Austurland


Austurland - 16.10.1920, Side 1

Austurland - 16.10.1920, Side 1
* 40. tbl. Seyðisfiröi, 16. október 1920 1. árg. ft. Fjórir ráðherrar. Löngum hafa þótt hægfara allar verklegar framfarir þessa lands, einkum þó þær, er landbúnaðinum viðvíkja, enda mun það sannast orða, að ráðherrar vvorir og aðr- ir stjórnendtir hafa frekar verið „seigduglegir skrifstofumenn", lítt hagsýnir eða framkvæmdasamir utan þröskulds skrifstofa sinna. Ekki á þetta þó sízt við um hin síðustu ráðuneyti vor, sem lagt hafa mókandi undir flatt og flot- ið sofandi að feigðarósi. Enda væri sízt rétt að segja það, að þeir menn væru valdir til ráðherrastarfanna. minsta kosti sumra, sem þar eru bezt hæfir. Það e'r sem sé alkunna, að all- mikill þorri þings vors er skraf- finnar og blekmenn, en fram- kvæmdamenn engir. Og að farið sé út fyrir þingið eftir dugandi mönnum og framkvæmdasömum þekkist hér ekki. Hverri þjóð er hin mesta nauð- syn á því, að atvinnuvegir hennar séu í sem beztu lagi. Ella dregst hún aftur úr og dagar uppi. Em- bætti atvinnumálaráðherra er því ábyrgðarmikið starf og veglegt. En það er einnig eitt hið vanda- samasta ráðherrastarf, ef það á að vera vel leyst af hendi. Það krefur mikillar og víðtækrar þekk- ingar á mörgum sviðum, mikils starfsþreks og áhuga. Og hér á landi eru aðal-atvinnuvegirnir, sjávarútvegur og landbúnaður, svo fjarskyldir, að ekki er mögulegt að nokkur maður beri afburða- gott skyn á þá báða. En í ráð- herrastöðunni þarf blátt áfram að sitja sá maður, sem bezt allra ber skyn á starfið og er fæiastur um að leysa það af hendi. En það vita allir, að þeir menn, er bera hér bezt skyn á sjávarútveg, hafa eigi bezt vit á landbúnaði — og gagnkvæmt; enda eru atvinnu- vegirnir svo fjarskyldir, sem mest má vera, eins og vér höfum drep- ið á. Það virðist því að minsta kosti vert athugunar, hvort eigi sé rétt að skifta atvinnuráðherra- ^ embættinu, skipa sérstakan ráð- herra fyrir landbúnaðinn og ann- an fyrir sjávarútveginn. Menn munu nú ef til vill segja, að ekki sé þörf á nýjum embættum hér á landi. En þó má vera að svo sé. Ýmsir embættismenn munu vera fleiri en þörf er á, en aftur mun ekkert á móti því, að skifta slíku embætti sem þessu, þegar að því er augljós gróði þjóðinni. Auð- vitað getur þingið fariö svo illa að ráði sínu, að ver verði farið en heima setið, með þvf að skipa í embættið bráðóhæfa menn. En í slíkum embqjdtum ættu að sitja hinir hæfustu menn. í ráðherra- embætti sjávarútvegsins mun vera völ á mjög góðuni mönnum, er bera til þess starfs langt af öllum þeim, sem þingið hefur á að skipa. Vildum vér óska að mál þetta yrði athugað, og er það trú vor, að ef vel er með farið, megi það verða þjóðinni að hinu mesta gagni. Það er seint að iðrast eftir dauðann. í seinasta blaöi var fám orðum drepið á innflutningshöftin og fjárhag landsins. Síðan höfum vér fengið þá fregn, að íslandsbanki hafi nú algerlega hætt að kaupa víxla, jafnt af kaupsýslumönnum sem öðrum. Munu þau tíðindi fáum gleðileg, þar eð viðskifti manna eru þann veg, að án lána verður ekki af komist, annaðhvort verzlunar- eða banka-lána. Og hvar eru peningarnir, mundu ýmsir spyrja. Og svarið er eigi erfitt að gefa: Peningarnir eru hjá fisk- og síldar-kaupmönhum, heildsölum og öðrum Monakó- greifum, mönnum, sem drógu sölu afurða sinna, unz í ótíma var komið og alt á heljarþröm. En hvernig stendur nú á því, að ekki var haft eftirlit meö þessari sölu? Voru hlutaðeigendur þess máls svo óvitandi um allar horfur, eða var þeim sama, þótt teflt væri á tvær hættur öllu því fé, er til var að tjalda í landinu, einstaklingum og allri þjóðinni til ófyrirsjáanlegs tjóns. Látum það vera, þótt mönnunum væri lánað, hitt var sjálfsögð skylda hlutaðeigenda, að hafa eftirlit með sölunni, láta ekki gróðamennina sjálfráða um þaö, hve lengi þeir geymdu afurðirnar. Það getur verið gott og blessað, að umboðssala á fiski komist í hendur íslenzkra manna, eða‘*skatt- skyldra útlendinga hér, en að þeir hinir sömu megi velta sér í fé landsins eins og þeim lízt, það virðist ekki ná nokkurri átt. Og hvað gerir svo landsstjórn- in, þegar hún sér að alt er að koniast í óefni. Rekur eftir sölu afurðanna og reynir að fá inn sem mest að fénu, fær til vegar komið með áskorunum og leið- beiningum almennum, frjálsum sparnaði í landinu? Nei, hún set- ur