þingsins hefur lýst því yfir, að í raun og veru sé Þýzkaland gjald- þrota, þó aðdultfari. Morgan(ame- ríski auðmaðurinn) hefur lánað Ég undirrituð kenni ensku og dönsku í vetur; einnig börnum venjul. námsgreinar. Elíz. Baldvins. Frökkum 100 rriilliónir dollara í 25 ár með 8°/o vöxtum. Uppskeru- horfur Bandaríkjanna betri en nokkru sinni áður í sögu þeirra. Grundvallarlögin dönsku samþykt af konungi, nýjar kosningar til þjóðþingsins fara fram 21. þ. m. Kosning kjörmanna 24. Lands- þingskosning 1. október. Valtýr Guðmundsson orðinn prófessor í íslenzkri sögu og bókmentasögu við Hafnarháskóla. Rvík 14/a D’annuncio hefur lýst yfir full- komnu sjálfstæði Fiumeborgar. Þjóðþing borgarinnar hefur kvatt kjósendur á fund til að taka á- kvörðun um stjórnarfyrirkomulag- ið. Sagt frá París að Þjóðverjar eigi ekki að fá að taka þátt í skaðabótaráðstefnunni, sem verður í Genf. Þetta hefur vakið afar mikla gremju um alt Þýzkaland. Altalað í Buda-Pest að Ungverjar hafa kjörið til konungs sér Ferd- inand Rúmenakonung. -Síðustu fregnir segja að Fiumebúar hafi kosið D’annuncio ríkisstjóra. SparBaðarhreyfingunni eykst mjög fylgi í Noregi. Félag stofnað til þess að minka eyðsluna. Tíu ára afmæli íþróttafélags Reykjavíkur var um síðustu helgi. Rvík 15/». Forsætisráðherrar ítala og Frakka sitja á ráðstefnu. Vatns- flóðið í Doná sté, meðan það var mest, 448 cm. yfir venjulegt vatnsborð árinnar. Leikfélagið byrjar leikárið á sýningu hins nýja leikrits Quðm- undar Kamban: „Vér morðingjar,, Páll ísólfsson heldur síðustu hljómleika sína í kvöld, fer með „GulIfoss“ til útk nda. Qrænlands- skipið „Godthaab“ kom nýlega hingað. Flutti það 12 norska sjó- menn af selveiðaskipi, er sökk í Danmerkursundi 28. júlí. Sel- veiðaskipið hafði rekist á ísjaka, og voru mennirnir búnir að hrekj- ast í 8 daga áður en þeir náðu Kap Dan á Grænlandi. Rvík 17/o. Forsetakosning í vændum í Frakklandi. Deschanel hefur hrak- að upp á síðkastið. Símað er frá Helsingfors, að Trotzky sé að undirbúa vetrarherför geg:i Pól- verjum. Friður í vændum milli Pólverja oð Litháa. Vopnahlé komið. Símað frá Berlín, að mikiö sé rætt um breytingar á stjórninni. Meiri hluti jafnaðarmanna vill fá hlutdeild í völdunum. Jafnvel búist við að stjórarbyltingu. Skeyti hef- ur borist hingað frá Englandi, er segir að líklegt sé aó kolaverkfall- ið hefjist 20. þ. m. íslenzkir tog- arar varaðir við að fara kolalitlir tii Englands. Samband íslenzkra samvinnufélaga hefur kært útsvar sitt fyrir bæjarstjórninni. Upphæð 35 þúsund. Sambandið vill helzt láta fella útsvarið niður, eða fá það lækkað niður í 10 þúsund. Fjárhagsnefnd leggur til að kær- unni sé ekki sint. Ný verðlags- nefnd hefur verið skipuð að til- hlutun bæjarstjórnar og stjórnar- ráðs. Á fyrstum sinn ekki að ná nema til Reykjavíkur. Fréttir. Fimtugsafmœli átti Kristján Kristjánsson, hér- aðslæknir hér, hinn 16. þ. m. Flytur blaðið honum sínar beztu óskir. Skip. E.s. „Suðurland11 kom hingað mánudaginn síðastliðinn. Meðal farþega var Guðm. Bjarnason, fyrrum verzlunarstjóri á Breiðdals- vík, og fjölskylda hans. Er hann alfluttur hingað til bæjarins. Sunn- an af fjörðum kom all-margt manna með skipinu. Héðan úr bænum frú Pálípa Waage, ungfrú Þórunn Waage og ungfrú Elízabet Baldvins. Með skipinu fór mesti fjöldi manna, svo sem ungfrúrnar Laufey og Valdís Tryggvadætur, Sæmundur Einarsson kennari með fjölskyldu, ungfrú Torfhildur Árnadóttir, frú Hildur Hjálmarsson og fósturdóttir, Jónas Guðmunds- son kennari, Stefán Árnason verzl- unarmaður o. fl. — Norskt síld- veiðaskip kom hér í vikunni. Lá það með bilaða vél norður í Brúnavík og dró það hingað botn- vörpungur. Margt botnvörpunga hefur leitað hér hafnar þessa viku sakir stórviðra. E.s. „Gullfoss" mun eiga að koma hér á leið sinni frá útlöndum. Fer síðan sunnanlands til Reykjavíkur. „Ster- ling“ hemur hér næstu daga frá Leith og fer norður um land. Er svo að sjá sem Eimskipafélagið vilji nú friða Norður- og Aust- lendinga. En eigi mun það draga úr þeim dáð til skipakaupa. Kennarar. Settur er skólastjóri hér við barnaskólann Sig. Sigurðsson fyrr- um kennari á Hólum í Hjaltadal. Kennarar eru settir Karl Finnboga- son fyrv. skólastjóri og Jón Sig- urðsson fyrrum kennari hér. Þriðja kennaraembættið er ekki veitt og verður að líkindum lagt niður. Afarmikiö er um það rætt bæði í norðan- og sunnan-blöðunum hve mikil séu vanskil á pósti. Má segja hina sömu sögu frá þessu blaði, þótt eigi höfum vér þar um að kenna pósthúsinu hér. En séð höfum vér blöðin liggja vikum saman á bréfhirðingarstöðum og er það hið mesta ólag að eigi skuli vera póstar innan sveita. Án þess að

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.