á stofn nefnd, sem hún kallar viðskiftanefnd, nefnd, sem neitar mönnum um innflutning á einum og einum brauðhníf, rúsínukassa eða vindlingaveski í öðru tilfellinu, en leyfir innflutning á því í hinu, nefnd, sem gerir ekkert það, er verði þess valdandi, að nokkur maður spari nokkuð viö sig. Menn panta sér krónuvirði, nauð- synlegt til bús og þurfa að borga fjórfalt í símagjöld til nefndarinn- ar. í þessu er fólginn sá dýrmæti sparnaður, er hún kemur til leið- ar. Eða hefur ástandið batnað?. Var í vetur bannað að borga nokkra póstkröfu tii útlanda, voru bankarnir hættir að kaupa víxla og var þá svo illa komið að banna þyrfti að flytja inn nauðsynlegustu vörur, ef eitthvað var til af þeim í Reykjavík? Óhætt er að svara neitandi. En hve lengi á þetta að ganga? Er alls ekki meiningin að stór- gróðamennirnir verði krafnir reikn- ingsskila? Þjóðin á blátt áfram heimting á því, að að þeim sé gengið, minsta kosti þeim, sem eigi verður séð, að horfurnar batni neitt fyrir og þeim, er geta borgað, þótt þeir þá þurfi að gera það með sínum seinasta eyri. Allri þjóðinni má ekki blæða fyrir einstaka menn, ef þeir geta sjálfir goldið fyrir afglöp sín. „6ræfagróður“. Bókin „Öræfagróður“, eftir Sig- urjón Jónsson, er komin út fyrir ári síðan, en blaðinu „Austur- landi“ hefur fyrst borist hún nú fyrir skömmu. í bókinni eru 16 æfintýri og all-mörg kvæði. Skal það hér fyrst tekið fram, að bók þessi er eitthvert hið skýr- asta dæmi þess, er lífsskoðanir eða lífsstefnur höfunda, yfirgnæfa svo listina, að hún kemur svo að segja hvergi fram i dagsljósið. Og þarna er lífsskoðunin kenning guðsspekinga. Æfintýrin hafa það öll sameig- inlegt, að þau eru frei.iur hugsuð í þarfir 'ússrar stefnu, atburðun- um raðað niður með vist fyrir augum, án alls lífs og sannrar og mannlegrar tilfinningar, heldur en að þau séu runnin af lifandi skáld- æð. Oft eru þau bygð á svo guðspekilegum grundvelli, að eng- in leið er til skilnings önnur en hin guðspekilega. Þau verða því af öllum öðrum en þeim, sem þekkjaguðspekikenningarnar,skoð- uð fjarstæða og vitleysa og vinna alls ekki gagn hreyfingu þeirri, sem þeim er ætlað að starfa fyr- ir. Atburðirnir koma óeðlilega og ókunnuglega fyrir, reka hver ann- an, oft án finnanlegs samhengis, þó að oft megi sjá samhengi, þegar litið er á orð höfundar. Sumsstaðar er fléttað inn í æfin- týrin ljóðum — og þeim lélegum — er slíta samhengið og eru laus við aö bæta úr skák. Þá vantar æfintýrin alt hið hnittna, barns- lega og hjartanlega og eru leiðin- leg aflestrar. Auk þess er hugs- anaferill^ höfundar vafinn innan um hina ógreinilegustu atburða- þvælu, sem alls ekki er gott að átta sig á og fylgja þræðinum í, en þrátt fyrir þetta þó oftlega að- almeining sögunnar í heild sinni sögð svo skýrt, að þar gefst ekk- ert umhugsunarrúm. Þetta á við um öll trúarlegu æfintýrin. Um hin er að ýmsu sama máli að gegna, en þó er þeim ekki að öllu eins farið. Fyrsta æfintýrið heitir „Blettur- inn“. Er þar sagt frá drottni alls- herjar, er situr og fægir gimsteina sína — sálirnar, er fara ofan á jörðina og íklæðast efni. Þarna er líkingin um gimstein — og drottinn fægir hann. Og hann íklæðist efni og finnur til sársauka í því. En er hann þá ekki sjálfur efni? Og getur gimsteinn fundið til sáns- auka? Þarna fer líkingin út um þúfur. Og er höfundur hefur lýst öllu því, er gerist hjá guði almátt- ugum í sambandi við þessa sál og sálin hefur farið ofan á jörð- ina, liðið þar og dáið — hún hét Sveinn í jarðlífi sínu —, þá segir höfundur: „Ég varð hryggur, þegar ég frétti látið. Sveinn var hjartfólginn vinur minn“. — Sá, er söguna segir virðist hafa, fylgst meðiöllu því, er gerðist, séð guð fægja sál- ina í himnaríki og séð alt til hennar á jörðunni. En svo er hann ekkert annnað en algeng- ur maður, sem hefur þekt Svein í jarðvist hans. Auðvitað mátti höf. alls ekki koma fram með þ.enna „ég“, sem söguna segjr, hins hafði hann sinn fulla rétt til, að segja söguna eins, án þess að geta nokkurs sögumanns. En jafn- vel æfintýri leyfa ekki slíkar fjar- stæður sem þessa, er höfundur gerir sig þarna sekan í. Og í þess- ari sögu endar hann á að segja frá því, er hann sér óend- anlegar strengjaraðir yfir hafinu. Þessar strengjaraðir slær guð al- máttugur og tónarnir eru sálir.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.